Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Aðalfundur LÍÚ Tapa á háu gengi Sjávarútvegur Sátt í sjónmáli Kauphöllin í Tókýó Viðskipti stöðvuð Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 2. nóvember 2005 – 31. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FL Group stærst | FL Group er nú stærsti hluthafinn í easyJet með 16,2 prósenta hlut. Eignar- hlutur félagsins er orðinn meira en tuttugu milljarða króna virði. Undir væntingum | Hagnaður Össurar var 52 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 338 millj- ónum. Kaupþing áminnt | Sænska fjár- málaeftirlitið áminnti Kaupþing banka í Svíþjóð fyrir meðferð á eignarhlutum í tveimur sjóðum bankans. Málið varðar meðferð eignarhluta sjóðanna í fyrirtæk- inu Airsonett AB. Síminn afskráður | 162 af 1252 hluthöfum Símans nýttu sér yfir- tökutilboð sem nýir eigendur Sím- ans gerðu þeim. Nýr markaður | Kauphöll Íslands opnar nýjan hlutabréfamarkað í desember. Nýi markaðurinn er sérstaklega fyrir minni fyrirtæki og frumkvöðlafyrirtæki. Stærstir í Evrópu | Íslenskir að- ilar eru orðnir einu stærstu sölu- aðilar Apple-vara í Evrópu eftir að hafa keypt 38 prósent í norska félaginu Office Line. 66 milljarðar | Hagnaður við- skiptabankanna þriggja, Íslands- banka, KB banka og Landsbank- ans, á fyrstu níu mánuðum ársins nam um 66 milljörðum króna eftir skatta. AB selur í Össuri | Sænski fjár- festingasjóðurinn AB Industri- värden hefur selt allt hlutafé sitt í Össuri hf. Stjórnendur hagnast | Sjö stjórnendur hjá KB banka hafa ákveðið að nýta sér kauprétt á hlutum í bankanum. Markaðsvirði hlutanna er um 929 milljónir króna. Opna Taco Bell í stað Wendy’s Eigendur vilja Taco Bell á höfuðborgarsvæðið. Fyrsti Taco Bell-staðurinn verður opnaður hér á landi eftir tíu daga á svæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem áður var hinn þekkti Wendy’s-ham- borgastaður. Taco Bell er með þekktustu skyndibitakeðjum heims og selur mexíkóskan skyndibita. Það eru sömu eigend- ur og að kjúklingastaðnum Kent- ucky Fried Chicken sem koma að rekstri Taco Bell. „Við höfum auðvitað áhuga á því að opna á höfuðborgarsvæð- inu í framhaldinu. Við höfum bæði staði í Mosfellsbæ og í Hafn- arfirði sem gætu hentað undir Taco Bell en þetta er tilrauna- starfsemi og við verðum að sjá,“ segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi Kentucky, oft kenndur við Góu. Hann segir að beðið sé með eftirvæntingu eftir staðnum. „Þeir eru að verða mjög hungrað- ir þarna suður frá.“ Fyrsti Taco Bell-staðurinn var opnaður í Bandaríkjunum árið 1962 og um 6.500 Taco Bell-staðir eru þar í landi en aðeins um 280 utan Bandaríkjanna. Áttatíu prósent af stöðunum eru rekinr sjálfstætt samkvæmt viðskipta- sérleyfum frá Taco Bell. - hb Björgvin Guðmundsson skrifar „Í byrjun síðustu viku eftir að ný stjórn var kjörin í Icelandic Group áttum við samtöl um samstarf þessara fyrirtækja. Síðan unnum við nótt sem nýt- an dag til að ná þessum samningum,“ segir Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Icelandic Group, sem hefur keypt þýskt fyrirtæki sem framleiðir frystar sjávarafurðir. Þýska fyrirtækið heitir Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood og er í eigu Finnboga Baldvinssonar og Samherja. Finnbogi er forstjóri Pickenpack og bróðir Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja. Verður þeim greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group og munu eiga 21,25 prósent í félag- inu að því loknu. Miðað við markaðsverðmæti hlutabréfanna í dag er kaupverðið 5,5 milljarðar króna. Gunnlaugur segir gífurlegan feng að fá Sam- herja til samstarfs og Finnboga, sem verður for- stjóri Icelandic í Evrópu. Hann hafi snúið rekstri Hussman & Hahn við eftir að hafa keypt fyrirtækið árið 2000. Það var síðan sameinað Pickenpack 2003. Sameinað fyrirtæki er sagt stærsta framleiðslu- fyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða. Í ár er áætlaður rekstrarhagnaður Pickenpack – Hussman rúmur milljarður króna. Gert er ráð fyrir að veltan verði fjórtán milljarðar árið 2006 og tekj- ur Icelandic í Evrópu aukist á næsta ári um 28 pró- sent. „Það eru gríðarleg samlegðartækifæri fyrir hendi. Við ætlum okkur að vera leiðandi í sölu á fiski og þetta styður einnig við starfsemi okkar í Asíu þaðan sem við fáum ufsann til vinnslu,“ segir Gunnlaugur Sævar. Afkoma verksmiðja í Bretlandi hafi ekki verið viðunandi og ætlunin sé að bæta þar úr með hagræðingu í framleiðslu á frystum afurð- um í samstarfi við Pickenpack. Um 65 prósent af allri framleiðslu Pickenpack eru fiskréttir sem fara í smásöluverslanir. Gunn- laugur segir sölu á frosnum fiskréttum stöðuga en vöxtur sé í sölu á kældum og ferskum afurðum. Það eigi sérstaklega við Bretland. Kaupin á þýska fyrir- tækinu séu því í samræmi við stefnu Icelandic Group. F R É T T I R V I K U N N A R 4 12-13 7 Hafliði Helgason skrifar Hluthafafundur FL Group sam- þykkti í gær tillögur sem fyrir fundinum lágu um aukningu hlutafjár. Hannes Smárason, forstjóri félagsins kynnti skipulagsbreyt- ingar félagsins í öflugt fjárfest- ingarfélag. Tillaga lá fyrir fundinum um að auka hlutafé FL Group um 44 milljarða að markaðsvirði. Auk þess lá fyrir tillaga um heimildir stjórnar til útgáfu hlutafjár með- al annars vegna kaupa á Sterl- ing. Vilhjálmur Bjarnason, hlut- hafi í FL Group, greiddi einn at- kvæði gegn tillögunni sem var samþykkt af öðrum hluthöfum sem mættir voru á fundinn. Vilhjálmur lagði fram nokkrar spurningar á fundinum meðal annars þá sem hann hafði boðað í kjölfar sögusagna um flutning þriggja milljarða frá félaginu til Luxemborgar sem ekki tengdust rekstri FL Group. Vildi Vilhjálm- ur að endurskoðendur vottuðu að slíkt hefði ekki átt sér stað. Skarphéðinn Berg Steinars- son, stjórnarformaður FL Group vísaði til þess að endurskoðendur hefðu farið yfir uppgjör fyrri hluta árs félagsins og myndu endurskoða komandi uppgjör. Þeir myndu horfa til þess sem og annarra þátta sem lúta að reikn- ingum félagsins. Vilhjálmur vildi einnig vita hvort þorri viðskipta með bréf easyJet væru á vegum FL Group og þau ein og sér á bak við hækkun félagsins. Skarphéð- inn sagði félagið ekki hafa haft óeðlileg áhrif á gengi í Kauphöll- inni í London. Útrásarvísitalan hækkar: BTC og Saunalahti hækka mest allra Búlgarska símfyrirtækið BTC hækkar mest allra félaga í útrás- arvísitölunni, um 7,8 prósent á milli vikna, og finnska símfyrir- tækið Saunalahti hækkar næst- mest, um 6,1 prósent. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet og breska iðnaðarfyrirtækið NWF koma svo næst með um 5,3 pró- sent hækkun hvort félag. Útrás- arvísitalan hækkar um 3,18 pró- sent á milli vikna og er hún nú 108,9 stig. Mest lækkar sænska fyrir- tækið Cherryföretag, um 4,9 pró- sent, og næstmest breska tísku- vörukeðjan French Connection, um 3,4 prósent. - hb Ætla að vera leið- andi í sölu á fiski Icelandic Group kaupir þýskt fyrirtæki sem framleiðir fryst- ar sjávarafurðir á 5,5 milljarða króna. Veltan í Evrópu eykst um 28 prósent og möguleikar á hagræðingu í framleiðslu. Samþykkja hlutafjáraukningu Hluthafar FL Group samþykktu hlutafjáraukningu á fundi í gær. Einn hlut- hafi var á móti og lagði fram nokkrar spurningar sem tengdust rekstrinum. 01_24_Markadur-lesið 1.11.2005 16:08 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2005 — 296. tölublað — 5. árgangur SKRIFSTOFAN SÆVAR SKAPTASON SKRIFSTOFUSTJÓRI: Á skemmtilegum vinnustað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 119 kr/stk Ljósritunarpappír 394 kr/pakkningin Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr fást í 10, 25, 50 og 100 stk einingum VIÐ KAUP Á EGLA BRÉFABINDUM ERTU AÐ TRYGGJA MÖRGUM EINSTAKLINGUM BETRI FRAMTÍÐ STABILO BOSS Margir litir. Verð 89 kr/stk PILOT FEED GP4 Skriflitur 4 lita VERÐ 296 KR Þunnu möppurnar með mjúku og hörðu baki. Þær sem allir eru að spyrja um Teygjumöppur af öllum gerðum PILOT SUPER GRIP VERÐ 98 KR FÁST Í ÖLLUM BETRI BÓKAVERSLUNUM Dagbækurnar fyrir árið 2006. Letrum á þær eftir óskum Nútímaleg skrifstofa BLS. 2 Stílhrein hönnun Metnaður lagður í íslenska framleiðslu BLS. 4 Hönnun hjá Á. Guðmundssyni Breytt um vinnustöðu BLS. 6 Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari Á skemmtilegum vinnustað BLS. 7 Sævar Skaptason skrifstofustjóri Skrifstofan í vasann BLS. 7 Einfaldar lausnir hjá Símanum EFNISYFIRLIT skrifstofan [ SÉRBLAÐ UM NÚTÍMALEGT VINNUUMHVERFI – MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 ] RÉTTU PLÖNTURNAR Blóm á skrifstofunni SJÁ BLS. 6 SÖGUMOLAR Hvítt brauð sem strokleður SJÁ INNI Í BLAÐI 01skrifstofan FORS NOTA 1.11.2005 15:41 Page 3 FANGAR „Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um flutn- inga Bandaríkjamanna á föng- um um íslenska lofthelgi, til eða frá áfangastöðum, þar sem þeir kynnu að hafa verið beittir pynd- ingum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra. Flugmálastjórn staðfestir að fimmtán flugvélar, sem gætu hafa flutt fanga á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar, hafi haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu 1. janúar 2001 til 3. október 2005. Hver þeirra hafi lent frá fjórum sinnum og upp í fimmtán sinnum hér á landi á þessum tíma. Ragnheiður segir að utanrík- isráðuneytið láti nú kanna hjá íslenskum flugmálayfirvöldum og bandarískum stjórnvöldum hvort mögulega hafi verið farið með fanga um íslenska lofthelgi. „Við höfum fengið lista frá Danmörku yfir þau flugnúmer sem við sögu koma. Samkvæmt áætlun vélar- innar, sem lenti hér 8. mars síðast- liðinn, voru aðeins tveir einstakl- ingar um borð.“ Ragnheiður segir að utanrík- isráðuneytið hafi enga vitneskju um það hvort í þeirri flugvél né öðrum hafi verið fangar. „Það hefur hvergi verið staðfest og eru því eins og hverjar aðrar sögu- sagnir á þessu stigi,“ segir Ragn- heiður. Grunur um að bandaríska leyniþjónustan flytji fanga um Ísland: Ekki með vitund stjórnvalda HAMINGJA Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mæling- um World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubú- um með 8,0 í hamingjueinkunn. Íslendingar fylgja fast á eftir með frændum sínum Írum með 7,8. Af Norðurlandaþjóðum eru Norðmenn óhamingjusamastir með 7,4 í einkunn en þeir geta þó vel við unað miðað við óhamingju- sömustu þjóðir heims sem eru Tansaníumenn og íbúar Zimbabve sem einungis mælast með 3,4 í hamingjueinkunn. ■ Alþjóðleg hamingjumæling: Íslendingar í fremstu röð Hlær einn að eigin bröndurum Rithöfundurinn Stefán Máni vill láta loka bókabúðum þegar nýjasta bók hans, Túr- isti, kemur út. FÓLK 42 Íslandsmet í aðstoðar- mennsku Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, á Íslandsmet í aðstoðarmennsku við ráðherra. Hann hefur aðstoðað ráð- herra í rúm tíu ár. TILVERAN 14 VÍSINDI Taugasérfræðingar við háskóla í Missouri hafa komist að því að karlkyns mýs syngja undur- fagra söngva fyrir þær kvenkyns mýslur sem þeir hafa fellt hug til. Söngvarnir eru hins vegar á svo hárri tíðni að mannseyrað greinir þá ekki. Vísindamennirnir létu mýsnar þefa af baðmull vættri þvagi sem innihélt kynörvandi ferómóna úr kvenkyns músum. Eftir að hafa hnusað af baðmullinni hófu mýsn- ar að syngja af öllum lífs og sálar- kröftum. Hingað til hefur aðeins verið talið að hvalir, fuglar og apar syngju með þessum hætti en nú bætast mýs í hópinn. Hægt er að hlýða á sönginn á vefsíðu breska blaðsins Guardian á slóðinni www.guardian.co.uk. ■ Dýrin eru rómantísk: Mýsnar syngja ástarsöngva MÚSAMANSÖNGUR Mýs eru músíkalskari en áður var talið. VEÐRIÐ Í DAG Valur styrkist Valsarar afhjúp- uðu tvo nýjustu liðsmenn sína í gær. Laun þeirra slaga hátt upp í laun meðal- manna í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR 36 DÁLÍTIL RIGNING SUÐAUSTAN til. Stöku él við norðurströndina, einkum síðdegis. Annars yfirleitt þurrt en fremur skýjað. Hiti 2-6 stig syðra en við frost- mark nyrðra. VETRARLJÓSIN Í BÆNUM Fannir Esjunnar og höfuðborgin ljómuðu í tærri vetrarbirtunni í gær. Umferðar- og bílljósin sköpuðu skærrauða andstæðu við hvíta vetrarbirtuna er þessi fótgangandi borgarbúi skaut sér yfir Lækjargötuna.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOMINN Á DVD Í VERSLANIR! FLUG „Flugöryggi á Keflavíkur- flugvelli líður fyrir þennan nið- urskurð. Áður höfðum við sex tæki til snjóruðnings sem eru nú aðeins þrjú. Það er ekki til mann- skapur til þess að vinna þessa vinnu. Þetta kemur niður á flug- brautum og bremsuskilyrðum fyrir flugvélar,“ segir Vernharð Guðjónsson, formaður Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Slökkviliðsmenn á Keflavík- urflugvelli hafa áhyggjur af öryggi flugvéla á vellinum vegna samdráttar og uppsagna á starfs- mönnum. Vernharð telur að niðurskurð- ur á þessari þjónustu sé í beinu samhengi við samdrátt hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er kannski táknrænt fyrir það að varnarliðið sé hreinlega að pakka saman,“ segir Vern- harð og bendir á að nýverið hafi gömul kafbátaleitarvél, sem lengi hefur staðið á vellinum sem sýn- ingargripur, verið rifin niður og fjarlægð. „Það vantar einhverja staðfestingu á því sem hér er á ferðinni því að stjórnvöld gefa ekkert upp.“ Ásgeir Húnbogason, vann við viðgerðir á snjómoksturstækj- um á vellinum en var sagt upp í haust: „Ég lét Davíð Oddsson vita af þessari stöðu mála í september. Ég sendi honum tölvupóst ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra og stjórnmálamönnum úr öllum flokkum og lýsti ástandinu,“ segir Ásgeir og bætir við: „Mér þykir áhugaleysi samgönguráð- herra á málinu vera undarlegt.“ Jón Böðvarsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, segir spurninguna snúast um þá staðla sem unnið sé eftir: „Ef þeir hafa raunverulegar áhyggjur af flug- öryggi þá væri fagmannlegt hjá þeim að tala við þá aðila sem þeir vinna fyrir. Síðan eru til reglur og staðlar sem segja til um hvað þarf til þess að reka flugvöll.“ - saj Flugöryggi ógnað vegna niðurskurðar Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir flugör- yggi á Keflavíkurflugvelli ógnað vegna niðurskurðar varnarliðsins. Flugvallar- stjóri er því ósammála. Ráðherrar vissu um niðurskurðinn í september. GARPUR HNEFILL: Spáir í framtíðina • börn • nám • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.