Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 35

Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 35
sinni á fundinum. Varaði hann við uppstokkun félagsins og sérstaklega sjávarútvegshlutans. Ekki var farið að ráðum Benedikts og stjórnaði Magnús Gunnarsson, sem stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, skútunni næstu mánuðina á eftir. Hans aðalverkefni fólst í að selja Brim, sjávarútvegshluta Eimskipafélagsins. Í nóvember sama ár voru kvóti og húseignir Dvergasteins á Seyðisfirði seld án þess að söluverð væri gefið upp, en það sagt hafa óveruleg áhrif á reikninga Eimskipafélagsins. Fljótlega eftir áramót 2003 og 2004 fór svo að draga til tíðinda. Tilkynnt var um sölu á Haraldi Böðvarssyni hf. til Granda og ÚA (Útgerðar- félag Akureyringa) til Guðmundar Krist- jánssonar og fjölskyldu frá Rifi á Snæfells- nesi. Samanlagt var söluvirði þessara félaga Eimskipafélagsins á þessum tíma 16,8 millj- arðar króna. Daginn eftir, 15. janúar 2004, er Skag- strendingur seldur Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki fyrir 2,7 milljarða króna. Ennþá voru fleiri eignir eftir innan Brims, meðal annars Boyd Line, sem síðan var selt fyrir 1,7 milljarða króna í byrjun febrúar sama ár. Í ársskýrslu fyrir árið 2004 kemur fram að hagnaður Eimskipafélagsins af sölu eigna Brims hafi numið 4,1 milljarði króna. Í lok janúar hafði stjórn Eimskips einnig samþykkt að selja húsnæði sitt við Pósthús- stræti í miðbæ Reykjavíkur undir rekstur hótels. Söluverðið var um 510 milljónir króna og hagnaðist félagið um 90 milljónir. Stuttu síðar selur Eimskip eignarhlut sinn í Skeljung og hagnast um rúman milljarð á þeirri eign, sem var til komin áður en Björgólfsfeðgar náðu undirtökunum í félag- inu. ÁRANGUR Á FIMM MÁNUÐUM „Rúmir fimm mánuður eru frá því að nýir aðilar tóku forustuna í félagi okkar. Á þeim tíma hefur gengi hlutabréfanna hækkað um 34 prósent, en frá 1992 hefur árleg ávöxtun verið rétt tæp 16 prósent. Eignir okkar – hlut- hafanna allra, nærri 16 þúsund manns – hafa á þessum tíma aukist um 11 þúsund milljónir króna,“ sagði Björgólfur Thor eftir að hann var kjörinn á aðalfundi í stjórn Eimskipa- félagsins, sem síðan var breytt í móðurfélag- ið Burðarás, 22. mars 2004. Lagði hann mikla áherslu á að Burðarás ætti að einbeita sér fyrst og fremst að fjárfestingum. „Nauðsynlegt er nú fyrir Ísland að eiga sterkan og öflugan fulltrúa á sviði fjárfest- inga í heiminum, líkt og það var nauðsynlegt fyrir land og þjóð að eiga öflugt flutninga- félag fyrr á árum. Burðarás verður þessi full- trúi Íslands og mun félagið nýta sér það fé og þekkingu, sem myndast hefur innan félags- ins, við uppbyggingu nútímalegra og arðvæn- legra fyrirtækja,“ sagði Björgólfur við þetta tækifæri. Árið 2004 var líka fjárfest í Íslandsbanka, breska bankanum Singer & Friedlander og sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og Kaldbakur sameinaður Burðarási. Þá hefur verið fjárfest í Skandia, Novator, Cherry- företag og hluthafar fá bréf í Avion Group við skráningu þess félags. SÍÐASTA ÚTSPILIÐ Í BILI Björgólfur Thor var svo endurkjörinn for- maður stjórnarinnar á aðalfundi 4. mars síð- astliðinn. Þá styttist í endanlega umbreytingu félagsins, sem áður hafði þann megintilgang að sinna flutningastarfsemi. Eimskipshlutur- inn, um 94 prósent, var seldur til viðskipta- félaga þeirra Björgólfsfeðga í Avion Group, Magnúsar Þorsteinssonar, fyrir tæpa 22 millj- arða króna. Hluti er greiddur með peningum og hluti með hlutabréfum í Avion Group sem hlut- hafar Burðaráss og nú einnig Straums fá í hend- urnar. Skipafélagið verð- ur svo rekið ásamt flug- starfseminni undir móðurfélaginu Avion Group, sem verður skráð í Kauphöll Íslands fyrir lok janúar á næsta ári, gangi allt upp. Hagnaður hluthafa Burðaráss vegna þessara viðskipta er sagð- ur vera um 15 milljarðar króna fyrir skatta. Í byrjun ágúst síðast- liðins var svo ákveðið að sameina Burðarás Straumi og Landsbankan- um; tveimur félögum sem réðu á sínum tíma miklu um örlög Burðar- áss, sem þá hét Eimskipa- félag Íslands. Straumur mun heita Straumur – Burðarás Fjárfestingar- banki. Landsbankinn mun taka út verðmætar eignir sem hann hyggst nýta sér til áframhald- andi verkefna erlendis. Umbreytingarferl i Eimskipafélagsins endar því þar sem það hófst fyrir tveimur árum. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 11 Ú T T E K T NESSON Varaði thafa. MAGNÚS GUNNARSSON Seldi sjávarútvegsfélög Eimskips. FRIÐRIK JÓHANNSSON Stýrði Burðarási í umbreytingarferlinu. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Eimskip verðmætara í sundur en saman. ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Vann að uppstokkun Eimskips. BJARNI ÁRMANNSSON Náði að tryggja hagsmuni Íslandsbanka. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Á AÐALFUNDI EIMSKIPS „Rúmir fimm mánuður eru frá því að nýir aðilar tóku forustuna í félagi okkar. Á þeim tíma hefur gengi hlutabréf- anna hækkað um 34 prósent, en frá 1992 hefur árleg ávöxtun verið rétt tæp 16 prósent. Eignir okkar – hluthafanna allra, nærri 16 þúsund manns – hafa á þessum tíma aukist um 11 þúsund milljónir króna,“ sagði Björgólfur Thor eftir að hann var kjörinn á aðalfundi í stjórn Eimskipafélagsins, sem síðan var breytt í móðurfélagið Burðarás, 22. mars 2004. li Eimskips lokið 19. september 2003 Flugleiðir Íslandsbanki Sjóvá-Almennum Innleystur hagnaður: 5.109 milljónir króna 14. janúar 2004 Haraldur Böðvarsson Útgerðarfélag Akureyringa Skagstrendingur Boyd Line Management o.fl. Innleystur hagnaður: 4.105 milljónir króna 28. janúar 2004 Húseign við Pósthússtræti 2 Innleystur hagnaður: 90 milljónir króna 31. maí 2005 Eimskipafélag Íslands Innleystur hagnaður: 15.500 milljónir króna Samtals hagnaður fyrir skatta vegna sölu eigna: 24.800 milljónir króna *Greiddur var 15 prósenta arður til hluthafa af nafnvirði hlutabréfa fyrir árið 2003 og 20 prósenta arður fyrir árið 2004. Auk þess hagnaðist Burðarás, móðurfélag Eimskipafélagsins, vegna annarra fjárfestingartekna. T J Ó R N A R F O R M E N N I R N I R B A N K A M E N N I R N I R S E L D U E I G N I R E I M S K I P A F É L A G S I N S S Ö L U H A G N A Ð U R U M 2 5 M I L L J A R Ð A R K R Ó N A .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.