Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 34
Danski dæluframleiðandinn Grundfos
hefur keypt suður-afríska dælufyrir-
tækið Brisan, sem hefur áttatíu sam-
starfsaðila og veltir fimmtíu milljón-
um danskra króna á ári. Það nemur
495 milljónum íslenskra króna á ári.
Grundfos hefur starfað í Afríku síð-
ustu 25-30 ár og hefur undanfarið
ár rekið dótturfyrirtæki í Jóhann-
esarborg. Fyrirtækið sér mikla
möguleika á Afríkumarkaði þar
sem þörfin er mikil fyrir hreint
drykkjarvatn og vatn til vökvun-
ar. Í fyrstu mun Brisan starfa
undir eigin nafni en með tíman-
um ganga inn í dótturfyrirtæki
Grundfos í Suður-Afríku sem
árlega veltir um níutíu milljón-
um danskra króna, tæplega 900 millj-
ónum íslenskra króna. - hhs
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 10,90 Lev 37,38 8,63%
Carnegie Svíþjóð 97,00 SEK 7,71 4,68%
Cherryföretag Svíþjóð 26,90 SEK 7,71 -3,06%
deCode Bandaríkin 8,72 USD 61,05 2,03%
EasyJet Bretland 2,98 Pund 108,55 7,09%
Finnair Finnland 10,36 EUR 72,11 -0,38%
French Connection Bretland 2,36 Pund 108,55 -1,75%
Intrum Justitia Svíþjóð 68,00 SEK 7,71 0,16%
Keops Danmörk 18,70 DKR 9,86 -0,75%
Low & Bonar Bretland 1,14 Pund 108,55 6,84%
NWF Bretland 6,00 Pund 108,55 7,05%
Sampo Finnland 12,80 EUR 72,11 1,99%
Saunalahti Finnland 2,59 EUR 72,11 6,15%
Scribona Svíþjóð 15,60 SEK 7,71 1,98%
Skandia Svíþjóð 39,70 SEK 7,71 3,28%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 8 , 9 0 3 , 1 8 %
South West Trains, sem sér um
lestarferðir milli London,
Portsmouth og Southampton,
hefur ákveðið að bjóða þrjú þús-
und sæti vikulega á mjög lækk-
uðu verði, allt niður í eitt pund.
Ætlunin er að ferðunum verði
haldið áfram ef eftirspurn eftir
sætunum verður mikil. Þetta
kemur fram á vefsíðu BBC.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
segja að með því að bjóða ein-
hverjar ferðir á svo lágu verði
hafi allir efni á að taka lestirnar.
Þannig megi stækka markaðinn
og fylla tómu sætin á áætlunar-
leiðum lestanna. Áætlunin, sem
ber nafnið megatrain.com, er
byggð á lággjaldarútuþjónustu
sem hóf göngu sína árið 2003. Sú
þjónusta mæltist vel fyrir og
með henni ferðuðust meira en 3,5
milljónir farþega á síðasta ári
milli 35 mismunandi borga. - hhs
ÓDÝRARA AÐ FERÐAST MEÐ LEST
Áætlanir eru uppi um að bjóða lestarmiða
á eitt pund á ákveðnum leiðum.
Miðinn á eitt pund
Ætla að gera öllum kleift að nýta sér lestakerfið.
Raunútgjöld heimilanna í Bandaríkjunum lækkuðu um 0,4 prósent í
september. Það eru heildarútgjöld heimilanna að teknu tilliti til breyt-
inga í verðlagi. Neyslan lækkaði um eitt prósent í ágústmánuði en hún
hefur ekki lækkað tvo mánuði í röð í fimmtán ár. Hækkandi elds-
neytiskostnaður veldur því að Bandaríkjamenn hafa minna milli
handanna til að eyða á veitingastöðum og í fatnað og skemmtanir.
Minnkandi einkaneysla getur haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér í Bandaríkjunum þar sem hún stendur
undir tveimur þriðju hlutum hag-
kerfisins. - hhs
Minnkandi einkaneysla Grundfos til Afríku
Danir kaupa suður-afríska dælufyrirtækið Brisan.
GRUNDFOS TRYGGIR SIG Í
AFRÍKU Sér mikla möguleika á Afr-
íkumarkaði þar sem þörfin er mikil
fyrir hreint drykkjarvatn.
Telenor
kaupir Voda-
fone Svíþjóð
Telenor hefur skrifað undir
samning við Vodafone Group um
kaup á Vodafone Svíþjóð. Kaup-
verðið auk skulda er 1.035 millj-
ónir evra eða 76,4 milljarðar ís-
lenskra króna. Samþykki sam-
keppnisyfirvöld kaupin ganga
þau í gildi um áramótin
2005/2006. Þetta kemur fram í
Vegvísi Landsbankans. Vodafone
Svíþjóð er þriðja stærsta far-
símafélagið í Svíþjóð með 1,5
milljónir áskrifenda og um
fimmtán prósenta markaðshlult-
deild. Með kaupunum hefur við-
skiptavinum Telenor í Skandin-
avíu fjölgað um 37 prósent í sam-
tals 5,6 milljónir áskrifenda. - hhs
06_07_Markadur lesið 1.11.2005 15:13 Page 2