Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 53
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 17
S K O Ð U N
Viðskiptahallinn slær hvert
metið af öðru. Greining Íslands-
banka segir hallann meiri en hún
spáði og var þó sæmilega í lagt.
„Gengisbreytingar hafa mikil
áhrif á þróun útflutningsverð-
mætis, en heildarverðmæti út-
flutnings var um 141 ma. króna á
fyrstu 9 mánuðum ársins. Þannig
hefur verðmæti útflutnings á
þessu tímabili aukist um tæp 4%
milli ára á föstu gengi, en á
gengi hvers árs lækkaði verð-
mætið um tæplega 6% á sama
tímabili. Magn útfluttra vara
minnkaði um rúm 2% en verð út-
flutnings lækkaði að jafnaði um
3,7% milli ára á ofangreindu
tímabili.“
„Verðmæti útfluttra sjávar-
afurða var rúmir 83 ma. króna á
tímabilinu, sem er 7,6% lækkun
frá fyrra ári, en að magni til
minnkaði útflutningur sjávar-
fangs um 4,4%. Útflutningur
iðnaðarvara, þ.m.t. stóriðju,
minnkaði að heildarverðmæti
um 7,4% milli ára, en að magni
til var lækkunin rúmlega 3%.“
„Gífurleg aukning hefur orðið
á innflutningi milli ára sem eink-
um má rekja til aukinnar einka-
neyslu og stóriðjufjárfestinga.
Verðmæti innfluttra vara reynd-
ist 212,6 ma. króna frá ársbyrjun
til septemberloka í ár, og jókst
um tæplega þriðjung frá fyrra
ári á föstu gengi, en sé tekið tillit
til gengisþróunar var aukningin
23%. Mest er aukningin í fjár-
festingarvörum, tæplega 38% að
magni til, og eru stóriðjufjár-
festingar þar drjúgar. Innflutn-
ingur neysluvara hefur einnig
aukist mikið milli ára, eða um
rúmlega 27% í magni mælt.
Munar þar mestu um nærri 70%
aukningu milli ára í innflutningi
einkabifreiða, en mikil aukning
varð einnig í varanlegum neyslu-
vörum á borð við heimilis- og
raftæki (40%), og hálfvaranleg-
um neysluvörum, til að mynda
fatnaði (18,5%).“
„Lítið lát er á neyslugleði
landsmanna á innfluttum varn-
ingi, enda kaupmáttur almenn-
ings mikill og gengi hagstætt.
Árferðið er hins vegar óhagstætt
útflutningsgreinum, eins og end-
urspeglast í tölunum hér að ofan,
og ljóst er að ýmsar þeirra þola
illa jafn hátt gengi krónu og
raunin er nú. Þetta ójafnvægi á
viðskiptum við útlönd, sem
einnig sér stað í tölum um neyslu
Íslendinga erlendis og ferðalög
útlendinga hingað til lands, end-
urspeglar þjóðarútgjöld umfram
þjóðartekjur, sem á endanum
kallar á leiðréttingu á gengi
krónunnar, en Greining spáir því
að slík leiðrétting feli í sér um
fjórðungslækkun frá núverandi
gengi og eigi sér stað á næstu
tveimur árum.“
Viðskiptahallinn slær sífellt ný met
– stærsti fjölmiðillinn
LEITIN HEFST HÉR!
Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að
leita að góðum starfskrafti er allt – atvinna lausnin fyrir þig.
allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu
inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga.
Leiðindalíf
án áhættu
Við kollegarnir höfum svolítið
verið að leika okkur með bréf
KB banka upp á síðkastið. Það
hefur nefnilega gengið ágætlega
að byggja upp smá stokk í bank-
anum þegar líða fer að uppgjöri.
Selja svo í uppsvinginu strax
eftir uppgjörið.
Bankinn er náttúrlega þrusu
maskína, en það sem maður er
að leika sér með er að það eru
allir sjóðir stútfullir af bréfum í
bankanum og eiginlega bara
spákaupmenn að leika sér með
þetta. Þá gildir náttúrlega að
vera fremstur meðal jafningja.
Það er þannig að þegar menn
hafa séð sömu hlutina gerast
nokkrum sinnum í röð, þá kemur
að því að þeir gerast ekki. Það
gerðist núna og af því að maður
er jafn næmur og raun ber vitni,
þá innleysti ég hagnaðinn á
föstudaginn. Seldi allt á genginu
610. Ég var alveg viss um að
bankinn yrði yfir væntingum, en
ég var líka jafn sannfærður um
að allir væru mér sammála.
Senaríóið var því að fyrst allir
vissu, þá yrði alltaf spennufall
eftir uppgjörið. Maður tók því
uppsveifluna af gengi KB banka
meðan allir voru í hamingjukasti
yfir uppgjörinu hjá Landsbank-
anum, innleysti hagnað og fór
fínt út að borða með frúnni fyrir
brot af ágóðanum.
Svo keypti ég aftur smá hlut á
593 á mánudaginn og sé bara til
með það. Ég held að þessi banki
eigi fullt inni, en eins og ég hef
áður sagt, þá stendur það bank-
anum fyrir þrifum að erlendir
fagfjárfestar hafa ekki enn
keypt í honum. Ég held að það
muni gerast, en það getur liðið
dáldill tími þangað til. Á meðan
er sniðugt að leika sér annars
staðar.
FL Group er soldið spenn-
andi, ég vil gjarnan reyna að
komast í smá hlut í útboðinu. Ég
held að það hljóti að vera pínu
spælandi fyrir litlu hluthafana
að þeim sé ekki boðið í útboðið.
Ég held að FL menn hafi verið of
hræddir þar. Þeir ættu allavega
að hugleiða þann kost að hleypa
litlu hluthöfunum í útboðið.
Þetta er hvort eð er allt þræl
sölutryggt og ef þeir litlu vilja
ekki vera með, þá það. En menn
hefðu átt að gefa þeim kost á
því.
Ég er einn af þeim sem halda
að það sé spennandi séns sem
þeir taka með Sterling. Þetta er
að vísu áhætta, en ávinningurinn
er að sama skapi góður ef vel
tekst til. Hvað er líka gaman að
áhættulausu lífi? Ríkisskulda-
bréf eru áhættulaus. Hefur ein-
hver gaman af þeim?
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Lítið lát er á neyslugleði landsmanna á innfluttum
varningi, enda kaupmáttur almennings mikill og
gengi hagstætt.
16-17 Markadur lesið 1.11.2005 15:18 Page 3