Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 4
4 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR S‡rusmygli› a›eins á færi atvinnumanna Lithái á flrítugsaldri hefur veri› ákær›ur fyrir a› reyna a› smygla tveimur flöskum fullum af brennisteinss‡ru til landsins. Brennisteinss‡ra er lykilefni í amfetamínframlei›slu og er efni› banvænt og mjög eldfimt. LÖGREGLUMÁL Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vik- unni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauð- synleg til framleiðslu á am- fetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaup- mannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með nein- um hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn, sem neitar sök, var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, telur málið benda til þess að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir fund efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleiddur hér líka. „Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri fram- leiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með.“ Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum við framleiðslu am- fetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfar- in misseri. Mikil eld- og sprengi- hætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. „Að mínu viti þarf góða kunn- áttu til að fara með slík efni og þau eru alveg stórhættuleg í höndum viðvaninga,“ segir Guð- mundur G. Haraldsson, prófess- or í efnafræði við Háskóla Ís- lands. albert@frettabladid.is Svínaveiki í Rúmeníu: Anna› tilfelli› í mánu›inum RÚMENÍA, AP Svínaveiki hefur brotist út í norð-vestur Rúmeníu og hefur þurft að slátra um 30 svínum og loka kjötmörkuðum. Þetta er í annað sinn í mánuðin- um sem svínaveiki hefur komið upp í héraðinu og þriðja sinn á árinu. Sóttkví hefur verið komið á og lagt hefur verið bann við inn- og útflutningi svína. Svínaveiki stafar af vírus sem er banvænn svínum en leggst ekki á menn. Ekki er langt síðan upp kom óþekkt veiki í svínum í Kína sem varð tugum manns að bana og hundruð smituðust. - sda Mikill erill í sjúkraflutningum: Sex fluttir í sjúkraflugi SLYS Sex beiðnir um sjúkraflug bár- ust Slökkviliði Akureyrar og Flug- félagi Íslands á föstudag. Öllum beiðnunum var sinnt að einni und- anskilinni sem varð að fresta vegna veðurs. Fyrsta flugið var farið á föstudagsmorgun og hið síð- asta að kvöldi dags. Mikið hefur verið um sjúkra- flug frá Akureyri að undanförnu en sjúkraflug á árinu eru nú orðin 207 talsins. Gott samstarf er á milli Slökkvi- liðs Akureyrar, Flugfélags Íslands og FSA, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í sjúkrafluginu. ifv LÖGREGLUFRÉTTIR ÞUNG UMFERÐ Í ÁRNESSÝSLU Lögreglan á Selfossi veitti því at- hygli í gær að umferðarþungi víða um sýsluna var talsvert yfir meðallagi. Var mikill fjöldi fólks á öllum helstu ferðamannastöð- um og fleiri en venjulega sem tóku helgarbíltúr um svæðið. BÍLVELTA Á HÁLENDINU Enginn slasaðist alvarlega þegar fimm ítalskir ferðamenn veltu bíla- leigubíl sínum á Kjalvegi snemma í gær. Bíllinn er ónýtur en orsakir slyssins sagði lögregla vera reynsluleysi í akstri á malarvegum. BJÖRGUNARSVEIT SÓTTI BÁT Björgunarsveitin í Neskaupstað sótti bát á haf út í gær og dró hann til hafnar eftir að netadræs- ur festust í skrúfu hans. Komst hann hvorki lönd né strönd en var aldrei í hættu. Öfgamaður lokar vefsíðu: Úthú›ar Blair KAÍRÓ, AP Útlægur múslími, frá Sádí- Arabíu, sem á á hættu að vera rekinn frá Bretlandi fyrir að halda úti her- skárri ís- lamskri vef- síðu hefur nú lokað vefsíð- unni. Mo- hammed al- Massari heldur því fram að hann hafi gert það af sjálfs- dáðum og bresk yfirvöld hafi ekki haft sam- band við hann. Á vefsíðunni eru myndbands- upptökur af sjálfsmorðsárásum í Ísrael og Írak, áróður gegn Vest- urlöndum og hvatningarorð til al- Kaída. Al-Massari birti dánartilkynn- ingu á vefsíðunni og sagði ástæðu lokunarinnar vera þá heftingu á tjáningarfrelsi sem hin kúgandi ríkisstjórn Tony Blair hefði staðið fyrir. Hann kallaði Blair jafn- framt lygara og vel þekktan stríðsglæpamann. ■ Ofurhugi lést við metstilraun: Komst ekki yfir 22 rútur TEHERAN, AP Íranskur ofurhugi lést þegar hann reyndi að setja heims- met í því að stökkva á mótorhjóli yfir rútur. Ætlunin var að stökkva yfir 22 rútur sem lagt hafði verið þvers- um, hlið við hlið, en mótorhjól hans lenti á þrettándu rútunni. Javad Palizbanian, sem var 44 ára, lést samstundis. Írönsk sjónvarpstöð var með beina útsendingu frá atburðinum en rauf hana um leið og slysið varð. Aðeins nokkrum mínútum áður hafði Palizbanian sagt við hundruð áhorfenda: „Ég ætla að slá heimsmetið og gera nokkuð sem landar mínir geta verið stolt- ir af.“ ■ Vinsælt og hagnýtt námskeið um öll helstu grundavallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í tölvu. • Stillingar stafrænna myndavéla • Stærðir og upplausn mynda • Myndir færðar yfir í tölvu • Skipulag myndasafns í tölvu • Heimaprentun / framköllun • Myndir skrifaðar á CD/DVD • Frágangur mynda í tölvupósti • Grundvallarlagfæringar • Vinsælt, ókeypis myndvinnslu- forrit á Netinu tekið fyrir Lengd námskeiðs: 14 stundir. Verð: kr. 15.000, (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). S T A F R Æ N A R M Y N D A V É L A R Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is VEÐRIÐ KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,13 63,43 114,02 114,58 77,71 78,15 10,416 10,476 9,793 9,851 8,329 8,377 0,5754 0,5788 92,8 93,36 GENGI GJALDMIÐLA 26.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,63 -0,34% MOHAMMED AL- MASSARI Kallar Tony Blair stríðsglæpa- mann á vefsíðu sinni. SJÚKRAFLUG Það sem af er ári hafa 207 verið fluttir á sjúkrahús með sjúkraflugi. AMFETAMÍN Brennisteinssýra er meðal annars notuð til að búa til amfetamín. Búið var að tappa sýrunni, sem reynt var að smygla hingað til lands, á tvær áfengisflöskur. Önnur þeirra var Ballantines vískíflaska. HVAÐ ER AMFETAMÍN? Örvandi ljóst efni sem gjarnan er sogað upp í nefið í fyrstu og hefur áhrif á miðtaugakerfið. Öll hugsun og líkams- starfsemi verða fyrir örvunaráhrifum og öfgar koma fram í hegðun og fram- komu. Neytandinn verður ör, skapbráð- ur, missir matarlyst og sefur lítið sem ekkert undir áhrifum. Amfetamín er dýrt efni á markaðnum og er algengt að afbrot til að kosta mikla neyslu fylgi í kjölfarið. BANDARÍKIN „Viðleitni okkar í Írak og í Miðausturlöndum þarfnast meiri tíma, frekari fórna og áframhaldandi ein- beitni,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, í viku- legu útvarpserindi sínu. Nærri 1.900 bandarískir her- menn hafa fallið í Írak og eykst þrýstingurinn á Bush að binda enda á veru bandaríska herliðs- ins í Írak svo hermennirnir geti snúið aftur til Bandaríkjanna. Írakar hafa átt í erfiðum og tímafrekum umræðum um eðli og innihald stjórnarskrár fyrir landið en Bandaríkjamenn álíta stjórnarskrána vera mikilvægt skref í áttina að því að tryggja frið og jafnvægi í landinu. Bush sagði að Bandaríkin myndu halda áfram að styðja við bakið á Írökum meðan á þessu erfiða ferli stæði. Ummæli Bush koma í kjölfar- ið á niðurstöðum nýlegra skoð- anakannana þar sem kemur fram að meira en 50 prósent Bandaríkjamanna telja stríðið í Írak ganga illa og að meirihluti þeirra vill að bandarískir her- menn í landinu verði kallaðir heim. ■ GEORGE W. BUSH Forseti Bandaríkjanna hélt ræðu í Idaho á miðvikudag þar sem hann sagði meðal annars að svo lengi sem hann væri forseti myndi bandaríska herliðið vera áfram í Írak. Meirihluti Bandaríkjamanna vill bandaríska herliðið heim frá Írak: Bandaríkjamenn færi frekari fórnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.