Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 13
ÚTLÁN HAFA AUKIST UM SEXTÍU PRÓSENT FRÁ ÁRAMÓTUM Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjár- festingarbankans. Kostna›ur Frjálsa hækkar miki› Hagnaður Frjálsa fjárfestingar- bankans nam 230 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins samanborið við 221 milljón króna á sama tíma árið áður. Kostnaðarhlutfall bankans hækk- aði milli ára og var 35,5 prósent í stað 25 prósent árið áður. Í til- kynningu frá bankanum segir að bæði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður hækki umtals- vert. Hreinar vaxtatekjur dragist saman um rúmlega þrjátíu pró- sent milli ára en útlán hafi aukist um sextíu prósent frá áramótum. - dh TVÖFALDA HAGNAÐ Frá fiskverkun í Síldarvinnslunni. Hagna›ur meira en tvöfaldast Síldarvinnslan hagnaðist um 728 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins samanborið við 302 milljónir árið áður. Má rekja auk- inn hagnað til 245 milljóna króna söluhagnaðs af hlutabréfum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.201 milljón króna en 1.299 milljónum á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur á fyrstu sex mánuðum ársins námu tæpum fimm milljörðum króna og jukust lítillega frá fyrra ári. Félagið telur miklar líkur á að áætlanir félagsins gangi ekki eftir á síðari hluta ársins. Ástæður þess eru að engin loðnuveiði hefur verið í sumar og að komunaveiður hafi verið lagnt frá áætlunum í júlí og ágúst. - dh „Eignarrétturinn og framtí›in“ Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum Rann- sóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahags- mál undir yfirskriftinni „Eignarrétturinn og framtíðin“. Jón Skaftason sat ráðstefnuna, sem fram fór á Hótel Nordica, og hlýddi á það sem fyr- irlesarar höfðu upp á að bjóða. Meðal fyrirlesara voru Banda- ríkjamaðurinn Michael De Alessi sem starfar hjá Reason-stofnun- inni í San Francisco og Bretinn Julian Morris, stofnandi International Policy Network. Eignarrétturinn og framtíðin eru viðeigandi umfjöllunarefni fyrir þá félaga en Morris og De Alessi eiga það sameiginlegt að vera leiðandi í umræðu um gildi eignarréttar og frjálsra viðskipta. „Náttúruauðlindir, einkaeign eða ríkiseign?“ Erindi De Alessis bar titilinn „Náttúruauðlindir, einkaeign eða ríkiseign.” Fjallaði hann þar meðal annars um aðferðir við stjórnun fiskveiða og bar saman Nýja-Sjáland og Galapagos-eyjar í þeim efnum. Á Galapagos-eyjum eru ekki skilgreind eignarréttindi yfir fiskimiðunum, og afleiðingarnar ofveiði og úlfúð milli sjómanna, sem reyna að hámarka eigin hag með því að veiða sem mest, og vísindamanna sem takmarka vilja veiðarnar og vernda fiski- stofna. Þessu sé hins vegar ólíkt farið á Nýja-Sjálandi þar sem eignar- réttur á fisknum í sjónum er skýrt skilgreindur. Þar sé hagur allra sem að koma að vernda fisk- inn, útgerðarfyrirtæki hafi jafn- vel eigin vísindamenn á sínum snærum og veiði oft minna en sjávarútvegsráðuneytið leyfir á hverri vertíð. De Alessi sagði fræg ummæli enska 18. aldar hagfræðingsins Arturs Young lýsandi fyrir þau áhrif sem skilgreining eignarétt- ar hefði á nýtingu auðlinda: „Af- hendið manni tryggt eignarhald á berri klöpp og hann breytir henni í garð; leyfið honum að leigja garð í níu ár og hann mun breyta honum í eyðimörk.“ Eignarréttur og frjáls viðskipti „Baráttan við fátækt: eignarrétt- ur og frjáls viðskipti“ var yfir- skrift fyrirlestrar Julian Morris. Morris sagði skýrt samband milli heilbrigðis og ríkidæmis og að frjálst viðskiptaumhverfi væri lykill þess að fólk kæmist í álnir. Fjórar forsendur þyrfti að uppfylla til að viðskiptaumhverfi teldist frjálst; eignarréttur ætti að vera skýrt skilgreindur, dóm- stólar þyrftu að vera traustir og mættu ekki gera upp á milli manna vegna stöðu eða stéttar, ríkisinngrip væru í lágmarki auk þess sem pólitískur og efnahags- legur stöðugleiki þyrfti að ríkja. Morris segir viðskipti leiða til aukins hagvaxtar, velmegunar og betri nýtingar á náttúruauð- lindum. Sem dæmi nefndi hann nashyrninga í Afríku; í Suður Afríku séu nashyrningar eign þess sem fer með eignarrétt á landinu, svo sé ekki í Suður-Afr- íku þar sem enginn eignarréttur sé skilgreindur. Afleiðingin sé sú að í austurhluta Afríku séu að- eins tvö þúsund nashyrningar og bændur telji dýrin plágu sem eyðileggi uppskeru. Í Suður-Afr- íku séu hins vegar um tuttugu þúsund nashyrningar og bændur búi vel um þá enda mikil verð- mæti fólgin í dýrunum. Morris telur að sama eigi við um hvali og að yrðu hvalveiðar teknar upp að nýju myndi skil- greining eignarréttar koma í veg fyrir ofveiði og sjá til þess að vel yrði gengið um takmarkaða auð- lind. ■ 13SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 FYRIRLESARAR OG FUNDARSTJÓRI Fundurinn var vel sóttur og góður rómur gerður að máli fyrirlesara. Á myndinni má sjá þau Guðrúnu Gauksdóttur fundarstjóra, Julian Morris, Michael De Alessi og Roger Bate. Sá síðastnefndi fjallaði um skrumskælingu vís- inda í opinberri stefnumótun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.