Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 35
Dagur hinna dauðu er haldinn hátíðlegur á þessum degi víðs vegar um heim. Siðurinn er upprunninn í Mexíkó en er einnig virt- ur á Filippseyjum, í ýmsum ríkjum Suður- Ameríku og í þeim ríkjum Norður-Amer- íku þar sem er hátt hlutfall íbúa af mexíkóskum ættum. Þrátt fyrir drunga- legt nafn hátíðarinnar snýst hátíðin fyrst og fremst um að heiðra minningu látinna ættingja og vina með skemmtanahaldi og gleði. Helgisiði þar sem lífi þeirra látnu er fagnað má reka allt aftur til tíma þjóða Mið-Ameríku til forna. Hátíðin féll á níunda mánuð sólardagatals Astekanna, í byrjun ágúst, og stóðu hátíðahöldin yfir allan mánuðinn. Þegar spænsku nýlendu- herrarnir komu til Mið-Ameríku á 16. öld þótti þeim nóg um þá heiðnu siði sem þar ríktu. Í tilraun sinni til að snúa fólkinu til kaþólsks siðar skipuðu þeir svo fyrir að hátíðin færðist yfir í nóvember til þess að hún félli á sama tíma og aðrar hátíðir í kaþólskum sið eins og allra heilagra messa og allra sálna messa. Hátíðin blandaðist svo saman við hrekkjavöku Spánverjanna og úr varð dagur hinna dauðu. Undirbúningur fyrir hátíðina stendur yfir árið um kring og gjöfum er safnað til að færa þeim látnu. Þegar líður að hátíð- inu eru grafir snyrtar og þær eru svo skreyttar með gjöfunum sem safnað hefur verið saman á árinu. Blómakransar eru lagðir á leiðin, leikföng eru færð látn- um börnum og flöskur af tekíla eða öðru þeim fullorðnu. Allt er þetta gert til að lokka sálirnar að leiðunum. Sumir eyða jafnvel nóttinni allri við grafir ættingja sinna. Oft er matur eða drykkur sem hafði verið í uppáhaldi þeirra látnu líka fram- reiddur á heimilum ættingja þeirra. Eftir hátíðina borða ættingjarnir matinn en trúa því að hann skorti næringargildi þar sem sálirnar hafi tekið anda matarins. Á meðan á hátíðinni stendur er al- gengt að sjá hauskúpur um allt. Um göt- urnar gengur fólk með hauskúpugrímur og borðar sælgætishauskúpur sem búið er að grafa í nafn þess látna. Ýmislegt annað matarkyns er sérstaklega útbúið fyrir daginn, oftar en ekki í formi haus- kúpu. - hhs S Ö G U H O R N I Ð Dagur hinna dauðu MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D MEXÍKÓSKIR DRENGIR FAGNA HINUM DAUÐU Hauskúpur í hinum ýmsu myndum eru algeng sjón á degi hinna dauðu. Kauphöllin í Tókýó stöðvaði öll viðskipti með hlutabréf í gærmorgun eftir að tölvukerfi hennar bilaði. Verið var að uppfæra tölvukerfi kauphallarinnar til þess að hægt væri að anna þeirri auknu eftir- spurn sem myndast hefur eftir við- skiptum í kauphöllinni. Hún er sú önnur stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þar skipta átján milljarð- ar dollara virði af hlutabréfum um hendur daglega. Viðskipti hófust ekki aftur fyrr en klukkan hálf tvö eftir há- degi. Við lok viðskipta í kauphöllinni hafði Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,9 prósent og hefur ekki verið eins há síðan í maí 2001. - hhs Bilun í Tókýó Norsku laxeldisfyrirtækin Cermaq, Fjord Seafood og Pan Fish skiluðu mjög góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi. Greiningar- deild Íslandsbanka segir frá því að samanlagður hagnaður þeirra hafi numið um 6,5 milljörðum króna. Meginástæða góðra af- komutalna er hátt heimsmarkaðs- verð á laxi auk þess sem fram- leiðslukostnaður hefur lækkað vegna sameininga fyrirtækja. Cermaq, sem fór á markað seint í október eftir að norska ríkið hafði selt um 35 prósenta hlut, hefur hækkað um tólf pró- sent frá skráningu en bæði Pan Fish og Fjord Seafood hafa hækkað umtalsvert á árinu eftir mikla rekstrarerfiðleika undan- farin ár. - eþa Laxinn gefur vel LAXELDI Hagnaður stóru norsku laxeldisfyrirtækjanna var mikill vegna hás afurðaverðs og minni kostnaðar. 06_07_Markadur lesið 1.11.2005 15:13 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.