Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005
með að fá starf.“
Framundan eru mörg verkefni
og Halldór hlakkar til að takast á
við verkefni næstu ára sem for-
sætisráðherra og bjart er
framundan í íslensku þjóðfélagi.
Af því sem hæst er framundan
nefnir Halldór andvirði Símans.
„Það er margt framundan og af
mörgu að taka. Við verðum til
dæmis að ákveða hvernig á að
ráðstafa söluhagnaðinum af Sím-
anum. Við höfum sagt að það
verði gert með hagsmuni samfé-
lagsins í huga. Stórum hluta verði
varið til þess að greiða niður
skuldir og það er alveg einstakt
hvað okkur hefur tekist að laga
stöðu ríkisins. Það er ekki nema
áratugur síðan að vaxtagjöld rík-
isins voru jöfn því sem við vorum
að eyða til allra menntamála í
landinu. Þetta er auðvitað allt
öðruvísi í dag. Við getum því leyft
okkur á næstu árum að nota þenn-
an ágóða af Símanum til verkefna
sem við hefðum annars ekki farið
í. Þetta á almenningur eftir að sjá.
Við erum ekki tilbúin með það mál
en við verðum tilbúin með það
þegar þing kemur saman.“
Formaður Samfylkingar skapaði
los milli R-listaflokkanna
Halldór syrgir ekki
Reykjavíkurlistann en segir
Framsóknarflokkinn hafa reynt
að bjarga samstarfinu. Hverjar
telur hann ástæðurnar fyrir
endalokum framboðslistans?
„Þær eru margar. Það er ljóst að
Vinstri grænir voru mjög
ákveðnir í því að róa á eigin mið.
Það voru mikil vatnaskil í sögu
Reykjavíkurlistans þegar sá aðili
sem hafði leitt hann alla tíð gekk
opinberlega til samstarfs við
Samfylkinguna og er nú formaður
hennar. Það hlaut að hafa einhver
áhrif og það skapaði los á milli
flokkanna. Síðan er það nú þannig
að í öllum flokkum er vilji til þess
að bjóða fram í eigin nafni og mér
sýnist að hann sé að verða ofan á.
Ég er bjartsýnn á framboð
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Við eigum góða möguleika því
okkar fólk hefur unnið mjög gott
starf innan Reykjavíkurlistans og
ég spái því að Framsókn-
arflokkurinn eigi eftir að koma
betur út úr skoðanakönnunum á
næstunni þannig að ég kvíði engu
um kosningarnar. Það hefur oft
verið spáð illa fyrir okkur og ég
man sérstaklega eftir því í
aðdraganda síðustu kosninga. Þá
voru raddir uppi um það að
Framsóknarflokkurinn væri
næstum búinn að vera. Það varð
svo auðvitað langt frá því og er.“
Baugur dæmdur fyrir dómstólum
en ekki í fjölmiðlum
Baugsmálið var þingfest í
síðustu viku, hvernig blasir það
við Halldóri?
„Mér finnst alltaf slæmt þegar
stór fyrirtæki og athafnamenn í
íslensku viðskiptalífi eru ákærðir
fyrir lögbrot. Það er alvarlegt
mál. Það er hins vegar þannig að
niðurstaða í slíku máli verður að
fást fyrir dómstólum. Hún fæst
ekki í fjölmiðlum eða almennri
umræðu og það hefur allt of oft
komið fyrir að menn hafa nánast
verið dæmdir sekir eða saklausir í
fjölmiðlum landsins. Það geri ég
ekki og tek ekki þátt í því.
Ég tel að allir aðilar verði að
hafa þolinmæði til þess að málið
fái eðlilega umfjöllun og mér
hefur fundist menn fara allt of
geyst í fjölmiðlum í þessu máli.
Ég vænti þess að það fáist
niðurstaða sem fyrst í málinu því
það er mikilvægt fyrir alla aðila.“
Málinu hefur af sumum verið
stillt upp sem baráttu milli
pólitískra afla í landinu en
Halldór gefur lítið fyrir slíkar
kenningar.
„Ég tel það fráleitt að stilla
þessu máli svona upp. Ríkisstjórn
hefur ekki afskipti af lögreglunni
og hvað þá dómstólum. Dómstólar
hafa oft fellt úrskurði sem hafa
verið mjög óþægilegir fyrir
ríkisstjórnina og niðurstöður
Hæstaréttar í nokkrum málum
hafa kallað á viðbrögð af okkar
hálfu sem við höfum aldrei
reiknað með. Þannig að ég tel að
þau mál sýni vel sjálfstæði
dómstólanna gagnvart
framkvæmdavaldinu.“
Halldór ætlar að vera áfram í
stjórnmálum og segir að sér líki
þau vel.
„Ég er ekki á förum úr
íslenskum stjórnmálum. Ég hef
haft gaman af því að vera í
stjórnmálum í gegnum árin og
sérstaklega að taka þátt í þeim
breytingum sem hafa orðið á
íslensku þjóðfélagi. Ég hef
upplifað miklu meiri breytingar
en ég hefði nokkurn tímann geta
trúað. Mér finnst ég hafa tekið
þátt í að ná árangri fyrir Íslands
hönd sem ég hélt að væri ekki
hægt. En eftir því sem við höfum
náð meiri árangri þeim mun meiri
trú hef ég fengið á að við getum
gert enn betur og mér hefur
fundist sérstaklega ánægjulegt að
taka á móti erlendum gestum sem
að hrífast af íslensku samfélagi
og sjá hvað allt gengur hér vel.“
Sumarið hefur liðið hratt en
Halldór hefur notið þess.
„Sumarið hefur verið gott.
Ánægjulegustu tíðindi sumarsins
eru að heima hjá okkur er lítil
stúlka sem er hálfs mánaðar
gömul. Það er yngsta barnabarnið
okkar og það hefur verið
yndislegt að fylgjast með henni
frá því hún kom heim eins dags
gömul. Annars hefur sumarið
liðið hratt en ég hef notið þess,
geri mér alltaf eitthvað til
skemmtunar, gekk til dæmis á
Esjuna í vikunni og hef almennt
haft af nægu að taka. Það tekur
líka sinn tíma að vera
forsætisráðherra.“ ■