Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir ný plata Sigur Rósar semkemur út 12. september? 2Hvað hafa margar nauðganir veriðkærðar til lögreglu það sem af er árinu? 3Hver var hagnaður Samherja á fyrstusex mánuðum ársins? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR BERLÍN, AP Horfurnar eru tvísýnar fyrir þingkosningarnar í Þýska- landi sem haldnar verða 18. sept- ember. Við höfuðstöðvar kristilegra demókrata í mið- borg Berlínar er klukka sem telur niður til kosning- anna og fyrir neðan hana stendur: „dagar til stjórnar- skipta“. Vissulega er útlitið ágætt fyrir kristilega demókrata og frjálslynda demókrata en margt getur breyst á þeim vikum sem eft- ir eru fram að kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum fá kristilegir demókrat- ar og frjálslyndir samanlagt 49 prósent atkvæða sem hugsanlega gæti dugað þeim til að ná meiri- hluta sæta í neðri deild þýska þingsins. Staða stjórnarflokkanna er öllu lakari, Sósíaldemókrataflokkur Gerhards Schröder kanslara mælist með 31 prósent og sam- starfsflokkur hans græningjar með 8 prósent. Hugsanlega gætu þessir tveir flokkar myndað meirihluta með Vinstriflokknum, sem hefur mikinn stuðning í austurhluta landsins og mælist með 7 prósent á landsvísu. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að líklegra sé, ef kristilegum demókrötum tekst ekki að mynda meirihluta með frjáls- lyndum, að sósíaldemókratar og kristilegir demókratar gangi í eina sæng í eins konar þjóðstjórn. - oá Kaupver›i› hærra en samanlög› kaupgeta stóru listasafnanna Sigurjón Sighvatsson kaupir listaverk eftir Ólaf Elíasson á um 30 milljónir króna. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur fá samtals rúmar 24 milljónir króna til listaverkakaupa á ári. MENNING Borgaryfirvöld úthlut- uðu Listasafni Reykjavíkur 13,5 milljónum króna til listaverka- kaupa fyrir árið 2005. Fjárhæðin var hækkuð fyrir nokkrum árum en var lengi 12 milljónir. Listasafn Íslands hefur úr 10,8 milljónum að spila þetta árið og koma þeir peningar úr ríkissjóði. Samanlagt hafa stóru söfnin tvö 24,3 milljónir til kaupa á listaverk- um. Við þá fjárhæð bætast 3,5 milljónir króna sem Listasafn Reykjavíkur fær vegna útilista- verka en misjafnt er milli ára hvort peningarnir eru nýttir til kaupa á nýjum verkum eða framkvæmda vegna flutnings eða uppsetningar. Söfnin tvö kaupa árlega í kringum 40 listaverk hvort, sam- tals um 80 verk. Eins og fram kom í Fréttablað- inu á fimmtudag hyggst Sigurjón Sighvatsson kaupa verk Ólafs Elí- assonar, Blinda skálann, og hefur kaupverðið verið talið um 30 milljónir króna. Þótt verðið sé mun hærra en nokkurt listasafn á Íslandi ræður við að greiða eru heimildarmenn blaðsins úr lista- lífinu sammála um að það sé fjarri því að vera of hátt. Ólafur Elías- son er í fremstu röð listamanna á sínu sviði í heiminum og verkið sem um ræðir var meðal annars sýnt á Feneyjatvíæringnum. Í því samhengi má líka benda á að verk samtímalistamanna seljast gjarn- an á mun hærra verði, jafnvel svo hlaupi á hundruðum milljóna. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, kostaði dýrasta verkið sem keypt hefur verið í hans tíð hjá safninu á milli fjórar og fimm milljónir króna. Er það eftir áðurnefndan Ólaf Elíasson. Eiríkur segir erfitt að verðmeta heildar listarverkaeign safnins en ætlar að hún nemi milljörðum króna. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, fagnar kaup- um Sigurjóns á verki Ólafs og seg- ir ánægjulegt þegar einstaklingar fjárfesti í myndlist. Hann segir þó mikilvægt að listaverk sem svo háttar til um verði áfram sýnileg en ekki lokuð inni fáum til yndis. bjorn@frettabladid.is Akureyri: Kjölur semur vi› Nor›urorku KJARASAMNINGUR Kjölur, stéttarfé- lag starfsmanna í almannaþjón- ustu, hefur samið við Samtök at- vinnulífsins vegna starfsmanna Norðurorku hf. sem er alfarið í eigu Akureyrarbæjar. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar á al- menna vinnumarkaðinum en jafn- framt er tryggt að félagsmenn Kjalar halda öllum réttindum sem þeir höfðu sem opinberir starfs- menn áður en Norðurorka var einkavædd árið 2003. - kk NEYTENDUR TAKMARKA INNFLUTNING Um- hverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvæl- um sem innihalda litarefnið súd- an en það er talið krabbameins- valdandi.Innflutningur á túrmer- ík og pálmolíu verður nú tak- markaður. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku norsku Steady bátarnir sameina kosti hefðbundinna slöngubáta og plastbáta. Verð frá 99.000 kr. Þekktustu utanborðsmótorar heims á verði á við það sem ódýrast þekkist. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Verð frá 79.000 kr. Johnson-Evinrude Steady Styrkurinn og aflið ANGELA MERKEL Leiðtogi kristilegra demókrata vill helst starfa með frjálslyndum. SÓLFARIÐ Að líkindum dýrasta listaverk landsins þótt erfitt sé að slá á verðmæti þess. Vinnsla og uppsetning kostaði tugi milljóna. LISTAMAÐURINN OG FJÁRFESTIRINN Ólafur Elíasson og Sigurjón Sighvatsson við opnun verslunar 66 norður við Bankastræti í sumar. MENNING „Til skamms tíma hef ég verið með stærri kaupend- um íslenskrar myndlistar og stuðningsmaður,“ segir Sigur- jón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi og athafnamaður. Hann stefnir nú að því að kaupa Blind Pavillion eftir Ólaf Elías- son og er það eitt dýrasta verk sem einstaklingur hér á landi hefur fjárfest í. Hann segir að ef opinber að- ili hefði keypt verk Ólafs, hefði það kostað meira en ársfram- lag hins opinbera til listaverka- kaupa. „Blind Pavillion er merkilegt verk og ég hefði talið akk í því að það væri hér í landinu og við eigum að gleðj- ast yfir því að svo getur orðið. Ef ég væri hinn almenni borg- ari myndi ég hugsanlega leggj- ast gegn því að hið opinbera myndi kaupa verkið og jafnvel telja að peningarnir ættu frek- ar að fara í menntamál.“ Hann segir að vegna smæðar þjóðfé- lagsins hafi söfn hér á landi verulega litla peninga til að kaupa listaverk. „Rekstur á söfnum er líka of dýr. Það fer allt í umgjörð. Ég veit ekki nóg um rekstur á söfnum hér á landi til að alhæfa um að þetta eigi við hér, en þetta er sú um- ræða sem á sér stað annars staðar í heiminum.“ - ss SIGURJÓN SIGHVATSSON Segir Blind Pavillion of dýrt fyrir ríki og borg að kaupa. Sigurjón Sighvatsson um kaupin á Blind Pavillion: Akkur a› hafa verki› á Íslandi fi‡sku ÞINGKOSNINGARNAR Skoðanakannanir fyrir þýsku þingkosningarnar: Sta›a stjórnarinnar lök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.