Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 14
Björgólfur Jóhannsson þykist ekki muna eftir því að hann eigi afmæli þegar haft er samband við hann. Síðan hlær forstjóri Síldar- vinnslunnar og formaður Lands- sambands Útvegsmanna og segir að það sé víst rétt að árin verði fimmtíu í dag. Honum finnst það þó ekki mikil tímamót og segir líf- ið ganga áfram sinn vanagang. „Ég ætla ekki að vera heimavið í dag heldur ætla ég að fara eitt- hvert með mínum allra nánustu vinum og ættingum,“ segir Björgólfur sem ver afmælisdeg- inum í Reykjavík. Hann er ekki mikið fyrir veislur og finnst því ágætt að flýja að heiman á svona tímamótum. Þá man hann heldur ekki sér- staklega eftir afmælum úr æsku sinni. „Það var ekki venja að halda mikið upp á afmæli,“ segir Björgólfur sem ólst upp í Greni- vík. Sumarið hefur verið í rólegri kantinum hjá Björgólfi en hann hefur þó farið bæði í laxveiði og að spila golf. Hann hefur nýlega ánetjast golfíþróttinni og segist ekki mjög góður. „En það dugar fyrir mig. Það er helst að ég verði að hafa hemil á skapinu,“ segir Björgólfur hlæjandi en hann telur mjög jákvætt að golfkylfur séu úr nær óbrjótandi efni. „Það er verst þegar kúlan lendir rétt aftan við þann stað sem hún þegar er á,“ segir forstjórinn og hlær. Haustið leggst vel í Björgólf. Horfurnar í síldveiði eru þokka- lega góðar og nýtt kvótaár hefst 1. september. „Þá lyftist alltaf brún- in á útgerðarmönnum,“ segir Björgólfur sem býst ekki við nein- um afmælisgjöfum nema ef væri frá móður sinni sem muni ávallt eftir sér. ■ 14 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR JOHANN WOLFGANG VON GOETHE (1748-1832) fæddist þennan dag. BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON FORSTJÓRI SÍLDARVINNSLUNNAR ER FIMMTUGUR Skeytir skapi á golfkylfum „Rétt svar er líkt og kærleiksríkur koss.“ Johann Wolfgang von Goethe var þýskur rithöfundur og vísindamaður. Hann er meðal annars höfundur rit- verksins Faust. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Birgir Sigurðsson rithöfundur er 68 ára. Hjördís Hákonardóttir héraðsdómstjóri er 61 árs. Magnús Þór Sigmundsson tónlistar- maður er 57 ára. Örlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður er 52 ára. Hjálmar Hjálmarsson leikari er 42 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1749 Johann Wolfgang von Goethe rithöfundur 1828 Leo Tolstoj rithöfundur 1965 Shania Twain sveitasöngkona Cetshwayo konungur, síðasti mikli leiðtogi Zulu-manna, var handsamaður af Bretum þennan dag árið 1879. Konungurinn var sendur í útlegð og þar með lauk Zulu-stríðinu. Upphaf innrásar Breta í Zulu-land má rekja til andstöðu Cetshwayo við breskri stjórn í suðurhluta Afríku. Cetshwayo tók við konungstign- inni að föður sínum látnum árið 1872. Hann var staðráðinn í að berjast gegn evrópskum yfirráð- um í konungsríki sínu. Í desem- ber árið 1878 neitaði Cetshwayo að leysa upp hersveitir sínar eins og Bretar kröfðust. Í janúar réð- ust því Bretar inn á land Zulu manna. Bretar urðu fyrir miklu mannfalli í nokkrum bardögum. En í lok mars snerist gæfan þeim í hag í bardaganum við Khambula. Þar handsömuðu þeir konung- inn og sendu hann í kjölfarið í útlegð. Fjórum árum síðar fékk Cetshwayo að snúa aftur til að ríkja yfir hluta konungsríkis síns. Hins vegar höfðu þegnar hans misst álit á honum vegna ósigra hans og var hann því fljótlega gerður útlægur á ný en nú af þjóð sinni. Cetshwayo dó í út- legð árið 1884. CETSHWAYO Konungur Zúlúmanna ÞETTA GERÐIST > 28. ÁGÚST 1879 MERKISATBURÐIR 1818 Landsbókasafn Íslands er stofnað. Það hét upphaflega Íslands Stiftis- bókasafn. 1910 Vígslubiskupar eru vígðir í fyrsta sinn á Íslandi. 1963 „Ég á mér draum,“ segir blökku- mannaleiðtoginn Martin Luther King Jr. í sögufrægri ræðu sinni við Lincoln-minnisvarðann í Was- hington. 1967 Tólf manna áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði finnst heil á húfi eftir að hafa verið í björgunarbátum á fimmta sólarhring. 1986 Bylgjan hefur útsendingar. Hún var fyrsta útvarpsstöðin í einka- eign eftir að einkaréttur Ríkisút- varpsins var afnuminn. 1996 Skilnaður Karls prins og Díönu prinsessu gengur í gegn. Konungur Zulu-manna handsama›ur Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagbjört Sigurðardóttir frá Stígshúsi, Stokkseyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst. Ágúst Guðbrandsson Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir Einar Páll Bjarnason Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir Logi Hjartarson Kristín Steinþórsdóttir Jason Steinþórsson Hrönn Sturlaugsdóttir Guðbrandur Stígur Ágústsson Brynhildur Arthúrsdóttir Guðríður Bjarney Ágústsdóttir Sigríður Inga Ágústsdóttir Dagrún Mjöll Ágústsdóttir Aron Hauksson barnabörn og barnabarnabörn www.steinsmidjan.is Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, Alda Sigurvinsdóttir Barðastöðum 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kristín S. Vilhelmsdóttir Atli Edgarsson Guðmundur J. Vilhelmsson Jóndís Einarsdóttir Ragna G. Vilhelmsdóttir Rudolf K. Rúnarsson Linda B. Vilhelmsdóttir Óskar G. Óskarsson Halldór G. Vilhelmsson Íris Ólafsdóttir Alda Guðlaug, Bryndís Ósk, Ragnar Björn, Hanna Liv, Guðný Ása og Vilhelm Frank. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Héðinn Jónsson skipstjóri, Mýrum 14, Patreksfirði, andaðist mánudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14:00. Guðrún Jónsdóttir Elín Magnea Héðinsdóttir Bolli Ólafsson Jón Már Héðinsson Rósa Líney Sigursveinsdóttir Inga Mirjam Héðinsdóttir Kristján Hermannsson Jóhannes Héðinsson Styrgerður Fjeldsted Freyr Héðinsson Steinunn Finnbogadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Mjólkursamlagi› fær a› standa MJÓLKURSAMLAGIÐ Mjólkursamlagið er gráa húsið við sjóinn. Það verður ekki rifið eins og bæjaryfirvöld höfðu áður ákveðið Hús gamla Mjólkursamlagsins í Borgarnesi sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins verður ekki rifið eins og áður hafði verið ákveðið. Bæjarstjórn Borgar- byggðar hafði ákveðið að fjar- lægja húsið, sem er frekar illa farið, til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð við Brákasund. En því var víða mótmælt hástöfum og stofnuð voru hollvinasamtök Gamla Mjólkursamlagsins, enda þykir húsið hafa menningarsögu- legt gildi. „Það var ákveðið á síðasta fundi bæjarráðs að ganga til samninga um sölu á húsinu,“ seg- ir Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. Páll Björgvins- son arkitekt hefur gert kauptilboð í húsið en bæjarstjóri telur að hann muni nýta það fyrir íbúðir og menningartengda þjónustu. „Við settum þau skilyrði að þetta yrði í takt við það skipulag sem þarna er fyrir,“ segir Páll Brynjarsson sem telur hugmynd- ir Páls Björgvinssonar í samræmi við það. „Menn eru mjög sáttir við þá niðurstöðu að þarna væri aðili sem væri tilbúinn að gera húsið upp en Borgarbyggð treysti sér ekki í þær framkvæmdir,“ segir Páll. ANDLÁT Sævar Tryggvason lést á Landspítalan- um við Hringbraut, föstudaginn 26. ágúst. Elín Guðmundsdóttir lést á Sjúkrahúsi Akraness, föstudaginn 26. ágúst. Kristján FR. Hagalínsson lést á Landspítal- anum Fossvogi, miðvikudaginn 24. ágúst. Sigurður Guðmundsson lést á Landspít- alanum Fossvogi, fimmtudaginn 25. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.