Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 10
10 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
ÓVEÐUR Fólk sem var veðurteppt
vegna veðurhamsins á Norðvest-
urlandi frá því á sunnudagskvöld
komst í gær á leiðarenda.
Tólf manns gistu aðra nótt á
vegum Rauða krossins, að sögn
Guðrúnar Á. Matthíasdóttur,
formanns Rauða kross deildar-
innar á Hvammstanga. „En þau
eru að búa sig af stað,“ sagði hún
snemma í gærmorgun. Á sunnu-
dagskvöldið voru opnaðar þrjár
fjöldahjálparmiðstöðvar vegna
fólks sem björgunarsveitir fluttu
úr pikkföstum bílunum, í Félags-
heimili Hvammstanga, í Víðihlíð
og á Laugabakka.
Theodór Freyr Hervarsson,
veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands, segir veðrið smám saman
hafa gengið niður í Húnaþingi í
gær. Hann gerði þó ráð fyrir snjó-
komu og éljum fram á kvöldið, en
hægum vindi og þurru í dag. Hann
sagði Veðurstofuna hafa spáð
vondu, en kvað erfitt að spá fyrir
um bylinn sem gerði milli Víði-
hlíðar og Hvammstanga. „Svona
hlutir gerast svo staðbundið og
þar spilar margt inn í, landslag,
stöðugleiki loftsins og ýmsir fleiri
hlutir.“ - óká
Tólf manns héldu til í Húnaþingi aðra nóttina í röð vegna veðurs:
Fólk komst loks á leiðarenda
VITLAUST VEÐUR Á mánudaginn stóðu björgunarsveitir í ströngu í Húnaþingi vestra við að
losa bíla sem yfirgefnir höfðu verið í óveðrinu sem brast á um kvöldmat á sunnudag, auk
bíla sem svo bættust í hópinn. MYND/PÉTUR ARNARSON, KÁRABORG
EFNAHAGSLÍF Væntingavísitala
Gallup mælist nú 112,3 stig.
Hæst mældist vísitalan 134,2 stig
í ágúst í sumar og er þetta lægsta
gildi hennar á árinu en næstlægst
á árinu mældist hún í júní þegar
hún var 116,3 stig.
Vísitalan mælir tiltrú neytenda
á efnahagslífið hér á landi en
meirihluti neytenda telur núver-
andi efnhagsástand vera gott
enda þótt heldur hafi þeim fjölg-
að sem telja það slæmt.
Lægsta gildi væntingavísitöl-
unnar frá upphafi mældist í nóv-
ember 2001 þegar hún var 61,8
stig. - hb
Væntingavísitala Gallup:
Íslendingar
svartsýnni
ALLRAHEILAGRAMESSA Rómversk-kaþ-
ólskur Sarajevobúi gengur hjá krossi í
kirkjugarði í bosnísku höfuðborginni í gær,
á Allraheilagramessu, en á þeim degi er
hefð fyrir því í kaþólskum sið að ástvinir
látinna heimsæki grafir þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞÝSKALAND Mikil spenna er hlaup-
in í stjórnarmyndunarviðræðurn-
ar í Þýskalandi milli jafnaðar-
manna og kristilegra demókrata
í kjölfar þess að Franz Müntefer-
ing upplýsti að hann hygðist hætta
formennsku í Jafnaðarmanna-
flokknum og jafnvel ekki taka
sæti í samsteypustjórninni.
Edmund Stoiber, leiðtogi CSU,
systurflokks kristilega demó-
krataflokksins í Bæjaralandi,
tilkynnti í gær að hann myndi
ekki taka sæti í stjórninni held-
ur. Michael Glos, formaður þing-
flokks CSU á Sambandsþinginu í
Berlín, verður ráðherra efnahags-
og tæknimála í stað Stoibers - ef
stjórnin kemst á laggirnar.
Stoiber tjáði blaðamönnum í
München að flokkur sinn myndi
samt styðja hina væntanlegu
„stóru samsteypu“ sem til stend-
ur að Angela Merkel, leiðtogi
kristilegra demókrata, fari fyrir.
Stoiber, sem er forsætisráðherra
Bæjaralands og var kanslaraefni
kristilegu flokkanna í kosningun-
um 2002, sagði að staðan í stjórn-
armyndunarviðræðunum hefði
breyst við að Müntefering hætti
sem formaður SPD. Til hefur
staðið að Müntefering verði vara-
kanslari og ráðherra atvinnumála
í samsteypustjórninni. Stoiber
hefur lýst Müntefering sem „horn-
steini“ hins fyrirhugaða stjórnar-
samstarfs.
Stjórnmálaskýrendur í Þýska-
landi telja ekki útilokað að stjórn-
armyndunarviðræðurnar fari út
um þúfur. Slíkar raddir var líka að
heyra í röðum kristilegra demó-
krata. „Það er alveg opið eins og er
hvort af þessu stjórnarsamstarfi
verður,“ lét Jürgen Rüttgers, for-
sætisráðherra Nordrhein-West-
falen, hinu fjölmennasta þýsku
sambandslandanna 16, hafa eftir
sér í gær.
Upptök vandræðanna eru þau
að Andrea Nahles, kokhraustur
fulltrúi vinstriarms SPD, felldi
óvænt þann sem Müntefering
vildi að yrði næsti framkvæmda-
stjóri flokksins, Kajo Wasser-
hövel, í atkvæðagreiðslu í flokks-
stjórninni. Í kjölfarið tilkynnti
Müntefering að hann myndi ekki
gefa kost á sér áfram í flokksfor-
mennskuna á flokksþingi nú um
miðjan mánuðinn.
audunn@frettabladid.is
Stoiber ekki í stjórn
Óvissa ríkir um myndun samsteypustjórnar jafnaðarmanna og kristilegra
demókrata í Þýskalandi eftir að formaður jafnaðarmanna sagðist myndu láta
af formennskunni og Edmund Stoiber ákvað að halda kyrru fyrir í München.
STOIBER, MÜNTEFERING, SCHRÖDER OG MERKEL Lykilfólkið í stjórnarmyndunarviðræðunum: Stoiber formaður CSU, Müntefering formaður
SPD, Schröder fráfarandi kanslari og Merkel verðandi kanslari, koma út af fundi í Berlín á mánudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Einar Már Sigurðarson
og Kristján L. Möller, þingmenn
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi, telja vænlegast að nýtt
álver á Norðurlandi rísi við Húsa-
vík, einkum með tilliti til nálægð-
ar við öflug orkusvæði og mikillar
samstöðu Húsvíkinga.
Þingmenn Norðausturkjördæmis
áttu í gær fund með bæjarfulltrú-
um á Húsavík og segir Einar Már
að heimamenn hafi verið mjög
samstíga í afstöðu sinni til stór-
iðju.
„Húsvíkingar vilja stóriðju og
bæjarstjórnin í heild er algjör-
lega einhuga í þá áttina en auð-
vitað verða það fjárfestarnir sem
að lokum ráða staðsetningunni,“
segir Einar Már.
Þrír staðir koma til greina varð-
andi staðsetningu álvers á Norð-
urlandi: Húsavík, Eyjafjörður og
Skagafjörður. Unnið er að staðar-
valsrannsóknum á stöðunum þrem-
ur og ákvörðunar um staðsetningu
er að vænta eigi síðar en 1. mars á
næsta ári. - kk
Þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi:
Vilja álver við Húsavík
HEIMSÓKN Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson, tóku hús á Aðalsteini Á. Baldurs-
syni, formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, í gær og með í för var Ingibjörg Sólrún Gísadóttir,
formaður Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI