Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 55
Miso frá Kattholti í byrjun júní. „Ég ákvað að taka Miso að mér því ég elska ketti og langaði í kött hér á Íslandi,“ segir Leisha. „Hún er sennilega tæplega eins árs og hefur aðlagast mjög vel.“ Miso var ekki í góðu ástandi þegar komið var með hana upp í Kattholt. „Hún fannst ráfandi ein um á götunni og var hrikalega horuð. Það tók hana um þrjár vik- ur að byrja að ná sér og hún var mjög veik fyrst eftir að hún kom heim til okkar. Við fengum lyf fyr- ir hana hjá dýralækni og fljótlega fór hún að éta eins og hross,“ seg- ir Leisha og hlær. Leisha átti ekki í vandræðum með að velja Miso. „Hún var eitthvað svo sæt en svo hent- aði aldur hennar og kyn fyrir mig. Hún er rosalega ánægð núna og það er mikill kraftur í henni. Hún er ekkert sérstaklega kelin en ærslast og leikur allan daginn,“ segir dýravinurinn Leisha að lok- um. Fannst eftir fjóra mánuði í tugi kílómetra fjarlægð frá heimilinu Skuggi er lítill kisustrákur sem var rétt um eins árs þegar hann hvarf frá heimili sínu. „Hann hvarf í lok mars og við leituðum að honum úti um allt hverfi,“ seg- ir Lára Kristinsdóttir sem á Skugga. „Við vorum alltaf í sam- bandi við Kattholt og settum aug- lýsingu inn á kattholt.is.“ Fjölskyldan var orðin úrkula vona þegar þau fengu loksins sím- tal fjórum mánuðum eftir hvarfið. „Það hringdi í okkur kona frá Kattholti og lýsingin sem hún gaf okkur passaði alveg við Skugga. Það kom mjög á óvart að hann skyldi finnast eftir svona langan tíma en það voru miklir fagnaðar- fundir að fá hann aftur heim,“ segir Lára. Skuggi var ekki lengi að jafna sig þrátt fyrir mikla svaðilför fjarri heimili sínu. „Hann þjáðist af vítamínskorti og fór mikið úr hárum þegar við fengum hann aft- ur. Það sást móta fyrir rifbeinun- um og maginn var útþaninn. Hann er samt alveg búinn að jafna sig núna og er farinn að fara aftur út.“ Skuggi var búinn að týna ólinni sinni og var ekki eyrnamerktur sem gerði leitina erfiðari en ella. „Við erum búin að eyrnamerkja hann núna,“ segir Lára ánægð með að vera búin að heimta kis- una sína úr helju. ■ SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 KúbaDÁ‹IR & HATA‹IR Kettir hafa verið gæludýr mannsins í mörg þúsund ár en forn-Egyptar voru fyrstir til þess að viðurkenna þá sem meðlimi heimilisins. Á þeim tíma þróað- ist í samfélaginu mikil kattadýrkun sem entist í tvö þúsund ár. Örlög kattarins hafa þó verið hverful og á miðöldum voru þeir brenndir og pyntaðir því almenningur taldi þá hin mestu ólíkindatól sem væru í slagtogi við ill öfl. Þeir hafa því hlotið hvort tveggja konunglega greftrun og nið- urlægjandi útrýmingu. Nú á tímum hefur öldurnar lægt og kettir, eins og önnur gæludýr, eru helst taldir góður félagsskapur og eigendum sínum til yndisauka. Ef svartur köttur hleypur fram hjá flér flá fl‡›ir fla› bara a› d‡ri› sé a› fara eitthvert. Groucho Marx Kötturinn flinn mun aldrei ógna vinsældum flínum me› flví a› gelta klukkan flrjú á nóttinni. Hann mun ekki rá›- ast á póstbur›armanninn e›a éta gluggatjöldinn, fló honum gæti dotti› í huga a› klifra í fleim til a› athuga hvernig herbergi› líti út ofan frá. Helen Powers Ég vildi a› skrif mín gætu or›i› jafn leyndardómsfull og köttur. Edgar Allan Poe Fyrir flúsundum ára voru kettir d‡rka›ir eins og gu›ir. fieir eru ekki búnir a› gleyma flví. Perry Berkeley Hundar koma flegar kalla› er á flá. Kettir taka skilabo› og hafa samband sí›ar. Mary Bly. LÁRA KRISTINS- DÓTTIR með kisu- strákinn sinn Skugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.