Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 2
2 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Íslenskum dreng bjargað með þyrlu af flóðasvæðinu í Sviss: fiyrlufer›in eins og í Disneylandi FLÓÐ Íslenska piltinum, Matthíasi Þór Ingasyni, sem var innlyksa á svissnesku hóteli vegna flóða, var bjargað af flóðasvæðinu í gær. Matthías, sem er tólf ára og var í för með enskum föður sín- um og vinkonu hans, var fluttur með herþyrlu frá svissneska bænum Engelberg til næsta bæj- ar. Hann var staddur á Genfar- flugvelli þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær og var á leið til London og er væntanlegur heim til Íslands í dag. „Já, ég er feginn því að þetta er búið en það var samt dálítið gaman að upplifa þetta. Það eru ekki margir sem fá tækifæri á að upplifa svona hluti,“ sagði Matthías, sem býr í Njarðvík. Hann sagðist hafa orðið svo- lítið hræddur fyrst í stað í þyrl- unni. „En svo var þetta eins og í Disneylandi,“ sagði Matthías. Hann sagði að herþyrla hefði lent á stóru túni í nálægð við hót- elið og sótt tíu manna hóp og flutt hann burt af flóðasvæðinu. „Það var mjög spennandi að horfa yfir landið í þyrlunni,“ sagði Matthías. - sda Kona lífshættulega slösu› eftir eldsvo›a Rúmlega flrítug kona liggur flungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir eldsvo›a í Hlí›unum snemma í gærmorgun. Vegfarandi ger›i slökkvili›i vart um a› reykur bærist frá húsinu. A›rir íbúar hússins sluppu ómeiddir. ELDSVOÐI Ung kona liggur alvar- lega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss með alvarleg brunasár og reyk- eitrun eftir eldsvoða í kjallara í tveggja hæða húsi í Stigahlíð í Reykjavík snemma í gærmorgun. Aðra íbúa hússins sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu sökum elds og reyks. Vegfarandi tilkynnti að reykur bærist frá húsinu laust fyrir klukkan sjö og var slökkvilið kom- ið á staðinn fjórum mínutum síðar en Stigahlíð er afar nálægt neyð- armiðstöðinni í Skógahlíð. Tveim- ur mínútum síðar var búið að bjarga konunni og öðrum íbúum hússins út. Fannst konan meðvit- undarlaus á gólfi í herbergi í kjall- ara hússins og hafði hún brennst illa. Var hún flutt í skyndi á slysa- deild. Tveir aðrir íbúar í kjallara hússins sluppu ómeiddir sem og fólk á efri hæðinni en fyrir utan herbergi konunnar urðu ekki al- varlegar skemmdir í íbúðinni. Axel Einarsson, húseigandi, sem svaf á efri hæð sagðist ekki hafa orðið var við eld né reyk og fyrst vaknað við komu lögreglu og slökkviliðs. „Við flýttum okkur út og það gekk ósköp vel. Slökkviliðið var fljótt að slökkva eldinn en hann var reyndar ekki mjög mikill heldur var fyrst og fremst mikill reykur. Skemmdir eru allavega ekki ýkja miklar.“ Hann segir öflugt brunavarna- kerfi í húsinu en það fór þó ekki í gang fyrr en reykkafarar brutu sér leið inn í herbergi ungu konunnar. Það kom Axel á óvart að hún skyldi finnast þar en hún not- aði herbergið fyrst og fremst sem geymslu. „Hún hefur verið afar lít- ið hér upp á síðkastið og ég vissi ekki að hún gisti þarna þessa nótt.“ Líðan konunnar var óbreytt þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. albert@frettabladid.is Tryggingafélög: fiurfa a› ey›a gögnum TRYGGINGAR „Það er nærtæk ályktun að það þurfi að eyða ákveðnum upp- lýsingum fyrir gildistöku laganna,“ segir Þórður Sveinsson, lögfræðing- ur Persónuverndar, vegna banns í nýjum vátryggingalögum við að spyrja um arfgenga sjúkdóma í beiðnum um líf- og sjúkdómatrygg- ingar. Vátryggingalögin taka gildi 1. janúar, en þau ná bæði til nýrra trygginga, sem og þeirra trygginga sem eru í gildi á þeim degi. Í beiðn- um um líf- og sjúkdómatryggingar er óskað eftir upplýsingum um hvort foreldrar og systkini þjáist af arfgengum sjúkdómum. - ss STJÓRNARSKRÁ ÍRAKS Forseti Íraks Jalal Talabani, þriðji frá hægri, ásamt leiðtogum Súnní-múslíma á blaðamannafundi á fimmtudag. Súnní-múslímar í Írak: Ósáttir vi› drög a› stjórnarskrá BAGDAD,ÍRAK,AP Fjórir af ráðherr- um Súnní-múslíma í ríkisstjórn Íraks og einn aðstoðarforsætis- ráðherra, sem er Súnní-múslími, lýstu í gær yfir efasemdum sínum um drög að stjórnarskrá fyrir Írak. Ráðherrarnir gagnrýndu 13 atriði stjórnarskrárinnar sem þeir sögðu að þyrftu breytinga við. Þrátt fyrir að fimmmenning- arnir taki ekki beinan þátt í stjórnarskrárumræðunum er talið að slík yfirlýsing frá háttsettum ráðamönnum bendi til að erfið- lega muni ganga að fá Súnní- múslíma til að samþykkja stjórn- arskrána í óbreyttri mynd. ■ RJÚPA Í ályktun sem Fuglavernd sendi frá sér í gær kemur fram að ekki sé tímabært að afnema friðun rjúpunnar. Stofninn að ná æskilegri stærð: Ótímabært a› afnema fri›un UMHVERFISMÁL Fuglaverndunar- samtökin Fuglavernd sendu í gær frá sér ályktun þar sem afnám frið- unar á rjúpu er gagnrýnt. Gripið var til friðunar á rjúpu haustið 2003 því rjúpustofninn stóð þá höllum fæti og segir í tilkynn- ingunni að stofninn sé nú við það að ná svipaðri stærð og á fyrri hluta 20. aldar. Fuglavernd telur afnámið koma í veg fyrir að þetta sögulega takmark náist og að næsta tæki- færi gefist ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. - ifv Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Haustferðir draCretsaM udnuM !aninusívá aðref Apollo og Kuoni bjóða ótrúlega fjölbreytta og hagstæða haustpakka til allra heimshorna. Kannaðu verðdæmi á heimasíðu okkar, www.kuoni.is, eða hafðu samband við söluskrifstofuna. Grikkland • Tyrkland • Túnis • Egyptaland Kanaríeyjar • Taíland • Indland • Bali... - og heimsborgin Kaupmannahöfn í kaupbæti! SPURNING DAGSINS Björn Ingi, hverjir velja flá sem velja? Fulltrúar á kjördæmisþingi ákveða fyrir- komulag við val á frambjóðendum. Full- trúarnir eru valdir af framsóknarfélögun- um fjórum í Reykjavík. Fulltrúar framsóknarmanna í Reykjavík ætla að funda um það hvernig valið verður á framboðs- lista Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar í vor. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁREKSTUR VÖRUBÍLS OG STRÆT- ISVAGNS Strætisvagn og vörubíll með tengivagni rákust harkalega saman í gærmorgun án þess þó að nokkur slasaðist. Skemmdir urðu þó talsverðar á báðum bílum. HÁLKA OG KRAP Á FJALLVEGUM Hlíðar fjalla á Norðurlandi eru víða orðnar hvítar og kalt hefur verið í veðri. Má búast við að ein- hver krapi og jafnvel hálka sé fyrir hendi á hæstu fjallvegum á þeim slóðum. MÓTÞRÓI Á HORNAFIRÐI Lögregl- an á Hornafirði mátti hafa tals- vert fyrir að fjarlægja þrjá óláta- belgi úr sundlauginni á staðnum í gærnótt. Brugðust þeir ókvæða við tilmælum lögreglu um að yfirgefa laugina og réðust að lag- anna vörðum. Voru þeir hand- teknir og gistu fangageymslur. Samið við New York Times: Rushdie n‡r dálkahöfundur ÚTGÁFA Fréttablaðið hefur gert samning við New York Times um kaup á greinum eftir ýmsa dálka- höfunda. Fyrsta greinin birtist á blaðsíðu 10 í blaðinu í dag. Hún er eftir rithöfundinn Salman Rushdie og skrifar hann um hryðjuverkaárásirnar á London. Greinar eftir Salman Rushdie munu birtast í Fréttablaðinu mán- aðarlega hér eftir. ■ MATTHÍAS ÞÓR INGASON Sagðist hafa verið hræddur í þyrlunni í fyrstu en síðan var þyrlu- ferðin eins og í Disneylandi. STIGAHLÍÐ 61 Eldsvoðinn kviknaði í kjallara hússins en þar leigir húseigandi út tvö her- bergi. Skemmdir eru talsverðar í herbergi konunnar sem slasaðist illa en litlar að öðru leyti að sögn húseiganda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Idol stjörnuleit hóf göngu sína í gær -- þriðja árið í röð: 400 sungu í fyrstu áheyrnarprufunni STJÖRNULEIT Hátt í þúsund manns mættu í fyrsta áheyrnarprófið fyrir þriðju Idol stjörnuleitina í gær. Alls voru þátttakendur í forvali fjögur hundruð og munu 160 þeirra koma fram fyrir dómnefndina í dag, að sögn Sig- mars Vilhjálmssonar, annars þáttastjórnendanna í Idol stjörnuleit. Dómnefndina skipa Bubbi Morthens, Sigga Beinteins, Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson. „Mætingin var mjög góð og þátttakendurnir frábærir. Stemnningin var rosalega fín og mikill andi í mönnum. Ég þori að fullyrða að við höfum sjaldan verið jafnspennt fyrir keppn- inni þótt hún sé nú haldin í þriðja sinn,“ segir Sigmar. „Við erum að leggja upp í bestu þáttaröðina til þessa og er þá ekki á hinar tvær hallað,“ segir Sigmar. Áheyrnarpróf verða haldin á Akureyri á fimmtudag og Egils- stöðum á laugardag. - sda STJÖRNULEIT IDOLSINS HAFIN Mikill spenningur var í áheyrnarprófi fyrir Idol stjörnuleit. 400 þátttakendur sungu fyrir forvalsnefnd og enn fleiri voru mættir til að styðja vini og vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.