Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 53

Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 53
Hagnaður Actavis á öðrum árs- fjórðungi var 11,3 milljónir evra eða 911 milljónir króna og er það undir væntingum greiningardeilda bankanna. Tekjur og rekstrarhagn- aður eru meiri en spár bankanna gerðu ráð fyrir. Heildartekjur félagsins námu 122 milljónum evra eða tæpum tíu milljörðum króna á öðrum árs- fjórðungi og jukust um fjórtán pró- sent milli ára. Sala eigin vöru- merkja jókst um 28 prósent á árs- fjórðungnum en sala til þriðja aðila dróst saman að mestu leyti vegna tafa á afhendingum til helstu við- skiptavina. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir uppgjörið sýna já- kvæða þróun sem hafi átt sér stað í sölu á eigin vörumerkjum með öfl- ugum vexti í Rússlandi og Tyrk- landi. „Sala til þriðja aðila var undir væntingum og skilaði lægri tekjum og hagnaði fyrir skatta, af- skriftir og fjármagnsliði en vænt- ingar stóðu til,“ segir hann. Stjórnendur félagsins búast við betri afkomu á seinni helmingi árs- ins. - dh 19MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 2005 Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) KOMIN Í SKÍFUNA á sumartilboði aðeins 1999 kr. POTTÞÉTT 382FÖLD GEISLAPLATA 1.999 kr. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.484,24 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 399 Velta: 2.949 milljónir +0,37% MESTA LÆKKUN Actavis 42,60 +0,00% ... Bakkavör 40,50 +1,00%... Burðarás 17,40 +0,58%... FL Group 14,60 -0,34% ... Flaga 4,35 +1,14% ...HB Grandi 8,45 -0,59% ... Íslandsbanki 14,40 +0,35% ... Jarðboranir 20,90 +0,00% ... KB banki 581,00 +0,69% ... Kögun 58,00 +0,00% ... Landsbankinn 20,60 +0,98% ... Marel 62,90 -1,56% ... SÍF 4,80 +0,00% ...Straumur 13,50 +0,00% ... Össur 86,00 -1,15% Marel -1,56% Össur -1,15% Flaga -1,14% Atlantic Petroleum 1,64% Bakkavör 1,00% Landsbankinn 0,98% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hagna›ur undir væntingum TÆPIR TÍU MILLJARÐAR Í TEKJUR Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Róbert Wessman, forstjóri Actavis. AFKOMA ACTAVIS Á ÖÐRUM ÁRS- FJÓRÐUNGI – Í MILLJÓNUM EVRA Hagnaður 11,3 Spá Íslandsbanka 18 Spá Landsbanka 16,3 Spá KB banka 18,9 MAERSK EYKUR OLÍUFRAMLEIÐSLU SÍNA Einn af olíuborpöllum Maersk í Norðursjó. A.P. Möller kaupir olíulindir DANMÖRK Danska fyrirtækjasam- steypan A.P. Möller Maersk hefur keypt eignir bandaríska olíufyrir- tækisins Kerr-McGee í hinum breska hluta Norðursjávar fyrir um 190 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða tíu borholur en þar af eru fimm í notkun. Við kaupin eykst framleiðslugeta fyrirtækis- ins um fimmtán prósent. A.P. Möller er stærsta fyrir- tækjasamstæða Danmerkur og Maersk, dótturfélag samstæðunn- ar, er stærsta gámaflutningafélag í heimi. A.P. Möller seldi nýlega Maersk Air flugfélaginu Sterling, sem er í eigu eignarhaldsfélags- ins Fons, sem er í eigu Pálma Har- aldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar. - dh BJÖRGUNARSVEITARMENN Keppa við tímann við að bjarga mönnun- um út úr námunum. Námumenn enn fastir: Kapphlaup vi› tímann SHANGHAI, AP Björgunarsveitar- menn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. Hu Jintao, forseti Kína, sem hefur lofað að bæta öryggi námu- verkamanna, skipar héraðsyfir- völdum að leggja allt kapp á að bjarga mönnunum. Það gerir björgunarmönnum erfiðara fyrir að ekki er ljóst hvaðan vatnið sem flæðir í námuna kemur. Yfirvöld í Kína verjast allra frétta af mál- inu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.