Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 55

Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 55
Miso frá Kattholti í byrjun júní. „Ég ákvað að taka Miso að mér því ég elska ketti og langaði í kött hér á Íslandi,“ segir Leisha. „Hún er sennilega tæplega eins árs og hefur aðlagast mjög vel.“ Miso var ekki í góðu ástandi þegar komið var með hana upp í Kattholt. „Hún fannst ráfandi ein um á götunni og var hrikalega horuð. Það tók hana um þrjár vik- ur að byrja að ná sér og hún var mjög veik fyrst eftir að hún kom heim til okkar. Við fengum lyf fyr- ir hana hjá dýralækni og fljótlega fór hún að éta eins og hross,“ seg- ir Leisha og hlær. Leisha átti ekki í vandræðum með að velja Miso. „Hún var eitthvað svo sæt en svo hent- aði aldur hennar og kyn fyrir mig. Hún er rosalega ánægð núna og það er mikill kraftur í henni. Hún er ekkert sérstaklega kelin en ærslast og leikur allan daginn,“ segir dýravinurinn Leisha að lok- um. Fannst eftir fjóra mánuði í tugi kílómetra fjarlægð frá heimilinu Skuggi er lítill kisustrákur sem var rétt um eins árs þegar hann hvarf frá heimili sínu. „Hann hvarf í lok mars og við leituðum að honum úti um allt hverfi,“ seg- ir Lára Kristinsdóttir sem á Skugga. „Við vorum alltaf í sam- bandi við Kattholt og settum aug- lýsingu inn á kattholt.is.“ Fjölskyldan var orðin úrkula vona þegar þau fengu loksins sím- tal fjórum mánuðum eftir hvarfið. „Það hringdi í okkur kona frá Kattholti og lýsingin sem hún gaf okkur passaði alveg við Skugga. Það kom mjög á óvart að hann skyldi finnast eftir svona langan tíma en það voru miklir fagnaðar- fundir að fá hann aftur heim,“ segir Lára. Skuggi var ekki lengi að jafna sig þrátt fyrir mikla svaðilför fjarri heimili sínu. „Hann þjáðist af vítamínskorti og fór mikið úr hárum þegar við fengum hann aft- ur. Það sást móta fyrir rifbeinun- um og maginn var útþaninn. Hann er samt alveg búinn að jafna sig núna og er farinn að fara aftur út.“ Skuggi var búinn að týna ólinni sinni og var ekki eyrnamerktur sem gerði leitina erfiðari en ella. „Við erum búin að eyrnamerkja hann núna,“ segir Lára ánægð með að vera búin að heimta kis- una sína úr helju. ■ SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 KúbaDÁ‹IR & HATA‹IR Kettir hafa verið gæludýr mannsins í mörg þúsund ár en forn-Egyptar voru fyrstir til þess að viðurkenna þá sem meðlimi heimilisins. Á þeim tíma þróað- ist í samfélaginu mikil kattadýrkun sem entist í tvö þúsund ár. Örlög kattarins hafa þó verið hverful og á miðöldum voru þeir brenndir og pyntaðir því almenningur taldi þá hin mestu ólíkindatól sem væru í slagtogi við ill öfl. Þeir hafa því hlotið hvort tveggja konunglega greftrun og nið- urlægjandi útrýmingu. Nú á tímum hefur öldurnar lægt og kettir, eins og önnur gæludýr, eru helst taldir góður félagsskapur og eigendum sínum til yndisauka. Ef svartur köttur hleypur fram hjá flér flá fl‡›ir fla› bara a› d‡ri› sé a› fara eitthvert. Groucho Marx Kötturinn flinn mun aldrei ógna vinsældum flínum me› flví a› gelta klukkan flrjú á nóttinni. Hann mun ekki rá›- ast á póstbur›armanninn e›a éta gluggatjöldinn, fló honum gæti dotti› í huga a› klifra í fleim til a› athuga hvernig herbergi› líti út ofan frá. Helen Powers Ég vildi a› skrif mín gætu or›i› jafn leyndardómsfull og köttur. Edgar Allan Poe Fyrir flúsundum ára voru kettir d‡rka›ir eins og gu›ir. fieir eru ekki búnir a› gleyma flví. Perry Berkeley Hundar koma flegar kalla› er á flá. Kettir taka skilabo› og hafa samband sí›ar. Mary Bly. LÁRA KRISTINS- DÓTTIR með kisu- strákinn sinn Skugga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.