Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 20

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 20
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR20 AF NETINU Í þrjú ár hefur Fréttablaðið dylgjað um að Davíð Oddsson hafi staðið á bak við húsleit Ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvar Baugs. Þessar dylgj- ur hófust haustið 2002. Baugur hafði fjármagnað viðreisn blaðsins en enginn mátti vita um eigandann. Skömmu fyrir kosningar 2003 birti Fréttablaðið forsíðufrétt sem átti að renna stoðum undir meint pólit- ískt samsæri úr forsætisráðuneyt- inu um að klekkja á Baugi. „Sönn- unin“ var bókun stjórnar Baugs um meinta andúð ráðherra á félag- inu og að nafn Sullenbergers hefði borið á góma í samtali ráðherra og Hreins Loftssonar í Lundúnum í ársbyrjun 2002. Ég skýrði frá því í Morgun- blaðinu fyrir skömmu að Sigurjón M. Egilsson hefði tjáð mér í mars 2003 að Fréttablaðið hefði haft bókanir Baugs undir höndum í sex mánuði áður en þær voru birt- ar. Það þýðir að blaðið hafði þær mánaðamótin ágúst/september 2002. Í grein í Morgunblaðinu 22. september sl. neitaði Sigurjón að hafa nefnt umræddar bókanir í samtali okkar á útmánuðum 2003, bara spurt hver borgaði mér fyrir „ósómann“. Gott og vel. En ég man það eins og það hafi gerst í gær, þegar hann sagði, að Fréttablaðið hefði haft bókanir Baugs undir höndum í sex mánuði. Af hverju ætti ég að dikta það upp? Satt best að segja virðist minni fréttastjór- ans afar brigðult, því hann man ekki eftir hálftíma fundi okkar vorið 2004. Bókanir Baugs varpa ljósi á að Fréttablaðið hafði mikilvægu hlutverki að gegna í herferðinni gegn Davíð Oddssyni sem hófst haustið 2002. Blaðið átti að koma höggi á ráðherra. Þess var að sönnu freistað veturinn 2002/3 og kortéri fyrir kosningar enda markmiðið að koma ráðherra úr Stjórnarráðinu. Þegar menn fara í saumana á málinu, lið fyrir lið í tímaröð, þá kemur nefnilega í ljós að Baugur hefur haft frumkvæði að árásum á Davíð – ekki öfugt. Jón Ásgeir Jóhannesson orðaði þetta svo í Kastljósi að Davíð hefði tekið upp síma til vinar síns Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hefði feng- ið Jón Gerald Sullenberger til þess að kæra Baug af óvild einni saman! Það sér hver maður að þetta er bull. Þessari heimsmynd hefur Fréttablaðið haldið fram. Í þrjú ár hefur Fréttablaðið ekki linnt látum gegn þessum ráð- herra. Þess vegna er Fréttablaðið málgagn Baugs. Aðför auðhrings- ins er aðför að lýðræðinu í land- inu. Fréttablaðið hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir. Fréttir blaðsins hafa aldrei – segi og skrifa – aldrei rennt stoðum undir stóru orðin um ásakanir um pólitískt samsæri eða aðför for- sætisráðherra að Baugi. Ritstjórinn Styrmir Gunn- arsson kom manni hundeltum af auðhring til hjálpar þegar hann benti á lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson sem hann vissi að léti ekki stjórnast af Baugi – eða öðrum auðmönnum. Ég hefði gert það sama, hvort sem í hlut hefði átt Baugur eða Kolkrabbinn sálugi. Fréttastjórinn Sigurjón sakar mig um að þiggja greiðslur fyrir „ósómann“. Hann er auðvitað mað- ur að minni fyrir. Ég andmæli aðför auðhrings að íslensku lýðræði; kjörnum fulltrúum og stofnunum. Ég mun halda áfram. Ég lít á það sem borgaralega skyldu mína. Jafn- vel þótt Baugsmiðlar haldi áfram að rægja mig. Það hafa þeir allir gert, eins og á dögunum þegar DV bendl- aði mig við pólitíska spillingu. Þeir eru flottir þessir strákar. Höfundur er fréttamaður. Þess vegna er Fréttablaðið málgagn Baugs UMRÆÐAN BAUGUR OG FRÉTTABLAÐIÐ HALLUR HALLSSON Þegar menn fara í saumana á málinu – lið fyrir lið í tímaröð þá kemur nefnilega í ljós að Baugur hefur haft frumkvæði að árásum á Davíð – ekki öfugt. Fátt er nöturlegra en slæmur aðbúnaður, þröngur kostur og fjárhagsáhyggjur þeirra einstakl- inga sem lokið hafa langri og oft strangri starfsævi fyrir sjálfan sig og samfélagið í heild. Það verður aldrei nógu oft áréttað að eldri borgurum samfélagsins ber öðrum fremur að þakka þá hag- sæld sem við búum við í dag. Það er því meira en sjálfsögð skylda okkar hinna að huga að hagsmun- um þeirra og velferð. Mig langar því að nefna hér þrjú atriði sem ég tel að borgarstjórn Reykjavíkur eigi án tafar að vinna að varðandi hagsmuni eftirlaunaþega. Það er sjálfsagt réttlætismál að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði eftirlaunaþega séu stórlega lækk- uð frá því sem nú er, og að það sé gert án þess að fólk þurfi að fara fram á og sanna að það hafi nán- ast engar tekjur. Eftirlaunaþegar hafa í flestum tilfellum greitt full fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði sínu um áratuga skeið, oft af einu og sama húsnæðinu þar sem við- komandi hafa haldið sitt heimili og komið börnum sínum á legg. Það er fullkomin óhæfa að eldri hjón eða einstaklingur sem misst hefur maka sinn og situr einn eftir á heimili sínu, sé nánast þvingað- ur til að selja fasteign sína og festa kaup á annarri mun minni, vegna skattagleði borgaryfirvalda. Fasteignagjöldin hafa verið að hækka að undaförnu, ekki síst vegna hækkunnar fasteignaverðs, sem m.a. má rekja til langvarandi lóðaskorts í Reykjavík. Þessi gjöld hafa oft verið ein af megin ástæð- um þess að fólk sjái sig tilneytt að standa í flóknum og mikilvægum fasteignaviðskiptum á gamals aldri, leysa upp heimili sitt, losa sig við stóran hlut innbússins og flytja í mun minna húsnæði í jafn- vel allt öðrum bæjarhluta. Það er hrein og klár hugsunarvilla að líta svo á að eftirlaunaþegar eigi að bera sömu skatta- og gjalda- skyldur og þeir sem eru enn í fullu starfi. Meginmarkmið borgaryfir- valda í málefnum eftirlaunaþega, ætti að snúast um aukið valfrelsi þeirra á sviði búsetu, og félags- og hjúkrunarþjónustu. Borgaryfir- völd þyrftu t.d. að huga sérstak- lega að þeim möguleika að komið yrði upp mun fleiri þjónustuíbúð- um sem leigðar yrðu út fyrir eftir- launaþega. Það er líklegt að marg- ir eftirlaunaþegar vildu miklu fremur eiga þess kost að leiga slíkar íbúðir í lengri eða skemm- ri tíma, og leigja þá frá sér sína eigin íbúð, eða ráðstafa henni og hluta af innbúi sínu á annan hátt, t.d. fyrir börn sín eða barnabörn, í stað þess að þurfa að kveðja sitt gamla heimili endanlega með fasteignaskiptum. Loks er löngu orðið tímabært að byggja hjúkrunarheimili í Reykjavík enda er skortur á hjúkr- unarrými á höfuðborgarsvæðinu orðinn mjög alvarlegur. Það er óþolandi að aldraðir Reykvíkingar þurfi að óttast þann möguleika að þegar þeir hætti að vera rólfærir verði hugsanlega fluttir hreppa- flutningum í önnur sveitarfélög, með góðu eða illu, því hér hafi borgaryfirvöld ekki haft rænu á að reisa hjúkrunarheimili. Höfundur gefur kost á sér í 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Virðing og valfrelsi í málefnum eftirlaunaþega UMRÆÐAN MÁLEFNI ALDR- AÐRA MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR Athugasemd Vont er að skilja hvað hrjáir Hall Hallsson. Það sem hann setur fram sem staðreyndir um Fréttablaðið og mig er aðeins hugarburður hans og ímyndanir. Lengra nær það ekki. Sigurjón M. Egilsson Fréttaritstjóri Fréttablaðsins Í íslenskum lögum eru ákvæði um að það sé ólöglegt að auglýsa áfengi í ljósvakamiðlum og á prenti. Þessu banni er ekki sinnt. Íslensk stjórnvöld líta framhjá auknum fjölda áfengisauglýsinga. Fyrir liggur frumvarp um að leyfa 18 ára og eldri að kaupa áfengi og umræðan um sölu áfengis í stór- mörkuðum er háværari en áður. Allar rannsóknir sýna að þegar slakað er á taumum hvað varðar auglýsingar, aldurstakmörk og aðgengi að áfengi, þá eykst ney- sla þess tímabundið eða til fram- búðar. Við þessar aðstæður þarf að styrkja forvarnir og styrkja stoð- ir grasrótarstarfsemi í því sam- bandi. Að þessum málum er best hlúð í þeirri nærþjónustu sem fólk býr við og þekkir, sveitarstjórnar- stiginu. Sveitarstjórnarstigið sinn- ir mikilvægri grasrótarstarfsemi í formi tengsla og trausts við ungt fólk. Það er m.a. gert í gegnum grunnskólann, félagsmiðstöðvarn- ar og íþróttahreyfinguna. Félags- legum úrræðum, fræðslu og for- vörnum er best sinnt af þeim sem eiga auðveldast með að ná til þess aldurshóps sem mest þarf á styrk- ingu að halda. Þó er misbrestur á, því skilvirk og markviss grasrót- arstarfsemi er ekki ókeypis, ef vanda skal til verka. Ef æskulýðs- lögin eru skoðuð til hlítar kemur í ljós að sú lagasetning er ekki í neinum takti við nútímann. Rannsóknir sýna að skilvirkasta forvörnin er virk fræðsla, aukin áhersla á fjölskylduna og íþrót- ta- og æskulýðsstarf. Það er mik- ilvægt að íslensk stjórnvöld beri virðingu fyrir þessu mikilvæga starfi og taki þátt í því fjárhags- lega með sveitarfélögunum að sinna því af myndugleika. Einn- ig sýna rannsóknir að samstarf stofnana sem að málum koma skilar einnig miklum árangri. Samstarf lögreglu, félagsþjón- ustu, skóla og fleiri sem koma að málum ungs fólks er áhrifamikil leið til að koma í veg fyrir óæski- lega hegðun. En úrræðin verða að vera til staðar til að árangur náist og þau eru ekki nægilega mörg hjá sveitarfélögunum, þó ekki vanti viljann. Meðferðarúrræði hafa verið á ábyrgð ríkisins hingað til en reynslan og rannsóknir sýna að best sé að sinna þessum málum á heimavelli unga fólksins, í þeirra umhverfi, í nánu samstarfi við fjölskyldu einstaklinganna. Væri þessum málaflokki ekki best borg- ið á sveitastjórnarstiginu? Því hvet ég stjórnvöld til að setja þenna málaflokk í forgang og spyrna á móti neysluverðbólgu áfengis sem leiðir til annarra fíkniefna og vinna markvisst með sveitarfélögum landsins að fram- gangi þessara mála. Höfundur er kennari og fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylking- arinnar í Hafnarfirði. Sveitarfélögin best í forvörnum UMRÆÐAN FORVARNAMÁL MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR Fyrir liggur frumvarp um að leyfa 18 ára og eldri að kaupa áfengi og umræðan um sölu áfengis í stórmörkuðum er háværari en áður. Amríklímax Nú er spurningin sú: Eru Íslendingar farnir að halda jól allan desember? [...] Eru endemin með slíkum ósköpum að þegar helgin langa og langþráða rennur loksins upp eru allir orðnir þéttfullir af mat og drykk, úttaugaðir yfir eyðslunni og þessi annars ágæta helgi getur þess vegna endað sem risavaxið antíklímax eftir upptaktinn í undirbúningnum. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Ameríka Fyrir mér er Ameríka enn eins og að segja stundarhátt: Ég veit að ég er feit- asta stelpan í bekknum en mér er alveg sama því ég gæti vel sest á ykkur ef þið farið að ybba gogg við mig. Kallar maður slíkar yfirlýsingar hugrekki eða hroka? Einlægnin er hin nýja íronía. Þessar óvæ- ntu tengingar er eftir allt saman bara leit að samnefnara. Ekki endilega þeim læg- sta heldur þeim sem er mest spennandi. Gengur allt upp í Ameríku? Kristrún Heiða Hauksdóttir á kistan.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.