Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 16
„Ég vil fyrst nefna sérstök áhugamál í okkar stjórnmála- hreyfingu. Í flestum stjórnar- skrám, sem nýlega hafa verið endurskoðaðar eða samdar frá grunni, er yfirleitt að finna ein- faldar reglur umhverfisréttar svo sem um sjálfbæra þróun og ábyrgð manna gagnvart um- hverfinu. Sem umhverfisvernd- arflokkur leggjum við vitanlega áherslu á þetta. Þetta gæti farið prýðilega saman við ákvæði um sameign á auðlindum. Þarna þarf að kveða á um almannarétt til að njóta náttúrunnar um leið og kveðið er á um skyldur til að vernda hana. Í öðru lagi höfum við áhuga á stjórnarskrárákvæðum um vopn- leysi og herleysi og helst auðvitað friðlýsingu landsins gagnvart gereyðingarvopnum. Minna má á fyrirvara Íslands þegar við öðluð- umst aðild að Sameinuðu þjóðun- um og Atlantshafsbandalaginu. Þar var skírskotað til þess að við værum vopnlaus og herlaus þjóð og hygðumst ekki koma upp her né fara með ófriði gegn öðrum þjóðum. Sum atriði virðast mönnum augljós en ef til vill þarf að taka þau fram í stjórnarskrá. Það er til dæmis spurning hvort ekki þarf að tiltaka hvaðan valdið sprettur, að allt vald komi frá þjóðinni sjálfri. Að fullveldi tilheyri þjóð- inni. Þetta er tekið fram til dæmis í sænsku og finnsku stjórnar- skránni. Þetta er eft til vill ástæðulaust en þarf ekki að árétta að valdið kemur frá þjóðinni þótt aðrir fari með það? Styrkja þarf þingið Ekki er um það deilt að færa þarf til nútímans orðalag stjórn- arskrárinnar um samskipti for- seta, framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Það þarf ekki endi- lega að þýða að gera þurfi mikl- ar efnisbreytingar frá núver- andi fyrirkomulagi. Við þekkj- um orðalagið að forseti láti ráð- herra framkvæma vald sitt, sem á sér líka sögulegar rætur. Hér þarf að skýra valdmörkin. Þetta nær einnig til Alþingis en ég lít svo á að styrkja þurfi stöðu þess gagnvart öðrum valdastofnun- um. Ákvæði um rannsóknar- nefndir og eftirlitshlutverk þingsins er óvirkt. Í orði kveðnu hafa allir flokkar lýst áhuga á að styrkja þetta 39. ákvæði stjórn- arskrárinnar. Einfaldur meiri- hluti þingmanna á ekki að geta stöðvað skipan rannsóknar- nefnda á vegum þingsins eins og nú háttar til. Svo finnst mér að forseti og forsætisráðherra ættu ekki að gegna neinu hlutverki við þing- setningu og þingslit. Alþingi á að sjálfsögðu að stjórna algerlega sjálft sínum högum. Forsetinn og rýmri heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu Við viljum að sjálfsögðu fella ákvæði inn í stjórnarskrána sem gera það mögulegt að mikilvæg mál verði borin beint undir þjóð- ina. Það getur gerst á nokkra vegu. Ein leiðin er sú að tiltekinn hluti kjósenda geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu með und- irskriftum. Líka er til það fyrir- komulag að tiltekinn hluti þing- manna geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þetta þarf alls ekki að vera annað hvort eða. Málskotsréttur forseta Íslands þarf ekki að útiloka aðrar leiðir. Hann gæti verið áfram til staðar þótt einnig yrðu sett inn önnur ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur. Ég er ekki tilbúinn til þess að taka undir það að þetta vald eigi að taka af forsetaembættinu. Árið 1944 vissu þingmenn nákvæm- lega hvað þeir voru að gera þegar þetta ákvæði var sett í stjórnar- skrá. Niðurstaðan var sú að for- setinn skyldi vera þjóðkjörinn en ekki þingkjörinn eins og hug- myndir voru um. Það þarf að skoða málskotsréttinn í þessu ljósi. Engu að síður er alveg ljóst að ekki má ríkja óvissa um það hvað við taki þegar þessu ákvæði er beitt. Ef til vill ætti að lýsa nánar þeim tilvikum þar sem unnt yrði að beita málskotsrétti forsetans. Loks þarf að vera skýrt hvaða reglur gilda þegar og ef málskots- rétturinn er nýttur. Að í þessu efni hafi forsetanum aldrei verið fært annað vald en að vísa málum til þjóðarinnar sem kaus hann.“ johannh@frettabladid.is „Ég hef lagt málið þannig fyrir sjálfan mig að í upphafi þurfi menn að glöggva sig á því hvers eðlis stjórnarskrá á að vera. Hvað eigi heima í stjórnarskrá og hvað eigi að skilja eftir fyrir almenna löggjafann og fjárveitingarvaldið. Mörg mál koma upp í þessari um- ræðu og samstaða er rík um mörg þeirra. En það er ekki þar með sagt að þau eigi heima í stjórnar- skrá þegar vel er að gáð. Sem dæmi má nefna að þótt ég sé þeirrar skoðunar að takmarka eigi útgjöld ríkissjóðs er ég and- vígur því að eitthvert þak sé sett þar um í stjórnarskrá. Kjósendur eiga í þingkosningum að hafa val um að móta stefnuna í þessum efnum frá einum tíma til annars. Ákvæði stjórnarskrár þurfa líka að vera mjög skýr. Markmið mega ekki vera óljós og ekki fela í sér almennar stefnuyfirlýsingar. Ef menn fara að því ráði er hætt- an sú að þá flytjist pólitískt ákvörðunarvald úr þingsölum yfir í dómssalina og það er hættulegt lýðræðinu. Dómstólarnir eru til að dæma um lög en þingið á að taka pólítískar ákvarðanir í krafti valds sem það fær frá kjósendum. Það skiptir líka miklu máli að skoða jafnvægið milli fram- kvæmdavalds og löggjafaravalds. Ég held að ekki sé hægt að segja annað en að framkvæmdavaldið er býsna sterkt. Það er mín eigin reynsla eftir að hafa verið bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það er mikilvægt fyrir lýðræðis- lega þróun að það sé eðlilegt jafn- vægi þarna á milli. Tryggð sé góð og efnisleg umfjöllun um þau mál sem Alþingi tekur fyrir og að stjórnarandstaða hafi eðlilegt svigrúm til þess að beita því að- haldi sem henni er ætlað að sinna. Þingræðisreglan er veigamesti þáttur í stjórnskipan landsins og tryggja þarf að þessi regla sé virk. Þróunin má ekki verða sú að hluti framkvæmdavaldsins kom- ist undan þingræðisreglunni og þar með undan eftirliti þingsins.“ Beint lýðræði „Síðan held ég að það sé ástæða til þess að velta aðeins fyrir sér með hvaða hætti og við hvaða aðstæð- ur sé eðlilegt að almennir kjós- endur komi beint að fleiri ákvörð- unum en núverandi stjórnarskrá gefur tilefni til. Sum málefni eru þess eðlis að eðlilegt er að um þau sé vélað beint í þjóðaratkvæða- greiðslu. Önnur eru þess eðlis að kjörnir fulltrúar ættu að taka ákvarðanir. Í allri þeirri umfjöll- un finnst mér skipta miklu máli að menn gæti að því að ákvörðun um fjáröflun og ráðstöfun fjár fari saman. Nauðsynlegt er að skoða með hvaða hætti skörp ágreiningsmál geti við tiltekin skilyrði farið til þjóðarinnar til endanlegrar ákvörðunar. Þingræðisreglan er þunga- miðjan í okkar stjórnkerfi. Við þurfum að hafa í huga að það eru fyrst og fremst hagsmunir al- mennings sem við þurfum að horfa á í þessu efni. Ekki pólítísk staða forsetans eða ríkisstjórnar heldur hagsmunir almennings. Reglur ættu að vera þannig úr garði gerðar að þær hvetji til sátta og samstarfs á löggjafar- þinginu. Það er atriði sem skiptir máli þegar við fjöllum um það hver eigi að hafa vald til að skjóta málum til þjóðarinnar og í hvaða formi það eigi að vera. Ákvæði eins og þetta þarf að skoða út frá þingræðisreglunni og því hvernig hagsmunir almennings séu best varðir þannig að það sé ekki til- viljunum háð hvenær málum er vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vil styðjast við þetta við endur- skoðun á 26. grein stjórnarskrár- innar. Einnig er eðlilegt að gera kröfu um lágmarksþátttöku kosninga- bærra manna þegar mál eru borin undir þjóðina og í ákveðnum til- vikum gæti verið ástæða til að kveða á um aukinn meirihluta.“ Alþjóðasamstarf og heimildir í stjórnarskrá „Það er alveg augljóst að við get- um ekki sótt um aðild að Evrópu- sambandinu að óbreyttri stjórnar- skrá. Fullveldisákvæðin standa í vegi fyrir því. Mér finnst hins vegar eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma eigi að geta metið það hvort við stígum slíkt skref. Og þá er nauðsynlegt að setja um það reglur í stjórnar- skrá hvernig slík mál skuli borin upp og samþykkt. Einsýnt er - og um það varla ágreiningur - að þjóð- in yrði sjálf að taka ákvarðanir um slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel að mál af þessu tagi þurfi að ákveða með mjög víðtækri sátt og ástæða er til að gera kröfur um aukinn meirihluta í þinginu eða meðal kjósenda þegar slík skref yrðu stigin. Setja þarf reglurnar fyrirfram. Ég held að það sé ekki skynsamlegt að sitja uppi með stjórnarskrá sem ekki geymir heimildir til þess að stíga skef af þessu tagi. Í dag er stjórnarskráin okkar algerlega lokuð að þessu leyti og það er ekki hyggilegt,“ segir Þorsteinn að endingu. johannh@frettabladid.is 16 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS Endursko›u› IX. HLUTI Áhugi á beinu lýðræði Stjórnarskrárnefnd kom saman til sjöunda fundar síðast- liðinn miðvikudag eftir nokkurt hlé. Undir einum lið fundarboðsins var gert ráð fyrir skoð- anaskiptum um einstök ákvæði stjórnarskrárinnar og til þess ætlast að flokk- arnir kynntu stefnumál sín. Fréttablaðið hefur und- anfarnar vikur kynnt sjónarmið og áherslur einstakra nefndar- manna og heldur því áfram næstu vikur. Þeim eru ofarlega í huga leiðir til þess að efla beint lýðræði og hvaða leikreglur stjórn- arskráin eigi að geyma um möguleika þings, þjóðkjör- ins forseta eða kjósenda til þess að skjóta mikilsverð- um málum í dóm þjóðarinnar. Hugmyndir eru fram komnar en tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið mótaðar. Enda hefur nefndin og sá hópur sérfræðinga sem er henni til halds og trausts lagt áherslu á til þessa að afla upplýsinga og sjónarmiða sem flestra. Slagsíða Össur Skarphéðinsson á sæti í stjórnarskrárnefnd. Hann getur um það í pistli á vefsíðu sinni, að hann hafi látið færa til bókar fyrir- vara á fundinum á miðvikudag vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu stjórnarskrárnefndar í samvinnu við Lögfræðingafélag Íslands, en þar er ætlunin að fjalla um þjóðar- atkvæðagreiðslur. Athugasemdir og andstaða Össurar varðar þá ráðstöf- un að Karli Axelssyni lögfræðingi er ætlað að gera grein fyrir niðurstöðu fjögurra manna nefndar sem rík- isstjórnin setti upp um stjórnarskrárbundinn málskots- rétt forseta Íslands þegar harðar deilur um fjölmiðla- lögin riðu yfir í fyrra. Össur, sem telur Karl fulltrúa einlitra skoðana, segir síðan: „Í sjálfu sér skiptir ekki meginmáli hvort lög- fræðingarnir í nefndinni voru sammála eða ekki. Við- horf Karls Axelssonar í þessu máli eiga sannarlega rétt á að koma fram. Hitt skiptir öllu máli að á sínum tíma komu líka fram sterk og vel rökstudd viðhorf annarra lögfræðinga, sem ekki höfðu minni fræðilega þyngd en lögfræðinganefndin - en voru á allt öðru máli!“ Össur heldur í rauninni fram að ekki sé ætlunin af hálfu Lögmannafélagsins að láta sjónarmið sem flestra koma fram á fyrirhugaðri ráðstefnu. Hafi Össur rétt fyrir sér verður ekki fram hjá því horft, að vinnubrögð við undirbúning ráðstefnunnar geta varla talist í anda stjórnarskrárnefndar og vinnubragða sem hún hefur haft að leiðarljósi til þessa. Rökrétt skipulag Fulltrúar í stjórnarskrárnefnd og aðrir sérfróðir hafa haft á orði að uppsetning og efnisleg röðun stjórnarskrárinnar sé í senn órökrétt og úrelt. Steingrímur J. Sigfússon og Þorsteinn Pálsson, sem báðir eiga sæti í stjórnar- skrárnefnd, telja báðir að þessu þurfi að breyta við endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Steingrímur leggur áherslu á að telja verði upp réttindi og valdastofnanir samfélagsins í rökrænni röð. „Stjórnar- skráin ætti að hefjast á knappri lýsingu á þjóðskipulaginu, fullveldi þjóðarinnar, þingbundinni stjórn og svo framvegis. Síðar ætti að fjalla um grundvallar mannréttindi og lýðræði. Á þessum hornsteinum er stjórnskipunin byggð og þar ætti vitanlega að fjalla fyrst um löggjafarvaldið sem er æðst en síðar um forseta, ríkisstjórnir og dómstóla. Að þessu hefur verið hugað við sam- bærilega endurskoðun í nálægum löndum,“ segir Steingrímur. Þorsteinn Pálsson bendir á að stjórnar- skráin hafi verið gefin Íslendingum árið 1874 af danska kónginum. „Það var fyr- ir daga þingræðisins og í upphafi var engin viðurkenning á þingræði eða rétti Alþingis. Af sjálfu leiðir að þrátt fyrir breytingar á stjórnarskránni síðan, sem tóku mið af fullveldi og lýðveldi, er notast við orðalag frá einveldistím- anum. Þetta er form en ekki efni en getur engu að síður skipt máli. Við endurskoðunina þarf að huga að upp- byggingu stjórnarskrárinnar, tiltaka hvaðan valdið kemur og hvernig efnis- flokkum er raðað,“ segir Þorsteinn. Um vinnubrög› og Lögmannafélag Íslands > Nefndir Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor hafði gott skopskyn og beitti því stund- um kaldhæðnislega í ræðu og riti. Þorsteinn var fyrstur prófessora við Háskóla Íslands til þess að flytja inn- setningarfyrirlestur þegar hann hlaut stöðu þá er hann gegndi til æviloka. Fyrirlesturinn nefndi hann Orðasmíð, eins konar málsvörn fyrir gamalgróna íslensku gagnvart nýyrðasmíð og íð- orðanefndum. Í fyrirlestrinum gat Þorstein þess að hann hefði eitt sinn varpað fram þeirri hugmynd að í stjórnarskrá Ís- lands ætti að standa svohljóðandi grein: „Nefndir má aldrei skipa til neinna verka“. Ekki vildi hann fylgja þessu fast eftir en lét fljóta með gamla danska vísu: Drottinn var að skapa og skapa Skrattinn vildi hefnd. Hann skóp heldur en að tapa heimsins fyrstu nefnd. Spurningum, ábendingum og hugmyndum um efni á stjórnarskrársí›u Fréttabla›sins er unnt a› koma á framfæri í tölvupósti. NETFANGIÐ ER: stjornarskra@frettabladid.is ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON KARL AXELSSON KRISTJÁN III DANAKONUNGUR R‡mri heimildir Valdi› er fólksins fiorsteinn Pálsson er lögfræ›ingur a› mennt. Hann er reyndur stjórnmálama›ur, fyrrverandi flingma›ur og rá›- herra og lætur senn af störfum sem sendiherra. Á árum á›ur var hann auk heldur bæ›i bla›ama›ur og ritstjóri. fiorsteinn á sæti í stjórnarskrárnefndinni og segir fla› hafa veri› rétt mat manna a› taka stjórnarskrána til endursko›- unar. fiorsteinn hefur or›i›: Steingrímur J. Sigfússon forma›ur Vinstri grænna á sæti í stjórnarskrárnefnd. Hann hefur sér til halds og trausts starfshóp innan flokksins sem fjallar um endursko›un stjórnarskrárinnar. Steingrímur vill r‡mri heimildir í stjórnarskrá til a› bera mál undir fljó›aratkvæ›i og tel- ur a› n‡jar reglur megi setja án fless a› hrófla vi› rétti forseta Íslands til a› skjóta málum til fljó›arinnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.