Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 33
Tollar sem Evrópusambandið hugðist leggja á innflutta banana frá Suður-Ameríku eru ólöglegir samkvæmt úrskurði Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO). Fjölmörg ríki Suður-Ameríku tóku sig saman og stefndu Evr- ópusambandinu fyrir dómstól WTO. Evrópusambandið hugðist hækka tolla á banana frá Suður- Ameríku til að vernda innflutn- ing frá fyrrverandi nýlendum Evrópulanda í Afríku og Karíba- hafinu. Suður-Ameríkumennirnir töldu að yrðu tollarnir hækkaðir myndi það stefna lífsviðurværi bananaframleiðenda í álfunni í hættu. Dómstóll WTO féllst á þau rök og gaf Evrópusambandinu tíu daga til að bæta ráð sitt eða sæta að öðrum kosti refsingum. Sextíu prósent allra banana sem fluttir eru inn til Evrópu koma frá Suður-Ameríku, tuttugu prósent frá gömlum nýlendum og önnur tuttugu prósent eru rækt- uð á Spáni og í Frakklandi. - jsk                                          !    "#$ %    Breski flugmógúllinn Freddie Laker fæddist hinn 6. ágúst 1922 og fagnar því 83 ára afmæli sínu um þessar mundir. Laker var frumkvöðull á sviði lággjaldaflug- félaga og var á árum áður sann- kölluð alþýðuhetja í Bretlandi. Laker hafði árum saman starf- að í flugbransanum í Bretlandi þegar hann ákvað að stofna sitt eigið flugfélag, Laker Airways. Það átti að verða fyrsta lággjaldaflugfélag heims, notað- ist eingöngu við notaðar flug- vélar og flugmiða var aðeins hægt að kaupa samdægurs auk þess sem ekki var boðið upp á neinar veitingar um borð. Árið 1973 ákvað Laker að hefja flug milli Bretlands og Bandaríkjanna. Ferðirnar nefndi hann Skytrain og kostaði farmið- inn þriðjunginn af því sem venja var á þessum árum. Óhætt er að segja að Skytrain- ferðirnar hafi slegið í gegn, Freddie Laker varð gríðarlega vinsæll meðal almennings og lýsti Margaret Thatcher forsæt- isráðherra margsinnis aðdáun sinni á Laker. Árið 1973 var Laker aðlaður af drottningunni. Laker Airways stóð þó ekki lengi undir lágu verði og var tek- ið til gjaldþrotaskipta árið 1982. Svo vinsæll var Sir Freddie með- al almennings að stofnaður var sérstakur styrktarsjóður honum til stuðnings og söfnuðust yfir milljón pund auk þess sem hljóm- sveitin The Police söng honum til heiðurs. Þá nefndi Sir Richard Branson, eigandi Virgin-flugfé- lagsins, eina véla sinna The Spi- rit of Sir Freddie sem útlagst gæti á íslensku sem „Andi Freddies“. Sir Freddie Laker flutti í kjöl- farið til Bahamaeyja og endur- reisti Laker Airways, sem nú hef- ur aðsetur á nokkrum eyjum í Karíbahafi. - jsk Sir Freddie Laker 83 ára MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 7 Ú T L Ö N D WTO hefur gefið Evrópusambandinu tíu daga til að breyta fyrirhuguðum tollum á banönum frá Suður-Ameríku. Bananastríð í Evrópu S Ö G U H O R N I Ð SIR FREDDIE LAKER FYRIR FRAMAN EINA FLUGVÉLA SINNA Freddie Laker er frum- kvöðull lággjaldaflugfélaga í heiminum. Laker Airways bauð á sínum tíma upp á ferðir milli Bretlands og Bandaríkjanna á þriðjungi þess verðs sem þá tíðkaðist. UNGUR BANANASALI Tollar sem Evr- ópusambandið hugðist leggja á banana frá Suður-Ameríku til að hygla gömlum ný- lendum sínum í Afríku og Karíbahafinu eru ólöglegir samkvæmt WTO. Fr ét ta bl að ið /A FP Doug Ellis, stjórnarformaður og aðaleigandi Aston Villa, er almennt séð illa liðinn meðal stuðningsmanna félagsins því þeim þykir að hann vera of aðhaldssamur og það bitni á gengi liðsins. „Deadly“ Doug, eins og hann er kallaður, var lagður inn á spítala um daginn og var það tilkynnt til bresku kauphallarinnar. Hrakandi heilsa þessa aldraða skörungs ýtti undir sögusagnir um að þetta fornfræga félag yrði loks yfirtekið og hækk- uðu hlutabréfin því í verði. Ray nokkur Ranson hefur verið í viðræðum við stjórn félagsins um hugsanlega yfirtöku. En „Deadly“ Doug er kominn aftur til starfa og hef- ur þetta að segja í skýrslu stjórnarformanns til hlut- hafa sem fylgir með ársreikningi: „Þegar ég rita þessi orð er ég allur að koma til og hlakka til þess að snúa aftur til starfa.“ Ekki er víst að allir hluthafar og stuðn- ingsmenn Villa hafi fagnað þessum orðum. Rekstrarreikningur Villa sýndi annars minna tap fyrir síðasta rekstrarár en árið á undan. Tapið var tæp- ar 300 milljónir króna fyrir skatt og minnkaði um 75 prósent milli ára. - eþa Heldur fast um budduna Stjórnarformaður Aston Villa kominn af spítala. Félagið gert upp með tapi. „DEADLY“ DOUG Heldur utan um stjórnartaumana hjá hinu fornfræga liði Aston Villa og er sakaður um metnaðarleysi. Dýrt verkfall í Finnlandi Sjö vikna verkfall skóg- arhöggmanna í Finnlandi ætlar að reynast hag- kerfinu dýrt. Ríkisstjórn landsins hefur greint frá því að verkfallið verði til þess að landsframleiðsla minnki um eitt prósent frá því sem áður hafði verið spáð og að finnska hagkerfið verði af tekj- um upp á 120 milljarða króna. Pappírsframleiðsla og skógarhögg eru um átta prósent landsframleiðslu Finna auk þess sem 25 prósent útflutningstekna má rekja til slíkra afurða. Um fjögur prósent af pappír heimsins eru frá Finnlandi. - jsk SKÓGARHÖGG Verkfall skóg- arhöggsmanna í Finnlandi kost- ar finnska hagkerfið 120 millj- arða króna. 06_07_Markadur lesið 2.8.2005 15:29 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.