Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 58
Chelsea áfram eitt á toppnum 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Meistararnir höf›u heilladísirnar á sínu bandi flegar fleir lög›u granna sína í Tottenham Hotspur 2-0 í gær, eftir a› hafa veri› manni fleiri bró›urpart leiksins FÓTBOLTI „Þetta var afar mikilvæg- ur sigur fyrir okkur og mér fannst liðið leika vel. Margir segja að þeg- ar lið spilar manni fleiri, eigi það að vinna auðveldan sigur, en það er ekki rétt, þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Jose Mo- urinho, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir að hans menn höfðu lagt granna sína í Tottenham nokkuð örugglega í gær. Tottenham hefur ekki borið sig- urorð af Chelsea í deildinni í heil átján ár og þrátt fyrir bjartsýni heimamanna fyrir leikinn í gær, varð engin breyting þar á. Chelsea situr sem fastast á toppi deildar- innar með fullt hús stiga og hefur enn ekki fengið á sig mark. Það var Asier del Horno sem skoraði fyrra mark Chelsea með skalla, skömmu fyrir leikhlé, en nokkru áður hafði hann fiskað framherjann Mido af velli með rautt spjald, eftir að dómara þótti hann gefa del Horno utanundir þegar þeir stukku upp í skallaein- vígi. Michael Essien var í tvígang heppinn að vera ekki vísað af velli, en dómarinn sá ekki ástæðu til að gefa honum rautt spjald og heima- menn hugsa honum þegjandi þörf- ina eftir leikinn. Það var svo Damien Duff sem skoraði síðara mark Chelsea í síð- ari hálfleiknum og var nokkur heppnistimpill yfir marki hans. Sigur Chelsea var aldrei í hættu í leiknum, en verður þó seint talinn mjög glæsilegur. „Þeir pressuðu okkur mjög stíft í þessum leik og voru betri en við á löngum kafla, en mér fannst sigur- inn þó verðskuldaður og nokkuð öruggur. Við skoruðum mark úr skyndisókn og hefðum í raun átt að skora fleiri, en Crespo náði ekki að nýta færin sín,“ sagði Jose Mourin- ho eftir leikinn. „Það var aldrei ætlunin hjá Mido að meiða neinn og ég held að margir aðrir dómarar hefðu látið nægja að gefa honum gult spjald,“ sagði Martin Jol, stjóri Tottenham. „Strákarnir lögðu sig alla fram í leiknum, en það er erfitt að leika einum færri. Við vorum að undir- búa að skipta um leikaðferð þegar við fengum svo á okkur seinna markið og þá var útlitið orðið dökkt.“ Manchester City situr í öðru sæti deildarinnar eftir góðan 2-1 útisigur á Portsmouth, þar sem þeir Claudio Reyna og Andy Cole skorðu mörk City, sem hefur byrj- að leiktíðina vel og greinilegt að Stuart Pearce er að gera mjög góða hluti með liðið. Stuart Pearce er ánægður með Cole sem hefur tryggt City tvo sigra í fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. „Ég hef spilað gegn honum, horft á hann margoft spila en það var ekki fyrr en ég fór að vinna með honum á æfingasvæðinu að ég áttaði mig á hversu góður og klár knattspyrnumaður hann er,“ sagði Pearce um Cole eftir leikinn en Cole skoraði einnig sigurmark Man. City um síðustu helgi, þá í 2-1 sigri gegn Sunderland. Milan Baros stimplaði sig ræki- lega inn í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa, þegar hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á á Black- burn á Villa Park. Bolton lyfti sér upp fyrir West Ham í töflunni með því að sigra 2-1 í leik liðanna í gær, en Everton þurfti að sætta sig við nokkuð óvænt 1-0 tap fyrir Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham. baldur@frettabladid.is Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 7. September nk. 10.S ptember nk. > Við bíðum spenntir ... eftir því að sjá hvað íslensku landsliðsmennirnar í körfubolta gera á móti hinum 226 sm háa Yao Ming og félögum hans í kínverska landsliðinu en þjóðirnar mætast í æfingaleik klukkan 12.00 að hádegi í dag. Þetta er fyrri leikur þjóðanna og fer hann fram í Kína.Heyrst hefur ... ... að gott gengi Notts County sé farið að vekja mikla athygli í Englandi en lið Guðjóns Þórðarsonar er í efsta sæti 2. deildarinnar eftir leiki gærdagsins. Guðjón er því heldur betur að koma sér á blað í stjóraheimi enska boltans. Undir stjórn hans hefur liðið náð í ellefu stig út úr fimm leikjum. 60 SEKÚNDUR Guðjón Valur er.... Karlmaður. Grótta eða KA? Bæði. Sannir karlmenn... prjóna sokka. Skytta, hornamaður eða miðjumað- ur? Hornamaður. Akureyri er... klassastaður. Viggó Sigurðsson er... góður þjálfari sem röflar mikið í dómurum. Hljómsveit? Metallica í Reykjavík. Þjóðverjar eru.... flestir fínir. Íslenskur handbolti þarf... fleira fólk og meiri pening. Geturðu troðið á körfu? Auðvitað. Ef þú værir annað en handbolta- maður... væri ég heimavinnandi hús- móðir. Erfiðasti andstæðingur? Konan þeg- ar ég er latur. Auðveldasti andstæðingur? Má ekki segja. Næsti fyrirliði Íslands verður... ekki hugmynd. Spyrjið Viggó. MEÐ GUÐJÓNI VAL SIGURÐSSYNI sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin: WBA–BIRMINGHAM 2–3 0–1 Emile Heskey (10.), 1–1 Geoff Horsfield (12.), 1–2 Jiri Jarosik (26.), 1–3 Emile Heskey (33.), 2–3 Geoff Horsfield (64.). ASTON VILLA–BLACKBURN 1–0 1–0 Milan Baros (11.). FULHAM–EVERTON 1–0 1–0 Brian McBride (57.). Heiðar Helgu- son sat allan tímann á bekknum. MAN. CITY–PORTSMOUTH 2–1 0–1 John Viafara (52.), 1–1 Claudio Reyna (66.), 2–1 Andy Cole (69.) TOTTENHAM–CHELSEA 0–2 0–1 Asier Del Horno (39.), 0–2 Damien Duff (71.). Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum. WEST HAM–BOLTON 1–2 0–1 Kevin Nolan (59.), 0–2 Ivan Campo (85.), 1–2 Teddy Sheringham, víti (90.) WIGAN–SUNDERLAND 1–0 1–0 Jason Roberts, víti (2.) STAÐA EFSTU LIÐA: CHELSEA 4 4 0 0 8–0 12 MAN. CITY 4 3 1 0 6–3 10 BOLTON 4 2 1 1 6–4 7 TOTTENH. 4 2 1 1 4–2 7 ARSENAL 3 2 0 1 6–2 6 CHARLTON 2 2 0 0 4–1 6 MAN. UTD 2 2 0 0 3–0 6 A. VILLA 4 1 2 1 4–4 5 Enska 1.deildin: BURNLEY–DERBY 2–1 CARDIFF–WOLVES 2–2 CRYSTAL PALACE–STOKE 2–0 Þórður Guðjónson var ekki í hópi Stoke. LEICESTER–LUTON 0–2 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester og fékk gult spjald á 87. mínútu. MILLWALL–IPSWICH 1–2 NORWICH–LEEDS 0–1 Gylfi Einarsson lék allan leikinn með Leeds. PLYMOUTH–HULL 0–1 Bjarna Guðjónssyni hjá Plymouth var skipt útaf á 63,. mínútu. PRESTON–BRIGHTON 0–0 SHEFF. UTD–COVENTRY 2–1 SOUTHAMPTON–CREWE 2–0 WATFORD–READING 0–0 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum. STAÐA EFSTU LIÐA: SHEFF. UTD 5 4 0 1 11–6 12 READING 5 3 1 1 11–2 10 LUTON 5 3 1 1 8–5 10 LEEDS 5 3 1 1 6–3 10 SOU´TON. 5 3 1 1 6–3 10 HEITT Í KOLUNUM Framherjinn Mido var ekki sáttur við að vera rekinn af velli gegn Chelsea í gær, en leiknum lauk með sigri Chelsea. Hér til hægri fagnar Andy Cole sigurmarki sínu fyrir Manchester City en hann tryggði sínu liði þrjú stig annan laugardaginn í röð. GETTYIMAGES 26 > Við erum ánægðir með ... ... meistaraflokksleikmenn FH sem fjöl- menntu á úrslitaleik fimmta flokks karla í gær þar sem strákarnir í FH tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Leikmenn FH eru sannar fyrirmyndir fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins auk þess sem þeir sýna enn og aftur í verki þá miklu samkend sem ríkir nú innan FH. Piltalandsliðið á HM 21 árs í Ungverjalandi: HANDBOLTI Ísland lagði Ísr- ael að velli í leiknum um níunda sætið á heims- meistaramóti piltalands- liða í handknattleik í Ung- verjalandi í gær, 35-32. Ásgeir Örn Hallgríms- son, sem hefur verið besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu, var markahæst- ur í íslenska liðinu með ell- efu mörk en Ernir Arnar- son og Andri Stefan komu næstir með sex mörk. Björgvin Gústavsson varði ellefu skot í marki Íslands og Davíð Svansson fimm. Íslenska liðið endar því í ní- unda sæti á mótinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson var þokkalega ánægður með sigurinn á Ísrael en hundsvekktur með árangurinn á mótinu. „Það er ekkert laun- ungarmál að við ætluð- um okkur að komast í undanúrslitin á mótinu. Níunda sæti er ekki ásættanlegt. Vörnin var slök allt mótið og markvarslan helst alltaf saman við hana. Mér fannst hún reynd- ar stundum góð miðað hversu vörnin var slök. Stundum gengur vel og stundum illa í íþróttum og við leikmenn þurfum að læra af þessu móti. Við spiluðum flestir undir getu og það gengur nátt- úrulega ekki þegar keppt er á heimsmeistaramóti.“ -mh ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Íslenska li›i› í 9. sætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.