Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 47

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { skrifstofan } ■■■■ 2 Blý sem er ekki blý Þó nafnið bendi til þess er ekkert blý að finna í blýöntum. Blýið er í raun grafít, sem er blandað saman við leir og vatn og pressað saman í stangir við mikinn hita. Ástæðan fyrir því að talað er um blý í blýanta er vegna þess að Englendingurinn sem fyrst uppgötvaði grafít taldi sig hafa fund- ið blý. Samkvæmt blýantasafninu í Cumberland geisaði mikill stormur í Borrowdale á Englandi um miðja 16. öld, sem reif upp tré með rótum og undir þeim kom ljós í dökkt efni sem í fyrstu var talið vera blý. Um 200 árum seinna uppgötvaði ensku vísindamaður að efnið var ekki blý, heldur tegund af kolefni. Efnið var nefnt grafít, eins og gríska orðið sem þýðir „að skrifa“, vegna þess að fólk notaði efnið til þess. Fyrstu blýantarnir voru molar af grafíti sem smiðir og listamenn notuðu mikið, þar sem hægt var að skrifa á hluti án þess að rispa eða skemma efniviðinn. sögumoli } Afar skemmtilegur vinnustaður SÆVAR SKAPTASON Ferðaþjónusta bænda er afar skemmtilegur vinnustaður, sem sinnir bæði ferðamönnum og bændum. Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hefur vaxið mikið síðustu árin og er starfið, sem er tvíþætt, afar gef- andi að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmda- og skrifstofustjóra ferða- þjónustunnar. „Þungamiðjan í starfinu er annars vegar allt í sambandi við ferða- þjónustu bænda hér á landi. Hins vegar skipuleggjum við ferðir til út- landa undir nafninu bændaferðir. Þetta eru ferðir allt frá Kína til Kali- forníu, upp í Klettafjöllin, til Evr- ópu og út um allt,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmda- og skrif- stofustjóri Ferðaþjónustu bænda. Starfið er mjög fjölþætt því skrifstofan veitir þeim 150 býlum sem bjóða upp á bændagistingu margs konar þjónustu, sér um bók- anir, heldur uppi gæðaeftirliti, býður upp á þjálfun og skipuleggur námskeið. „Annað hvert ár eru allir okkar bæir heimsóttir og úttekt, eða gæðaeftirlit, fer fram. Við skipt- umst á að fara í þessar ferðir, starfsfólkið og ég. Eins förum við náttúrlega til útlanda og kynnum bændagistinguna á erlendum sýn- ingum, bæði með því að taka þátt í sýningum og með því að heim- sækja viðskiptavini, þannig að það er heilmikið í gangi og fólk er mikið á ferðinni, það er ekki bara bundið hérna við skrifstofustólinn,“ segir hann. Fyrirtækið heldur upp á 25 ára afmæli sitt þessa dagana. Þegar Sævar tók við framkvæmdastjóra- starfi Ferðaþjónustu bænda árið 1998 voru fjórir starfsmenn á skrif- stofunni, en í dag starfa þar tólf til fjórtán manns. „Það er heilmikið að gerast hérna, heilmikil starfsemi,“ segir Sævar, sem áður starfaði á ýmsum ferðaskrifstofum bæði hér heima og í Þýskalandi. Sævar telur mannlegu samskipt- in það skemmtilegasta við vinnuna, bæði við bændurna og ferðamenn- ina. „Þetta er mjög gefandi starf að því leyti til að árangurinn er mikið undir okkur sjálfum sem vinnum hérna kominn. Við höfum öll tæki og tól, við höfum góða vöru að selja og við höfum náð mjög góðum árangri,“ segir Sævar. Deilan um símann Í kringum 1870 bjuggu tveir upp- finningamenn, hvor í sínu horni, til tæki sem gæti flutt hljóð á milli staða með rafmagni. Þetta var fyrsti síminn og mennirnir hétu Elisha Gray og Alexander Graham Bell. Þeir hlupu báðir til og stukku af stað á einkaleyfisskrifstofuna til að fá einkaleyfið. Aðeins klukkustund var á milli mannanna en Bell varð fyrri til. Fræg lagadeila spratt upp á milli mannanna tveggja en henni lauk með sigri Bells. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Síminn býður auðveldar lausnir MEÐ PIM-KERFI SÍMANS ER HÆGT AÐ TENGJA FARTÖLVU VIÐ NETIÐ Í GEGNUM FARSÍMANN OG NOTA GEMSANN TIL AÐ SKOÐA TÖLVUPÓSTINN. Síminn býður nú sérhæfðar lausnir til þráðlausra samskipta, sem auðvelda fólki að sinna störfum sínum þó það sé ekki á skrifstofunni, en sífellt fleiri eru fjarri skrifborði sínu allan eða hluta dagsins. Með PIM-lausnum Símans getur fólk sótt net- póstinn sinn beint í símann og flett upp gemsa- númeri forstjórans. Eins er hægt að nettengja far- tölvu í gegnum farsíma og svo lengi sem síminn er innan GSM-kerfis Símans eða tengdur við erlent símakerfi sem Síminn hefur samning við getur fólk haft stöðugan aðgang að þeim upplýsingum sem geymdar eru á tölvuforriti fyrirtækisins. Síminn býður upp á aukna þjónustu sem auðveldar fólki að vinna vinnuna sína þó það sé ekki á skrifstofunni. 06-07 skrifstofan lesið 1.11.2005 15:43 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.