Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 49

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 49
Formaður LÍÚ sagði að jarðir hefðu auðvitað gengið kaupum og sölum. „En engri íslenskri ríkisstjórn hefur hingað til hugkvæmst að nota aðferð Mugabes for- seta Zimbabwe, að taka jarðir af eigendum þeirra og skipta þeim upp á milli annarra. Það tíðkaðist í þjóðnýtingarstefnu komm- únismans, sem allir vita hvaða árangri skilaði en í vestrænum samfélögum telst slíkt óþekkt.“ Til skamms tíma hafa aðilar í sjávarút- vegi mátt búa við þess háttar stjórnfyrir- komulag sagði Björgólfur. Nýtingarréttur hefði verið skertur með fyrirvaralitlum stjórnvaldsákvörðunum og hann færður til annarra án þess að bætur kæmu fyrir. Í umræðunni um þjóðnýtingu hefði verið horft fram hjá því að verðmæti auðlindar- innar lægi ekki síst í rekstri þeirra fyrir- tækja sem hefðu byggt afkomu sína á nýt- ingu hennar. Ef grundvellinum væri kippt undan þeim rekstri væri hætt við að mikil verðmæti glötuðust. Björgólfur sagði að barátta LÍÚ hefði ekki síst miðað að því að berjast fyrir þessum grundvallarréttindum. „Án þeirra getur sjávarútvegur ekki skilað þeim ár- angri og arðsemi sem samfélagið krefst af honum. Án þeirra geta fyrirtækin ekki starfað með eðlilegum hætti og haldið áfram á þeirri braut hagræðingar og auk- innar verðmætasköpunar sem kvótakerfið hefur sannanlega haft í för með sér.“ NÝTINGARRÉTTURINN ÚTVEGSMANNA Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráð- herra, hefur frekar verið talsmaður kvótatilfærslu enda hafa Vestfirðingar kvartað hástöfum undan núverandi kvótakerfi. Í þessum tilfærslum hefur kvóti verið tekinn af burðugum útgerð- um og afhentur öðrum. Einar Kristinn sagði í ræðu á aðalfundinum að hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins byggðist beinlínis á byggðatengdum úrræðum. Rétt væri að veiðiréttur smábátaflotans svokallaða hefði aukist ár frá ári. „Okkur getur greint á um nákvæmt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar og ýmsa þætti hennar, en kjarni málsins lítur að nýtingarréttingum. Um þau mál hafa á hinn bóginn staðið miklar deilur hér á landi. Í þeim deilum hef ég skipað mér við hlið íslenskra útvegsmanna enda hef ég talið það vera forsendu skynsamlegrar auðlindanýtingar að fyr- ir lægi hvar veiðirétturinn lægi og enn fremur að ekki gengi að stjórnvöld byggðu inn í þann nýtingarrétt sjálf- virka skerðingu eins og sumir stjórn- málamenn hafa talað fyrir,“ sagði Einar og hann væri talsmaður þess að nýting- arrétturinn væri útvegsmanna. Skyn- samlegra sé að veiðirétturinn sé í hönd- um þeirra sem hefðu með nýtingu aðlindarinnar að gera. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 13 Ú T T E K T „Fundirnir voru fjörugri í gamla daga,“ segir Páll H. Pálsson, stofnandi Vísis í Grindavík, sem hefur sótt aðalfundi Landssambands útvegsmanna í yfir 40 ár. Hér áður fyrr hafi menn virkilega tekist á, sérstak- lega þegar rætt var um skiptingu veiðiheimilda milli báta og togara á upp- hafsárum kvótakerfisins. Páll man tímana tvenna þegar kemur að sjávarút- veginum. Hann segir marga unga menn í útgerð í dag ekki þekkja það að vera blankir. Þegar hann var að byggja upp sitt fyr- irtæki, sem stofnað var árið 1965, hafi fjölskyldan lagt allt sitt í reksturinn. Eftir það var athugað hvað eftir væri til að borga hon- um laun. Í þessu samhengi rifjar Páll upp gamla sögu þegar þau hjónin ætluðu að elda góðan mat á sunnudegi. Fyrr um daginn bankaði vélstjóri sem vann hjá honum uppá og vantaði fyrir einni flösku. „Ég dró þá bara upp veskið og lét hann hafa fyrir einni flösku,“ segir Páll og bros- ir. Í staðinn varð sunnu- dagsmatur fjölskyldunnar eitthvað fátæklegri en upphaflega stóð til. Svona var þetta í gamla daga. Vísir í Grindavík er enn í eigu fjölskyldu Páls og gengur vel. Sjálfur hefur Páll starfað til sjós og lands og hafði unnið við sjávarútveg áður en Vísir var stofnaður. Aðspurður hvort hann hafi mætt á að- alfund LÍÚ árlega segir hann það nærri lagi. Hann sé meira fyrir að fylgjast með umræðunum en að taka þátt í þeim sjálfur. Páll segir að Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, sé einn eft- irminnilegasti fulltrúinn á aðalfundi fyrr og síðar. Það hafi aldrei verið nein lognmolla í kringum Krist- ján og hann hafi haft gam- an af. Fr ét ta bl að ið /E .Ó L. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m EINKAR K. GUÐFINNSSON HLÝÐIR Á RÆÐU BJÖRGÓLFS JÓHANNSSONAR FORMANNS LÍÚ. Björgólfur Jóhannsson sagði að nýtingarréttur hefði verið skertur með fyrirvaralitlum stjórnvaldsákvörðunum og hann færður til annarra án þess að bætur kæmu fyrir. Í umræðunni um þjóðnýtingu hefði verið horft fram hjá því að verðmæti auðlindarinnar lægi ekki síst í rekstri þeirra fyrirtækja sem hefðu byggt afkomu sína á nýtingu hennar. PÁLL H. PÁLSSON STOFNANDI VÍSIR Í GRINDAVÍK Ungir menn í útgerð í dag þekkja ekki að vera blankir. Fundirnir voru fjörugri Páll H. Pálsson hefur sótt aðalfundi LÍÚ í yfir 40 ár. n í sjónmáli 12_13_Markadur lesið 1.11.2005 15:31 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.