Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 56
Hans Markús Hafsteinsson,sem síðan 1997 hefur veriðsóknarprestur í Garða- sókn, segir tímabært að hann tjái sig um þær alvarlegu ávirðingar sem á hann hafi verið bornar um samstarfsörðugleika og persónu- leikabrest. „Ég vildi ekki tjá mig á meðan málið var í vinnslu, en nú er væntanlega kominn tími á að fólk heyri rödd mína,“ segir hann, en kirkjumálaráðherra staðfesti nýverið ákvarðanir úrskurðar- og áfrýjunarnefnda þjóðkirkjunnar um að Hans Markús skyldi fluttur til í starfi. Hann segir síðustu misseri hafa verið óskaplega erf- ið. „Ég og eiginkona mín hefðum ekki lifað þetta af, nema fyrir þann mikla kærleika og um- hyggju sem við höfum fundið frá þessum stóra hópi sóknarbarna. Á þann velvilja og elskusemi legg ég í raun allt mitt traust.“ Vonbrigði með gang mála Rót vandans, sem fram braust með umkvörtunum djákna Garða- sóknar á sóknarnefndarfundi í ársbyrjun 2004, rekur Hans Markús til vonbrigða djáknans og hluta sóknarnefndar með að ann- ar prestur en hann skyldi ekki hreppa brauðið þegar hann tók við því. Óánægju þeirra segir hann hafa kraumað árum saman og tel- ur fólkið hafa beðið eftir að hon- um yrði á í starfi. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því ver- ið blásin upp mál í umkvörtun djáknans. Frá þeim tíma segir hann málið hafa undið upp á sig með ótrúlegum hætti. „Ég veit manna best að ég er ekki þetta fullkomna eintak sem aldrei gerir mistök, því það gera allir, en mér varð bara ekkert á sem þau gátu notað sér. Hlutirnir gengu vel og í kirkjunni var unnið öflugt og gott starf, en strax í upphafi var þetta allt sett upp með svo hryllilega neikvæðum hætti að ég get ekki annað en lýst vonbrigðum mínum með allan gang málsins. Ég hefði aldrei trúað því að hægt væri að taka manneskju svona af lífi án dóms og laga, og það innan vé- banda kirkjunnar.“ Hans Markús segir fjölda fólks í sókninni hafa lýst yfir ein- dregnum stuðningi við hann og hans störf. „Ég get ekki annað sagt en að hér vil ég starfa og hér veit ég að söfnuðurinn vill hafa mig. Þó að tveir til þrír aðilar hafi farið af stað með þessa að- för, einelti og brot á mannréttind- um mínum, þá er minn vilji ein- lægur um að þjóna hér embætti mínu áfram,“ segir Hans Markús og á bágt með að leyna vonbrigð- um sínum með getuleysi kirkj- unnar til að taka á málum. „Fram kom í útvarpsviðtali við vígslu- biskup að sáttaferlið sem kirkjan hefur upp á að bjóða hafi engan veginn gengið upp. Það er alveg ljóst, en hvað það varðar vil ég ekki deila frekar á neinn. Auðvit- að er þetta samt mjög sorglegt, því í öllu mannlegu samfélagi getur komið upp ágreiningur og getur varla talist ásættanlegt að eina lausnin sé að reka mann- eskjur.“ Hans Markús segir ít- rekað hafa verið slegið á útrétta sáttahönd sína og ljóst orðið að aldrei hafi verið til staðar sátta- vilji hjá djáknanum, eða öðrum gagnaðilum málsins, meðpresti, formanni og varaformanni sókn- arnefndarinnar. „Meira að segja er upphafssetningin í bréfi mínu til úrskurðarnefndar á þá leið að ég óska eftir að leitað sé sátta með okkur. Það hefur aldrei stað- ið á mér að ná fram sáttum.“ Þá segist hann einn hafa svarað ját- andi lokaspurningu áfrýjunar- nefndar um möguleika til sátta. „Ég sagðist geta unnið með þessu fólki öllu saman.“ Er ekki óargadýr Hans Markús segir alvarlega annmarka hafa verið á allri sátta- umleitan og stöðugt hafi hann mátt sæta því að þurfa að svara ásökunum, líkt og engum hafi dottið í hug að rót vandans kynni að vera annars staðar. Hann átel- ur sérstaklega þátt vinnustaða- sálfræðings sem kallaður var að málinu í fyrra vor. „Eftir að hafa bara rætt við mig tvisvar lýsti hann því yfir að ég væri alvar- lega veikur og ókleift að eiga við mig mannleg samskipti, en lét hjá líða að fara yfir erindisbréf okkar og vinna að úrlausn mála.“ Í framhaldinu segir Hans Markús að litið hafi verið framhjá vitnis- burði honum í hag, en einblínt á þessa neikvæðu umsögn, en sál- fræðingurinn hafi síðar fengið ákúrur Landlæknis fyrir óvönduð vinnubrögð í málinu. „Eftir sam- tal við forsvarsmenn Persónu- verndar er mér ljóst að brotið hefur verið mjög alvarlega á mér, einkum og sér í lagi hvað varðar starf sálfræðingsins og mjög al- varlegt trúnaðarbrot hans, auk tilvitnana í ummæli hans í blaða- greinum. Landlæknir veitti hon- um að vísu ekki formlega áminn- ingu, en átaldi hann mjög fyrir þagnarskyldubrot og fyrir að vísa mér ekki til annarra aðila ef ég væri svona illa staddur.“ Til við- bótar segir Hans Markús rétt- arsálfræðingana virtu, Gísla Guð- jónsson og Jón Friðrik Sigurðs- son, sem fengnir voru til að fara yfir störf þessa sálfræðings hafa komist að raun um að hann hafi trúlega brotið allar siðareglur sálfræðinga og að skýrsla hans væri ómarktækt plagg. „Líkt og trúlegt sé að ég geti átt góð sam- skipti við sóknarbörn og sinnt mínum störfum af kostgæfni, en breytist svo í eitthvert óargadýr þegar ég er búinn að loka að mér með samstarfsfólki mínu,“ segir hann hneykslaður. Dráttur á bréfi Hans Markús segist vera að leggja lokahönd á formlegt erindi til Persónuverndar, en að auki var strax kærður úrskurður áfrýjun- arnefndar þjóðkirkjunnar sem féll fyrr í sumar, en í honum er kveðið á um tilflutning Hans Markúsar í starfi. „Biskupi, fyrir hönd þjóðkirkjunnar og þessum fjórum gagnaðilum, formanni og varaformanni sóknarnefndarinn- ar, presti og djákna, er stefnt til héraðsdóms til ógildingar á ákvörðun um tilfærslu mína,“ segir hann og er ósáttur við af- greiðslu ráðuneytisins á málinu í framhaldinu. „Staðreyndin er sú, þegar málið var komið til ráð- herra, að ég heyrði bara í fréttum um frest sem ég hefði til að gera upp hug minn um tilflutning í starfi. Um það fékk ég hvorki bréf frá ráðherra né biskupi.“ Sam- kvæmt fyrstu fréttum átti fyrsti 24 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Mannréttindi brotin í Garðasókn Frá byrjun árs 2004 hafa illindi sett mark sitt á Gar›asókn í Gar›abæ, en í fleim eru nú nokkur fláttaskil flar sem ö›rum sóknarpresti kirkjunnar til átta ára hefur veri› viki› frá störfum. Séra Hans Markús Hafsteinsson fór yfir máli› me› bla›amanni og l‡sir flví hvernig á hann hefur veri› rá›ist. Hann segir broti› á mannréttindum sínum og hefur leita› til bæ›i Persónuverndar og dómstóla. Dansleikfimi í Hreyfigreiningu, Höfðabakka 9 virka daga kl. 16.20, 17.20 og 18.20 Frjáls aðgangur að fullkomnum tækjasal innifalinn Vatnsleikfimi í sundlaug Hrafnistu, Reykjavík miðvikudaga og föstudaga kl. 16.20 og 17.10 Hentar vel viðkvæmum hnjám og mjöðmum Betri líðan í hálsi, herðum og baki með dansi eða í vatni Ráðist er að rótum vandans undir leiðsögn sjúkraþjálfara Harpa Helgadóttir Thelma D. Ragnarsdóttir Kolbrún V.Jónsdóttir Ólöf I. Óladóttir Hildur G. Ásgeirsdóttir sjúkraþjálfari BSc, MTc, sjúkraþjálfari BSc sjúkraþjálfari BSc, sjúkraþjálfari BSc 4. árs nemi í sjúkraþjálfun MHSc. Sérhæfing í meðferð og danskennari á hrygg og útlimaliðum Frekari upplýsingar og skráning í síma: 897-2896 www.bakleikfimi.is • harpahe@hi.is SÓKNARPRESTURINN Hans Markús segir ekkert nema gott um það að segja að fólkhafi skoðanir á mönnum og málefnum, hvort sem þær séu réttar eða rangar. Hann segir hins vegar andvaraleysi verst, því í skjóli þess geti óréttlæti dafnað. „Og það er ekki verj- andi,“ segir hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.