Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 10
Þegar Sir Iqbal Sacranie, formað- ur Múslimaráðs Bretlands, viður- kenndi að „okkar eigin börn“ hefðu framið sprengjutilræðin í London þann 7. júlí, var það í fyrsta skipti sem breskur múslími axlar ábyrgð samfélags síns á slíkum illvirkj- um. Í stað þess að kenna utanríkis- stefnu Bandaríkjastjórnar um eða fælni Vesturlandabúa við múslima, lýsti Sacranie sprengju- tilræðunum sem „mikilli áskorun“ fyrir samfélag múslima. Þrátt fyrir þessi orð er þetta hinn sami Sacranie og sagði, árið 1989, að „dauði væri hugsanlega of væg refsing“ fyrir höfund „Söngva Satans“. Sú ákvörðun Tony Blairs að aðla Sacranie og álíta hann æskilegan talsmann hins „hófsama“ og „hefðbundna“ múslíma er annað hvort merki um tilhneigingu ríkisstjórnar Blairs til trúarlegrar friðþægingar eða er lýsandi fyrir það hversu takmark- aða valmöguleika Blair hefur í raun. Sacranie er ákafur stuðnings- maður nýs lagafrumvarps Blairs um trúarlegt hatur, sem mikið hef- ur verið gagnrýnt. Með lagafrum- varpinu verður erfiðara um vik að gagnrýna trúarbrögð og virðist Sacranie trúa því að nýju lögin komi í veg fyrir allt tal um „íslömsk hryðjuverk“. Hann sagði fyrir ekki lengri tíma síðan en 13. janúar: „Það er ekkert til sem heitir ís- lamskur hryðjuverkamaður. Slík ummæli eru gróflega móðgandi. Að segja að múslímar séu hryðju- verkamenn væri ólöglegt með þessu lagaákvæði.“ Tveimur vikum síðar sniðgengu samtök hans at- höfn sem haldin var til minningar um Helförina og það að sextíu ár voru liðin frá frelsun Auschwitz. Ef Sir Iqbal Sacranie er að mati Blairs besta dæmið sem hann getur fund- ið um góðan Múslíma þá er okkur vandi á höndum. Mál Sacranies undirstrikar brestina í þeirri ráðagerð ríkis- stjórnar Blairs að treysta um of á hefðbundna en í rauninni strang- trúaða múslíma í baráttunni við að uppræta íslamska öfgahyggju. Íslam er fjöldahreyfing með milljónum hófsamra, siðprúðra manna og kvenna, en hún telur einnig marga sem hafa úreltar hugmyndir um réttindi kvenna, sem telja að réttindi samkyn- hneigðra séu óguðleg, sem láta sig tjáningarfrelsi litlu varða og halda uppi skipulögðu gyðingahatri. Múslíma sem eru að mörgu leyti á öndverðum meiði við ríkjandi sjónarmið samborgara sinna, hvort sem þetta fólk er kristið, hindúatrúar, trúleysingjar eða Gyðingar. Í Leeds, en þaðan komu nokkrir af þeim mönnum sem tóku þátt í sprengutilræðinu, eru margir múslímar sem lifa einangruðu lífi sem gengur nærri því að vera ger- samlega aðskilið frá hversdagslífi annarra sem búa í samfélaginu. Frá slíkum samfélögum vænisýki og aðskilnaðar koma ungmenni sem á einhvern órættlætanlegan hátt hafa stigið yfir línu hins sið- lega og hins rétta, og gripið til þess ráðs að drepa. Sú djúpa firring sem leiðir til hryðjuverka kann að eiga rætur sínar að rekja til a n d s t ö ð u þessara ung- menna við ástandið í Írak eða ann- ars staðar, en hin lokuðu s a m f é l ö g sumra vestrænna múslíma geta hæglega aukið á firringu þessara ungu manna. Nauðsynlegt er að grípa til að- gerða sem eru í andstöðu við hefð- ina, ekkert minna en umbótahreyf- ingu þarf til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslam að samfélög- um nútímans, múslímsk siðaskipti til að berjast gegn þeim hug- myndafræðingum sem boða jihad (heilagt stríð) og einnig gegn hin- um rykmettuðu, kæfandi mennta- stofnunum hinna fastheldnu; feykja þarf upp gluggum hinna lokuðu samfélaga svo að nauðsyn- legt ferskt loft geti leikið þar um. Það væri æskilegt að ríkis- stjórnir og leiðtogar í múslíma- heiminum og utan hans styddu hugmyndina vegna þess að sköpun og viðhald slíkrar umbótahreyf- ingar mun fela í sér nauðsynina á nýrri stefnu í menntamálum sem gæti tekið allt að eina kynslóð að hafa sýnileg áhrif, ný fræði sem kæmu í stað bókstafstrúarlegra kennisetninga og kredduhyggju sem þjaka hugsun múslíma nú á dögum. Til að byrja með er tíma- bært að múslímar læri um opin- berunina í trúarbrögðum sínum sem sögulegan atburð en ekki sem atburð sem á einhvern yfirskilvit- legan hátt er hafinn yfir vísinda- lega söguskoðun. Það ætti að vera hverjum múslíma mikið áhugaefni að íslam eru einu trúarbrögðin í heiminum sem eiga sér skrásett sögulegt upphaf í heimildum og eiga þau sér því fasta stoð í raun- veruleikanum en ekki í óstaðfest- um helgisögum. Kóraninn var op- inberaður á tímum mikilla um- brota í arabaheiminum, á sjöundu öld þegar samfélög arabaheimsins voru að breytast úr því að vera hirðingjasamfélög þar sem ríkti mæðraveldi yfir í borgarsamfélög þar sem faðirinn var allsráðandi. Múhammeð var munaðarleys- ingi og þessar breytingar komu sér illa fyrir hann sem slíkan, og því er mögulegt að lesa Kóraninn sem bón um að gildin úr gamla mæðraveldinu muni einnig gilda í hinum nýja heimi feðraveldisins, íhaldssöm tilmæli sem urðu bylt- ingarkennd vegna þess að hug- myndin höfðaði til allra þeirra sem voru sviptir borgararéttindum sín- um með tilkomu nýja kerfisins, hinna fátæku, valdalausu og einnig hinna munaðarlausu. Múhammeð naut einnig vel- gengni sem kaupmaður og á ferða- lögum sínum heyrði hann útgáfur kristinna fylgismanna Nestoríosar af Biblísögunum sem endurspegl- ast svo greinilega í Kóraninum (í Kóraninum fæðist Kristur undir pálmatré í vin). Það ætti að vera heillandi fyrir múslíma út um all- an heim að sjá hversu greinilega hin hjartfólgna bók þeirra er afurð þess staðar og þess tíma sem hún var skrifuð á og hversu greinilega hún er að mörgu leyti byggð upp á upplifunum spámannsins. Hins vegar er það svo að fáir múslímar hafa fengið að lesa trú- arrit sitt á þennan hátt. Sú þráláta krafa innan íslam að textinn í Kór- aninum innihaldi hin óbrigðulu og óspjölluðu orð Guðs gerir fræði- mönnum ókleift að greina og ræða þennan texta á fræðilegan og gagnrýninn hátt. Af hverju ætti Guð eftir allt saman að hafa orðið fyrir áhrifum frá félagslegum og efnahagslegum aðstæðum í Arabíu á sjöundu öld? Af hverju ættu per- sónulegir hagir sendiboðans að hafa haft einhver áhrif á boðin, boðskapinn sem hann tók við og flutti? Söguleg afneitun þeirra sem eru fastheldnir á rótgróna siði ís- lam gerir íslömskum bókstafstrú- armönnum auðveldara fyrir að hneppa íslam enn frekar í fjötra fullvissu sinnar og óbreytilegrar kredduhyggju. Ef hins vegar væri litið á Kóraninn sem sögulegt rit þá væri lögmætt að endurtúlka hann þannig að hann eigi betur við aðstæður komandi alda. Lög sem sett voru á sjöundu öld gætu vikið fyrir kröfum þeirrar tuttugustu og fyrstu. Íslömsku siðaskiptin þurfa að hefjast hér; með samþykki um að allar hugmyndir, jafnvel hinar heilögu, þurfi að aðlaga breyttum samfélagsháttum. Víðsýni er skylt umburðar- lyndi; fordómaleysi og friður á jörð eru systkini. Það er á þennan hátt sem við bregðumst við hinni „miklu áskorun“ tilræðismann- anna. Mun Sir Iqbal Sacranie, og aðrir af sama sauðahúsi, viður- kenna að það þurfi að laga íslam að nútímanum? Það myndi þá þegar gera þá að þátttakendum í því að komast að mögulegri lausn. Ef þeir hins vegar gera það ekki eru þeir bara „hefðbundinn“ hluti vanda- málsins. Salman Rushdie er rithöfundur. Eftir hann liggja bækur eins og Söngvar Satans, Miðnæturbörn og Fury. Íslensk þýðing eftir Inga F. Vihjálmsson E itt frægasta atvikið frá dögum innrásar Bandaríkja-manna í Írak vorið 2003 er þegar risastórt líkneski afeinræðisherranum Saddam Hussein í miðborg Bagdad var brotið niður í beinni útsendingu alþjóðlegra sjónvarps- stöðva. Það varð áhorfendum víða um heim tákn um endalok grimmúðlegra stjórnarhátta og upphaf lýðræðis og mannrétt- inda í arabaheiminum. Ekki var annað að sjá en að almenning- ur í Írak flykktist út á götur og fagnaði innrásarliðinu sem frelsað hafði það frá kúgunarstjórninni. En smám saman varð ljóst að veruleikinn er flóknari en hug- myndasmiðir innrásarinnar í Hvíta húsinu höfðu áttað sig á. Al- menningur í Írak reyndist tortrygginn gagnvart innrásarherj- unum. Atvikið í miðborginni reyndist við nánari athugun svið- setning ímyndarhönnuða en ekki birtingarmynd raunverulegs feginleika. Eftirspurn eftir lýðræði og mannréttindum að vest- rænum hætti reyndist ekki jafn mikil í landinu og vænst hafði verið. Tryggð við hugmyndaheim íslamskrar trúar og menning- ar reyndist hins vegar rótgróin. Vart hefur liðið sá dagur frá því að Írak var frelsað úr klóm Saddam Husseins að ekki hafi verið unnin grimmileg ofbeldis- verk í landinu. Mikið mannfall hefur orðið í hersveitum Banda- ríkjamanna og Breta, en það er þó lítilsháttar miðað við þær fórnir sem óbreyttir borgarar hafa þurft að færa. Enginn er óhultur í landinu, börn eru ekkert síður skotmark ódæðismanna en fullorðnir. Hvergi er griðastaði að finna, hvorki heimili né moskur. Við þessar aðstæður, þar sem ótti og óöryggi einkenn- ir allt þjóðlífið, hafa Bandaríkjamenn staðið fyrir því að fá valdahópa í Írak til að reyna að byggja upp lýðræðis- og réttar- ríki að vestrænni fyrirmynd. Það hefur reynst torsótt verkefni og ekki blasir við hvernig því muni lykta. Það er Bandaríkjastjórn mikið kappsmál að hraða því að Írakar setji sér lýðræðislega stjórnarskrá. Fyrr geta innrásar- herirnir ekki farið úr landi. Stuðningur við dvöl Bandaríkja- manna í Írak fer minnkandi heimafyrir og tíminn sem Bush for- seti hefur til að koma málum í kring styttist óðum. Hættan er sú að við þessar erfiðu aðstæður verði atburðarásin önnur en að hefur verið stefnt. Hættan er sú að nýja stjórnarskráin í Írak setji íslömsk trúarsjónarmið ofar veraldlegum áherslum lýð- ræðis og mannréttinda. Sá texti stjórnarskrárinnar sem þegar liggur fyrir er þversagnakenndur í þessu tilliti en gæti orðið hættulegt vopn í höndum einstrengingslegra og gamaldags valdsmanna úr klerkastétt. Á dögum Saddams Hussein var Írak veraldlegt ríki. Hættan er sú að það verði trúarríki að íranskri fyrirmynd. Það væru sannarlega snautleg endalok vestrænnar innrásar í nafni lýðræðis og mannréttinda. ■ 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Tekist er á um grundvallarviðhorf í Írak: Fer Írak sömu lei› og Íran? FRÁ DEGI TIL DAGS En smám saman var› ljóst a› veruleikinn er flóknari en hug- myndasmi›ir innrásarinnar í Hvíta húsinu höf›u átta› sig á. Al- menningur í Írak reyndist tortrygginn gagnvart innrásarherjunum. Atviki› í mi›borginni reyndist vi› nánari athugun svi›setning ímyndarhönnu›a en ekki birtingarmynd raunverulegs feginleika. Stofnfundur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar ver›ur haldinn á Hótel Örk í Hverager›i dagana 16. -17. september nk. Skráning og nánari uppl‡singar á skrifstofu Samfylkingarinnar í síma 414 2200 og á www.samfylking.is og pólitísk plott Pæjur Múslímsk si›askipti tímabær Lokaður fundur Síðdegis á morgun, mánudag, munu trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flykkjast á fund sem haldinn verður í höfuðstöðvunum í Valhöll. Í fundarboði er skýrt tekið fram að þeim einum verði hleypt inn sem sæti eigi í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þetta er semsé lokaður fund- ur. Nokkur eftirvænting ríkir á meðal sjálfstæðismanna vegna þessa fundar. Á dagskránni er að taka formlega ákvörð- un um prófkjör flokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Áformað er að það verði í nóvember. En þó að spenna sé farin að byggjast upp innan flokksins vegna próf- kjörsins er það ekki sá dag- skrárliður sem skapar eftir- væntinguna. Eftir að próf- kjörsmál hafa verið til lykta leidd ætlar formaður flokksins, Davíð Oddsson, að segja nokkur orð. Það er ræða hans sem margir eru spenntir að heyra. Tilkynningin? Innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hafa menn verið að velta því fyrir sér hvort sú stund sé að renna upp að Dav- íð Oddsson gefi ekki lengur kost á sér í embætti formanns flokksins. Landsfund- ur flokksins er eftir örfáar vikur og þá á niðurstaðan að vera á hreinu. Ýmsir hafa um þetta meiningar og hefur sumt af því jafnvel ratað í virðulega smáletursdálka í blöðum. En sjálfur hefur for- maðurinn ekkert sagt opinberlega. Hermt er að hann tali eins og vé- frétt við alla sem um þetta spyrja. Það er út af fyrir sig ákveðin vísbending. Skyldu mál skýrast á fundinum í Valhöll á morgun? Árni varaformaður? Enginn efast um að á eftir Davíð kemur Geir. Umræður um annan frambjóðanda heyrast en ólíklegt verður að telja að nokkur treysti sér í slíkan slag, því Geir er vinsæll með mikið fylgi og traust. Þá eru hafnar umræður um næsta varafor- mann. Það tal segir sína sögu um hvern- ig veðmálin standa í flokknum. Nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur er oft nefnt, en upp á síðakstið hefur æ oftar heyrst nafn Árna Matthiesen sjávarút- vegsráðherra. Hann hefur verið farsæll í störfum og þykir hófsamur en ákveðinn í málflutningi. SALMAN RUSHDIE ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 gm@frettabladid.is „Íslömsku si›askiptin flurfa a› hefjast hér; me› samflykki um a› allar hugmyndir, jafnvel hinar heilögu, flurfi a› a›laga breyttum samfélagsháttum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.