Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 60
28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR28 Spænska úrvalsdeildin hefur um árabil verið drottningevrópskra knattspyrnudeilda. Frá aldamótum má segjaað mesta gullöld í sögu deildarinnar hafi ríkt, aldrei hafa jafnmargar erlendar stórstjörnur leikið á Spáni og síðustu árin og aldrei hefur árangur í Evrópumótum verið jafngóður í heildina litið ef frá er talin fimm ára óslitin sigurganga Real Madrid í árdaga Evrópukeppni meistaraliða. Í fyrra sigraði Barcelona með miklum glæsibrag og lék feikiskemmtilega sóknarknattspyrnu. Ný lið blönduðu sér í toppbaráttuna og tryggðu sér Meistaradeildarsæti, Villareal og Real Betis, og undirstrikuðu þannig þá miklu breidd sem hefur verið aðals- merki deildarinnar og skilið hana frá hinum höfuðdeildum Evrópu. Hins vegar bar svo við í fyrra að árangur í Evr- ópumótunum var ekki góður og vöknuðu þá efasemdir um stöðu deildarinnar. En öflug styrking leikmannahópa stærstu liðanna í sumar bendir til þess að deildin á Spáni muni í vet- ur endurheimta fyrri styrk. Brasilískra áhrifa gætir hjá Real Mest hefur farið fyrir innkaupum Real Madrid sem strjúkast upp að Chelsea í heildareyðslu í sumar ef þeir landa brasilíska bakverðinum Cicinho eins og allt lítur út fyrir. Hann hittir fyrir fjóra aðra Brassa og spennandi verð- ur að sjá hvernig Robinho hinn ungi plummar sig og hvaða stöðu Julio Baptista verður látinn leika. Brasilíski þjálfarinn Vanderlei Luxemburgo hefur gerbreytt leikstíl liðsins sem hefur verið 4-4-2 (eða eiginelga frekar 4-2-4) eins lengi og menn muna. Hann hefur selt báða kantmennina, Figo og Solari, og hyggst láta liðið leika 4-3-3 kerfi í stíl við það sem brasilíska landsliðið lék undir hans stjórn. Það er erfitt að spá um hvernig mál þróast hjá Madrid, liðið er hrikalega sterkt á pappírnum en mikið gæti oltið á því hvernig leik- tíðin hefst. Ef liðið lendir í slæmu tímabili verður lífið erfitt fyrir Luxemburgo en hann gæti náð að fleyta því alla leið í mark. Meiðslamartröð Barca lokið Meistarar Barcelona hafa verið afar sterkir á undirbúnings- tímabilinu. Þeir fengu tvo menn á frjálsri sölu, kantmann- inn Santi Ezquerro og hollenska jaxlinn Mark Van Bommel en mest munar um það að fjórir leikmenn hafa stigið upp úr erfiðum meiðslum sem héldu þeim frá megnið af tímabil- inu í fyrra, Henrik Larsson, miðjumennirnir Thiago Motta og Edmilson og varnarmaðurinn Gabri. Valencia er þó það lið sem mestum breytingum hefur tekið og nýr þjálfari kann að leiðrétta kúrsinn á skútunni sem sigldi í strand und- ir stjórn Ranieri í fyrra. Villareal, Sevilla og Betis ættu að geta fylgt eftir góðu gengi en fá harða samkeppni um Meistaradeildar- sæti frá Atletico de Madrid undir stjórn Car- losar Bianchi en þetta þriðja stærsta lið Spánar hefur átt í mikilli krísu árum saman. Deportivo gæti átt aðra erfiða leiktíð í vænd- um. Liðið fékk loksins nýjan þjálfara, Gaparros frá Sevilla, en vantar tilfinnanlega menn til að fylla uppí götin sem hafa myndast síðustu tvö ár í leik- mannhópinn. Svo verður spennandi að sjá hvort Hect- or Cuper nær að rífa Mallorca upp eða hvort liðið verð- ur í fallbaráttunni enn og aftur. Áfram skemmtilegasta deildin EINAR LOGI VIGNISSON: PRIMERA LIGA Þessi sókndjarfi miðjumaður er 29 ára og ber viðurnefnið „Litli búdda“. Hann kemur úr unglinga- starfi Barcelona og var talinn meðal efni- legustu leikmanna Evrópu á sínum tíma. Hann stóð ekki undir þeim miklu vænting- um sem til hans voru gerðar og eftir misheppnaða lánsdvöl á Ítalíu og í Frakklandi hélt hann til Espanyol þar sem allt hefur gengið honum í hag. IVÁN DE LA PEÑA (ESPANYOL) Kameni var farinn að spila á fullu í markinu hjá landsliði Kamerún nítján ára gamall og sló í gegn í Álfukeppn- inni 1999. Hann er 21 árs í dag og er á óskalista margra stórliða í Evrópufót- boltanum en viðræður við Espanyol um nýjan samning hafa dregist á lang- inn. Frábær markvörður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. CARLOS KAMENI (ESPANYOL) Ramos er stórefnilegur varnarmaður sem lék vel með Sevilla á síðustu leik- tíð. Fjölda- mörg félög hafa sýnt áhuga á hon- um en Sevilla hefur í sífellu gefið það út að hann sé ekki til sölu. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi leikmaður nái að standa undir væntingum sem til hans eru gerðar. SERGIO RAMOS (SEVILLA) S ó k n a r m a ð u r i n n Saviola fær tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr þegar hann verður í láni hjá Sevilla frá Barcelona. Þessi 23 ára argent- ínski landsliðsmaður hefur ekki náð að vinna sigur í þeirri miklu samkeppni sem ríkir hjá Börsungum. Hann mun fá það hlutverk að fylla skarðið sem Julio Baptista skildi eftir sig er hann gekk til liðs við Real Madrid. JAVIER SAVIOLA (SEVILLA) Á stuttum tíma hefur Vicente náð að tryggja sér sæti í landsliði Spánar. Hann er nú einn af lykilmönnum liðsins og skapar ávallt mikla hættu upp við mark andstæðinganna með hraða sínum og leikni. Vicente leikur á vinstri kantinum en þar hefur hann verið fastamaður í sterku liði Valencia undanfarin ár. Ökklameiðsli settu strik í reikninginn hjá honum á síðasta tímabili en hann hefur æft vel að undanförnu og verður tilbúinn í slaginn þegar flautað verður til leiks í deildarkeppninni. VICENTE (VALENCIA) FÓTBOLTI Það má með sanni segja að deildarkeppnin á Spáni, sem hófst í gær, verði spennandi fyr- ir margra hluta sakir í vetur. Eins og oft áður verður kastljós- ið á Barcelona og Real Madrid, en spennan milli þessara tveggja félaga hefur aldrei verið meiri en nú. Barcelona vann sinn fyrsta deildarmeistaratitil í sex ár í vor en Real Madrid hefur hins vegar ekki náð að vinna titil í tvö ár, sem þykir heil eilífð þar á bæ. Þrátt fyrir að athyglin beinist oftast að þessum tveimur af stærstu knattspyrnufélögum Evr- ópu gætu mörg félög komið á óvart á komandi leiktíð. Valencia, Sevilla, Villarreal og Real Betis eru líkleg til þess að veita Barcelona og Real Madrid harða keppni og verður forvitnilegt að sjá hvernig nýir leikmenn liðanna koma undirbúnir til leiks. Javier Saviola og Frédéric Kanouté verða í framlínu Sevilla og má búast við því að þeir tveir verði mikilvægustu menn liðsins þar sem þeim er ætlað að fylla skarðið sem Brasilíumaðurinn Julio Baptista skildi eftir sig, en hann fór til Real Madrid í sumar. Mikil samkeppni hjá Real Vanderlei Luxemburgo, knatt- spyrnustjóri Real Madrid, er ekki öfundsverður af því að velja leik- menn í byrjunarlið sitt hverju sinni. Sérstaklega er það framlína liðsins sem er vel mönnuð en Raúl, Ronaldo, Michael Owen, Robinho og Julio Baptista munu berjast um tvær stöður í liðinu. Líklegt er að allar þessar stór- stjörnur muni ekki sætta sig við að sitja á varamannabekknum og því verður Luxemburgo að finna leið til þess að halda leikmönnun- um ánægðum. Varnarleikurinn hjá Real hefur verið helsti veikleiki liðsins síðustu ár og verður spennandi að sjá hvernig hann verður á komandi leiktíð. Argentíski varnarmaðurinn Walter Samuel er farinn til Inter, eins og landi hans Santiago Solari og Portúgalinn Luis Figo, og því einum varnarmanni færra hjá fé- laginu þar sem enginn hefur enn komið í staðinn. Englendingurinn Jonathan Woodgate mun þó von- andi ná að leika sinn fyrsta deildar- leik síðan hann kom til Real fyrir um ári síðan. Woodgate hefur átt við meiðsl að stríða á hné í tvö ár en ljóst er að hann getur orðið mikil- vægur leikmaður á komandi leiktíð ef hann nær sér að fullu. Sóknarleikur í fyrirrúmi Í spænsku knattspyrnunni er sóknin besta vörnin. Liðin eru óhrædd við að sækja og heyrir það til undan- tekninga ef megináhersla er lögð á varnarleik í leikjum liðanna í deild- inni. Þess vegna eru margir af bestu sóknarmönnum heimsins að leika á Spáni, þar sem hæfileikar þeirra nýtast liðunum betur en í deildum annarra Evrópulanda, þar sem meg- ináhersla er oft lögð á varnarleik- inn. Það má því búast við sóknar- knattspyrnu af bestu gerð í spænska boltanum í vetur. magnush@frettabladid.is SPÁ FRÉTTABLAÐSINS FYRIR PRIMERA LIGA: TOPPBARÁTTAN Real Madrid Barcelona Valencia BARÁTTAN UM MEISTARADEILDARSÆTI Sevilla Villareal Real Betis Atletico Madrid MIÐJUMOÐIÐ Atletico Bilbao Deportivo Espanyol Osasuna Real Sociedad Real Zaragoza Racing Santander Celta Vigo BOTNBARÁTTAN Mallorca Malaga Getafe Cadiz Alaves Sókn er besta vörnin Komandi keppnistímabil í spænska fótboltanum er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir, en fyrsta umfer›in hófst í gær. Búast má vi› flví mörg li› reyni eft- ir fremsta megni a› strí›a Barcelona og Real Madrid. RONALDO OG DAVID BECKHAM FAGNA Brasilíski landsliðsmaðurinn Ronaldo ætlar sér stóra hluti á leik- tíðinni og stefnir á að skora 35 mörk á tímabilinu. FÓTBOLTI Brasilíski landsliðs- maðurinn Ronaldo ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili. Hann hefur æft vel að undan- förnu og vonast til þess að ná markmiðum sínum. „Ég stefni á að skora 35 mörk. Þetta tíma- bil er mikilvægt fyrir mig því ég ætla mér að vera í mínu besta formi í heimsmeistara- keppninni í Þýskalandi á næsta ári,“ segir Ronaldo sem hefur náð sér að fullu eftir erfið meiðsli á hné og ætlar sér að sýna og sanna að hann sé besti framherji í heimi. - mh Ronaldo hugsar stórt: Stefnir á 35 mörk í vetur FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR SPÆNSKA OG ÍTALSKA Fótbolti á Spáni FÓTBOLTI Pétur Pétursson var fyrsti íslenski knattspyrnumað- urinn til þess að leika á Spáni, en hann var um tíma á mála hjá Hercules sem þá var í efstu deild. „Það var ótrúleg upplifun að leika á Spáni. Aðdáendur liðanna hugsa um fótbolta eins og trúar- brögð og láta því vel í sér heyra. Fjölmiðlar í landinu fjalla líka gríðarlega mikið um fótbolta og þess vegna hafa eiginlega all- ir Spán- v e r j a r skoðanir á því sem gerist inni á vellin- um.“ Leikmenn á Spáni eru margir hverj- ir virkilega FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Á SPÁNI Í VETUR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.