Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 53
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2006. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • menntamála • íþrótta- og æskulýðsmála • jafnréttismála • menningarmála • umferðaröryggismála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögn- um, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna ekki veittir til kaupa á húsnæði, og ekki eru veittir styrkir til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2005. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 21SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 Silfra›ur leikjasími Sigurður Sigtryggsson úr akureyrsku rappsveitinni Skytturnar hefur gefið út sólóplötuna Activity undir listamannsnafn- inu Sadjei. Aðeins er sungið í einu lagi á plötunni, sem er að mestu leyti byggð á „sömplum“ þar sem bútum úr lögum er skeytt saman. Í laginu sem er sungið rappa þeir Sadjei og Clash B úr hljómsveitinni Forgotten Lores saman. „Mig langaði að gera eitthvað sjálf- ur, eitthvað sem er bara ég,“ segir Sigurður um plötuna. „Þetta er efni frá síðasta vetri sem ég er búinn að vera að dunda mér við.“ Þetta er önnur sólóplata Sigurðar en sú fyrsta kom út árið 2002 og var einungis gef- in út í 70 eintökum. Hefur hún mestmegnis verið í gangi á netinu síðan þá. Sadjei held- ur útgáfutónleika vegna nýju plötunnar á Pravda í byrjun september. ■ Medal of Honor-leikirnir hafa far- ið yfir nánast alla seinni heims- styrjöldina í leikjaseríunni. Sumir hafa verið fínir en aðrir síðri. European Assault kemur ferskur inn í seríuna með sterkum tón. Leikurinn byggir á upplifun raun- verulegrar persónu sem hjálpaði til, eftir fremsta megni, við gerð leiksins. Þetta er sennilega næsta skrefið í þessum geira; að blanda raunverulegu hetjunum saman við bardagana sem breyttu heims- myndinni. Það gerir leikina per- sónulegri og raunverulegri fyrir vikið. Umgjörð Leikurinn gerist að sjálfsögðu í seinni heimsstyrjöldinni í Evrópu en einnig í Afríku og Rússlandi. Borðin eru stór og umhverfin eru vel hönnuð með raunverulegum staðháttum fyrir hvert landsvæði sem auka gæði leikjarins til muna. Leikurinn gerist bæði innan og utan dyra sem eykur enn á fjöl- breytnina. Stærð borðanna gera það að verkum að spilarinn hefur frelsi til að klára borðin á sinn hátt. Spilun Sem fyrstu persónu skotleikur á leikjatölvu er hann vel gerður. Auðveld stjórnun skilar meiri leik- gleði án vandkvæða. Það þarf að passa upp á persónuna þar sem ekki er hægt að vista leikinn í miðju borði. Það er pirrandi í byrj- un en venst svo vel við spilun leiksins þar sem markmiðið er raunveruleikinn í að halda lífinu í þínum manni. Þegar líður á leikinn fær spilarinn hermenn undir sína stjórn. Þótt svo skipanir séu ekki ýkja margar fyrir liðsmennina þá hjálpa þeir mikið við framgang leiksins svo lengi sem þeir lifa af bardagana. Mikilvægt er að passa upp á líftóruna í þeim vegna þess að bónusar fást fyrir að koma liðs- mönnum í gegnum borðin á lífi. Það eru ýmis markmið í hverju verkefni fyrir sig og er spilarinn metinn fyrir að klára flest eða öll þeirra. Vopnin í leiknum eru raun- veruleg en spilarinn getur borið fá vopn og því mikilvægt að velja þau fyrir mismunandi aðstæður. Grafík og hljóð Allt gott að frétta í grafík og hljóð- geiranum þar sem framleiðandinn skilar verkinu vel. Þróun á serí- unni þar sem framleiðandinn kreistir djúsinn úr PS2 eins mikið og hægt er miðað við umfang leikj- arins. Grafíkin er góð og tónlistin er epísk eins og gengur og gerist í svona leikjum. Franz Gunnarsson MEDAL OF HONOR: EUROPEAN ASSAULT VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 FRAMLEIÐANDI: EA LOS ANGELES ÚTGEFANDI: ELECTRONIC ARTS HEIMASÍÐA: HTTP://WWW.EAGAMES.COM/OFFICI- AL/MOH/EUROPEANASSAULT/US/ Niðurstaða: Besti MOH-leikur sem ég hef spil- að á leikjatölvu með fullt af nýjungum sem blása nýju lífi í seríuna sem var komin í óefni. Sögulegur leikur þar sem kraftar William Holt eru nýttir við gerð leiksins. Þessi leikur sómir sig vel í Playstation 2-tölvunni fyrir hernaðar- sinnaða spilara. [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN Sadjei gefur út plötu SADJEI Sigurður Sigtryggsson, eða Sadjei, hefur gefið út plötuna Activity. Frá því að Neon Golden með The Notwist kom út, hef ég verið að bíða eftir því að heyra eitthvað nýtt frá þeirri frábæru sveit. Þar var svo sannarlega plata á ferð sem breytti því hvernig ég upp- lifði tónlist það árið. Sú plata kom út síðla árs 2002 og við verðum víst að bíða eitthvað áfram. Þessi plata hér er róar mann þó heilmik- ið í biðinni, því 13 & God er nefni- lega samstarfsverkefni þýsku snillinganna og kaliforníu hipphoppdúettsins Themselves. Þetta hljómar því eins og The Notwist, með sérstaklega fersk- um og góðum röppurum og takt- smiðum. Auðvitað hljómar þetta eins og fallegasta brúðkaup sem þú hefur farið í. Fallegt, gegnheilt og eitthvað ekta sem á eftir að lifa lengur en batteríin í spilaranum þínum. Er það ekki ást? Þessi plata var víst spunnin á staðnum, á tveimur vikum þegar plön beggja sveita brugðust. Þannig eru oftast bestu hugmynd- irnar gripnar úr tómu lofti. Þessi tónlist hefur allan sjarma í rafbít- um og tónsmíðum og fyrri verk The Notwist. Einhvers staðar sá ég hinum sérstæða tón sveitarinn- ar lýst sem „elektrónískt viðar- vinds popprokk“ og finnst það smellpassa. Þetta er ótrúlega vin- gjarnlegt, en þó alltaf svalara en andskotinn. Hér blanda þeir áfram blásturshljóðfærum við beitt bít og órafmagnað gítarspil. Rappsveitina Themselves hef ég nú bara ekki heyrt um áður. Rödd rapparans Doseone er alveg mögnuð, og fer sérstaklega vel við dreymandi tóna Notwist. Hann hefur mjög sérstæðan rapp- stíl, og heldur sig algjörlega á lín- unni á milli söngs og rapps. Og ekki skemmir að hann er ljóð- rænn og rappar um eitthvað áþreifanlegra en byssur, brjóst og bling bling. Plata sem allir grúskrarar ættu að tékka á, og enn einn gullmoll- inn í annars ágætis tónlistarári. Birgir Örn Steinarsson Gu›i sé lof! 13 & GOD: 13 & GOD NIÐURSTAÐA: Þetta samstarfsverkefni The Notwist og hipphoppdúettsins Themselves gæti varla verið betur heppnað. 13 & God er í senn dáleiðandi og sjarmerandi, eins og gott axlarnudd á sálina. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ferskir strí›svindar Nokia-risinn hefur tilkynnt um silfurútgáfu á N-Gage leikjasím- anum sínum fyrir Evrópu, Mið- Austurlönd og Afríkumarkað. Nokia mun halda áfram að styðja við leikjasímann með frekari út- gáfu á titlum eins og One, System Rush, Pathway to Glory, Ikusa Is- lands og High Seize. Útgáfan sem ber heitið N-Gage QD Silver Edition kemur á mark- að fyrsta september og býr yfir öllum möguleikum sem „Smart- phones“ hafa eins og dagatali, tenglasafni, vefpósti, vafrara, Bluetooth-tengingu og GPRS. Meðal leikja sem eru fáanlegir fyrir N-Gage eru: Asphalt: Urban GT, Bust-A-Move, FIFA Soccer 2005, Pandemonium, Rayman 3: Hoodlum Havoc, The Sims Bustin' Out, Tiger Woods PGA Tour 2004, Tom Clancy's Splinter Cell, Tomb Raider, Tony Hawk's Pro Skater, Virtua Tennis, Worms World Party. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.