Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 30
Hjálmar Blöndal skrifar Um 5,2 prósent innflytjenda á Íslandi stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur, sem er töluvert lægra hlut- fall en í nágrannalöndunum. Þetta er meðal niður- staðna í nýrri rannsókn Magnúsar Orra Schram, sérfræðings hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í Nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. „Það er allt að helmingi meira af sjálfstæðum at- vinnurekendum í löndunum í kringum okkur í hópi innflytjenda. Þetta skýrist meðal annars af því að við erum ungt innflytjendaland og við erum með kerfi sem tengir innflytjendur mjög við sinn at- vinnurekanda. Þeir þurfa að fá atvinnuleyfi áður en þeir fá búsetuleyfi þannig að það er kannski eðli- legt að við séum með lægra hlutfall,“ segir Magnús Orri. Hann segir að þegar litið sé til Íslendinga sé þetta hlutfall um sjö af hundraði enda þótt þau gögn séu ekki fyllilega samanburðarhæf til að bera þessa tvo hópa saman. Karlmenn eru virkari í sjálfstæð- um atvinnurekstri meðal Íslendinga en hjá innflytj- endum er þetta hlutfall jafnt. George Holmes er innflytjandi frá Indlandi sem nýverið stofnaði sinn eigin veitingastað, Indian Mango á Frakkastíg. Hann segir að það hafi alltaf blundað í honum að hefja atvinnurekstur. „Hér eru öll skilyrði hagstæð. Duglegt fólk kemst áfram í þessu samfélagi og það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en að starfa sjálfstætt. Ég vissi að ég myndi gera vel og það hefur gengið eftir því ég hef haft mikið af gestum. Ég hef ferðast frá því ég fæddist og hef þurft að standa á eigin fótum og það finnst mér gott að gera hér. Ég held að innflytjend- ur eigi góða möguleika á sjálfstæðum atvinnu- rekstri og ég skora á fólk að auka fjölbreytileikann í samfélaginu,“ segir George. - hb Vika Frá áramótum Actavis Group 1% 11% Bakkavör Group 2% 83% Flaga Group 13% -33% FL Group -2% 41% Grandi 1% 16% Íslandsbanki 3% 38% Jarðboranir 2% 9% Kaupþing Bank -1% 35% Kögun 0% 16% Landsbankinn 4% 90% Marel 1% 31% SÍF -2% -10% Straumur 3% 42% Össur -3% 20% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Færri frumkvöðlar meðal innflytjenda Veitingahúsaeigandi segir öll skilyrði hagstæð á Íslandi til að hefja atvinnurekstur. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Páll Þór Magnússon, hjá Sundi, hefur ákveðið að falla frá mála- ferlum á hendur Kristjáni Lofts- syni, stjórnarformanni Kers, vegna ummæla sem Kristján lét falla í Ríkisútvarpinu í tengslum við átök meirihluta og minnihluta hluthafa í Festingu á útmánuðum þessa árs. Einnig hefur verið tilkynnt um að Festing ehf. hafi keypt alla hluti Sunds og J&K eignarhalds- félags, um nítján prósent, í Fest- ingu og er ætlunin að lækka hlutafé félagsins sem því nemur. Jóhann Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Festingar, lætur af störfum og selur einnig bréf sín í því. Eftir kaupin eru Ker, Kjalar, sem er eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar, og Vogun, sem er í eigu Kristjáns og Árna Vil- hjálmssonar, langstærstu eigend- ur Festingar. - eþa Hagstofa Íslands hyggst taka til endurskoðunar hvernig vísitala fasteignaverðs er metin, í kjölfar mastersritgerðar sem unnin var við Háskóla Íslands nú nýverið. „Það hefur lengi staðið til að endurmeta þessa vísitölu og þessi athugun er eitt lóð á þeirri vogarskál,“ segir Rósmundur Guðnason, deildarstjóri í vísi- töludeild Hagstofu Íslands. Það var Ásdís Kristjánsdóttir sem gerði ritgerðina og var fjallað um hana í síðasta tölublaði Markað- arins en Ásdís taldi að skekkja gæti verið til staðar í mælingu á vísitölunni sem gæti leitt til þess að heimili landsins töpuðu millj- örðum vegna ofáætlaðrar verð- tryggingar. „Það er alltaf hætta á að vísi- tölur ofmeti verðbreytingar, sér- staklega þegar verðmælingar eru miklar. Þessar tölur sem þarna eru notaðar í skýrslunni eru þó ekki alveg réttar held ég en það gæti þó nokkuð verið til í mörgu. Við höfum ekki séð grunngögn þessarar skýrslu nægilega vel en við munum taka þetta til athugunar,“ segir Rós- mundur. - hb Verslunarsamsteypan Hagar tap- aði 708 milljónum króna sam- kvæmt sex mánaða uppgjöri fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst og er afkoman langt undir væntingum stjórnenda félagsins. Til samanburðar hagnaðist félag- ið um 1.269 milljónir á sama tímabili í fyrra en þá féll til mikill söluhagnaður. Stjórnendur félagsins kenna hörðu verðstríði á matvörumark- aði um að árangur félagsins hafi verið undir væntingum. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 614 milljónir króna sem er svipaður hagnaður og á síðasta ári en rekstrarkostnaður nam um 5,5 milljörðum og jókst um fjór- tán prósent. Framlegð í hlutfalli af sölu er um 20 prósent og lækk- ar úr 27 prósentum frá sama tímabili í fyrra. Eigið fé með víkjandi láni er 5,9 milljarðar og lækkar sem nemur tapinu. Eigin- fjárhlutfall Haga var um sextán prósent í lok tímabilsins. Fjármunamyndun í félaginu var neikvæð á tímabilinu. - eþa Slakt uppgjör Haga Stríð á matvörumarkaði setur strik í reikninginn. Lausn í Festingu Verðbólga hugsanlega ofmetin Vilja miðla í Danmörku Vaxtamunur við útlönd er nú rúmlega sjö prósent. Búist er við því að Seðlabankinn muni halda áfram á vaxtahækkunarbraut og stýrivextir erlendis hafa hækkað lítillega en ekki er búist við því að þeir nái að vega upp á móti vaxtahækkunum hér heima. Orðrómur er um vaxtahækk- anir á evrusvæðinu á næstunni. Peningamál koma út í desember og er búist við því að bankinn hækki vexti um að minnsta kosti hálft prósent. Mestur hefur vaxtamunur orðið rúmlega níu prósent árið 2001 en því hefur verið spáð að Seðlabanki Íslands hækki vexti í tólf prósent í desember 2006. Þá má búast við að vaxtamunur- inn geti náð sögulegu hámarki. - hb KB banki ætlar að byggja upp verðbréfamiðlun í Danmörku. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri sagði á kynningarfundi á mánudagsmorgun að í augna- blikinu væru engin kauptæki- færi á danska markaðnum. Því myndu þau byggja þessa starf- semi upp innan bankans. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hefur fyrrum forstöðumaður í Danske bank, Peter Secher, verið ráðinn til að sinna þessu uppbyggingarstarfi. Tekur hann til starfa 1. janúar. Hreiðar Már sagði stefnuna einnig tekna á miðlun breskra hlutabréfa í KB banka í London, en vildi ekki staðfesta í samtali við Markaðinn að eitt fyrirtæki væri til skoðunar umfram önn- ur. – bg GEORGE HOLMES, EIGANDI INDIAN MANGO „Ég vissi að ég myndi gera vel og það hefur gengið eftir því ég hef haft mikið af gestum. Ég hef ferðast frá því ég fæddist og hef þurft að standa á eigin fótum og það finnst mér gott að gera hér.“ KRÓNAN Stýrivextir eru um 10,25 prósent hér á landi en milli tvö og þrjú prósent á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum. S T Ý R I V E X T I R Bandaríkin 2,75 prósent Evrusvæði 2,25 prósent Ísland 10,25 prósent Of mikill vaxtamunur HAGAR TAPA Verðstríð á matvörumarkaði skýra að stórum hluta taprekstur Haga á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst. Deilur um Ker leystar Ólafur Ólafsson ræður nú ótruflaður ríkjum í Keri sem á olíufélagið Esso. Straumur seldi sinn hluta. Straumur Burðarás Fjárfestingar- banki hefur selt hlut sinn í Keri og Eglu. Kaupendur eru félögin sjálf. Eignirnar komu í hlut bankans þegar eignum Burðaráss var skipt á milli Landsbankans og Straums. Þórður Már Jóhannesson segir niðurstöðuna ánægjulega. „Við selj- um eign sem kom í okkar hlut við sameiningu Straums og Burðaráss og bankinn innleysir góðan hagnað af þessum eignum.“ Innleyst- ur hagnaður Straums er um 700 milljónir króna af við- skiptunum. Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, segir menn ánægða með niðurstöðuna. „Með þessu er eignarhald félaganna orðið skýrt og deilur vegna samskipta við fyrri eigendur lagðar niður.“ Eftir viðskiptin er Kjalar sem er í eigu Ólafs Ólafssonar með tæp- lega 87 prósenta hlut í Keri og Ker og Kjalar með yfir 90 prósenta hlut í Eglu sem er annar stærsti eigandi í KB banka. Ker er auk þess ráð- andi hluthafi í Samskipum og Síf. Grettir sem er í eigu Sunds, Landsbankans og Tryggingamið- stöðvarinnar eignaðist þriðjungs hlut í Keri í kjölfar sameininga Sjó- víkur við SH. Sú eign var í and- stöðu við ráðandi eigendur Kers og væringar í eigendahópnum í kjölfarið. - hh FJÖLBÝLISHÚS Í KÓPAVOGI Getur verið að verðbólga sé ofmetin hér á landi vegna skekkju við útreikninga á vísitölu fasteigna- verðs? ÓLAFUR ÓLAFSSON Ker hefur keypt út minnihluta Straums Burðaráss í félaginu. Ólafur Ólafs- son er aðaleigandi félagsins. 02_03_Markadur lesið 1.11.2005 15:55 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.