Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 35
sinni á fundinum. Varaði hann við uppstokkun félagsins og sérstaklega sjávarútvegshlutans. Ekki var farið að ráðum Benedikts og stjórnaði Magnús Gunnarsson, sem stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, skútunni næstu mánuðina á eftir. Hans aðalverkefni fólst í að selja Brim, sjávarútvegshluta Eimskipafélagsins. Í nóvember sama ár voru kvóti og húseignir Dvergasteins á Seyðisfirði seld án þess að söluverð væri gefið upp, en það sagt hafa óveruleg áhrif á reikninga Eimskipafélagsins. Fljótlega eftir áramót 2003 og 2004 fór svo að draga til tíðinda. Tilkynnt var um sölu á Haraldi Böðvarssyni hf. til Granda og ÚA (Útgerðar- félag Akureyringa) til Guðmundar Krist- jánssonar og fjölskyldu frá Rifi á Snæfells- nesi. Samanlagt var söluvirði þessara félaga Eimskipafélagsins á þessum tíma 16,8 millj- arðar króna. Daginn eftir, 15. janúar 2004, er Skag- strendingur seldur Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki fyrir 2,7 milljarða króna. Ennþá voru fleiri eignir eftir innan Brims, meðal annars Boyd Line, sem síðan var selt fyrir 1,7 milljarða króna í byrjun febrúar sama ár. Í ársskýrslu fyrir árið 2004 kemur fram að hagnaður Eimskipafélagsins af sölu eigna Brims hafi numið 4,1 milljarði króna. Í lok janúar hafði stjórn Eimskips einnig samþykkt að selja húsnæði sitt við Pósthús- stræti í miðbæ Reykjavíkur undir rekstur hótels. Söluverðið var um 510 milljónir króna og hagnaðist félagið um 90 milljónir. Stuttu síðar selur Eimskip eignarhlut sinn í Skeljung og hagnast um rúman milljarð á þeirri eign, sem var til komin áður en Björgólfsfeðgar náðu undirtökunum í félag- inu. ÁRANGUR Á FIMM MÁNUÐUM „Rúmir fimm mánuður eru frá því að nýir aðilar tóku forustuna í félagi okkar. Á þeim tíma hefur gengi hlutabréfanna hækkað um 34 prósent, en frá 1992 hefur árleg ávöxtun verið rétt tæp 16 prósent. Eignir okkar – hlut- hafanna allra, nærri 16 þúsund manns – hafa á þessum tíma aukist um 11 þúsund milljónir króna,“ sagði Björgólfur Thor eftir að hann var kjörinn á aðalfundi í stjórn Eimskipa- félagsins, sem síðan var breytt í móðurfélag- ið Burðarás, 22. mars 2004. Lagði hann mikla áherslu á að Burðarás ætti að einbeita sér fyrst og fremst að fjárfestingum. „Nauðsynlegt er nú fyrir Ísland að eiga sterkan og öflugan fulltrúa á sviði fjárfest- inga í heiminum, líkt og það var nauðsynlegt fyrir land og þjóð að eiga öflugt flutninga- félag fyrr á árum. Burðarás verður þessi full- trúi Íslands og mun félagið nýta sér það fé og þekkingu, sem myndast hefur innan félags- ins, við uppbyggingu nútímalegra og arðvæn- legra fyrirtækja,“ sagði Björgólfur við þetta tækifæri. Árið 2004 var líka fjárfest í Íslandsbanka, breska bankanum Singer & Friedlander og sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og Kaldbakur sameinaður Burðarási. Þá hefur verið fjárfest í Skandia, Novator, Cherry- företag og hluthafar fá bréf í Avion Group við skráningu þess félags. SÍÐASTA ÚTSPILIÐ Í BILI Björgólfur Thor var svo endurkjörinn for- maður stjórnarinnar á aðalfundi 4. mars síð- astliðinn. Þá styttist í endanlega umbreytingu félagsins, sem áður hafði þann megintilgang að sinna flutningastarfsemi. Eimskipshlutur- inn, um 94 prósent, var seldur til viðskipta- félaga þeirra Björgólfsfeðga í Avion Group, Magnúsar Þorsteinssonar, fyrir tæpa 22 millj- arða króna. Hluti er greiddur með peningum og hluti með hlutabréfum í Avion Group sem hlut- hafar Burðaráss og nú einnig Straums fá í hend- urnar. Skipafélagið verð- ur svo rekið ásamt flug- starfseminni undir móðurfélaginu Avion Group, sem verður skráð í Kauphöll Íslands fyrir lok janúar á næsta ári, gangi allt upp. Hagnaður hluthafa Burðaráss vegna þessara viðskipta er sagð- ur vera um 15 milljarðar króna fyrir skatta. Í byrjun ágúst síðast- liðins var svo ákveðið að sameina Burðarás Straumi og Landsbankan- um; tveimur félögum sem réðu á sínum tíma miklu um örlög Burðar- áss, sem þá hét Eimskipa- félag Íslands. Straumur mun heita Straumur – Burðarás Fjárfestingar- banki. Landsbankinn mun taka út verðmætar eignir sem hann hyggst nýta sér til áframhald- andi verkefna erlendis. Umbreytingarferl i Eimskipafélagsins endar því þar sem það hófst fyrir tveimur árum. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 11 Ú T T E K T NESSON Varaði thafa. MAGNÚS GUNNARSSON Seldi sjávarútvegsfélög Eimskips. FRIÐRIK JÓHANNSSON Stýrði Burðarási í umbreytingarferlinu. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Eimskip verðmætara í sundur en saman. ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Vann að uppstokkun Eimskips. BJARNI ÁRMANNSSON Náði að tryggja hagsmuni Íslandsbanka. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Á AÐALFUNDI EIMSKIPS „Rúmir fimm mánuður eru frá því að nýir aðilar tóku forustuna í félagi okkar. Á þeim tíma hefur gengi hlutabréf- anna hækkað um 34 prósent, en frá 1992 hefur árleg ávöxtun verið rétt tæp 16 prósent. Eignir okkar – hluthafanna allra, nærri 16 þúsund manns – hafa á þessum tíma aukist um 11 þúsund milljónir króna,“ sagði Björgólfur Thor eftir að hann var kjörinn á aðalfundi í stjórn Eimskipafélagsins, sem síðan var breytt í móðurfélagið Burðarás, 22. mars 2004. li Eimskips lokið 19. september 2003 Flugleiðir Íslandsbanki Sjóvá-Almennum Innleystur hagnaður: 5.109 milljónir króna 14. janúar 2004 Haraldur Böðvarsson Útgerðarfélag Akureyringa Skagstrendingur Boyd Line Management o.fl. Innleystur hagnaður: 4.105 milljónir króna 28. janúar 2004 Húseign við Pósthússtræti 2 Innleystur hagnaður: 90 milljónir króna 31. maí 2005 Eimskipafélag Íslands Innleystur hagnaður: 15.500 milljónir króna Samtals hagnaður fyrir skatta vegna sölu eigna: 24.800 milljónir króna *Greiddur var 15 prósenta arður til hluthafa af nafnvirði hlutabréfa fyrir árið 2003 og 20 prósenta arður fyrir árið 2004. Auk þess hagnaðist Burðarás, móðurfélag Eimskipafélagsins, vegna annarra fjárfestingartekna. T J Ó R N A R F O R M E N N I R N I R B A N K A M E N N I R N I R S E L D U E I G N I R E I M S K I P A F É L A G S I N S S Ö L U H A G N A Ð U R U M 2 5 M I L L J A R Ð A R K R Ó N A .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.