Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 60
3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
> Við furðum okkur...
... á því að forráðamenn KSÍ skuli ekki hafa
farið upphaflega í samningaviðræður við
Kólumbíu um vináttulandsleik á Laugar-
dalsvelli hinn 17. ágúst næstkomandi.
Sambandið kaus frekar að fá leik
við Venesúela, lið sem er mun
lakara en Kolumbía , en var
síðan svikið af kollegum sín-
um þar í landi. Sem betur fer,
því nú fá knattspyrnumenn að
sjá mun áhugaverðara og
betra landslið mæta því
íslenska eftir tvær vikur.
Stórt tap fyrir Dönum
Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu,
skipað leikmönnum 16 ára og yngri,
steinlá fyrir Dönum, 4-0, í sínum fyrsta
leik á opna Norðurlandamótinu sem
hófst í gær. Íslenska liðið átti aldrei
möguleika gegn firnasterku liði Dana
þar sem Mads Thunø Laudrup, sonur
hins kunna Michaels Laudrup, fór fyrir
sínu liði og skoraði eitt mark.
sport@frettabladid.is
22
> Við hrósum ...
.... Valsmanninum unga
Bjarna Ólafi Eiríkssyni,
sem hefur með góðri
frammistöðu með liði
sínu í sumar tryggt sér
sæti í íslenska lands-
liðshópnum í knatt-
spyrnu.
Liverpool átti ekki í neinum vandræ›um me› a› tryggja sér sæti í flri›ju umfer› Meistaradeildar Evrópu me›
5-1 samanlög›um sigri á Kaunas frá Litháen. Celtic var a›eins hársbreidd frá flví a› takast hi› ómögulega.
Engin vandræði hjá Liverpool
FÓTBOLTI Það voru varamennirnir
Steven Gerrard og Djibril Cisse
sem skoruðu mörk Liverpool undir
lok leiksins í gærkvöldi, en liðið
hafði fram að þeim tíma leikið
nokkuð undir getu og virtust leik-
menn aðeins leika með hálfum hug
eftir að hafa unnið fyrri leikinn í
Litháen 1-3. Rafael Benitez, stjóri
liðsins, stillti nánast upp B-liði sínu
í leiknum og gerði átta breytingar
frá því í fyrri leiknum.
Allt annað var að sjá til Liver-
pool eftir að Gerrard kom inn á þeg-
ar um hálftími var eftir og undir-
strikaði hann enn og aftur hversu
mikill yfirburðamaður hann er í lið-
inu. „Hann er að skora mikið af
mörkum fyrir okkur og það sést að
hann er í mestum metum hjá stuðn-
ingsmönnunum um þessar mundir,“
sagði Benitez eftir leikinn. Það var
þó annar leikmaður sem fékk mesta
hrósið hjá stjóra sínum. „Momo
Sissoko var besti maðurinn á vellin-
um í kvöld að mínu mati. Ég var
mjög ánægður með hann,“ sagði
Benitez, en Sissoko kom frá Val-
encia fyrir nokkrum vikum.
Engu munaði að Glasgow Celtic
frá tækist að komast í sögubækurn-
ar í gærkvöldi með því að vinna upp
5-0 tap frá því í fyrri leik sínum við
Artmedia Bratislava frá Slóvakíu.
Celtic sigraði 4-0 á heimavelli sín-
um í gær og var grátlega nálægt því
að tryggja sér framlengingu. En
hörmuleg frammistaða liðsins í
fyrri leiknum vóg þyngra en hin
magnaða frammistaða í gær og því
er skoska stórveldið úr leik í Meist-
aradeildinni í ár.
- vig
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
31 1 2 3 4 5 6
Miðvikudagur
ÁGÚST
■ ■ LEIKIR
19.40 Fram og FH mætast á
Laugardalsvelli í VISA-bikar karla.
19.00 Valur og Keflavík mætast í
Landsbankadeild kvenna að Hlíðar-
enda.
■ ■ SJÓNVARP
17.35 Sterkasti maður heims á
Sýn.
18.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn.
19.40 Undanúrslit bikarkeppni
karla Fram-FH á RÚV.
20.10 Meistaradeild Evrópu á Sýn.
22.20 HM íslenska hestsins á
RÚV.
22.20 Meistaradeildin - Gullleikur
á Sýn.
Það verður hart barist í kvöld þegar
Fram og FH mætast í undanúrslitum í
VISA-bikarkeppni karla. Bæði félögin
hafa náð ágætis árangri í bikarkeppn-
inni, þó Fram sé mun sigursælla þegar
saga íslenskrar knattspyrnu er skoðuð.
Fram hefur fimmtán sinnum leikið til
úrslita og hefur unnið undanúrslitaleiki
í tólf síðustu skipti, en sjö sinnum farið
með sigur af hólmi í keppninni. Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Fram og fyrrverandi
leikmaður FH, var Hafnarfjarðarfélaginu
innan handar þegar Danirnir Allan
Borgvardt og Tommy Nielsen komu
hingað til lands en Ólafur þjálfaði
Borgvardt hjá AGF í dönsku knattspyrn-
unni þegar hann starfaði þar. „Ég hjálp-
aði til við að fá leikmennina hingað til
lands. En núna er ég að þjálfa hjá Fram
og reyni að einbeita mér að
því að fá liðið til þess að
leika eins og það getur
best. Ég þekki ágætlega
til leikmanna og þjálfara
FH, en það eru einstak-
lingar hjá FH sem erfitt
er að eiga við. Tryggvi
Guðmundsson og Allan
Borgvardt geta báðir gert
hluti sem andstæðingarnir
búast ekki við, og þá
verðum við að passa
vel.“
Heimir Guðjónsson,
fyrirliði FH, segir alltaf
sérstaklega gaman að
taka þátt í bikarleikjum
og vonast eftir því að
geta lokið ferli sínum með því að
vinna bikarúrslitaleikinn, en hann
ætlar að leggja skóna á hilluna
að yfirstandandi tímabili loknu.
„Síðast var FH í úrslitaleiknum
2003 og þá töpuðum við fyrir
ÍA. Það er kominn tími á að
vinna bikarinn og vonandi
gengur það eftir. Ég vonast
auðvitað til þess að geta lok-
ið ferli mínum með því að
lyfta bikarnum og sigur
í leiknum gegn
Fram er nauð-
synlegur til
þess að það
ætlunar-
verk ná-
ist.“
UNDANÚRSLITIN Í VISA-BIKARNUM HEFJAST Í KVÖLD: FRAM OG FH MÆTAST Á LAUGARDALSVELLI
Eini möguleiki Fram til fless a› vinna titil
FÓTBOLTI Ísland mætir Kólumbíu í
landsleik í knattspyrnu 17. ágúst á
Laugardalsvelli, en fyrir
skemmstu var leik Íslands og
Venesúela á þessum sama degi af-
lýst.
Kólumbía er töluvert sterkari
knattspyrnuþjóð en Venesúela og
hefur verið með eitt sterkasta
landslið Suður-Ameríku á undan-
förnum árum. Landslið Kólumbíu
er númer 25 á heimslistanum og
hefur verið á meðal þrjátíu bestu
þjóða heims undanfarin misseri.
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bands Íslands, segir ánægjulegt
að leiknum hafi verið komið á.
„Þetta kom nú nokkuð fljótt
upp. Eftir að Venesúela afboðaði
komu sína þurftum við að bregð-
ast fljótt við og fljótlega náðist
samkomulag við Kólumbíumenn.
Það er ánægjulegt að geta fengið
landslið Kólumbíu hingað því það
er virkilega gott lið.“
Logi Ólafsson og Ásgeir Sigur-
vinsson landsliðsþjálfarar hafa nú
þegar valið hópinn fyrir leikinn
og er Bjarni Ólafur Eiríksson,
vinstri bakvörður hjá Val, eini
leikmaðurinn í hópnum sem ekki
hefur leikið landsleik. Athygli
vekur að Kristján Finnbogason,
markvörður KR, heldur sæti sínu
í hópnum, en jafnvel var talið að
Daði Lárusson, markvörður FH,
yrði valinn að þessu sinni.
„Það má segja að Daði sé þriðji
markvörðurinn inn í hópinn. Ég
og Ásgeir vorum hins vegar
ánægðir með hópinn sem var síð-
ast hjá okkur og ákváðum að nota
sömu leikmenn í þetta verkefni og
við vorum með í hópnum gegn
Möltu og Ungverjalandi.“ - mh
ÍSLENSKI HÓPURINN
Markverðir:
Árni Gautur Arason Vålerenga
Kristján Finnbogason KR
Aðrir leikmenn:
Hermann Hreiðarsson Charlton
Brynjar Björn Gunnarsson Reading
Arnar Þór Viðarsson Lokeren
Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
Tryggvi Guðmundsson FH
Auðun Helgason FH
Heiðar Helguson Fulham
Ólafur Örn Bjarnason Brann
Indriði Sigurðsson Genk
Gylfi Einarsson Leeds
Kristján Sigurðsson Brann
Veigar Páll Gunnarsson Stabæk
Stefán Gíslason Lyn
Grétar Rafn Steinsson Young Boys
Gunnar Heiðar Þorvaldsson Halmstad
Kári Árnason Djurgården
Jóhannes Harðarson Start
Helgi Valur Daníelsson Fylkir
Haraldur F. Guðmundsson Aalesund
Hannes Sigurðsson Viking
Landsleikurinn á Laugardalsvelli 17. ágúst:
Ísland mætir Kólumbíu
í sta› Venesúela
ÞEIR TVEIR BESTU Momo Sissoko og
Steven Gerrard var sérstaklega
hrósað af stjóra sínum eftir leik
Liverpool við Kaunas í gærkvöldi þar
sem þeir rauðklæddu fóru með
öruggan sigur af hólmi.
60-61 (24-25) sport 2.8.2005 22:16 Page 2