Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 63
SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 31 Bandaríski hjólreiðakappinn LanceArmstrong óttast að sífelldar ásakanir um ólöglega lyfjanotkun árið 1999 muni varpa varanlegum skugga á afrek hans á ferlinum. Franska blaðið L’Equipe hef- ur haldið uppi sí- felldum árásum á Armstrong og segir sekt hans sannaða. „Ég mun líklega þurfa að eiga við þessar ásakanir allt mitt líf og það er afar óheppilegt. Það er sama hvað ég þræti, þetta mun fylgja mér áfram. Ég sem hélt að þetta myndi hætta þegar ég settist í helgan stein,“ sagði Armstrong gáttaður í þætti Larry King. Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekelesló eigið heimsmet í 10.000 metra hlaupi á Gullmótinu í Brussel á föstudags- kvöldið, þegar hann hljóp á tímanum 26 mínútum, 17,53 sekúndum og bætti ársgamalt met sitt um nær hálfa sekúndu. Þetta var í fjórða skipti sem metið í greininni er slegið á móti í Belgíu. Bekele hefur ekki átt auðvelt ár, þar sem hann missti unn- ustu sína úr hjartaáfalli fyrr á árinu og þrátt fyrir sigurinn og metið, sagð- ist hann enn vera mjög sorgmæddur. Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönenhefur neitað þrálátum orðrómi um að hann hafi gefið forráðamönnum Ferrari loforð um að ganga til liðs við þá árið 2007, eins og þýska blaðið Bild hélt fram í vikunni. „Ég hef oft verið spurður að þessu á undanförn- um mánuðum, en ég gef alltaf sama svarið. Ég er full- komlega sáttur hjá McLaren og hef engann áhuga á því að yfirgefa liðið,“ sagði sá finnski, sem hefur verið að aka prýðilega í síðustu keppnum. „Af hverju í ósköp- unum ætti ég að vera að hugleiða að yfirgefa lið sem gengur jafn vel og McLaren gengur? Það væri fáránlegt,“ sagði Raikkönen. Miðherjinn Dikembe Mutombohefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við lið sitt Houston Rockets í NBA deildinni í körfuknatt- leik og segist ætla að leggja skóna á hilluna að honum loknum. Mutombo er 39 ára gamall og hefur átta sinn- um verið valinn í stjörnulið NBA og fjórum sinn- um verið kjörinn varnarmaður ársins. Hann gegnir því hlutverki hjá Rockets að vera varamaður fyrir kínverska risann Yao Ming, sem mætir sem kunnugt er íslenska landsliðinu í æfingaleikj- um eftir helgina. Um þessar mundir eru mörg lið íNBA deildinni á höttunum eftir bakverðinum Michael Finley, sem leystur var undan samningi sínum hjá Dallas Mavericks á dögunum. Finley skoraði um 15 stig að meðaltali í leik með Dallas í fyrravetur, en félagið nýtti sér nýjar reglur sem tekið hafa gildi til að gera félögum kleift að losa sig við leikmenn sem eru á mjög háum samningum. Phoenix Suns, Denver Nuggets, Miami Heat og meistarar San Antonio Spurs, eru á meðal þeirra liða sem gera nú hosur sínar grænar fyrir leikmanninum, sem mun eflaust reynast góður liðsstyrkur hvar sem hann lendir. Franski ökuþórinn Sebastien Loebhefur forystu eftir að eknar hafa verið 13 af 19 sérleiðum í Þýska- landsrallinu sem klárast í dag. Loeb hefur um 27,9 sekúndna forskot á fé- laga sinn Francois Duval hjá Citroen, en helsti keppnautur Loeb í bar- áttunni um meistaratitil- inn, Marcus Grönholm á Peugeot er tæpum 108 sekúndum á eftir Frakk- anum. Loeb hefur góða forystu í keppni ökumanna í ár og á titilinn nokkuð vísan eftir að hafa ekið ein- staklega vel. ÚR SPORTINU Hvar er Kekic bestur fyrir Grindavík? Sinisa Valdimar Kekic er einn allra mikilvægasti leikma›ur Landsbankadeildarinnar. Hann hefur misst úr tvo sí›ustu leiki vegna mei›sla og bá›ir hafa fleir tapast líkt og allir leikir sem hann hefur misst af frá ár- inu 2001. Tölfæ›in segir hann n‡tast best í sókninni. FÓTBOLTI Sinisa Valdimar Kekic er á 36. aldursári en mikilvægi hans fyrir Grindvíkinga er þó ekkert minna en fyrir níu árum þegar hann kom til Grindavíkur í maí 1996. Síðan þá hefur Kekic leikið 151 leik og skorað 42 mörk fyrir Grindavík í efstu deild og er sem stendur annar leikjahæsti og ann- ar markahæsti leikmaður félags- ins frá upphafi. Kekic kom hingað til lands sem sóknarmaður og spilað sem líkur fyrstu árin sín hér á landi en frá og með árinu 2001 fór Kekic að leysa mun fleiri stöður á vellin- um. Það sló meðal annars í gegn í lok mótsins 2002 þegar Bjarni Jó- hannsson setti hann í stöðu mið- varðar við hlið Ólafs Arnar Bjarnasonar. Grindavík vann 5 af 8 leikjum og tapaði aðeins einum eftir að Kekic færði sig í vörnina það sumarið. Gengur best með hann í sókn Fréttablaðið hefur nú kannað hvenær liðinu gengur best eftir því hvar á vellinum Sinisa Kekic spilar. Þar kemur í ljós að í þeim 87 leikjum sem hann hefur spilað hefur hann bæði ofast spilað í sókninni (31 sinni) sem og að lið- inu hefur gengið best þegar hann er frammi en 55,9% stiga í boði hafa þá komið í hús. Þegar allir leikir Grindavíkur frá árinu 2001 eru skoðaðir sést að Kekic hefur ekki verið inni á í 1054 mínútur og á þessum tíma án þessa fjölhæfa og frábæra leikmanns hefur Grindavíkurliðið tapað með markatölunni 4-37 eða með 33 marka mun. Þar hafa liðið 264 mínútur milli marka sem liðið hefur skorað en aðeins 29 mínútur á milli marka fenginna á sig. Í sumar hefur Kekic spilað fimm sinnum í vörninni, tvisvar sinnum á miðjunni og fimm sinn- um í sókninni. Grindavík hefur tapað báðum þeim leikjum þar sem hann hefur byrjað á miðj- unni, þar á meðal 0-8 fyrir FH, en hefur náð í 53,% stiganna með Kekic í fremstu víglínu. Eins og það byrjaði vel að láta Kekic spila í vörninni þá hefur Grindavíkurliðið aðeins unnið 1 af síðustu 10 leikjunum þar sem hann hefur spilað í öftustu víglínu og aðeins 26,7% stiga í boði hafa komið í hús í þeim fimm leikjum sem Sinisa hefur leikið í vörninni í sumar. Eini sig- urinn var þó gegn Fylki í hans síðasta leik, 14. ágúst síðastaliðinn, en Grinda- vík vann þá 3-0 sigur en Kekic varð þá að fara meiddur af velli á lokamínútun- um. Hann getur átt tvö góð ár eftir Óli Stefán Flóventsson er einn af fáum leikmönnum Grindavíkur sem leikið hafa við hlið Sinisa Kekic í öllum stöðum á vellinum. „Kekic er frábær leikmaður og ör- ugglega einn allra besti útlending- ur sem leikið hefur hér á landi. Hann var geysilega góður þegar hann lék frammi á sínum tíma og það var hans staða þegar hann var yngri. En eftir því sem árin hafa færst yfir hann þá finnst mér hann bestur í vörninni núna. En hann er samt virkilega góður í öllum stöð- um ennþá. Vonandi heldur hann bara áfram að spila með Grindavík því miðað við líkamlega formið sem hann er í núna þá hugsa ég að hann eigi góð tvö ár eftir.“ Helmingslíkur á að hann spili Grindvíkingar berjast nú fyrir lífi sínu í Landsbankadeildinni en þeir eru sem stendur eina félagið sem hefur ekki fallið úr efstu deild. Meiðsli Kekic hafa ekki hjálpað upp á enda hafa tveir síð- ustu leikir án hans tapast með markatölunni 2-8. Samkvæmt síð- ustu fréttum frá Grindavík eru helmingslíkur á að Kekic spili leik- inn í dag en hann glímir við erfið ökklameiðsli. Óli Stefán segir mikla baráttu framundan hjá Grindavík, en liðið er í mikilli fallbaráttu. „Þessi þrír leikir sem eftir eru eru gífurlega mikilvægir. Við hreinlega verðum að vinna þá. Við getum það alveg og munum ekki hætta að berjast fyrir lífi okkar fyrr en flautað hef- ur verið til leiksloka í síðasta leik Íslandsmótsins.“ ooj@frettabladid.is Teitur Þórðarson er orðaður við þjálfarastöðuna hjá KR í Landsbankadeildinni: FÓTBOLTI Jónas Kristinsson, stjórn- armaður í KR-sport, segir að verið sé að skoða þjálfaramálin hjá KR fyrir veturinn en ekkert sé nú orð- ið víst í þessum efnum. Teitur Þórðarson hefur verið orðaður við þjálfarastarfið að undanförnu, en hann er náskyldur Sigursteini. „Sigursteinn Gíslason og Einar Þór Daníelsson eru þjálfarar liðs- ins núna og það er eðlilegt að tíma- bilið sé klárað áður en ákvarðanir verða teknar. En við erum að skoða þá möguleika sem til greina koma,“ sagði Jónas. Sigursteinn Gíslason er þjálfari meistaraflokks og 2. flokks KR eins og staðan er nú og mun sinna þeim störfum þangað til tímabilinu lýkur. Hann hefur ekkert heyrt af því að Teitur Þórðarson muni taka við liðinu eftir að tímabilinu lýkur. „Ég er ekki að hugsa um neitt annað en næsta leik sem er framundan. Ég gerði samning út tímabilið og mun klára hann. Svo gerði ég tveggja ára samning um þjálfun 2. flokksins síðasta haust, en ég mun endurskoða mín mál í lok sumars.“ Sigursteinn hefur ekkert heyrt í frænda sínum til þess að spyrja hann út í þjálfaramálin og er ekk- ert að hugsa um hver tekur við starfinu hjá KR. „Ég er ekkert að hugsa um það hver verður þjálfari KR á næsta tímabili, en mér finnst ekkert und- arlegt ef stjórn KR er að skoða þá möguleika sem í boði eru.“ Í þau skipti sem þjálfara KR hefur verið sagt upp störfum á miðju Íslandsmóti, hefur sá sem tók við aldrei haldið áfram með lið- ið á næsta tímabili. -mh Vali› stendur líklega á milli systrasona Fallbarátta Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu verður í sviðsljósinu í tveimur af þremur leikjum dagsins: Grindavík og firóttur berjast bæ›i fyrir lífi sínu FÓTBOLTI Nú þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir í Landsbanka- deild karla og ljóst að FHingar hafa þegar tryggt sér Íslands- meistaratitilinn beinast augu flestra að fallslagnum, sem er gríðarlega harður í ár. Grindavík og Þróttur eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar eins og stað- an er í dag, en þessi lið eiga bæði heimaleiki í dag. Fréttablaðið ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara fyrstudeildarmeistara Breiðabliks og leitaði álits hans á stöðu mála í fallbaráttunni. „Þessir leikir í dag koma til með að ráða miklu um það hvaða lið halda sér í deildinni og sér- staklega er leikur Grindavíkur og Fram sérlega áhugaverður. Fram virðist hafa tekið hinn ár- lega haustsprett sinn dálítið snemma núna en það er ljóst að liðið er ekki enn sloppið við fall. Ég á ekki von á því að verði skor- uð mörg mörk í Grindavík, því bæði lið munu fara mjög varlega af stað, svo ég held að þessi leik- ur gæti bara endað með marka- lausu jafntefli,“ sagði Bjarni, sem segist vel geta trúað Þrótti til að leggja KR á Laugardals- vellinum. „Það liggur á borðinu að Þróttur þarf einfaldlega að vinna alla leiki sem eftir eru til að eiga möguleika og ég gæti alveg trú- að þeim til þess að vinna KR í dag. Annars held ég að það lið sem hefur kjark og þor og nær upp nógu góðri stemmingu í báð- um þessum leikjum, muni vinna og ná þá jafnvel að bjarga sér frá falli,“ sagði Bjarni. - bb SIGURSTEINN GÍSLASON Sigursteinn hefur stýrt liði KR í þremur leikjum og unnið tvo af þeim, en liðið tapaði 2-0 fyrir FH í fyrsta leik Sigursteins. LÍFRÓÐUR Þróttarar verða að leggja KR að velli á Laugardalsvellinum í dag til að bjarga sér frá falli úr Landsbankadeildinni. Fréttablaðið/EÓl GÓÐUR MEÐ BOLTANN Sinisa Kekic skiptir lið Grindavíkur gríðarlega miklu máli í baráttu liðsins fyrir sæti sínu í Landsbankadeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN GENGI GRINDAVÍKUR EFTIR HVAR KEKIC SPILAR FRÁ 2001-05: Kekic í sókninni: 55,9% stiga í 31 leik (15 sigrar – 7 jafntefli – 9 töp) Kekic á miðjunni: 45,1% stiga í 17 leikjum (7 sigrar – 2 jafntefli – 8 töp) Kekic í vörninni: 43,7% stiga í 29 leikjum (10 sigrar – 8 jafntefli – 11 töp) Kekic ekki með: 0% stiga í 10 leikjum (0 sigrar – 0 jafntefli – 10 töp) GENGI GRINDAVÍKUR EFTIR HVAR KEKIC SPILAR FRÁ 2001-2005: Flest mörk Grindavíkur í leik: Kekic á miðjunni: 1,65 mörk í leik Kekic í sókninni: 1,58 Kekic í vörninni: 1,45 Kekic ekki með: 0,40 Fæst mörk á sig hjá Grindavík í leik: Kekic í sókninni: 1,45 mörk á sig í leik Kekic í vörninni: 1,52 Kekic á miðjunni: 2,06 Kekic ekki með: 2,90 GRINDAVÍK ÁN SINISA KEKIC FRÁ OG MEÐ ÁRINU 2001: Heilir leikir: 10 Brot úr leikjum: 12 Mínútur: 1054 Mörk skoruð: 4 Mörk fengin á sig: 37 Mínútur milli marka skoraðra: 263,5 Mín. milli marka fenginna á sig: 28,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.