Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 6

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 6
6 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Á að byggja á eyjum á Faxaflóa? Já 39% Nei 61% SPURNING DAGSINS Í DAG? Eiga íslensk stjórnvöld að leyfa fangaflutninga leyniþjónustu Bandaríkjanna um Ísland? Segðu þína skoðun á Vísi.is FANGAR Allt bendir til að flugvél- ar á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA með grunaða hryðjuverkamenn innanborðs hafi millilent á Íslandi og í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð á leið sinni til ríkja þar sem pynting- ar eru stundaðar. Ekki er ljóst hversu mikla vitneskju stjórnvöld í þessum löndum hafa haft um eðli flutninganna. Það eru ekki ný tíðindi að bandarísk stjórnvöld hafi um nokkurra ára skeið flutt grun- aða hryðjuverkamenn til ríkja sem vitað er að beiti pyntingum við yfirheyrslur fanga, til dæmis Jórdaníu, Sýrlands og Líbíu, en slíkt brýtur í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pynt- ingum. Þannig greindi bandaríska tímaritið Newsweek frá því fyrr á þessu ári að CIA hefði nokkr- ar flugvélar á leigu sem notaðar væru til slíkra flutninga, svo- nefndar draugaflugvélar. Vélarn- ar líta að öllu leyti út fyrir að vera ætlaðar til borgaralegra nota. Því vekja ferðir þeirra minni athygli en ella enda eru aðrar kröfur gerðar um upplýsingar um borg- arlegt flug en hernaðarlegt. Talsverðar umræður hafa skapast í Danmörku um hvort slíkir flutningar hafi farið um danska lofthelgi. Í sumar spurðu þingmenn Per Stig Møller utanrík- isráðherra út í málið og kom fram í svörum ráðherrans að dönsk yfirvöld hefðu látið þá skoðun sína í ljós við Bandaríkjamenn að „Danir óski ekki eftir að lofthelgi landsins sé notuð í tilgangi sem ekki samrýmist alþjóðasáttmál- um.“ Af þessu má ráða að dönsk stjórnvöld hafi haft grun um að ekki væri allt með felldu. Í októberlok spurði svo Frank Aaen, þingmaður stjórnarand- stöðunnar, Flemming Hansen samgönguráðherra í hvaða erind- agjörðum flugvél á vegum flugfé- lags sem vitað er að CIA skiptir við hafi verið á Kastrup-flugvelli í 23 klukkustundir mars á þessu ári. Staðfest hefur verið að sú flugvél millilenti á Keflavíkur- flugvelli í rúman sólarhring. Jafnframt vildi Aaen vita hvort flugvél á leið frá Reykjavík til Búdapest fyrir um þremur vikum síðan hefði farið um danska loft- helgi. Að sögn dagblaðsins Politik- en sagðist ráðherrann hvorki hafa vitneskju um hverjir hefðu verið um borð né hver tilgangur ferða- lagsins hefði verið. Í síðasta mánuði fjallaði norska vikuritið Nytid um ferðir slíkra véla um norska lofthelgi og er því meðal annars haldið fram að flug- völlur í Stavangri hafi verið not- aður til millilendinga. Blaðið stað- hæfir að árið 2001 hafi tveir menn verið teknir höndum í Svíþjóð og þeir síðan fluttir nauðugir til Egyptalands þar sem þeir sættu pyntingum. Jafnframt er greint frá því að flugvél með einkennis- stafina N227SV sem CIA er sögð hafa verið með á leigu hafi farið um norska lofthelgi á leið sinni frá Möltu til Keflavíkur um miðjan desember 2004, en ekkert er vitað hverjir voru um borð. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins kvaðst í samtali við blaðið enga vitneskju hafa um slíkar ferðir. sveinng@frettabladid.is PER STIG MØLLER Danski utanríkisráðherr- ann lét þá skoðun sína í ljós við Banda- ríkjamenn að fangaflutninga um danska lofthelgi væri ekki óskað. FANGAFLUGVÉL Að sögn norska blaðsins Nytid var CIA með flugvélina N227SV á leigu þegar hún flaug frá Möltu til Keflavíkur í óþekktum tilgangi. Fimmtán fangaflugvélar taldar hafa lent í Keflavík Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur ítrekað flutt fanga um lofthelgi Norðurlandanna, þar með talið Íslands, til annarra landa þar sem pyntingar eru sagðar viðgangast. Stjórnvöld í Danmörku virðast hafa grunað að ekki væri allt með felldu og fóru fram á að flutningarnir færu ekki um danska lofthelgi. FANGAFLUG Steingrímur J. Sigfús- son formaður vinstri grænna hefur óskað svara frá Geir H. Haarde utanríkisráðherra við spurningum um hugsanlegar ferðir bandarísku leyniþjónustunnar með fanga um íslenska lofthelgi og um viðkomu slíkra véla á Keflavíkurflugvelli. „Ég rökstyð fyrirspurn mína á Alþingi með þeim gögnum sem ég hef,“ segir hann. Þingfundir verða aftur í næstu viku að lokinni kjördæmaviku þingmanna og má búast við svörum utanríkisráð- herra um miðja vikuna. Steingrímur spyr hvort ráðuneytinu sé kunnugt um að flugvél- ar á vegum bandarísku l e y n i þj ó n u s t u n n a r með fanga eða meinta hryðjuverkamenn, hafi farið um íslenska lofthelgi. Hann spyr jafnframt hvort utanríkisráðherra telji meðferð fanga, sem ekki njóti verndar og réttinda sem venjulegir borgar- ar, brot á alþjóðalögum og hvort íslensk stjórnvöld ætli að meina flugvélum með fanga eða meinta hryðjuverkamenn aðgang að íslenskri lofthelgi og afnot af íslenskum flugvöllum. Íslandsdeild mannréttindasam- takanna Amnesty International vekur athygli á að algert bann við pyndingum og illri meðferð feli einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta grimmilegri meðferð. „Erlendum stjórnvöld- um ber að sækja um yfirflugs- og lendingarleyfi vegna flugvéla sem fara inn í lofthelg- ina eða lenda,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún segir að borgaralegt flug sé ekki háð slíkum kvöðum og þurfi aðeins að tilkynna um áætlun sína. „Við höfum ekki fengið umsókn- ir vegna annars flugs og getum ekki staðfest að í flugvélunum hafi verið fangar.“ - jh Stjórnvöld spurð hvort þau hafi vitað um flug leyniþjónustu Bandaríkjanna: Geta ekki staðfest fangaflugið STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNA- DÓTTIR Aðstoðarmaður utanríkisráðherra. FIMMTÁN VÉLAR Í KEFLAVÍK Af þeim 44 flugvélum sem spurt var um á danska þinginu fóru sjö um danska lofthelgi og þrjár lentu á dönskum flugvöllum. Sam- kvæmt upplýsingum frá flugmálayfirvöldum í Keflavík lentu fimmtán þessara véla á Kefla- víkurflugvelli á tímabilinu 1. janúar 2001 til 3. október 2005, sumar þeirra oft. N169KT - 7. júní 2001 N1HC - 1. júlí 2001 N42Hn - 23. september 2001 N5117H - 2. október 2001 N157A - 14. okt 2001 N221SG - 31. mars 2002 N50BH - 23. júní 2002 N1016M - 19. apríl 2003 N35NK - 7. desember 2004 N168D - 6. apríl 2005 N212AZ - Vélin lenti 15 sinnum á tímabilinu N470JF - Vélin lenti 15 sinnum á tímabilinu N315CR - Vélin lenti 11 sinnum á tímabilinu N33NJ - Vélin lenti 8 sinnum á tímabilinu N822US - Vélin lenti 4 sinnum á tímabilinu Aukaferð Barcelona 2. desember frá kr. 49.990 Heimsferðir bjóða nú aukaferð til Barcelona 2.-5. des. á frábærum kjörum. Einstakt tækifæri til að kynnast einni mest spennandi borg Spánar. Það er frábært að versla og njóta í Barcelona, endalaust úrval verslana og veitingastaða og verðlag mjög hagstætt. Gríptu tækifærið og skrepptu í helgarferð til Barcelona, slakaðu á, kauptu jólagjafir á hagstæðu verði og, umfram allt, njóttu lífsins. Verð kr. 49.990 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á Hotel Rialto með morgunverði, 2. desember. Netverð á mann. Helgarferð - 3 nætur VERKALÝÐSMÁL Forsvarsmenn Samiðnar funduðu með lögmanni starfsmannaleigunnar 2B, Sveini Andra Sveinssyni, seinni partinn í gær. Engin niðurstaða varð af fund- inum, en til stendur að funda aftur í dag. Fimmtán af átján Pólverjum frá starfsmannaleigunni 2B sem áttu að fara heim á mánudag eru enn á Kárahnjúkum. Pólverjarnir neituðu að yfirgefa svæðið fyrr en þeir hefðu fengið í hendur launa- seðla sína, með uppgjöri við starfs- mannaleiguna. Að sögn Odds Friðrikssonar ákváðu hins vegar þrír að halda til Reykjavíkur í gær og eru á heim- leið. Mennirnir hafa dvalið hér á landi í þrjá mánuði og unnið fyrir Suðurverk við Kárahnjúka. „Ann- ars er mál Pólverjanna nú í höndum verkalýðsfélagsins,“ segir hann og vísaði til fundahaldanna með lög- manni 2B. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sagðist ekki treysta sér til að spá fyrir um endalok viðræðnanna við 2B, en kvaðst vonast til að pólsku verka- mennirnir yrðu ekki fyrir fjárhags- tjóni og að í lausn málsins myndi líka semjast um heimferð þeirra. „Fundurinn var gagnlegur og menn ræddu málið af skynsemi og yfirvegun. Við einsettum okkur að finna skynsamlega lausn,“ segir Sveinn Andri, en treystir sér ekki fremur en Þorbjörn að spá fyrir um hvort samkomulag myndi nást. - óká Forsvarsmenn Samiðnar og lögmaður starfsmannaleigunnar 2B ehf.: Funda um laun Pólverjanna ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Framkvæmda- stjóri Samiðnar fundar með lögmanni starfsmannaleigunnar 2B ehf. um launa- mál pólskra verkamanna. VEÐURFAR Lögregluyfirvöld í Ólafs- firði, í samráði við Veðurstofu Íslands, lýstu í gær yfir viðbúnað- arástandi vegna snjóflóðahættu í Ósbrekkufjalli gegnt byggðinni í firðinum. Á hættusvæðinu er hesthúsa- byggð en Kristinn Hreinsson, bæjarritari á Ólafsfirði, segir ekki hættu á að snjóflóð falli á manna- bústaði. Talsverður snjór hefur safnast upp í Ósbrekkufjalli síð- ustu daga. „Hestamenn eru hvattir til að fara með gát um svæðið og helst á enginn að vera þar á ferð nema brýna nauðsyn beri til,“ segir Kristinn. - kk Ofankoma í Ólafsfirði: Hættuástand í hesthúsabyggð ÍSRAEL, AP Ísraelsher tók tvo eft- irlýsta herskáa Palestínumenn af lífi í gær með því að sprengja bíl þeirra í tætlur með stýriflaug. Örskömmu fyrir árásina hafði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, ekið eftir sama vegi í grennd við flóttamannabúðir á Gazasvæðinu. Herskáir Palestínumenn brugð- ust við árásunum með því að hvetja til hefndarárása. En þrátt fyrir hina auknu spennu á Gaza áform- uðu fulltrúar Palestínumanna og Ísraelsstjórnar að hittast í dag. Reyna á að útkljá ágreining um það hvernig tryggja beri öryggi á landamærum Gaza og Egypta- lands eftir að Ísraelar yfirgáfu Gazasvæðið í september. ■ Deila Ísraels og Palestínu: Stýriflaugaárás á Gazasvæðinu Á VETTVANGI Palestínumenn skoða flak bílsins sem Ísraelar sprengdu með flug- skeyti á Gaza í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.