Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 22
Alls konar bátar eru í Nauthólsvíkinni.
Líf og fjör í Nauthólsvík
Hundruð barna hafa farið í Nauthólsvík í sum-
ar þar sem ÍTR er með siglinganámskeið og
siglingaklúbba sem eru mismunandi eftir því
hvað þátttakendur eru gamlir og hversu færir
þeir eru í sjónum.
Í Nauthólsvík hefur ÍTR haldið siglinganámskeið
fyrir börn í mörg ár. Siglinganámskeiðin í Siglu-
vík hafa verið meira og minna fullbókuð í sumar
og mörg börn á biðlistum eftir svona öðruvísi úti-
veru. Nokkur af börnunum voru orðin mjög sjóuð
í siglingunum og koma aftur og aftur á námskeið.
Þegar Fréttablaðið bar að garði var frjáls dagur
og börn á alls konar bátum. Flestir skemmtu sér
við að renna sér niður rennibraut á kajak og svo
var biðröð í seglbátana. Starfsmenn Sigluness
gerðu sér lítið fyrir og kipptu blaðamanni og ljós-
myndara út á bát til að hitta krakkana.
Katrín Ólöf Georgsdóttir og Sigríður Elísa Einars-
dóttir þekktust ekki áður en þær komu á siglinga-
námskeiðið. „Ég er ekki búin að fara í kajakrenni-
brautina. Ég þori það ekki,“ segir Sigríður Elísa,
sem er á námskeiðinu í fyrsta sinn. „Ég var hérna
í fyrra og síðasta sumar. Ég er búin að fara oft í
kajakrennibrautina,“ segir Katrín Ólöf. „Maður
má samt ekki fara þegar það er of grunnt því þá
rekst endinn á bátnum í botninn og það er hættu-
legt.“ Þær eru sammála um að það sé mjög gaman
í Nauthólsvík. „Ég hef alveg farið á önnur leikja-
námskeið nema mér finnst miklu skemmtilegra á
svona siglinganámskeiði,“ segir Sigríður Elísa.
Bjarni Magnússon kom niður kajakrennibrautina
og skellti sér beint í viðtal. Að hans sögn er sigl-
inganámskeiðið skemmtilegt og kajakrennibraut-
in skemmtileg en ekki hættuleg. Hann er ekki
hræddur við að renna sér niður brautina, ekki
einu sinni í fyrsta skipti. Bjarni viðurkennir þó að
maður verði dálítið blautur en hann er með svuntu
sem hindrar vatnið í að fara yfir buxurnar hans.
„Ef maður er í peysu þá blotnar maður kannski
smá. En ef maður er með önnur föt þá er þetta
ekkert hræðilegt.“
Dagur Fróði Kristjánsson er níu ára og sat í fjör-
unni við sandkastalagerð þegar blaðamaður hitti
hann. Hann er skáti og finnst gaman að vera á
siglinganámskeiði. „Við förum í sjóinn, á Malibú,
kajak og kajakrennibrautina. Það er allt og sumt,“
segir hann aðspurður um hvað þau geri nú eigin-
lega á svona siglinganámskeiði. Hann hlær þegar
hann er spurður hvort hann fari einn út á Malibú-
inn. „Nei, ég fer ekki einn. Enda er ég líka bara að
gera sandkastala núna.“ Þegar kemur að mynda-
tökunni gerir hann sér þó lítið fyrir og skellir sér
út í kajakinn enda gaman að eiga af sér mynd úti
á bát.
Bergur, Bergur og Hálfdán voru þrír saman á ára-
bát í Nauthólsvík. „Það er allt úti í sjópöddum
hérna,“ segja þeir og sýna plastílát þar sem ein
einmana marfló syndir hringi. „Við erum ekki
bara á árabát. Við erum líka á Laser Pico sem er
svona seglbátur. Er næsti hópur kominn á Laser
Pico? Við áttum að vera næstir,“ segir Bergur
hálffúll og þeir ákveða að drífa sig út á flot-
bryggju til að ná að vera næstir. Þegar blaðamað-
ur spyr hvort ekki sé mikil hætta á að bátnum
hvolfi hlæja þeir bara og gefa sterkt í skyn að
blaðamaður sé ekkert sérstaklega sleipur í sigl-
ingalistinni. „Ég hef hvolft, ég hef hvolft,“ segja
þeir hver á eftir öðum. Annar Bergurinn tekur þó
fram að hann hafi einu sinni hvolft viljandi og hin-
ir geti nú ekki státað af því.
Það er oft spennandi fyrir börn að
horfa á foreldra sína elda og baka
í eldhúsinu og auðvitað vilja þau
taka þátt. Það er mikill misskiln-
ingur að börn geti ekkert gert í
eldhúsinu en auðvitað verður að
hafa nokkur öryggisatriði í huga.
• Börnin verða að þvo sér um
hendurnar.
• Settu hár barnsins í teygju ef
það er mjög sítt.
• Segðu þeim að ganga aldrei
með hníf og snúa honum að
fólki – það á alltaf að halda á
hníf með hliðum.
• Ekki leyfa börnum að skera
með beittum hníf eða taka heit-
an mat úr ofninum.
• Settu skurðarbretti á rakt
viskustykki svo það renni ekki
til.
• Passaðu að börnin setji ekki
hendurnar upp í sig eftir að
þau snerta hrátt kjöt.
• Segðu börnunum að teygja sig
ekki yfir eldavélina eða heitan
mat.
[ ]
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Leikföng
Ekki fylla barnaherbergið af leikföngum. Of mikið dót getur haft truflandi áhrif á barnið og auk þess getur
verið erfitt að halda hlutunum í röð og reglu. Barnið á auðveldara með að finna leikföngin ef þau eru fá
og lærir jafnframt að umgangast þau af meiri virðingu.
Börnum finnst mjög gaman að taka þátt í eldamennskunni með foreldrum sínum.
Börnin taka þátt í eldhúsinu
Þau geta gert margt en mikilvægt er að setja öryggið á oddinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
50% afsláttur af öllum útsöluvörum
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
S á k ið f i k di bö
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvernig var á
sumar á s inu?
Keramik fyrir alla
Mjög gaman
22-23 (04-05) allt Börn 2.8.2005 19:21 Page 2