Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 18
Halldór Ásgrímsson segirtöluverð viðbrigði hafiverið að hefja störf í stjórnarráðinu enda starf forsæt- isráðherra töluvert ólíkt þeim ráðherrastöðum sem hann hefur áður gegnt. Halldór hefur verið þingmaður í þrjátíu ár og ráð- herra í átján ár og kann vel við sig í starfi forsætisráðherra. „Mér hefur líkað þetta fyrsta ár vel. Ég skal þó játa það að ég hélt þetta yrði öðruvísi að ein- hverju leyti. Ég átti ekki von á því að stjórnarandstaðan hefði svona mikinn áhuga á fortíðinni. Ég hef lítinn áhuga á fortíðinni almennt þótt ég hafi gaman af því að lesa sögu. Ég tel mikilvægara fyrir stjórnamálamenn að hugsa til framtíðar,“ segir Halldór sem er ánægður með samstarfið við Dav- íð og aðra ráðherra ríkisstjórnar- innar og hælir stjórnarsamstarf- inu en við annan tón kveður um stjórnarandstöðuna á þingi. „Við höfum verið að takast á við krefjandi verkefni og það hef- ur komið meðal annars í minn hlut að marka stefnu um sölu Símans svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um það hefur hins vegar verið mjög fortíðarkennd. Stjórnarand- staðan hefur verið heltekin af sölu bankanna og í hvert skipti sem Símasalan er nefnd þarf að fjalla um einkavæðingu bankanna sem er löngu liðin tíð. Sú sala tókst afar vel og íslenskt þjóðfélag hef- ur gjörbreyst í kjölfarið og fjár- málamarkaðurinn þar með. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að ein af stóru ástæðunum fyrir því hvað okkur gengur vel í samfélag- inu, er sú að við erum búin að losa ríkið út af fjármálamarkaðnum.“ Samfylkingin komið mest á óvart Halldór segir að allt of mikill tími hafi farið í að leiðrétta stjórnar- andstöðuna. Ekki síst þegar kom að umræðunni um hans persónu- legu hagsmuni við bankasöluna. Hann segist ekki hafa tekið gagn- rýnisraddirnar nærri sér. „Þetta er orðið þekkt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum að tala í tíma og ótíma um lítinn eignarhlut sem ég erfði eftir foreldra mína í tilteknu fyrirtæki á Hornafirði. Fyrirtæki sem hefur verið í heið- arlegum atvinnurekstri í áratugi og hefur grundvallarþýðingu í því byggðarlagi. Ég hef ekki haft nein afskipti af því fyrirtæki og það var nú svo að þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar gekk svo langt að Ríkisendurskoðun ákvað að fara ofan í málið og komst að mjög ákveðinni niðurstöðu. Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar. Ég var ánægður með það og mér finnst þar með málinu lokið.“ Hann segir stjórnarandstöðuna hamla því oft á tíðum að hægt sé að starfa eðlilega við þau verkefni sem þarf að sinna. „Það er ekki mjög uppbyggileg pólitík ef alltaf er verið að sá fræjum tortryggni í tilteknum málum í stað þess að taka afstöðu til málanna sjálfra. Að því er varðar sölu bankanna og sölu Sím- ans hefur stjórnarandstaðan haft afar óljósa afstöðu. Það er okkar hlutverk sem erum leiðandi í ís- lenskum stjórnmálum að hafa skoðun á málum og að koma þeim í framkvæmd. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að taka mál til umræðu og ræða þau í þjóðfé- laginu en menn geta ekki verið í endalausri umræðu. Menn verða líka að hafa tíma til að fram- kvæma. Mér hefur alltaf hugnast betur framkvæmdastjórnmál en umræðustjórnmál þó að undan- farinn þurfi nú að vera umræðan. Stjórnarandstaðan kemst bara aldrei út úr umræðunni og tekur mjög óljósa afstöðu til stórra mála nema að vera bara á móti þeim. Þetta er það sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári sem ég hef verið hér, sérstaklega hvað varðar Samfylkinguna. Mér hefur fundist Vinstri-grænir hafa nokk- uð skýra afstöðu, þeir vilja ekki miklar breytingar, þannig það hefur legið ljóst fyrir.“ Vill sjá lægri tekjuskatt Fylgi Framsóknarflokksins mæld- ist í sögulegu lágmarki fyrr í sum- ar og fylgi flokksins í Reykjavík dugði þá varla til þess að flokkur- inn fengi einn þingmann kjörinn í Reykjavík. Hefur Halldór áhyggj- ur af stöðu flokksins? „Mér finnst alltaf slæmt þegar að flokkurinn mælist með lágt fylgi í könnunum. Sérstaklega finnst mér það miður þegar allt gengur vel. Það hefur aldrei geng- ið betur í íslensku samfélagi en í dag og við Íslendingar erum að skara fram úr öðrum þjóðum á mörgum sviðum. Samkeppnis- hæfni landsins er góð, frum- kvöðlastarfsemi, efnahagsleg af- koma og staða til framtíðar er með því besta sem gerist í heimin- um. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við höfum verið að ganga í gegnum gífurlegar breyt- ingar og Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast. Við þurf- um ekki annað en að líta til þeirra breytinga sem orðið hafa í land- búnaði og sjávarútvegi. Þar við bætist svo alþjóðavæðingin og gíf- urlegar breytingar á fjármála- markaði. Allt þetta hefur reynt mikið á flokkinn og hann hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að ganga jafn langt og raun ber vitni í breytingum. Það má sjálf- sagt spyrja þeirra spurninga hvort við höfum gengið þar of hratt en ég held að menn eigi eftir að sjá að þetta var rétt og nauð- synlegt. Þetta mun skila miklu í framtíðinni þannig að ég vænti þess að Framsóknarflokkurinn verði dæmdur af verkum sínum. Við höfum orðið vör við það í ýms- um skoðanakönnunum að mörg þau mál sem við höfum ráðist í og hafa skipt sköpum varðandi þær framfarir sem hafa orðið í þjóðfé- laginu hafa mætt andstöðu hjá mörgum. Ég held hins vegar að fólk eigi eftir að sjá að þarna vor- um við að ganga í takt við tímann.“ Efnahagsástandið leyfir ekki breytingar á skattkerfinu Skattamál hefur borið á góma í pólitískri umræðu hér á landi og tekjuskattur lækkar um áramótin. Búist er við breytingum á virðis- aukaskattkerfinu. Halldór segir að ekki megi búast við miklum breytingum á skattkerfinu því efnahagsástandið leyfi það ekki að sinni þótt hann segi ljóst að breytinga sé þörf. „Eins og stendur þá erum við ekki að ræða frekari skattalækk- anir en boðaðar hafa verið. Efna- hagsástandið býður ekki upp á það. Við höfum ákveðið að lækka tekjuskatt en ég leyni því ekki að ég myndi vilja sjá tekjuskattspró- sentuna eitthvað lægri. Skattur á fyrirtæki er átján prósent og skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent og nú erum við að fara með skattprósentuna niður í rúm þrjátíu og fjögur prósent. Skatt- prósentan þyrfti að vera einhverj- um prósentum lægri til að minnka bilið þarna á milli. Það er að vísu að verða tiltölulega lítið en ég hefði viljað sjá það enn minna. Síðan er það þannig að hér eru ýmis gjöld sem eru ekki í takt við tímann. Sérstaklega væri mikil- vægt að endurskoða vörugjald og stimpilgjald er skattur sem sam- ræmist ekki því sem gerist í flest- um öðrum löndum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að lækka neðra þrep virðisauka- skatts, það er að segja á matvæli, ef við höfum til þess svigrúm í ríkisfjármálum. Það er nú til skoðunar og athugunar en sem stendur býður efnahagsástandið ekki upp á það heldur. Við erum hér með all nokkra þenslu og þurfum að gá að okkur út af stöð- ugleikanum.“ Halldór segir að það sé hans skoðun að fólk hafi aldrei haft það betra hér á landi en í dag. Þannig hafi flestir möguleika á að fá störf við hæfi og það hljóti að vera tak- mark að fólk geti nýtt sína mennt- un og reynslu til að koma sér vel fyrir á vinnumarkaði. „Auðvitað er hér fólk sem á við erfiðleika að stríða og bilið milli hinna lægst launuðu og þeirra hæst launuðu hefur aukist. Við þurfum að taka á því með því að reyna að hífa þá upp sem að hafa lægstu tekjurnar og við höfum verið að stíga skref í því, til dæm- is með hækkun atvinnuleysisbóta en það sem mest er um vert er að allir hafi vinnu. Ég tel að það sé mikilvægast af öllu í lífinu. Ég hef heyrt það undanfarnar vikur að menn hafi áhyggjur af því að mik- il þensla sé á vinnumarkaði og það er áreiðanlega rétt en gleðitíðind- in í því, sem halda verður meira á lofti, er að flestir eiga auðvelt 18 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Er ekki á lei› út úr pólitík Um mi›jan næsta mánu› hefur Halldór Ásgríms- son gegnt starfi forsætisrá›herra í eitt ár. Hann tók vi› af Daví› Oddssyni sem haf›i gegnt embættinu samfellt frá árinu 1991 e›a í rúm flrettán ár. Hjálm- ar Blöndal hitti Halldór í stjórnarrá›inu og fór yfir fyrsta ári› í starfi, ræddi vi› hann um stö›u Fram- sóknarflokksins og vi›horf hans til fleirra mála sem hva› hæst ber í dag. „Það er ljóst að Vinstri grænir voru mjög ákveðnir í því að róa á eigin mið. Það voru mikil vatnaskil í sögu Reykjavík- urlistans þegar sá aðili sem hafði leitt hann alla tíð gekk opinber- lega til samstarfs við Samfylkinguna og er nú formaður hennar. Það hlaut að hafa einhver áhrif og það skapaði los á milli flokkanna. Síðan er það nú þannig að í öllum flokkum er vilji til þess að bjóða fram í eigin nafni og mér sýnist að hann sé að verða ofan á.“ ,, HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór hefur um miðjan næsta mánuð gegnt starfi forsætisráðherra í eitt ár. Hann er ánægður með fyrsta árið sem forsætisráðherra en stjórnarandstaðan hefur valdið honum vonbrigðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.