Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 32

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Gott lánstraust Íslenska ríkið heldur jafn góðu lánstrausti og áður. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest lánshæfis- einkunn ríkisins á langtíma- skuldbindingar. Sérfræðingur S&P segir ein- kunn Íslands byggja á stöðugur stjórnkerfi, mjög auðugu og svegjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem vinnur á móti frekari hækk- un einkunnarinnar er mikil er- lend fjármögnunarþörf og miklar erlendar skuldir hagkerfisins. Til að viðhalda traustinu þarf að standa við langtímastefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum. - hh Söluferli P. Samúelssonar hf., umboðs- og söluaðila Toyota á Íslandi, er vel á veg komið. Fasteignasali hefur metið fasteignir fé- lagsins en félagið á tals- vert af fasteignum bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2003 nam velta þess 11,6 milljörðum króna, EBITDA-hagnaður var 550 milljónir og eigið fé var bókfært á 1.240 milljónir. Telja verður að velta félagsins og hagnaður hafi aukist nokkuð frá árinu 2003 og hafa tölur um hagnað upp á tæpan milljarð króna verið nefndar. Félagið hefur ekki skilað inn ársreiknigi fyrir árið 2004. Bókfærð- ir fastafjármunir sam- kvæmt uppgjöri ársins 2003 eru 105 milljónir en raunvirði þeirra nokkuð hærra. Að teknu tilliti til þessara þátta og upp- færslu þeirra miðað við liðið rekstrarár og þess sem senn er á enda, telja menn að verð félagsins sé á bilinu 5 til 7 milljarðar króna. - hb Björgvin Guðmundsson skrifar Snorri Jakobsson, hagfræðingur í greiningardeild KB banka, segir nú hægt að taka lán hjá Íbúðalánasjóði og fjárfesta aftur á hærri vöxtum á skuldabréfa- markaði í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa til um það bil tuttugu ára standi í 4,19 prósentum en út- lánavextir til sama tíma standi í 4,15 prósentum. Vextir á Íbúða- bréfum til tíu ára standi enn hærra. Snorri segir að fjárfestir þurfi ekki að leggja út fjármagn til þess að hagnast á vaxtamunin- um. Ef vaxtaþróun sé svo hag- stæð geti fjárfestir átt kost á að greiða upp lán sitt og selja skuldabréf sín með hagnaði. Þar sem Íbúðalánasjóður og bankarn- ir fjármagna útlán á skuldabréfa- markaði fáist ekki betur séð en að ríkið sé að greiða niður útlána- vexti til almennings. Slík aðgerð sé þensluhvetjandi og gangi þvert á öll lögmál hagstjórnar við núverandi aðstæður. Á sama tíma reyni Seðlabanki Íslands til hins ítrasta að slá á þensl- una með hækkun stýrivaxta. Snorri segir að hækkun vaxta Seðlabankans hafi leitt til hækk- unar raunvaxta á markaði. Af þeim sökum ættu útlánavextir íbúðalána að vera komnir upp í 4,75 prósent miðað við markaðs- aðstæður í dag en séu enn í 4,15 prósentum. Jóhann G. Jóhannsson, sér- fræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir þá ekki hafa þurft að fjár- magna sig á þessum vöxtum sem Snorri nefnir. Að öllu óbreyttu þyrfti Íbúðalánasjóður að hækka vexti færi hann í skuldabréfaút- boð miðað við aðstæður á mark- aði í dag. Hins vegar sé ekki ljóst hvenær af því verði. Það eina sem liggi fyrir er að það verði fyrir lok þessa árs. Þangað til verði fylgst með þróuninni á markaðnum og hvernig vextir þróist. Aðspurður segir Jóhann að viðskiptabankarnir ættu að þurfa að hafa vexti hærri en Íbúðalána- sjóðir. Það sé dýrara fyrir þá að fjármagna sig, þeir þurfi að greiða skatt ólíkt Íbúðalánasjóði og skila hluthöfum arði. Þess vegna þyrftu vextir þeirra að vera minnst 0,5 prósentustigum hærri en Íbúðalánasjóðs. Segir ríkið niður- greiða vexti Hægt er að taka lán hjá Íbúðalánasjóði og fjárfesta aftur á hærri vöxtum í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. JÓHANN G. JÓHANNSON Íbúðalána- sjóður hefur ekki þurft að fjármagna útlán á núverandi markaðsvöxtum. SNORRI JAKOBSSON Íbúðalánasjóður hefur kosið að fylgja markaðsvöxtum ekki eftir. Tapa á háu gengi Dýrt að vinna aftur markaði fyrir sjávarafurðir. Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Þormóðs ramma – Sæbergs, sagði á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna að langvarandi hágengi íslensku krónunnar leiddi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki töpuðu í samkeppninni um erlenda markaði. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Lands- bankans, sagði það gífurlega tímafrekt og dýrt að vinna aftur markaði sem töpuðust. Að þessu þyrfti að huga. Unnar tók sem dæmi hvað fimmtán pró- senta styrking krónunnar þýddi fyrir rekstrarhagnað ýmissa útgerða næstu tólf mánuð- ina. Miðaði hann þá við að verðbólgan yrði áfram 4,6 prósent. Rekstrarhagnaður ísfisktogara myndi minnka um 0,2 pró- sent. Rekstrarhagnaður frystitogara myndi minnka um 7,8 prósent. Hagnaður þeirra sem væru að vinna frystar afurðir myndi minnka um 17 prósent og 18,2 prósent í söltun. Unnar sagði þetta sýna að styrking krónunnar hefði gríðarleg áhrif á afkomu þessara greina. Þau fyrirtæki sem hefðu sýnt góðan rekstrarhagnað fyrir tólf mánuðum væru í slæmri stöðu í dag. – bg Stofnfjáreigendum í Spari- sjóði Skagafjarðar hefur verið boðið að selja stofnfjárbréf sín á þrisvar sinnum hærra verði en þeir keyptu á. Ekki hefur fengist uppgefið hver ásælist þessi bréf og þá um leið ítök í sparisjóðnum. Þá er ekki held- ur vitað hvort þetta tengist hópum sem hafa tekist á um stjórnun sjóðsins; fólki innan Kaupfélags Skagfirðinga og gömlu stofnfjáreigendurnir svokölluðum. Nýlega náðust sættir milli þessara aðila. Sá sem hefur boðið í þessa hluti er Halldór Friðrik Þor- steinsson, framkvæmdastjóri HF verðbréfa. Hann vill ekki upplýsa fyrir hvern hann sé að reyna að kaupa. Það sé trúnað- armál. Stofnfjárbréf í sparisjóðn- um eru tæplega 1.800 sam- kvæmt upplýsingum Markað- arins. Stjórn sjóðsins þarf að samþykkja sölu á stofnfjár- bréfum. Engin slík beiðni hef- ur komið fyrir stjórnina enn- þá. - bg Fyrirtækin hækki eiginfjárhlutfallið Hátt gengi leikur sjávarútvegsfyrirtæki grátt. „Miðað við þessar aðstæður er kannski nauðsynlegra að eigin- fjárhlutfall sjávarútvegsfyrir- tækja sé hærra en ella,“ sagði Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, á aðalfundi Landssambands útvegsmanna á föstudaginn. Staðan á Íslandi væri slæm því gengi krónunnar væri of sterkt. Ekki væri rétt fyrir stjórnendur sjávarútvegs- fyrirtækja að bíða þangað til málið leystist. Hver og einn yrði að nýta sér alla möguleika til hagræðingar. Einnig þyrfti að at- huga hvort það hentaði fyrir- tækjunum að færa bókhald í er- lendri mynt. Það yrði þá gert til þess að draga úr gengisáhrifum á skattalega afkomu. „Peningastefnan ein og sér getur ekki tryggt efnahagslegan stöðugleika,“ sagði Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans. Efnahagspólitíkin væri ekki nógu heilsteypt og tæki ekki nægilegt mið af aðstæðum. „Ég held að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því að veikleikar, sem eru innbyggðir í fjármálamark- aðinn bæði vegna þess hversu lítill hann er og vegna þess hve verðtrygging fjárskuldbindinga er víðtæk, geri það að verkum að hlutverk ríkisfjármálanna verð- ur að vera enn meira.“ – bg AÐALFUNDUR LÍÚ Hart var sótt að Arnóri Sighvatssyni, aðalhagfræðingi Seðlabanka Íslands, þegar rætt var um gengi krónunnar á aðalfundi LÍÚ. Spurt um stofnfjárbréf Sparisjóður Skagafjarðar vekur áhuga fjárfesta. Toyota í söluferli Þar sem Íbúðalánasjóður og bankarnir fjármagna útlán á skuldabréfamarkaði fáist ekki betur séð en að ríkið sé að greiða niður útlánavexti til almennings. Slík aðgerð sé þensluhvetjandi og gangi þvert á öll lögmál hagstjórnar viðnú- verandi aðstæður. PÁLL SAMÚELSSON, STJÓRNARFORMAÐ- UR TOYOTA Gæti fengið 5 til 7 milljarða króna fyrir félagið. 04_05_Markadur lesið 1.11.2005 15:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.