Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 25 Skákmeistararnir Otto Naka- punda, frá Namibíu, og Ingvar Ás- björnsson tefla þriggja skáka ein- vígi um helgina en nú þegar tveimur skákum er lokið er ljóst að Ingvar stendur uppi sem sigur- vegari en hann er þegar kominn með tvo vinninga. Ingvar er einn efnilegasti skákmaður landsins. Hann er að- eins fjórtán ára gamall og er kom- inn með 1942 ELO stig. Hann er Norðurlandameistari í skák með grunnskólasveit Rimaskóla og er í stöðugri sókn. Otto Nakapunda er þrjátíu ára gamall Afríkumeistari með 2107 ELO stig. Hann sigraði á skákmóti sem Hrókurinn og Þróunarsam- vinnustofnun héldu í Namibíu í vor og vann sér þá inn þriggja vikna Íslands- og Grænlandsferð. Otto hefur verið í stífri skákþjálf- un hjá danska stórmeistaranum Henrik Danielsen sem er skóla- stjóri skákskóla Hróksins. Hand- leiðsla danska meistarans dugði Otto þó ekki til að leggja hinn unga Ingvar en þeir áttust síðast við á Grænlandi fyrir hálfum mánuði á Grænlandsmótinu 2005. Þar sigr- aði Ingvar í hraðskák þannig að Otto átti harma að hefna. Otto byrjaði seint að tefla og segist fullmeðvitaður um það að hann muni ekki ná stórmeistaraá- fanga en segir framtíð Ingvars bjarta þar sem hann búi nú þegar að mun meiri reynslu við skák- borðið. Otto er léttlyndur og kátur ná- ungi sem kann að tapa með reisn en hann segist fyrst og fremst vilja nota reynslu sína til þess að miðla skákinni til ungs fólks í heimalandi sínu. Einvígi þeirra Ottos og Ingvars telur til ELO stiga en dómari í ein- víginu er Einar S. Einarsson, al- þjóðlegur skákdómari með víð- tæka reynslu, sem hefur oftar en ekki verið til staðar á stórmótum Hróksins, og fylgdist til dæmis með því að allt færi rétt fram á Grænlandsmótinu í Tasiilaq á dögunum. Síðasta skákin í einvígi Ingvars og Ottos verður teflt í Pennanum við Hallarmúla klukkan 13 í dag. Ingvar sigursæll gegn Nakapunda UPPHAF EINVÍGIS Þriggja skáka einvígi Ingvars Ásbjörnssonar og Otto Nakapunda hófst í Pennanum Hallarmúla á föstudag. Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans, lék fyrsta leik og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fylgdist með. fresturinn að renna út síðasta föstudag, en bréf um það barst aldrei. Í vikulokin var lögmanni Hans Markúsar hins vegar afhent bréf, þar sem honum var gefinn vikufrestur til að taka afstöðu til ákvörðunarinnar. „Mér finnst í raun óverjandi að ráðherra skuli ekki virða mig þess að senda mér formlegt svar við andmælum sem hann fékk í hendur frá lögmanni mínum, né heldur hafa leyft mér að heyra einhverjar röksemdir fyrir ákvörðun sinni, áður en hann sendi bréf til biskups. Mikið virð- ist hafa legið á að afgreiða málið, hvað sem öllum mannréttindum eða öðru líður. Meðalhófsregla stjórnsýslulaganna virðist hrein- lega hafa gleymst í meðferð ráðu- neytisins.“ Hans Markús áréttar að em- bættisgengi hans og mannorð sé óskaddað og gerir ráð fyrir að á endanum verði dæmd dauð og ómerk „skaðvænleg orð“ vinnu- staðasálfræðingsins sem kallaður var að málum. „Prestakallinu hef ég nú þjónað í átta ár og lagt mig fram um að gera það eins vel og kostur er,“ segir hann og bendir á að aldrei hafi nokkur kvörtun borist til biskups vegna embættis- starfa hans. „Ég hef notið starfs- ins út í ystu æsar og vonandi tek- ist að færa birtu og yl inn í líf ein- hverra.“ Hans Markús segist strax hafa ákveðið að svara ekki fullum hálsi árásum á sig, enda ekki viljað sökkva niður á sama plan og þeir sem á hann hafi ráð- ist. Hann segist þess fullviss að söfnuðurinn standi með honum í þeim erfiðu málum sem upp hafi komið. „Ég legg störf mín í dóm sóknarbarna minna og vil trúa því að þau sætti sig ekki við þessa meðferð á sóknarpresti sínum og fjölmenni á aðalsafnaðarfundinn sem haldinn verður næsta þriðju- dagskvöld. Þar fær fólk löngu tímabært tækifæri til að tjá sig um vinnubrögðin sem viðhöfð hafa verið í málinu öllu.“ olikr@frettabladid.is SR. HANS MARKÚS HAFSTEINSSON Hans Markús, sem vikið hefur verið úr embætti sóknarprests í Garðasókn, telur brotin á sér mannréttindi í allri málsmeð- ferð og ekki tekið tillit til gagna sem hann lagði fram. Hann bindur vonir við að sem flestir mæti á aðalsafnaðarfund sóknarinn- ar á þriðjudagskvöldið og segi hug sinn til illinda sem sett hafa mark sitt á safnaðar- starfið síðustu misseri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.