Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 22
Alls konar bátar eru í Nauthólsvíkinni. Líf og fjör í Nauthólsvík Hundruð barna hafa farið í Nauthólsvík í sum- ar þar sem ÍTR er með siglinganámskeið og siglingaklúbba sem eru mismunandi eftir því hvað þátttakendur eru gamlir og hversu færir þeir eru í sjónum. Í Nauthólsvík hefur ÍTR haldið siglinganámskeið fyrir börn í mörg ár. Siglinganámskeiðin í Siglu- vík hafa verið meira og minna fullbókuð í sumar og mörg börn á biðlistum eftir svona öðruvísi úti- veru. Nokkur af börnunum voru orðin mjög sjóuð í siglingunum og koma aftur og aftur á námskeið. Þegar Fréttablaðið bar að garði var frjáls dagur og börn á alls konar bátum. Flestir skemmtu sér við að renna sér niður rennibraut á kajak og svo var biðröð í seglbátana. Starfsmenn Sigluness gerðu sér lítið fyrir og kipptu blaðamanni og ljós- myndara út á bát til að hitta krakkana. Katrín Ólöf Georgsdóttir og Sigríður Elísa Einars- dóttir þekktust ekki áður en þær komu á siglinga- námskeiðið. „Ég er ekki búin að fara í kajakrenni- brautina. Ég þori það ekki,“ segir Sigríður Elísa, sem er á námskeiðinu í fyrsta sinn. „Ég var hérna í fyrra og síðasta sumar. Ég er búin að fara oft í kajakrennibrautina,“ segir Katrín Ólöf. „Maður má samt ekki fara þegar það er of grunnt því þá rekst endinn á bátnum í botninn og það er hættu- legt.“ Þær eru sammála um að það sé mjög gaman í Nauthólsvík. „Ég hef alveg farið á önnur leikja- námskeið nema mér finnst miklu skemmtilegra á svona siglinganámskeiði,“ segir Sigríður Elísa. Bjarni Magnússon kom niður kajakrennibrautina og skellti sér beint í viðtal. Að hans sögn er sigl- inganámskeiðið skemmtilegt og kajakrennibraut- in skemmtileg en ekki hættuleg. Hann er ekki hræddur við að renna sér niður brautina, ekki einu sinni í fyrsta skipti. Bjarni viðurkennir þó að maður verði dálítið blautur en hann er með svuntu sem hindrar vatnið í að fara yfir buxurnar hans. „Ef maður er í peysu þá blotnar maður kannski smá. En ef maður er með önnur föt þá er þetta ekkert hræðilegt.“ Dagur Fróði Kristjánsson er níu ára og sat í fjör- unni við sandkastalagerð þegar blaðamaður hitti hann. Hann er skáti og finnst gaman að vera á siglinganámskeiði. „Við förum í sjóinn, á Malibú, kajak og kajakrennibrautina. Það er allt og sumt,“ segir hann aðspurður um hvað þau geri nú eigin- lega á svona siglinganámskeiði. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann fari einn út á Malibú- inn. „Nei, ég fer ekki einn. Enda er ég líka bara að gera sandkastala núna.“ Þegar kemur að mynda- tökunni gerir hann sér þó lítið fyrir og skellir sér út í kajakinn enda gaman að eiga af sér mynd úti á bát. Bergur, Bergur og Hálfdán voru þrír saman á ára- bát í Nauthólsvík. „Það er allt úti í sjópöddum hérna,“ segja þeir og sýna plastílát þar sem ein einmana marfló syndir hringi. „Við erum ekki bara á árabát. Við erum líka á Laser Pico sem er svona seglbátur. Er næsti hópur kominn á Laser Pico? Við áttum að vera næstir,“ segir Bergur hálffúll og þeir ákveða að drífa sig út á flot- bryggju til að ná að vera næstir. Þegar blaðamað- ur spyr hvort ekki sé mikil hætta á að bátnum hvolfi hlæja þeir bara og gefa sterkt í skyn að blaðamaður sé ekkert sérstaklega sleipur í sigl- ingalistinni. „Ég hef hvolft, ég hef hvolft,“ segja þeir hver á eftir öðum. Annar Bergurinn tekur þó fram að hann hafi einu sinni hvolft viljandi og hin- ir geti nú ekki státað af því. Það er oft spennandi fyrir börn að horfa á foreldra sína elda og baka í eldhúsinu og auðvitað vilja þau taka þátt. Það er mikill misskiln- ingur að börn geti ekkert gert í eldhúsinu en auðvitað verður að hafa nokkur öryggisatriði í huga. • Börnin verða að þvo sér um hendurnar. • Settu hár barnsins í teygju ef það er mjög sítt. • Segðu þeim að ganga aldrei með hníf og snúa honum að fólki – það á alltaf að halda á hníf með hliðum. • Ekki leyfa börnum að skera með beittum hníf eða taka heit- an mat úr ofninum. • Settu skurðarbretti á rakt viskustykki svo það renni ekki til. • Passaðu að börnin setji ekki hendurnar upp í sig eftir að þau snerta hrátt kjöt. • Segðu börnunum að teygja sig ekki yfir eldavélina eða heitan mat. [ ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Leikföng Ekki fylla barnaherbergið af leikföngum. Of mikið dót getur haft truflandi áhrif á barnið og auk þess getur verið erfitt að halda hlutunum í röð og reglu. Barnið á auðveldara með að finna leikföngin ef þau eru fá og lærir jafnframt að umgangast þau af meiri virðingu. Börnum finnst mjög gaman að taka þátt í eldamennskunni með foreldrum sínum. Börnin taka þátt í eldhúsinu Þau geta gert margt en mikilvægt er að setja öryggið á oddinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY 50% afsláttur af öllum útsöluvörum ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvernig var á sumar á s inu? Keramik fyrir alla Mjög gaman 22-23 (04-05) allt Börn 2.8.2005 19:21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.