Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 25
Skákmeistararnir Otto Naka-
punda, frá Namibíu, og Ingvar Ás-
björnsson tefla þriggja skáka ein-
vígi um helgina en nú þegar
tveimur skákum er lokið er ljóst
að Ingvar stendur uppi sem sigur-
vegari en hann er þegar kominn
með tvo vinninga.
Ingvar er einn efnilegasti
skákmaður landsins. Hann er að-
eins fjórtán ára gamall og er kom-
inn með 1942 ELO stig. Hann er
Norðurlandameistari í skák með
grunnskólasveit Rimaskóla og er í
stöðugri sókn.
Otto Nakapunda er þrjátíu ára
gamall Afríkumeistari með 2107
ELO stig. Hann sigraði á skákmóti
sem Hrókurinn og Þróunarsam-
vinnustofnun héldu í Namibíu í
vor og vann sér þá inn þriggja
vikna Íslands- og Grænlandsferð.
Otto hefur verið í stífri skákþjálf-
un hjá danska stórmeistaranum
Henrik Danielsen sem er skóla-
stjóri skákskóla Hróksins. Hand-
leiðsla danska meistarans dugði
Otto þó ekki til að leggja hinn unga
Ingvar en þeir áttust síðast við á
Grænlandi fyrir hálfum mánuði á
Grænlandsmótinu 2005. Þar sigr-
aði Ingvar í hraðskák þannig að
Otto átti harma að hefna.
Otto byrjaði seint að tefla og
segist fullmeðvitaður um það að
hann muni ekki ná stórmeistaraá-
fanga en segir framtíð Ingvars
bjarta þar sem hann búi nú þegar
að mun meiri reynslu við skák-
borðið.
Otto er léttlyndur og kátur ná-
ungi sem kann að tapa með reisn
en hann segist fyrst og fremst
vilja nota reynslu sína til þess að
miðla skákinni til ungs fólks í
heimalandi sínu.
Einvígi þeirra Ottos og Ingvars
telur til ELO stiga en dómari í ein-
víginu er Einar S. Einarsson, al-
þjóðlegur skákdómari með víð-
tæka reynslu, sem hefur oftar en
ekki verið til staðar á stórmótum
Hróksins, og fylgdist til dæmis
með því að allt færi rétt fram á
Grænlandsmótinu í Tasiilaq á
dögunum.
Síðasta skákin í einvígi Ingvars
og Ottos verður teflt í Pennanum
við Hallarmúla klukkan 13 í dag.
Ingvar sigursæll gegn Nakapunda
UPPHAF EINVÍGIS Þriggja skáka einvígi Ingvars Ásbjörnssonar og Otto Nakapunda hófst í Pennanum Hallarmúla á föstudag. Kristinn
Vilbergsson, forstjóri Pennans, lék fyrsta leik og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fylgdist með.
fresturinn að renna út síðasta
föstudag, en bréf um það barst
aldrei. Í vikulokin var lögmanni
Hans Markúsar hins vegar afhent
bréf, þar sem honum var gefinn
vikufrestur til að taka afstöðu til
ákvörðunarinnar. „Mér finnst í
raun óverjandi að ráðherra skuli
ekki virða mig þess að senda mér
formlegt svar við andmælum sem
hann fékk í hendur frá lögmanni
mínum, né heldur hafa leyft mér
að heyra einhverjar röksemdir
fyrir ákvörðun sinni, áður en hann
sendi bréf til biskups. Mikið virð-
ist hafa legið á að afgreiða málið,
hvað sem öllum mannréttindum
eða öðru líður. Meðalhófsregla
stjórnsýslulaganna virðist hrein-
lega hafa gleymst í meðferð ráðu-
neytisins.“
Hans Markús áréttar að em-
bættisgengi hans og mannorð sé
óskaddað og gerir ráð fyrir að á
endanum verði dæmd dauð og
ómerk „skaðvænleg orð“ vinnu-
staðasálfræðingsins sem kallaður
var að málum. „Prestakallinu hef
ég nú þjónað í átta ár og lagt mig
fram um að gera það eins vel og
kostur er,“ segir hann og bendir á
að aldrei hafi nokkur kvörtun
borist til biskups vegna embættis-
starfa hans. „Ég hef notið starfs-
ins út í ystu æsar og vonandi tek-
ist að færa birtu og yl inn í líf ein-
hverra.“ Hans Markús segist
strax hafa ákveðið að svara ekki
fullum hálsi árásum á sig, enda
ekki viljað sökkva niður á sama
plan og þeir sem á hann hafi ráð-
ist. Hann segist þess fullviss að
söfnuðurinn standi með honum í
þeim erfiðu málum sem upp hafi
komið. „Ég legg störf mín í dóm
sóknarbarna minna og vil trúa því
að þau sætti sig ekki við þessa
meðferð á sóknarpresti sínum og
fjölmenni á aðalsafnaðarfundinn
sem haldinn verður næsta þriðju-
dagskvöld. Þar fær fólk löngu
tímabært tækifæri til að tjá sig
um vinnubrögðin sem viðhöfð
hafa verið í málinu öllu.“
olikr@frettabladid.is
SR. HANS MARKÚS HAFSTEINSSON
Hans Markús, sem vikið hefur verið úr
embætti sóknarprests í Garðasókn, telur
brotin á sér mannréttindi í allri málsmeð-
ferð og ekki tekið tillit til gagna sem hann
lagði fram. Hann bindur vonir við að sem
flestir mæti á aðalsafnaðarfund sóknarinn-
ar á þriðjudagskvöldið og segi hug sinn til
illinda sem sett hafa mark sitt á safnaðar-
starfið síðustu misseri.