Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24
[ ] Á morgun hefst IceMUN, Ice- landic Model United Nations, ráðstefna á vegum íslenskra háskólanema. IceMUN er hermilíkan af starfsemi Sam- einuðu þjóðanna (UN) og ætla íslenskir og erlendir háskóla- nemar að ræða um mannrétt- indamál í Súdan. Þurý Björk Björgvinsdóttir, sem ber þann stóra titil að vera aðal- ritari IceMUN og einn af skipu- leggjendum ráðstefnunnar, segist full tilhlökkunar fyrir helginni enda er mikil skipulagning að baki. „Við erum búin að funda síðan í byrjun sumars og skipu- lagningin hefur gengið vel. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin hér á Íslandi,“ segir Þurý. „Bæði nemar úr Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri munu taka þátt ásamt skiptinemum og einnig kemur hingað hópur nema frá Finnlandi.“ Þurý segir Model UN aðallega gott tækifæri fyrir háskólanema til að kynnast alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu og diplóm- atískum heimi stjórnmálanna. „Í ár ætlum við að setja upp hermi- líkan af öryggisráðinu og mann- réttindanefndinni. Þátttakendur í hermilíkaninu taka sér hlutverk sendifulltrúa aðildarþjóða og fylgja utanríkisstefnum ríkis- stjórna þeirra í einu og öllu,“ segir Þurý. „Málefnið sem við tökum fyrir er ástandið í Darfur-héraði í Súdan og verður fjallað um málið frá mismunandi sjónarhornum eftir ráðum og það verður unnið eftir starfsreglum og aðferðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þurý. „Fólk er að taka þátt í þessu af mikilli alvöru,“ segir Þurý. „Í kokteilboðunum sem fylgja ráð- stefnunni myndar fólk þrýstihópa og er að lobbíera bak við tjöld- in og safna fylgi við ályktanir sínar,“ segir Þurý og hlær. „Fólk lifir sig alveg inn í þetta enda er þetta góður undirbúningur fyrir framtíðina.“ Þurý segir erlenda háskóla og fyrirtæki horfa hýrum augum á reynslu af Model UN. Upphaf ráðstefnunnar er opinn fyrirlestur sem haldinn verður af Dr. Mukesh Kapila, forstöðumanni Department of health action in crisis hjá World Health Organis- ation (WHO). „Dr. Mukesh hefur unnið að mannréttindamálum í Súdan fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar og hann var að margra mati sá sem opnaði augu heimsins fyrir ástandinu í Súdan.“ Fyrirlestrarn- ir verða haldnir í húsi Íslenskrar erfðagreiningar og marka þeir upphaf ráðstefnunnar sem stend- ur fram á sunnudag. johannas@frettabladid.is Íslenskir háskólanemar í líki Sameinuðu Þjóðanna eru farin að nálgast. Þeir sem eru ekki byrjaðir að læra ættu að fara að gera eitthvað í því. Það er ennþá möguleiki á því að þetta bjargist fyrir horn. Prófin Þurý Björk Björgvinsdóttir, aðalritari modelUN, segir brýn málefni rædd í hermilíkani Sameinuðu Þjóðanna um helgina. Endurmenntun háskólans held- ur námskeið í samvinnu við UNIFEM á Íslandi. Endurmenntun gengst fyrir námskeiði þar sem fjallað er um alþjóðamál með áherslu á mis- munandi stöðu og hlut kynjanna. Námskeiðið er ætlað áhuga- og fagfólki sem vill afla sér þekk- ingar á þessu sviði. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji hvernig straumar og stefnur á alþjóðavettvangi hafa mismun- andi áhrif og afleiðingar eftir því hvort kynið á í hlut. Námskeiðið verður í fjórum hlutum þar sem fyrirlesarar verða með erindi og leiða umræður um eftirfarandi þætti: Alþjóðakerfið og konur, stríð og konur, þróunar- samvinna og konur og fólksflutn- ingar og konur. Fyrirlestrar á námskeiðinu eru í höndum níu kvenna; Lilju Hjartardóttur, Rósu Erlings- dóttur, Birnu Þórarinsdóttur og Magneu Marinósdóttur sem allar eru stjórnmálafræðingar, Drífu Hrannar Kristjánsdótt- ur og Hrundar Gunn- steinsdóttur þróunar- fræðinga, Amal Tamini varaformanns Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Guðbjarg- ar Lindu Rafnsdóttur, dósents í félagsfræði við HÍ og Guðrúnar Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta. Laun fyr- irlesara renna óskipt í ofbeldissjóð UNIFEM á Íslandi. Kennt verður fjögur kvöld, mánudag og miðvikudag í næstu og þarnæstu viku. Staða kynjanna í alþjóðastjórnmálum Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og fræðslu, léttum samræðum, æfingum og heimaverkefnum. Lykilhugtakið er tilfinningarækt að því er fram kemur í frétt á síðu Háskólans. Það segir líka að sé sambandið gott megi búast við árangri á flestum öðrum sviðum, í vinnu og starfi og ekki síður í barnauppeldi og fjölskyldumálum yfirleitt. Svo er það spurningin hvernig gangi að leysa úr ágreiningi sem óhjákvæmilega kemur upp og með hvaða hugarfari fólk nálg- ast hvort annað. Það eru sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson sem verða leiðbeinendur á námskeiðinu sem ætlað er pörum. Fyrir pörin AÐ STYRKJA SAMBANDIÐ ER YFIR- SKRIFT NÁMSKEIÐS SEM ENDUR- MENNTUN HÁSKÓLANS GENGST FYRIR 19. OG 26. NÓVEMBER. Rósa Erlingsdóttir er meðal fyrirlesara á námskeiði um alþjóðastjórnmál og konur. Tilfinningarækt er lykilhugtak sambúð- arnámskeiðsins. Gunnar Helgi Birgisson nemandi í Listaháskóla Íslands. Listaháskóli Íslands opnar almenningi dyr að öllum deild- um sínum næsta föstudag, þann 4. nóvember, milli klukkan tíu og tvö. Þá er upplagt fyrir áhugasama að koma í skólann og kynnast starfseminni. Leik- listardeildin og tónlistardeildin eru við Sölvhólsgötu. Leiklist- ardeildin býður gestum að taka þátt í sýnishorni af inntökuprófi sem samanstendur af leiktúlkun, líkamsþjálfun, raddbeitingu og söng. Í tónlistardeildinni verða opnir tónleikar, æfingar og sýn- ishorn af hljóðverkum nemenda. Í myndlistardeildinni að Laugarnesvegi 91 verður öll starfsemi og verkstæði opin gest- um og gangandi auk sýningar á fjölbreyttum verkum nemenda. Hönnunar- og arkitektúrdeild í Skipholti 1 verður einnig með alla starfsemi sína opna en þar er að finna fata- og textílhönnun, þrívíða hönnun, grafíska hönnun og arkitektúr. Nemendur og kennarar veita upplýsingar og viðtöl í öllum deildum. Allir í Listaháskólann Opið hús í Listaháskólanum á föstudaginn. „Námskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég vonaðist eftir og gott betur en það. Þjónustan er frábær og skipulagið til fyrirmyndar... Námskeiðið margborgaði sig.“ Esther Ösp Valdimarsdóttir, 19 ára nemi. ...næsta námskeið er í janúar 2006. Skráning á biðlista er hafin á www.h.is og 586-9400 Akureyri – 9. nóvember – skráning stendur yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.