Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 8
8 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Þrír frambjóð- endur sækjast eftir að ná fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar, þau Jórunn Frímannsdóttir, Örn Sigurðsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Þorbjörg og Jórunn leggja báðar talsverða áherslu á velferðarmál, sérstaklega hvað varðar aldraða. Samgöngumál eru einnig í brenni- depli og virðast þau öll vera hlynnt úrbótum á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar og byggingu Sundabrautar. Örn Sigurðsson vill hins vegar leggja algjöran forgang í skipulags- mál og telur að með bættu skipu- lagi myndist forsendur til úrbóta í mörgum öðrum málum, svo sem bættum samgöngum, minni meng- um og fleiri lóðum til bygginga. Kjartan Magnússon er eini sjálfstæðismaðurinn sem sækist eftir þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík. Kjartan hefur setið í borgarstjórn um nokkurt bil og hyggst um margt byggja á reynslu sinni af þessum málum. Kjartan setur samgöngumál og íþrótta- og æskulýðsmál á oddinn. saj@frettabladid.is Kjartan Magnússon, 3. sæti. „Ég hef setið í borgarstjórn und- anfarin ár og hef lagt fram margar tillögur. Ég held að verkin tali,“ segir Kjartan Magnússon, en hann er eini frambjóðandinn í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks til borgarstjórnar. Kjartan leggur sérstaka áherslu á samgöngumál og íþrótta- og æsku- lýðsmál. „Þau mál sem ég legg áherslu á að leysa í samgöngumálunum eru mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og svo er ákaf- lega mikilvægt að koma Sundabraut- inni af stað,“ segir Kjartan. Kjartan er einnig hlynntur byggð í eyjunum við Sundin. „Þar tel ég að fyrsti áfanginn sé augljóslega Geldinganesið og held að við gætum hreinlega einhent okkur í það.“ Hann telur að með byggð í Geldinga- nesi og víðar sé hægtað tryggja að lóðaframboð í borginni sé nægi- legt. „Hér þarf einfaldlega að auka lóðaframboðið og þannig gera ungu fólki kleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í stjórnlausa skuldaklafa.“ Hann telur að skattalækkanir eigi að koma til með skynsamlegri nýtingu á fjár- magninu. Jórunn Frímanns- dóttir, 4. sæti. „Efst á mínum lista eru velferðarmálin, menntamálin og samgöngumálin.“ „Svo þurfum við einfaldlega að veita þessa þjónustu,“ segir hún. „Það eru velferðarmál aldraðra sem ég tel að sé brýnast að einbeita sér að. Svo og sameining og hagræðing í heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þarna þarf að samnýta þá krafta sem til eru.“ Örn Sigurðsson, 4. sæti. „Skipu- lagsmál í Reykjavík hafa verið vanrækt illilega og þar blasir við hræði- legur uppsafnaður vandi.“ Hann segir skipulagsmálin ávallt vera grundvallaratriði í borgarsamfélagi. „Með því að taka spjótið úr sjúklingnum, það er að segja Vatnsmýrinni, þá fer sjúkl- ingurinn strax að hressast dálítið. Það skapast óendanleg tækifæri með því að byggja inn en ekki út.“ Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir, 4. sæti. „Það eru vísi- tölutengdir skattar af fasteignum sem hafa hækkað um 40 prósent á einu ári. Það þarf að finna þessu annan farveg og lækka þessi gjöld.“ Þor- björg telur að draga eigi úr mið- stýringu í menntakerfinu, auka fjölbreytni og skapa heildstæða stefnu í dagvistunarmálum. „Ég fylgi afstöðu borgarstjórnar- flokksins í málefnum byggðar í miðborginni.“ BYGGINGAR Við Vallabraut á Akra- nesi er stór húsgrunnur óvarinn með öllu. Grunnurinn er í nágrenni við leikskólann Vallasel. „Það eru bara nokkrar keilur þarna með gulum borða. Þetta er stórhættulegt. Við vorum með barnaafmæli í fyrradag og þorðum hreinlega ekki að sleppa börnunum út,“ segir Hulda Ólöf Einarsdóttir, leikskólaleiðbeinandi á Akranesi. „Menn fá engan frest með að kippa þessu í liðinn,“ segir Skúli Lýðsson, byggingarfulltrúi hjá Akraneskaupstað. Hann segir leik- skólann Vallasel vera vel girtan af en það breyti ekki því að þarna eigi börn leið um og grunnurinn sé hættusvæði. Það er fyrirtækið Búmenn stend- ur að verkinu en verktakafyrirtækið Skóflan er undirverktaki og sér um gröftinn. Guðmundur Guðjónsson hjá Skóflunni segir að fyrirtækið sé undirverktaki og komi ekki að umsjón verksins í sjálfu sér. Framkvæmdir hafa legið niðri að undanförnu vegna veðurs. Veldur það foreldrum og bæjaryfirvöldum á Skaganum nokkrum áhyggjum að ekki skuli vera girðing um grunn- inn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst ef barn dettur þarna ofan í,“ segir Hulda Ólöf. - saj Ógirtur húsgrunnur við leikskólann Vallasel á Akranesi veldur áhyggjum: Börnunum haldið innandyra af ótta ÓGIRTUR HÚSGRUNNUR Eins og sjá má er um stóran og djúpan grunn að ræða. Hér sést leikskólinn Vallasel á hægri hönd. UPPLÝSINGATÆKNI Norska vafrafyr- irtækið Opera kynnti í gær sam- starf við raftækjaframleiðandann Thales um að Opera-vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferð- um sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla. Vafri Opera er sagður henta vel í alþjóðaumhverfi millilanda- flugsins því hann er í boði á fjölda tungumála, þar á meðal arabísku. Christen Krogh, varaforseti hönn- unardeildar Opera, fagnar áfang- anum og spáir því að vafrinn eigi eftir mikla útbreiðslu á jaðartækj- um og sérsniðnum skjám, enda sé hann hannaður með smáskjái og fjölda stýrikerfa í huga. - óká Opera í 30 þúsund fetum: Með netvafra fyrir flugvélar JÓN S. VON TETZSCHNER Jón er forstjóri Opera Software, en fyrirtækið stofnaði hann með norskum vini sínum. VEISTU SVARIÐ 1 Hve mörgu fé var slátrað á vegum Norðlenska í sláturtíðinni? 2Hvað heitir krónprinsessan á Spáni? 3Hvað eru margir á kjörskrá Sjálf-stæðisflokksins fyrir prófkjörið í borginni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 STJÓRNMÁL Prófkjör Samfylking- ingarinnar í Hafnarfirði verður haldið nú á laugardag. 21 fram- bjóðandi er um átta sæti, fjórtán karlar og sjö konur. Nú hefur Samfylking sex bæjarfulltrúa af ellefu og er því líklegt að harðast verði barist um sex efstu sætin. Stefnt er að því að birta úrslit prófkjörsins um klukkan 22 á laugardagskvöld. Tveir núverandi bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar gefa ekki kost á sér að nýju, Jóna Dóra Karlsdótt- ir og Hafrún Dóra Júlíusdóttir. Aðrir fjórir bæjarfulltrúar gefa kost á sér til endurkjörs, en það hefur vakið eftirtekt að Gunnar Svavarsson, núverandi forseti bæj- arstjórnar býður sig fram í sjötta sæti listans, baráttusætið. Prófkjörið fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar, á Strandgötu 21, frá klukkan 10 til 18 á laug- ardag. Utankjörfundaatkvæða- greiðsla hefst í dag og fer fram á sama stað. Hafnfirðingar, skráðir í Sam- fylkingu fyrir lok kjörfundar mega taka þátt í prófkjörinu. Atkvæði teljast gild ef merkt er með tölustaf, frá 1 til 8, fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem kjósandi vill gefa atkvæði sitt í viðkomandi sæti. Samfylkingin stendur fyrir framboðsfundi í Álfafelli, íþrótta- húsinu við Strandgötu á fimmtu- dagskvöld klukkan 20.30. Hver frambjóðandi mun hafa um þrjár mínútur til að kynna sig og fram- boðsmál. - ss Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði haldið á laugardag: Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér Skipulagsmálin vanrækt Samgöngumál í Reykjavík eru ofarlega í hugum þeirra fjögurra sem sækjast eftir þriðja og fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Örn Sigurðsson telur að margt muni batna í borginni ef hægt verður að þétta byggðina. Málefni aldraðra ber einnig á góma hjá frambjóðendum. 1. sæti Lúðvík Geirsson Árni Hjörleifsson (1.-6.) Ásta María Björnsdóttir (1.-8.) Eyjólfur Sæmundsson (1.-8.) Hallur Guðmundsson (1.-8.) Ingimar Ingimarsson (1.-8.) Margrét Guðmundsdóttir (1.-8.) Reynir Ingibjartsson (1.-8.) 2. sæti Ellý Erlingsdóttir 3. sæti Guðmundur Rúnar Árnason Jón Kr. Ólafsson Þorlákur Oddsson (3.-5.) 4. sæti Margrét Gauja Magnúsdóttir Hulda Karen Ólafsdóttir (4.-5.) Trausti Baldursson (4.-6.) 5. sæti Guðfinna Guðmundsdóttir Gísli Ósvaldur Valdimarsson (5.-7.) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (5.- 8.) 6. sæti Gunnar Svavarsson 7. sæti Sigurgeir Ólafsson (7.-8.) Tómas Meyer (7.-8.) BARIST UM ÁTTA EFSTU SÆTIN 21 fram- bjóðandi taka þátt í framboði Samfylkingar- innar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosning- ar næsta vor. SAMFYLKING alltaf að baka það er bakarí í öllum búðunum okkar þar sem við bökum oft á dag við erum hvítlauks- hringir 329 kr. hann gaf mér þennan ómótstæðilega hring!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.