Fréttablaðið - 10.09.2005, Síða 29

Fréttablaðið - 10.09.2005, Síða 29
[ TÍSKUVIKA Í NEW YORKNicole Miller sýnir vor- og sumarlínuna BLS. 6 ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 10. september, 253. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.36 13.25 20.11 AKUREYRI 6.17 13.09 19.59 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Maggnús Víkingur Grímsson á nokkur einstök farartæki. Þar á meðal er kraftmesti Kádiljákur landsins. „Sumir vilja vera öðruvísi en aðrir og stundum þurfa þeir hjálpartæki til þess. Ég er svo venjulegur sjálfur að ég þarf óvenju- leg tæki til að láta bera á mér,“ segir Maggnús Víkingur hlæjandi þegar hann er spurður út í tækjabakteríuna. Kádiljákur- inn hans er af árgerð 2003 og Maggnús full- yrðir að hann sé sá aflmesti á landinu. „Ég keypti hann af kaupsýslumanni sem kom honum ekki fyrir í bílskúrnum fyrir Porsche-um. Hann lét setja í hann supercharger-blásara til þess að breyta upphaflegu vélinni úr 340 hestöflum í 540. Þá þurfti að taka allt bremsukerfið í gegn til að hann mætti vera á götunum með svona aflmikla vél og svo þurfti að breyta tölvukerfinu líka. Þetta var allt gert í Am- eríku af dótturfyrirtæki Kádiljáks en þeir selja ekki svona búnað öðruvísi en að ganga frá honum sjálfir.“ Maggnús kveðst hafa verið hamingju- samur eigandi nýs og breytts Ranger Rovers þegar kunninginn rétti honum lyklana að Kádiljáknum og sagði honum að prufa. „Þá var fjandinn laus. Ég tættist á bílnum um borgina og náði ekki af mér brosinu fyrr en löngu eftir að ég var búinn að leggja honum því þetta er ofurjeppi.“ Maggnús segir Kádiljákinn engan fjalla- bíl heldur „sýndarmennsku“ borgarbíl. „Ég hef voðalega gaman af að taka af stað á grænu ljósi við hliðina á Porsche- unum og skilja þá eftir en ef það gerist að morgni til vakna allir í nærliggjandi húsum því hávaðinn er svo mikill,“ segir Maggnús Víkingur glettinn. gun@frettabladid.is Ná›i ekki af mér brosinu Heildarsala BMW jókst óvenjumikið í nýliðnum ágúst- mánuði, um tæp 24 % miðað við sama mánuð í fyrra. Söluaukningin síðastliðna átta mán- uði nemur 11% borið saman við sama tíma- bil í fyrra. Ágústmán- uður var einnig óvenjugóður fyrir BMW hér á landi, sal- an var næstum þrisvar sinnum meiri en í sama mánuði í fyrra. Heildarsala BMW hef- ur því aukist um rúm 55 prósent, sem er ívið meira en nemur heildar- söluaukningunni á bílamarkaði. Naomi Campbell ætlar að gefa laun sín fyrir tískuvikuna í New York til fórnarlamba fellibylsins Katrínar í New Or- leans. Hún hefur boðið hvaða tískuhönnuði sem er vinnu sína, svo lengi sem þeir borgi ferð hennar til New Orleans. Fyrsta fyrirsætustarfið hennar var í New Or- leans þegar hún var fimmtán ára og segist hún vilja gera allt til að hjálpa. Fáskrúðsfjarðargöng voru formlega opnuð í gær við hátíðlega at- höfn. Göngin eru 5,9 km löng, þar af 5,7 km göng í bergi og 200 m langir vegskál- ar. Nýir aðkomuvegir eru 1,9 km Reyðarfjarðarmegin og 6,6 km Fáskrúðsfjarðarmegin. Kádiljákurinn hans Maggnúsar Víkings er ofurjeppi og Triumph-hjólið er aflmesta fjöldaframleidda hjólið í heim- inum í dag, 2.300 kúbik. Svo á hann líka Honda Goldfinger-hjól sem er alsett málverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIGGUR Í LOFTINU [ BÍLAR - TÍSKA - FERÐIR ] KRÍLIN Pabbi, er grasekkja eiginkona grænmetisætu sem er dáin? SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. BMW1 Lúxus í litlum bíl BLS. 2 BÚDAPEST Perlan við Dóná BLS. 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.