Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 14
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Jú, jú það er bara nóg að gera við að undirbúa hestaferðir næsta árs,“ segir Einar Bollason framkvæmdastjóri ferðaþjónustu- fyrirtækisins Íshesta með meiru. Hann segir ferðaþjónustu á Íslandi standa frammi fyrir mestu áskorun greinarinnar um langt árabil. „Og það er að reyna að selja landið á samkeppnishæfu verði þrátt fyrir þetta fáránlega háa gengi krónunnar,“ segir hann og er mikið niðri fyrir. Hann segir að ef ferða- þjónustunni takist að halda fjölda ferðamanna sem koma til landsins á næsta ári, á svip- uðu róli og í ár, að þá verði það ekkert minna en stórsigur. „Það hefur orðið að minnsta kosti tíu prósenta meðalhækkun á öllum kostnaði á þessu ári, til dæmis bensíninu og alls kyns þjónustu að ég tali ekki um launa- hækkanir og annað. Og við getum ekki bara velt þessu áfram heldur hafa menn verið að taka þetta á sig meira og minna til að missa ekki við- skipti.“ En hvað er til ráða? „Það þýðir ekkert annað en að girða sig í brók og takast á við vand- ann, það er ekki hátt- ur okkar ferðaþjón- ustufólks að vera með eitthvert væl, við erum bjartsýnisfólk að eðlisfari“, segir Einar og hlær hrossahlátri eða þannig. Og hann er ánægður með árið þrátt fyrir barlóminn; árið metár hjá Íshestum með um 22 þúsund farþega í lengri og skemmri ferðum. „Það ánægjulegasta er að við erum að fá fleiri farþega til okkar yfir vetrartímann en sum- artímann“, bætir hann við og segir hreint ótrú- legt hvað þetta fólk láti bjóða sér þegar veðrið er annars vegar. „Það er kannski að fara hérna í útreiðatúra í skítakulda og roki, 10-15 metrum á sekúndu og það hallar sér bara upp í storm- inn og kemur svo blaðskellandi aftur brosandi út að eyrum.“ En hann lætur þess getið að þetta eigi miklu heldur við um útlendingana en Íslendingana. „Þegar svona viðrar vilja þeir miklu frekar vera inni og hafa það huggulegt“, segir Einar Bollason. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EINAR BOLLASON HESTAMAÐUR Ótrúlegt hvað fólk lætur bjóða sérÞeir eru ómerkilegir „Þeir eru búnir að telja þessum Pólverjum trú um það, þvert ofan í það sem þeir vita, að þeir eigi heimt- ingu á einhverju sem þeir eiga enga heimtingu á.“ Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í Morgunblaðinu um pólska verkamenn og íslenska launþegahreyfingu. Hefurðu heyrt um Pavarotti? „Ég hef líka þurft að hugsa um heilsuna af hreinum og klárum viðskiptahagsmun- um því það borgar sig fyrir söngvara að vera í góðu formi og vel útlítandi.“ Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari um heilsuátakið sitt í Fréttablaðinu. HÁTÍÐ LJÓSSINS Hindúar á Indlandi halda hátíð ljóssins hátíðlega nú um stundir og kveikja á kertum sem aldrei fyrr. Á myndinni má sjá tvær konur tendra ljós á kertum guði sínum til dýrðar.FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Jájá, það er mikið um að fólk komi og líti á græjur. Ég hef ekki fundið jafn mikla spennu svo snemma árs í tuttugu ár,“ segir Viðar Garðarsson í Skíðaþjón- ustunni á Akureyri. Tíðin síðustu daga hefur vakið upp skíðaáhug- ann í fjölmörgum og fréttir af snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli við Akureyri og í Böggvistaðafjalli við Dalvík hafa enn frekar kynt undir áhuga fólks. Viðar segir brettakrakkana koma fyrsta, svo gönguskíðafólk- ið og loks svigskíðafólkið. Þannig sé gangurinn í þessu. Í sama streng taka skíðakaup- menn á höfuðborgarsvæðinu, brettakrakkarnir eru byrjaðir að koma í búðirnar og græja sig fyrir veturinn en einnig sé svolít- ið spurt um skíði. Þau eru víðast hvar enn í gámum eða á lagerum og ekki komin fram í verslanir en á því verður breyting von bráð- ar. „Það er talsvert spurt,“ er samhljóma svar þeirra sem selja búnað í brekkurnar. -bþs SNJÓBRETTAFÓLKIÐ Fer fyrst á stúfana þegar snjór sest í brekkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skíðaáhugafólk er komið í startholurnar fyrir veturinn enda jörð hvít víðast hvar: Spennan ekki meiri í 20 ár Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra, á Íslandsmet í aðstoðarmennsku við ráð- herra. Hann hefur aðstoðað ráðherra í rúm tíu ár og hóf störf í sínu þriðja ráðuneyti fyrir fáeinum vikum. Ferill Ármanns sem aðstoðar- manns hófst vorið 1995 þegar hann réðist sem aðstoðarmaður Halldórs Blöndal í samgönguráðuneytinu. Þegar kjörtímabilinu lauk 1999 og Halldór lét af ráðherradómi leitaði Árni Mathiesen eftir starfskröft- um Ármanns í sjávarútvegsráðu- neytinu og nú nýverið fluttust þeir félagarnir í fjármálaráðuneytið þar sem Árni varð ráðherra. Ármann hefur því aðstoðað tvo ráðherra í þremur ráðuneytum og er, eftir því sem næst verður kom- ist, eini maðurinn sem verið hefur ráðherrum til aðstoðar í svo mörg- um ráðuneytinum. Nokkur dæmi eru um að menn hafi verið aðstoðarmenn tveggja ráðherra og eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Finnur Ing- ólfsson forstjóri í þeim hópi. Finn- ur aðstoðaði Halldór Ásgrímsson og Guðmund Bjarnason og síðar aðstoðaði Árni þann saman Finn og sama Halldór. Haft hefur verið á orði að völd aðstoðarmanna ráðherra séu mikil, jafnvel geipimikil. „Ég myndi nú ekki segja það,“ segir Ármann en viðurkennir jafnframt að aðstoðarmenn ráðherra geti haft áhrif á gang sumra mála þó misjafnt sé með hve miklum hætti það er. Dæmin að ofan, og önnur, sýna að stundum er leiðin úr aðstoð- armennsku yfir í ráðherradóm greiðfær. Ármann útilokar ekki að hann kunni að rata slíka leið í framtíðinni. „Enginn veit hvar hann endar í þessu lífi og varla verð ég aðstoðarmaður að eilífu,“ segir hann. Samhliða sínu fasta starfi situr Ármann í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og er nú forseti bæjarstjórnar. Hann hefur hug á að halda áfram á þeim vettvangi en segir það verða að koma í ljós hvort hann einhvern tíma snúi sér að landsmálunum. Annars fer það ágætlega saman að vera aðstoðarmaður ráðherra og bæjarfulltrúi. „Það er heppilegt að því leyti að yfirmaðurinn skilur út á hvað pólitískt starf gengur,“ segir Ármann og hlær. Hann lætur vel af vistinni í fjármálaráðuneytinu enda snerta störfin þar flest svið stjórn- málanna. „Hér fáumst við við afskaplega víðfemt svið en mál- efnin eru mun þrengri í fagráðu- neytunum. Svo er stórskemmtilegt að fjalla daglega um efnahagsmál. Það er pólitísk reynsla sem nýtist í öllu sem menn hugsa og fást við á vettvangi stjórnmálanna.“ bjorn@frettabladid.is MEÐ ERRÓ Á VEGGNUM Þetta verk Errós er Ármanni hugleikið enda man hann eftir því síðan hann fletti listaverkabók listamannsins í sveitinni í gamla daga. Ármanni til sérstakrar ánægju blasti verkið við honum þegar hann fluttist í fjármálaráðuneytið en það hefur prýtt skrifstofu aðstoðarmanns fjármálaráðherra síðan Geir H. Haarde var aðstoðarmaður Alberts Guðmundssonar árið 1983.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ármann Kr. á Íslands- met í aðstoðarmennsku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.