Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 61

Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 61
PATRICK VIEIRA Patrick Vieira er hér í harðri baráttu við Dejan Stankovic, leikmann Inter. Vieira á eflaust eftir að láta finna vel fyrir sér á Ítalíu líkt og hann gerði svo oft með Arsenal. SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 29 Framherjinn Luca Toni, sem leikur með Fiorentina, hefur verið einn hættulegasti fram- herji ítölsku deild- arinnar undanfarin ár. Hann er stór, 193 sentímetrar, og sterkur og því illvið- ráðanlegur í teign- um. Hann er 28 ára gamall og hefur verið í leikmannahópi ítalska lands- liðsins síðan á heimsmeistaramótinu 2002 í Japan og Suður-Kóreu. LUCA TONI (FIORENTINA) VALERI BOJINOV(FIORENTINA) Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er öllum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur. Figo er kannski frægastur fyrir að hafa yfirgefið Barcelona og gengið til liðs Real Madrid, og ollu þau félagsskipti miklu fjaðrafoki á Spáni. Figo er staðráðinn í því að sýna sitt rétta andlit á Ítalíu en hann náði sér ekki al- mennilega á strik á síðustu leiktíð hjá Real Madrid og var seinnihluta tímabils- ins á varamannabekknum. LUIS FIGO (INTER MILAN) Einn af athyglis- verðustu leikmönn- um síðustu leiktíð- ar á Ítalíu var sókn- armaðurinn skæði hjá Sampdoria, Francesco Flachi. Flachi sem bæði getur leikið sem miðjumaður og sóknarmaður, er skapandi leikmað- ur sem glæðir leik Sampdorialiðsins miklu lífi. Flachi er orðinn þrítugur og því verður spennandi að sjá hvernig hann bregst við aukinni ábyrgð og álagi á komandi tímabili, eftir síðustu leiktíð sem var frábær. FRANCESCO FLACHI (SAMPDORIA) Corradi kom til Parma í sumar frá Valencia, en hann náði sér ekki á strik með Valencia á síðustu leiktíð. Corradi er sóknarmiðjumaður sem einnig getur leikið framarlega á miðjunni. Mikið mun mæða á honum í sumar í sókn- inni hjá Parma og er honum ætlað að fylla skarðið sem Al- berto Gilardino skildi eftir sig, en hann fór til AC Milan í sumar. BERNANDO CORRADI (PARMA) FÓTBOLTI Það má búast við því að Juventus, AC Milan og Inter Milan verði aftur í fremstu röð, en öll þessi félög hafa styrkt leikmanna- hópa sína mikið. Fyrirliði Arsenal Patrick Vieira verður í eldlínunni með Juventus en hann gekk í raðir liðsins í sumar. Hann mun styrkja miðjuspilið mikið enda frábær leikmaður þar á ferð. Að sama skapi verður for- vitnilegt að fylgjast með því hvernig framlínumenn AC Milan munu ná saman. Andriy Shevchenko, Christian Vieri, Fillipo Inzaghi og ungstirnið Al- berto Gillardino munu berjast um sæti í liðinu, og eru fá lið í deildinni sem hafa jafn marga heimsklassa framherja í leik- mannahópi sínum. Erkióvinur AC Milan Inter hefur sjaldan verið með sterkari leikmannahóp, en Santiago Sol- ari, Luis Figo og Walter Samuel gengu allir til liðs við félagið í sumar. Þá hefur Juan Sebastian Verón, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Chelsea, verið í sínu besta formi í sumar og er staðráðinn í því að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu sem fram undan er. „Ég hef endur- heimt sjálfstraustið aftur hjá Int- er og ég ætla mér að sýna stuðn- ingsmönnum félagsins hvers ég er megnugur.“ Ekki bara sterkar varnir á Ítalíu Það hefur löngum verið sagt að það sé spilaður alltof stífur varnar- leikur á Ítalíu. En bestu sóknar- menn heims hafa þó oftar en ekki leikið í ítölsku deildinni og er því ætíð um mikla baráttu að ræða á milli sterkra varnar- og sóknar- manna. Carlo Ancelotti, knatt- spyrnustjóri AC Milan, vonast til þess að geta sýnt áhorfendum góða knattspyrnu á komandi leiktíð. „Helsti vandi okkar á síðustu leik- tíð var sá að varnarleikurinn var ekki nægilega stöðugur. Stundum var hann góður og svo komu leikir þar sem hann var alls ekki nægi- lega góður. Þrátt fyrir að margir telji öll ítölsk lið vera of varnar- sinnuð þá er ég alls ekki sammála því. Hér á Ítalíu hafa alltaf verið heimsklassa sóknarmenn og oftar en ekki reyna öll lið að sækja til sigurs. AC Milan er sóknarlið og hefur alltaf verið það.“ Miklar kröfur gerðar til Juventus Mikil pressa er leikmönnum Juventus að verja deildarmeist- aratitil sinn frá síðustu leiktíð, en þá tókst liðinu að komast á toppinn undir lok leiktíðarinnar. Fabio Capello, knattspyrnustjóri Juvent- us, vonast til þess að tilkoma Frakkans Patrick Vieira til félags- ins færi liðinu nauðsynlega breidd til þess að geta verið í baráttunni um sigur í öllum keppnum sem lið- ið keppir í. „Ég er viss um að Vieira á eftir að vinna titla með Juventus og hann á eftir vera lykilmaður hjá okkur. Það er markmið okkar að komast lengra í Meistaradeild Evr- ópu á komandi leiktíð en á þeirri síðustu og vonandi tekst okkur að vinna hana. Leikmannahópurinn er orðinn virkilega góður og það er mikið af leikmönnum í honum sem vita hvað þarf til þess að vinna titla.“ magnush@frettabladid.is Sumarið sem nú er að renna sitt skeið verður að teljastþað erfiðasta í sögunni fyrir knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu. Íhverri viku júlímánaðar var einu liði vísað úr Serie A þótt sum þeirra fengju að skríða uppí þá miklu sæng á nýjan leik í ágúst. Ekki varð endanlega ljóst fyrr en langt var liðið á mán- uðinn hvaða lið nákvæmlega myndu vera í deildinni og leikja- skráin var ekki tilbúin fyrr en í síðustu viku. Það er orðið árlegt brauð að lið séu dæmd niður um eina deild eða tvær. Varpar þetta miklum og dimmum skugga yfir ítalska knattspyrnu og mun hún ekki endurheimta fyrri virðingu sína nema að takist að koma í veg fyrir slíkar uppákomur í framtíðinni. Mikið áfall fyrir Genúa Það er mikil eftirsjá af þeim liðum sem dæmd voru niður, Tórínó og Genúa. Bæði eru í hópi sigursælustu og best studdu liða landsins í gegnum tíðina, stórveldi sem mega muna sinn fífil fegurri en sáu bjartari tíð handan við hornið. Tórínó var dæmd niður fyrir fjármálaóreiðu, rétt eins og Fior- entina um árið, en þó ekki lengra en í Serie B. Mál Genúa var sýnu alvarlegra en liðið var dæmt niður í Serie C fyrir að múta forsvarsmönnum Venezia í lokaleik síðustu leiktíðar. Er það mál í senn sorglegt og hlægilegt því lögreglan var að rannsaka allt annað mál sem snerist að Feneyingum og vafasömum viðskiptum stjórnarmanna liðsins. Voru símar þeirra hleraðir og heyrðust vægast samt vafasöm símtöl við stjórnarmenn Genúa um samkomulag um að tryggja Genúamönn- um sigur í leiknum mikilvæga. Ég á marga vini sem eru stuðnings- menn Genúa og eru þeir með böggum hildar eftir þetta áfall, enda liðið búið að dvelja 10 ár í annarri deild og mikil eftirvænt- ing ríkjandi fyrir komandi leiktíð. Þeir eru flestir sammála um sekt sinnna manna en þykir refs- ingin ansi hörð. Málið er reyndar enn rekið fyrir almennum dómstólum og ef niðurstaða þar gengur þvert á úrskurð knattspyrnuyfirvalda mun það setja alla leiktíðina í uppnám. Fiorentina og Parma gætu komið á óvart Þessar snautlegu uppákomur hafa varpað skugga á þá stað- reynd að flest betri lið deildarinnar mæta sterkari til leiks í haust en í fyrra. Telja margir að deildin verði sterkari í ár en hún hefur verið um langt skeið. Meistarar Juventus hafa kíttað í einu götin sem glitti í þar á bæ með komu Patrick Viera og Robert Kovac. Áherslan hjá „gömlu frúnni“ sögð á Meistara- deildina þennan veturinn og kann það að opna leiðina fyrir Mílanóliðin tvö að meistaratigninni heimafyrir. Aðdáendur Inter eru með hraðastan hjartsláttinn enda langþjakaðir af eins og hálfs áratugar eyðimerkur- göngu. Þjálfarinn Roberto Mancini þykir hafa unnið afar gott starf og nýju leikmennirnir ekkert slor; Figo, Samuel og Solari auk Pizarro sem kom frá Udinese. AC Milan hafði alla burði til að gera betur í fyrra og mætir með svaðalega sóknarlínu til leiks. En aumingjaskapurinn gegn Liverpool kann að sitja í mannskapn- um og það virðist vanta drápseðli í liðið til að klára verkefnin. Af öðrum liðum verður mest spennandi að fylgjast með Fiorentina sem gæti orðið spútniklið vetrarins og Parma en þar verður engin lognmolla í kringum nýja eigandann, Lor- enzo Sanz fyrrum forseta Real Madrid. Sumar skandala a› baki EINAR LOGI VIGNISSON: SERIA A SPÁ FRÉTTABLAÐSINS FYRIR SERIE A: TOPPBARÁTTAN Juventus AC Milan Inter BARÁTTAN UM MEISTARADEILDARSÆTI Fiorentina Sampdoria Udinese Roma MIÐJUMOÐIÐ Parma Palermo Livorno Lazio Lecce Chievo Messina Cagliari BOTNBARÁTTAN Reggina Empoli Ascoli Siena Treviso FÓTBOLTI Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko segist ekki leggja áherslu á að skora mörkin fyrir AC Milan, heldur frekar að vinna leikinn. „Það skiptir mig ekki öllu máli hver skorar mörkin. Aðalmarkmið liðs á að vera að vinna leikinn og það er ekkert aðalat- riði hver skorar mörkin. Ég er alltaf ánægður ef liðið vinnur og ég sætti mig alveg við að skora ekki.“ Shevchenko hefur skorað meira en tuttugu mörk á leik- tíð á öllum fimm leiktíðunum sem hann hefur leikið fyr- ir AC Milan. Sú staðreynd gerir hann að einum mesta markaskorara Evrópu. Shevchenko er fyrirliði landsliðs Úkraínu og er án efa besti leikmaður liðs- ins. „Þetta tímabil sem nú er að hefjast er mikil- vægt fyrir mig. Ég verð að standa mig vel með AC Milan svo ég geti verið í toppformi með Úkraínu í heimsmeistarakeppninni, því þangað ætla ég mér að komast.“ - mh Andriy Shevchenko segir ekki mikilvægast að skora mörkin: Skiptir mestu a› vinna leikina Í SPILIN FYRIR BOLTANN Í VETUR eins og trúabrög› góðir fótboltamenn og segir Pét- ur marga þeirra sem aldrei eru í sviðljósinu vera frábæra leik- menn. „Þegar ég var að leika á Spáni þá voru margir virkilega góðir knattspyrnumenn að spila sem voru ekkert sérstaklega frægir. Þess vegna finnst mér svo athyglisvert að fylgjast með spænska boltanum, þar sem þeir sem stundum eru kallaðir miðl- ungsleikmenn eru það bara alls ekki. Nánast allir knattspyrnu- mennirnir í efstu deild á Spáni eru góðir og þess vegna er gaman að fylgjast með flestum leikjun- um í deildinni.“ Knattspyrnan á Ítalía er stundum sögð of varnarsinnuð, en þrátt fyrir það leika margir af bestu sóknarmönnum heims á Ítalíu. „Ég er auðvitað alltaf hrifnari af sóknarbolta en oft á tíðum getur verið skemmtilegt að fylgjast með liðum eins og AC Milan og Juventus. En ef maður ber þau saman við stærstu félög- in á Spáni, Barcelona og Real Ma- drid, þá er ég hrifnari af þessum frjálsa og skemmtilega sóknar- AC Milan, Inter og Juventus eru líklegust til fless a› berjast um sigurinn í efstu deild á Ítalíu á komandi leiktí› en öll flessi félög hafa bætt vi› sig sterkum leikmönnum sem munu eflaust eiga eftir a› setja mark sitt á keppnistímabili›. Barátta á milli risanna þriggja FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Á ÍTALÍU Í VETUR: Búlgarska ungstirnið Valeri Bojinov, sem er aðeins nítján ára gamall, sló í gegn á síðustu leiktíð og fór hann í kjölfarið frá Lecce til Fiorentina. Hjá Lecce blómstraði hann og var um Boj- inov rætt sem einn allra efnilegasta leikmanninn á Ítalíu. Bojinov náði sér ekki nógu vel á strik hjá Fiorentina seinnipart tímabilsins en reikna má með því að hann verði hættulegur í framlínu liðsins á komandi leiktíð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.