Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 1
Gu› er stórkost- legur húmor JÓN GNARR ▲ FÓLK 38 GEFUR ÚT BAKÞANKA SÍNA MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SVALT Á NORÐURLANDI áfram og víða einhver væta. VEÐUR 4 SUNNUDAGUR 28. ágúst 2005 - 231. tölublað – 5. árgangur Segir mannréttindi brotin í Garðasókn Frá byrjun árs 2004 hafa illindi sett mark sitt á Garðasókn í Garðabæ. Séra Hans Markús Hafsteinsson segir brotið á mannréttindum sínum og hefur leitað til bæði Persónuverndar og dómstóla. VIÐTAL 24 PETREA FINNSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● atvinna NÍU LÍF Í KATTHOLTI ▲ DÝRALÍF 22 ▲ VEÐRIÐ Í DAG Stelpurnar mæta Svíum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður í eldlínunni í Svíþjóð í dag í undankeppni HM í Kína 2007 á móti einum af sterkustu kvennalandsliðum heims. Þjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson leggur áherslu á varnarleikinn í leiknum. ÍÞRÓTTIR 30 Dönsku blö›in sótt á fimmtudögum A› taka a› sér kött er langtíma skuldbinding VANRÆKTIR KETTIR EIGA SÉR ATHVARF Í KATTHOLTI Skeytir skapi á golfkylfum Björgólfur Jóhannsson þykist ekki muna eftir því að hann eigi afmæli þegar haft er samband við hann. Síð- an hlær forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssam- bands Útvegsmanna og segir að það sé víst rétt að árin verði fimmtíu í dag. TÍMAMÓT 14 EFNAHAGSMÁL Söluandvirði Símans verður meðal annars varið til þess að byggja nýtt hátæknisjúkrahús og til að leggja nýja Sundabraut frá Sæbraut að Vesturlandsvegi samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Talið hefur verið að lagning Sundabrautar geti kostað um tíu milljarða og nefnt hefur verið að nýtt hátæknisjúkrahús geti kostað á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm milljarða króna. Andvirðinu af sölu Símans verð- ur einnig varið til að greiða niður skuldir ríkisins og byggja upp fjar- skiptaþjónustu á landsbyggðinni. Stjórnarflokkarnir ræða nú sín á milli um hvernig verja eigi þeim peningum sem fengust fyrir Sím- ann eða 66,7 milljörðum króna. Þeir ætla að kynna niðurstöður sínar áður en þing kemur saman í haust samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Þingflokkar Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins ákváðu á sínum tíma þegar afráðið var að selja Símann að hluta andvirðisins yrði varið til að byggja upp fjar- skiptaþjónustu á landsbyggðinni. Meðal þess sem búast má við að ráðist verði í er stækkun móttöku- svæðis GSM-kerfisins og fjölgun á háhraða nettengingum til heimila á landsbyggðinni. Ekki er ljóst hversu miklum fjármunum verður varið til hvers þeirra verkefna sem ákveðið hef- ur verið að ráðast í en það ætti að liggja fyrir á næstu dögum og vikum. Sjá síðu 18 og 19 / - hb STJÓRNARSKRÁ Þorsteinn Pálsson, sendiherra og fulltrúi í stjórnar- skrárnefnd, segir augljóst að Ís- lendingar geti ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu að óbreyttri stjórnarskrá. Fullveld- isákvæðin standi í vegi fyrir því. „Mér finnst eðlilegt að stjórn- völd á hverjum tíma eigi að geta metið það hvort við stígum slíkt skref. Og þá er nauðsynlegt að setja um það reglur í stjórnar- skrá hvernig slík mál skuli borin upp og samþykkt.“ Þorsteinn segir engan ágrein- ing um að þjóðin yrði sjálf að taka ákvarðanir í þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál eins og aðild að Evrópusabambandinu. „Ég tel að mál af þessu tagi þurfi að ákveða með mjög víð- tækri sátt og ástæða sé til að gera kröfur um aukinn meiri- hluta í þinginu eða meðal kjós- enda þegar slík skref yrðu stig- in. Ég held að það sé ekki skyn- samlegt að sitja uppi með stjórnarskrá sem ekki geymir heimildir til þess að stíga skref af þessu tagi. Í dag er stjórnar- skráin okkar algerlega lokuð að þessu leyti og það er ekki hyggi- legt.“ Sjá síðu 16 ÞORSTEINN PÁLSSON SENDIHERRA Þorsteinn, sem er fulltrúi í stjórnar- skrárnefnd, segir engan ágreining um að þjóðin verði sjálf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Sjúkrahús og Sundabraut fyrir hagna› af Símasölu Stjórnarflokkarnir ræ›a flessa dagana hvernig verja eigi hagna›inum af sölu Símans. Söluandvir›inu ver›ur me›al annars vari› til fless a› byggja hátæknisjúkrahús og leggja Sundabraut. Þorsteinn Pálsson sendiherra telur fullveldisákvæði stjórnarskrár of ströng: Stjórnarskrá útilokar a›ild a› ESB KONSERT Í KERINU Ragnhildur Gísladóttir og Árni Johnsen tóku lagið saman á einstæðum tónleikum í Kerinu í Grímsnesi í gær. Tónleikarnir, sem voru haldnir til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, voru vel sóttir og þóttu takast vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN Reyndu að skrá sig í herinn: Gramar ömmur ekki ákær›ar BANDARÍKIN, AP Ríkissaksóknar- inn í Tucson í Arizona hefur fall- ið frá ákærum á hendur fimm ömmum sem reyndu að skrá sig í herþjónustu Bandaríkjahers. Ömmurnar, sem eru frá 65 til 81 árs, eiga allar barnabörn sem gegna herþjónustu í Írak. Þær hafa mótmælt fyrir utan skrán- ingarstöð bandaríska hersins í Tucson í hverri viku síðastliðin þrjú ár. Fyrir skömmu ákváðu þær að reyna að skrá sig sjálfar í herinn svo barnabörnin fengju að koma heim. Því var tekið fremur illa á skráningarstöðinni og var hringt í lögregluna. Í kjölfarið voru ömmurnar síðan ákærðar fyrir að hafa verið í óleyfi inni á lóð hersins. Ríkissaksóknari hefur nú fall- ið frá ákærunum þar sem hann taldi að erfitt yrði að sanna sekt kvennanna sem hafa fengið við- urnefnið „grömu ömmurnar.“ Engan bilbug er að finna á ömmunum og hyggjast þær halda mótmælum sínum áfram þar til herinn verður kallaður heim. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.