Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 70
Eins og flestir vita er leikarinn Rob Schneider á landinu í þeim tilgangi að kynna mynd sína Deuce Bigalow: European Gigolo. Það sem færri vita er að þó svo að hann hafi ekki verið lengi á landinu þá hefur hann nú þegar lagt leið sína í Nonnabúð og splæst í jakka í merkinu vinsæla Dead. Eflaust hefur hann splæst í eitthvað fleira því hann er nú einu sinni Hollywood-leikari og hlýtur að hafa eitthvað á milli handanna. Athygli vakti að vin- kona hans sem var með honum á frumsýningunni klæddist þar einnig Dead-peysu. Þegar komið var í eft- irpartýið á skemmtistaðnum Rex mættu þar fleiri alvöru Hollywood-stjörnur sem dvelja hérlendis vegna myndarinnar Flags of our Fathers og þar á með- al leikarinn Jesse Bradford sem meðal annars hefur leikið í mynd- unum The Swimfan og Bring It On. Bradford stóð upp úr leikarahópn- um vegna hettupeysunnar sem gægðist upp úr jakkanum en á henni var letrað merki Dead. Þetta er svosum ekkert nýtt af nálinni, því áður hafa stór- stjörnur gert stórkaup í búðinni og þar á meðal söngkonan Pink. En það er augljóst að Nonnabúð er far- in að vera eins og Bláa Lónið fyrir erlenda ferðamenn, því þegar kom- ið er til Íslands og ferðamaðurinn jafnvel búinn að tékka á Lóninu þá liggur straumurinn greinilega bein- ustu leið í Nonnabúð. ■ 38 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Tónlistarkonan Hera mun hita upp fyr-ir sjálfan Joe Cocker á tónleikunum sem hann heldur í Laugardalshöll fimmtudaginn 1. september. Hera er að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu í næsta mánuði en eins og flestir vita er Hera íslenskur tónlistarmaður sem býr á Nýja Sjálandi. Hera hefur gefið út fimm hljómplötur og er virt hér á landi bæði sem söng- kona og lagahöfundur. Hún er alls ekki óvön því að hita upp fyrir stór- stjörnur því fyrir nokkrum árum hit- aði hún upp hér í Reykjavík fyrir Nick Cave og í sumar spilaði hún meðal ann- ars á Glastonbury tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Ínæstu viku er áætlað að stórar tökurfari fram í kvikmynd Clints Eastwood Flags of our Fathers. Má þar nefna fánatökuna frægu sem nánast öll mynd- in snýst um. Það bregður hins vegar svo við að margir staðgenglar eru farnir til náms og annarra starfa þannig að ein- hver skortur er á slíkum. Þess vegna gefst nú enn fleiri íslenskum hreysti- mönnum tækifæri til að komast í tæri við Hollywood- stjörnurnar Ryan Phillippe og Jesse Bradford að ógleymdum Eastwood sjálfum. Það er Eskimo Group sem hefur veg og vanda að því að velja í hlutverkin. Það hefur farið mikið fyrir bandarískaleikaranum Rob Schneider sem sótti Ísland heim í vikunni til þess að kynna nýjustu myndina sína Deuce Bigalow: European Gigolo. Því hefur verið haldið nokkuð á lofti í fjölmiðlum, þar á meðal Fréttablaðinu, að Schneider sé fyrsta Hollywood-stjarnan sem komi hingað gagngert til þess að kynna kvikmynd en það er ekki alls kostar rétt þar sem Óskarsverðlaunahafinn Jon Voight, faðir sjálfrar Ang- elinu Jolie og ágætur vinur Árna Samúels- sonar í Sambíóunum, kom til Íslands árið1990 til að kynna kvikmyndina sína, Et- ernity sem Árni sýndi. Straumurinn liggur í Nonnabú› [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Takk Tuttugu 1.065 milljónir króna. Jón Gnarr, skemmtikraftur með meiru, ætlar að leggja sitt af mörkum í jólabókaflóðinu. Hann rær á trúarleg mið því Skálholts- útgáfan, útgáfufélag þjóðkirkj- unnar, sér um útgáfuna á riti sem mun innihalda pistla sem Jón hef- ur skrifað í Fréttablaðið auk nokk- urra sem ekki hafa birst áður. Síðasta haust renndi Jón Gnarr hýru auga til guðfræðinnar í Há- skóla Íslands og því ljóst að í hon- um eru trúarlegar taugar. „Ég skoðaði möguleika mína á að kom- ast þar inn og þeir voru engir vegna þess að ég er ekki með stúdentspróf,” segir hann. „En ég hef alltaf verið talsmaður þess að maður geri það sem mann langar til og láti ekkert stöðva sig. Ég hef til dæmis aldrei farið í leiklistar- skóla en er samt leikari, ég hef ekki lært myndlist en er samt myndlistarmaður,” segir Jón Gnarr. Hann segir að hann hafi alltaf verið trúaður og að verk hans mót- ist af því. „Ég var einu sinni nörd og allt annað sem ég hef gert tel ég hafa verið að mestu leyti guðs vilja. Ég held að allar hugmyndir komi frá guði, hann setur hug- myndirnar í kollinn á manni. Til dæmis í gríninu, mikið af því hef- ur verið fyrir mér ákveðið trúboð. Í Tvíhöfða var ég að velta skurð- goðum og afhjúpa lygina í samfé- laginu með Sigurjóni, en hann er líka mjög trúaður maður, “ segir Jón Gnarr. Jón Gnarr segir að hann sé oft spurður að því hvort að hann sé frelsaður. „Það er ein skilgreining sem ég á erfitt með að átta mig á. Flestir halda að þeir sem séu frelsaðir séu hálfklikkaðir, fari á trúarsamkomur og hrópi halelúja með hendur á lofti. Það er í raun- inni hægt að spyrja ertu fáviti ef maður hefur þá hugmynd um það að vera frelsaður,” segir hann. Hann segir að fólk eigi erfitt með að ímynda sér grínistann Jón Gnarr sem mjög trúaðan mann vegna þess að við búum í svo miklu sérhæfingar- og skilgrein- ingarsamfélagi þar sem allt verð- ur að vera fastskorðað. „Það vilja allir skilgreina hlutina út í æsar. Við kaupum ekki lengur lifandi kind og skerum hana á háls og sneiðum, heldur fáum við hana til- búna, skilgreinda. Við förum út í búð og biðjum um kótelettur,” segir Jón. Guðs menn koma í öllum stærðum og gerðum og Jón Gnarr hefur gaman af því að brjóta upp skilgreiningarnar. Eða er hann kannski bara að grínast með þessu öllu saman? „Margir hafa spurt mig hvort að ég sé að grín- ast, til dæmis með myndlistarsýn- ingunni minni þar sem ég lét „ak- sjón-karla“ tákna persónur í Bibl- íunni. En hefur engum dottið í hug að guð sé kannski að grínast? Skil- greining okkar á guði er sú að guð grínist ekki, að guð sé alvarlegt og þunglynt afl, sem er alrangt. Ég veit að guð grínast. Guð er alveg stórkostlegur húmor,“ segir Jón Gnarr. Edda Möller, framkvæmda- stjóri Skálholtsútgáfunnar, segir að bók Jóns komi út með haustinu og eigi erindi við alla. „Þetta á ekki að vera einhver viðhafnarút- gáfa heldur nánast eitthvað sem fólk getur stungið í vasann og haft út í lífið. Jón á svo auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. Hann lýsir því vel hvernig kristin trú hefur haft áhrif á líf hans. Það skilja það allir og það finnst mér svo flott,” segir Edda. „Okkur finnst Jón Gnarr tala mannamál og hann er líka þekktur svo það er hlustað á hann,” segir hún. ■ JÓN GNARR „Ég hef oft sagt að ég sé grínengill,“ segir Jón og viðurkennir að grínið hafi oft verið trúboð að vissu leyti. JÓN GNARR: GEFUR ÚT BAKÞANKA SÍNA HJÁ SKÁLHOLTSÚTGÁFUNNI Guð er stórkostlegur húmor FRÉTTIR AF FÓLKI HIN HLIÐIN Á JÓNI JÓSEPI SNÆBJÖRNSSYNI, SÖNGVARA, LEIKARA OG SJÓNVARPSMANNI. Hvernig ertu núna?Ég er rosalega góður. Er með handfrjálsan búnað að sækja strákinn minn í leikskóla. Augnlitur?: Líklegast grágrænn. Starf?: Held að ég sé allt muligt-maður innan skemmtanageirans Stjörnumerki?: Tvíburi. Hjúskaparstaða?: Vel giftur, það er mín staða Hvaðan ertu?: Ég var alinn upp á Akureyri en átti stutt stopp á fæðingar- deildinni í Reykjavík Helsta afrek?: Eitt og hálft barn og að hafa náð í konuna mína. Helstu veikleikar?: Fljótfær og hégómagjarn og með eindæmum latur stundum. Helstu kostir?: Ég get tekið hverjum degi með brosi á vör. Uppáhaldssjónvarpsþáttur?: Íslenski popplistinn á Sirkus. Uppáhaldsútvarpsþáttur?: Alveg ferlega hrifinn af FM sokkum. Mestu vonbrigði lífsins?: Að komast ekki í Grease 1998. Áhugamál?: Tónlist, barnauppeldi, hjúskapur, bílar og græjudella. Viltu vinna milljón?: Já, já, ef hún er unnin á heiðarlegan máta. Jeppi eða sportbíll?: Mér er alveg sama svo lengi sem það er Volvo. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?: Flugmaður, leikari, söngvari og sjónvarpsmaður. Hver er fyndnastur/fyndnust?: Konan mín á alveg ótrúlega spretti í bröndurum. Hún hefur meinfyndna sýn á lífið. Hver er kynþokkafyllst(ur)?: Konan mín er langkynþokka- fyllst. Trúir þú á drauga?:Já, já. Ætli maður verði ekki að hafa all- an varann á. Áttu gæludýr?: Gibson J200 gítarinn sem ég var að kaupa mér. Ég gæli við hann af því að hann er svo dýr. Besta kvikmynd í heimi?: Ég var að horfa á Spanglish. Hún er rosalega góð. Besta bók í heimi?: Brekkukotsannáll er alltaf æðislegur. Næst á dagskrá?: Íslenski popplistinn er á mánudeginum, Strák- arnir okkar er frumsýnd á fimmtudeginum, útgáfutónleikar með Eyva á föstudeginum, Ávaxtakarfan á Akureyri á laugardeginum, styrktartónleikar í Reykjavík stutt á eftir, Nasa um kvöldið, síðan er baka í ofninum og svo er ég að flytja inn í íbúðina mína. 1.6.1977 Tekur hverjum degi me› brosi á vör ... fær Sigurður Flosason saxófón- leikari fyrir að skipuleggja hina afar áhugaverðu jazzhátíð Jazz undir fjöllum. HRÓSIÐ PINK Með Bubba Morthens á bringunni. ROB SCHNEIDER Flottur í tauinu. Hann var ekki sá eini af erlendu bergi brotinn sem skartaði Dead-flík því vinkona hans og leikarinn Jesse Bradford höfðu greini- lega líka komið við í Nonnabúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.