Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 26
6 ATVINNA Verkamenn vantar til starfa strax. Upplýsingar í síma 660-6100, Sölvi eða 545-1805. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða auglýsir: Félagsráðgjafi / ráðgjafi Starfssvið: · Vinna í meðferðarmálum með einstaklingum og fjölskyldum · Þverfaglegt starf í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða · Samvinna við samstarfsaðila og hagsmunasamtök Menntunar- og hæfniskröfur: · Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða háskólamenntun á sviði félagsfræði, sálfræði eða uppeldisfræði · Reynsla af meðferðarvinnu æskileg · Lipurð í mannlegum samskiptum · Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. júlí 2006. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri í síma 411 1600 eða 664 7770, netfang: hafdis@reykjavik.is Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21 fyrir 9. september nk. Bólstaðarhlíð – Ritari Félags-og þjónustumiðstöðin í Bólstaðarhlíð óskar að ráða ritara til starfa sem er skipulagður og góður í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni eru símavarsla, afgreiðsla í móttöku og almenn skrifstofustörf. Um er að ræða tímabundna ráðningu og þarf viðkomandi að getað hafið störf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband við Jónu Vernharðsdóttur, verkefnisstjóra í síma 535 2760, netfang: jona.th.vernhardsdottir@reykjavik.is Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða býður upp á möguleika á að hafa áhrif og taka þátt í uppbygg- ingu og mótun nýrrar þjónustumiðstöðvar, þverfag- lega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki og sveiganlegan vinnutíma. Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölmenningu og margbreytileika og er lögð sérstök áhersla á að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu á því sviði. Þjónustumiðstöðvar eru starfræktar á sex stöðum í borginni. Markmiðið með stofnun þeirra er að auka aðgengi að þjónustu borgarinnar, stuðla að samstarfi sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna og efla hverfastarf. Þjónustumiðstöðvar heyra undir Þjónustu- og rekstrarsvið Reykjavíkurborgar þar sem lögð er áhersla á framsækna þjónustu við viðskiptavini og hagkvæmni í rekstri. Starfsmenn eru lykill að velgengni stofnana og deilda sviðsins og gegna mikilvægasta hlutverkinu í þjónustumiðaðri starfsemi. Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöðvar Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum. Hljómsveitarstjóri er maðurinn í smókingn- um sem stendur fyrir miðju hljómsveitar- innar og baðar út höndunum. Þó að fyrir mörgum líti hljómsveitarstjóri út fyrir að vera nokkuð tilgangslaus er hann höfuð hljómsveitarinnar. Hann heldur bandinu saman með því að slá takinn og gefur bendingar til að aðstoða hljóðfæraleikarana við að koma tónlistinni saman. Hljómsveit- arstjóri stjórnar æfingum og ákveður hvern- ig tónlistin skal flutt innan þess ramma sem tónskáldið leyfir. Nám Engin námskrá er til fyrir hljómsveitarstjórn og aðalnámskráin sem menntamálaráðu- neytið gaf út fyrir nokkrum árum gerir ekki ráð fyrir neinum nemendum í greininni. Aft- ur á móti hefur grunnur í hljómsveitarstjórn verið kenndur í nokkrum tónlistarskólum sem aukagrein fyrir áhugasama nemendur. Hefur þá tíðkast að kennarar með reynslu af tónlistarstjórn hafa tekið valda nemendur í læri í greininni. Nokkrir menntaðir hljóm- sveitarstjórar hafa komið frá Íslandi og hafa þeir allir lært í útlöndum. Í tónlistarháskól- um víða um heim er boðið upp á kennslu í hljómsveitarstjórn og gilda þar sömu reglur og um margt annað nám í tónlist að þar skipta gæði aðalkennarans miklu máli. Helstu námsgreinar Fyrst og fremst þarf hljómsveitarstjóri að hafa mikla innsýn í tónlistina sjálfa. Hann þarf því að þekkja tónlistarsögu vel og eftir hvaða áherslum og blæbrigðum venjan er að leita í tónlist frá mismunandi tímum og svæðum. Hljómsveitarstjórinn þarf að hafa mjög gott hrynskyn og geta leitt hljómsveit- ina styrkum höndum án þess að láta hana ferðast með sig út af sporinu. Hann þarf fyrst og fremst að vera með gott tóneyra og kunna að hlusta eftir því sem betur má fara í stórri heild. Inntökuskilyrði Eins og áður sagði þarf góðan tónlistarlegan grunn til að verða hljómsveitarstjóri. Slíkan grunn öðlast fólk ekki eingöngu með því að lesa sér til og munda sprotann heldur er nauðsynlegt að viðkomandi ráði yfir ákveð- inni tónlistarfærni sem fátítt er að fólk öðlist nema með færni í hljóðfæraleik. Því kemur ekki á óvart að yfirgnæfandi hluti allra hljómsveitarstjóra hefur lært á eitthvert hljóðfæri. Þó virðist það ekki skipta máli á hvaða hljóðfæri er leikið og geta blásturs- hljóðfæraleikarar sem og strengjaleikarar og ásláttarhljóðfæraleikarar verið færir hljóm- sveitarstjórar. Að loknu námi Þegar námi er lokið tekur við harkið á hin- um almenna vinnumarkaði. Hér á landi eru tækifærin fá enda einungis ein hljómsveit á Íslandi sem eingöngu er skipuð atvinnu- hljóðfæraleikurum. Fyrsta skrefið er því lík- lega að stjórna fyrst lélegum hljómsveitum og vinna sig síðan upp í virðingastiganum. Laun og kjör Eins og með margt í tónlistarbransanum getur tónlistarstjórnun oft gefið lítið í aðra höndina. Aftur á móti ef þú ert fær í starfi er hægt að öðlast frægð og frama en því fylgja mikil auðæfi. Fremstu hljómsveitarstjórar í heimi ferðast milli tónleikahúsa til að stjórna hljómsveitum í mörgum heimsálfum. Það verður þó að viðurkennast að líkurnar á að öðlast heimsfrægð eru afskaplega litlar. Hvernig verður maður … Rumon Gamba er aðalhjómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitarstjórar þurfa tónlistarlegt innsæi. Hljóðfæraleikarar þurfa styrka hönd til að stjórna þeim. … hljómsveitarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.