Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 40

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 40
Umræðan um nýtingarréttinn á auðlindinni í sjónum og gengisþróun íslensku krónunnar var fyrirferðarmikil á aðalfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna sem lauk á föstudaginn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti þar ræðu og lýsti yfir vilja til að ná sáttum við útgerð- armenn um sjávarútveginn á Íslandi. Þeir aðalfundarfulltrúar sem Markaðurinn ræddi við eftir ræðuna voru ánægð- ir með þessi skilaboð. Sögðu þeir þetta stórt skref í rétta átt hjá Samfylkingunni. Þó er vitað að margir útgerðar- menn eru óánægðir með auð- lindagjaldið sem lagt var á greinina og segja þá skatt- lagða umfram aðrar atvinnu- greinar. Þeir sem styðja auð- lindagjaldið segja þetta sann- gjarnt endurgjald fyrir nýt- ingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Beðið var eftir ræðu Ingi- bjargar Sólrúnar með nokk- urri eftirvæntingu. Þau boð höfðu borist að í ræðunni kæmu fram viðhorf sem væru íslenskum útvegs- mönnum þóknanleg. Þing- menn Samfylkingarinnar, þeir Kristján Möller og Jón Gunnarsson, voru sýnilegir á fundinum. Eftir hálfgert stríð við forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja fyrir síðustu kosningar virðist sem Samfylkingin ætli að friðþægjast. Fór svo sem vænst var; Ingibjörg Sólrún bauð fram sættir. Þó er spurning hvort sú sátt náist. Björgólfur Jóhannsson, for- maður LÍÚ, var ómyrkur í máli og talaði um þjóðnýt- ingu ríkisstjórnarinnar. TALAÐI AF MEIRI ÞEKKINGU Útgerðarmenn sögðu það já- kvætt að formaður Samfylk- ingarinnar hefði ekki talað um gjafakvótakerfi eins og svo oft áður. Sagði hún að það ætti að hætta að deila um upphaflega úthlutun kvótans. Þá hefði ekki verið minnst á fyrningarleið sem hefur verið stefna Sam- fylkingarinnar í mörg ár. Þetta voru þau at- riði sem útgerðarmenn tóku sérstaklega eftir. Ingibjörg Sólrún hefði líka talað af meiri þekkingu um sjávarútveginn en oft áður. „Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar af mörkum til að sátt náist í greininni. Það á að vera hlutverk stjórnmálamanna og útgerð- armanna að skapa forsendur fyrir henni. Til þess að svo verði þurfa menn að ræða saman og allir að gefa eitthvað eftir af sínum ýtr- ustu kröfum og skoðunum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Formaður Samfylkingarinnar sagði mikil- vægan lið í sáttinni að útgerðarmenn hættu að tala um eignarréttindi á kvótanum og við- urkenndu að um nýtingarrétt væri að ræða. Sá nýtingarréttur nyti svo verndar sem óbein eignarréttindi. Hún fengi ekki betur séð en að allir flokkar væru orðnir sammála um að binda eignarréttinn á auðlindinni í stjórnar- skrá. SJÁVARÚTVEGSFYRIRÆKI EKKI Í UPPNÁM „Ég tel líka mikilvægan lið í sáttinni að menn hætti að deila um það sem gerðist árið 1984 og hvernig kvótanum var þá úthlutað. Þessari fyrstu úthlutun verður ekki breytt. Margir sem þá fengu kvóta eru búnir að selja sig út úr greininni. Aðrir hafa keypt mikinn kvóta háu verði og deilur um tap og gróða sem myndaðist fyrir tuttugu árum hafa litla þýð- ingu nema sem sagnfræði- legt viðfangsefni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Eftir stendur þá óleyst hvort og þá hvernig útgerðin eigi að greiða fyrir afnota- réttinn af auðlindinni. Sú deila verður ekki leyst nema í tengslum við greiðslur fyrir afnot annarra auðlinda sem skilgreindar eru sem þjóðareign, ríkiseign eða í þjóðarumsjá, svo sem fall- vötn, fjarskiptarásir, jarð- hiti í þjóðlendum og auðlind- ir á eða undir sjávarbotni.“ Ingibjörg Sólrún sagði deiluefnið tiltölulega af- markað og það gæti reynst afdrifaríkt ef stjórnvöldum dytti í hug að fara fram af offorsi. „Ég þarf þó varla að segja þessari samkundu það að slíkt kynni aldrei góðri lukku að stýra enda sjávarútvegurinn allt of mikilvæg atvinnu- grein til að nokkur deiluefni réttlæti að hún sé sett í uppnám.“ KVÓTINN ER EIGN Eins og Ingibjörg Sólrún nefnir er forsenda sátta við útgerðarmenn að þeir hætti að tala um eignarréttindi á kvóta. Margir útgerðar- menn hafa einmitt lagt áherslu á að nauðsyn- legt sé að tryggja eignarréttinn til að stuðla að stöðugleika og öryggi í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Guðrún Gauksdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og formaður Rannsóknastofnun- ar í auðlindarétti, fjallaði um kvóta sem eign í erindi sem hún flutti á aðalfundinum. „Eru aflaheimildir eign í skilningi eignarréttar- ákvæðis 72. greinar stjórnarskrárinnar?“ spurði hún. „Í ljósi réttarstöðunnar eins og hún er í dag er svarið já.“ Guðrún sagði að aflaheimildir hefðu öll megineinkenni eignarréttinda og það væri í raun ekki umdeilt meðal fræðimanna. Afla- heimildir væru grundvöllur veðsetningar, hefðu gengið að erfðum og af þeim væri greiddur erfðafjárskattur, sem reiknaður væri út á grundvelli markaðsvirðis í sam- ræmi við ákvæði laga. „Aðkeypt aflahlutdeild telst eign í skiln- ingi skattalaga og af henni er greiddur skatt- ur. Einstaklingar og lögpersónur hafa gengist undir umtalsverðar fjárskuldbindingar í trausti varanleika aflaheimildanna. Afla- heimildir eru grundvöllur lánstrausts. Verð- lagning á aflahlutdeild í einstökum tegundum endurspeglar þennan veruleika,“ sagði Guð- rún. Hún sagði að leysa þyrfti úr því í hverju tilviki fyrir sig hvort skerðing á aflaheimild- um væri eignarnám eða almenn takmörkun á eignarrétti. „Ef um er að ræða sviptingu eigna setur 72. grein stjórn- arskrárinnar fram þau skil- yrði að skerðing eigi stoð í lögum, að skerðingin þjóni almannahagsmunum og að fullar bætur komi fyrir.“ BÚA VIÐ ÞJÓÐNÝTINGAR- STEFNU Björgólfur Jóhannsson, for- maður LÍÚ, sagði að skil- greining atvinnuréttar og nýtingarréttar væri tiltölu- lega nýtilkomin í sjávarút- vegi. Í öðrum atvinnugrein- um væri slík skilgreining jafngömul þjóðinni. „Það má nefnilega að mörgu leyti líkja skilgreiningu nýtingar- réttar sjávarauðlinda við landnám eins og gerðist í ár- daga. Þá skiptu þeir sem höfðu afkomu af landsins gæðum með sér þessum takmörkuðu gæðum og skildu að forsenda friðsamlegrar sambúð- ar og hagsældar var virðing fyrir réttindum manna til þessara afnota landsins. Jarðir mynduðust og eignarréttur yfir þeim hefur verið ein af frumforsendum lýðréttinda frá landnámi.“ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Það er stórmál fyrir útgerðarmenn ef Samfylkingin vill ná sátt um stefnuna í sjávarútvegsmálum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði á aðalfundi LÍÚ á föstudaginn. Svo virðist sem búið sé að henda fyrningarleiðinni út í hafsauga. Útvegsmenn verða samt að sætta sig við hið óumflýjanlega; að fiskurinn í sjónum verði skilgreindur sem þjóðareign í stjórnarskrá. Björgvin Guðmundsson komst að því að þingmenn Samfylkingarinnar ætla að funda með hagsmunaaðilum um málið. Sátt um sjávarútveginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði fátt valda meiri deilum en úthlutun byggðakvóta enda hefðu reglur um úthlutunina verið lítt gegnsæjar. „Sú spurning er líka áleit- in hvers vegna þær aflaheimildir sem sjávarútvegsráðherra hefur til sérstakrar ráðstöfunar eru ekki fénýtta og fjármunun- um varið til að skjóta nýjum stoðum undir atvinnustarfsemi í viðskomandi byggða- lögum í stað þess sjávarútvegs sem greinilega er á und- anhaldi,“ sagði hún á aðalfundi LÍÚ. DR. JURIS GUÐRÚN GAUKSDÓTTIR Guð- rún sagði aflaheimildir eign í skilningi 72. greinar stjórnarskrárinnar. Fr ét ta bl að ið /E .Ó L. Hætt við fyrningarleið Það má greina breytingu á sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þeir sem til þekkja segja Samfylkinguna ekki vilja fara í sama slag við útgerðamenn og fyrir síðustu kosningar. Því sé verið að reyna að ná ákveðinni sátt. Hætta á við fyrningarleiðina og leggja áherslu á að þjóðin eigi fiskinn í sjónum. Fyrir nýtingu á auðlindinni eigi svo að greiða ákveðið gjald sem á að vera í samræmi við gjald fyrir nýtingu ann- arra auðlinda. Þá er Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, talsmað- ur flokksins í sjávarútvegsmálum. Jóhanni Ársælssyni, sem er harður and- stæðingur núverandi kvótakerfis, er ýtt til hliðar. Ekki munu allir sáttir inn- an Samfylkingarinnar með þessa stefnubreytingu en telja þetta samt snjallt útspil hjá formanninum. Samfylkingin sé næststærsti stjórnmálaflokkurinn, sem útvegsmenn eigi að geta treyst komist flokkurinn í ríkisstjórn. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Á AÐALFUNDI LÍÚ Fundar með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi til að finna grundvöll sáttar. STEFNA SAMFYLKINGARINNAR Í SJÁVARÚTVEGSMÁLUM STJÓRNMÁLAÁLYKTUN LANDSFUNDAR18. NÓVEMBER 2001„Meginreglan á ávallt að vera að gjald sé greittfyrir nýtingu allra takmarkaðra auðlinda í sameignþjóðarinnar,“ segir í upphafi ályktunarinnar. Svoeru önnur markmið tilgreind. Að lokum segir: „Öll-um þessum markmiðum er náð með frumvarpiSamfylkingarinnar um fyrningarleið.“ KOSNINGASTEFNA SAMÞYKKT 5. APRÍL 2003„Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður ísmáum, árlegum áföngum, þannig að sjávarútveg-urinn geti lagað sig að breytingunum og að semmest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrning-arleið.“ STJÓRNMÁLAÁLYKTUN LANDSFUNDAR22. MAÍ 2005„Takmarkaðar auðlindir, svo sem fiskurinn í sjón-um, orka fallvatnanna og jarðhitinn, eiga að vera íþjóðareign og þær ber að nýta á grundvelli jafn-ræðis gegn gjaldi. Slíka þjóðareign, svo og almennnáttúrugæði eins og grunnvatn og hreint loft, á aðskilgreina sem eign þjóðarinnar í stjórnarskrá.“ 12_13_Markadur lesið 1.11.2005 15:30 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.