Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 10
10 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR ÓVEÐUR Fólk sem var veðurteppt vegna veðurhamsins á Norðvest- urlandi frá því á sunnudagskvöld komst í gær á leiðarenda. Tólf manns gistu aðra nótt á vegum Rauða krossins, að sögn Guðrúnar Á. Matthíasdóttur, formanns Rauða kross deildar- innar á Hvammstanga. „En þau eru að búa sig af stað,“ sagði hún snemma í gærmorgun. Á sunnu- dagskvöldið voru opnaðar þrjár fjöldahjálparmiðstöðvar vegna fólks sem björgunarsveitir fluttu úr pikkföstum bílunum, í Félags- heimili Hvammstanga, í Víðihlíð og á Laugabakka. Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veðrið smám saman hafa gengið niður í Húnaþingi í gær. Hann gerði þó ráð fyrir snjó- komu og éljum fram á kvöldið, en hægum vindi og þurru í dag. Hann sagði Veðurstofuna hafa spáð vondu, en kvað erfitt að spá fyrir um bylinn sem gerði milli Víði- hlíðar og Hvammstanga. „Svona hlutir gerast svo staðbundið og þar spilar margt inn í, landslag, stöðugleiki loftsins og ýmsir fleiri hlutir.“ - óká Tólf manns héldu til í Húnaþingi aðra nóttina í röð vegna veðurs: Fólk komst loks á leiðarenda VITLAUST VEÐUR Á mánudaginn stóðu björgunarsveitir í ströngu í Húnaþingi vestra við að losa bíla sem yfirgefnir höfðu verið í óveðrinu sem brast á um kvöldmat á sunnudag, auk bíla sem svo bættust í hópinn. MYND/PÉTUR ARNARSON, KÁRABORG EFNAHAGSLÍF Væntingavísitala Gallup mælist nú 112,3 stig. Hæst mældist vísitalan 134,2 stig í ágúst í sumar og er þetta lægsta gildi hennar á árinu en næstlægst á árinu mældist hún í júní þegar hún var 116,3 stig. Vísitalan mælir tiltrú neytenda á efnahagslífið hér á landi en meirihluti neytenda telur núver- andi efnhagsástand vera gott enda þótt heldur hafi þeim fjölg- að sem telja það slæmt. Lægsta gildi væntingavísitöl- unnar frá upphafi mældist í nóv- ember 2001 þegar hún var 61,8 stig. - hb Væntingavísitala Gallup: Íslendingar svartsýnni ALLRAHEILAGRAMESSA Rómversk-kaþ- ólskur Sarajevobúi gengur hjá krossi í kirkjugarði í bosnísku höfuðborginni í gær, á Allraheilagramessu, en á þeim degi er hefð fyrir því í kaþólskum sið að ástvinir látinna heimsæki grafir þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND Mikil spenna er hlaup- in í stjórnarmyndunarviðræðurn- ar í Þýskalandi milli jafnaðar- manna og kristilegra demókrata í kjölfar þess að Franz Müntefer- ing upplýsti að hann hygðist hætta formennsku í Jafnaðarmanna- flokknum og jafnvel ekki taka sæti í samsteypustjórninni. Edmund Stoiber, leiðtogi CSU, systurflokks kristilega demó- krataflokksins í Bæjaralandi, tilkynnti í gær að hann myndi ekki taka sæti í stjórninni held- ur. Michael Glos, formaður þing- flokks CSU á Sambandsþinginu í Berlín, verður ráðherra efnahags- og tæknimála í stað Stoibers - ef stjórnin kemst á laggirnar. Stoiber tjáði blaðamönnum í München að flokkur sinn myndi samt styðja hina væntanlegu „stóru samsteypu“ sem til stend- ur að Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, fari fyrir. Stoiber, sem er forsætisráðherra Bæjaralands og var kanslaraefni kristilegu flokkanna í kosningun- um 2002, sagði að staðan í stjórn- armyndunarviðræðunum hefði breyst við að Müntefering hætti sem formaður SPD. Til hefur staðið að Müntefering verði vara- kanslari og ráðherra atvinnumála í samsteypustjórninni. Stoiber hefur lýst Müntefering sem „horn- steini“ hins fyrirhugaða stjórnar- samstarfs. Stjórnmálaskýrendur í Þýska- landi telja ekki útilokað að stjórn- armyndunarviðræðurnar fari út um þúfur. Slíkar raddir var líka að heyra í röðum kristilegra demó- krata. „Það er alveg opið eins og er hvort af þessu stjórnarsamstarfi verður,“ lét Jürgen Rüttgers, for- sætisráðherra Nordrhein-West- falen, hinu fjölmennasta þýsku sambandslandanna 16, hafa eftir sér í gær. Upptök vandræðanna eru þau að Andrea Nahles, kokhraustur fulltrúi vinstriarms SPD, felldi óvænt þann sem Müntefering vildi að yrði næsti framkvæmda- stjóri flokksins, Kajo Wasser- hövel, í atkvæðagreiðslu í flokks- stjórninni. Í kjölfarið tilkynnti Müntefering að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram í flokksfor- mennskuna á flokksþingi nú um miðjan mánuðinn. audunn@frettabladid.is Stoiber ekki í stjórn Óvissa ríkir um myndun samsteypustjórnar jafnaðarmanna og kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir að formaður jafnaðarmanna sagðist myndu láta af formennskunni og Edmund Stoiber ákvað að halda kyrru fyrir í München. STOIBER, MÜNTEFERING, SCHRÖDER OG MERKEL Lykilfólkið í stjórnarmyndunarviðræðunum: Stoiber formaður CSU, Müntefering formaður SPD, Schröder fráfarandi kanslari og Merkel verðandi kanslari, koma út af fundi í Berlín á mánudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsa- vík, einkum með tilliti til nálægð- ar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga. Þingmenn Norðausturkjördæmis áttu í gær fund með bæjarfulltrú- um á Húsavík og segir Einar Már að heimamenn hafi verið mjög samstíga í afstöðu sinni til stór- iðju. „Húsvíkingar vilja stóriðju og bæjarstjórnin í heild er algjör- lega einhuga í þá áttina en auð- vitað verða það fjárfestarnir sem að lokum ráða staðsetningunni,“ segir Einar Már. Þrír staðir koma til greina varð- andi staðsetningu álvers á Norð- urlandi: Húsavík, Eyjafjörður og Skagafjörður. Unnið er að staðar- valsrannsóknum á stöðunum þrem- ur og ákvörðunar um staðsetningu er að vænta eigi síðar en 1. mars á næsta ári. - kk Þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi: Vilja álver við Húsavík HEIMSÓKN Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson, tóku hús á Aðalsteini Á. Baldurs- syni, formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, í gær og með í för var Ingibjörg Sólrún Gísadóttir, formaður Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.