Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 54

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 54
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Þórður Jónasson tók ungur við stjórn Lána- sýslu ríkisins og hefur stýrt henni á breyt- ingaskeiði íslensks fjármálamarkaðar. Árið 2002 fór hann til starfa hjá Alþjóðabankanum í Washington og vann þar í þrjú ár. „Það var tilviljun,“ segir Þórður um ráðn- ingu sína hjá bankanum. „Það er erfitt að fá vinnu hjá bankanum nema bankinn beinlínis vilji mann.“ Hann segir hausaveiðara á veg- um bankans hafa leitað einhvers sem hefði þann bakgrunn að hafa unnið að þróun fjár- málamarkaðar. „Hún byrjaði á að tala við fólk í þessum lánageira og þannig gekk, þangað til kollegi minn á Írlandi benti á mig.“ BANKINN VILDI LÆRA Þórður lét slag standa og fjölskyldan fluttist til Washington. „Maður tók þessu fyrst eins og léttu gríni, en svo kom tilboðið og við grip- um tækifærið.“ Hjá Alþjóðabankanum starfa tíu þúsund manns. Íslenska fjármálakerfið hefur tekið mikl- um breytingum frá því að Þórður hóf störf hjá lánasýslunni. Einkavæðing, hagkerfið opnað og ríkið sótti sér lánsfé á markað. „Það er af sem áður var þegar vöxtum var hand- stýrt,“ segir Þórður. Reynslan af þessari þró- un skuldabréfamarkaðar var það sem Al- þjóðabankinn sóttist eftir. „Menn spurðu sem svo: Þarna er þjóð sem virðist of lítil til þess að setja upp hjá sér fjármálamarkað og henni virðist hafa tekist það nokkuð vel.“ Bankinn vildi læra af þessu. Alþjóðabankanum vildi styrkja ráðgjöf á sviði uppbyggingar fjármálamarkaða og í lánsfjárstýringu. Þórður kom þarna inn í nýj- an alþjóðlegan hóp fólks með svipaðan bak- grunn og hann sjálfur. „Þarna hitti maður fólk með svip- aða reynslu, en sem hafði kannski aðeins aðra sýn á hlutina. Saman mynd- aði þetta skemmtilega heild. Svo var allt sett í gang.“ Starfinu fylgdu mikil ferðalög. „Það var auðvitað mesti ókosturinn við þetta hvað maður var mikið fjarri fjölskyldunni.“ Hver ferð var tvær til þrjár vikur og Þórður var í burtu um það bil hundrað daga á ári. ANDSTÆÐURNAR MIKLAR Markmið Alþjóðabankans er að eyða fátækt í heiminum og stuðla að sjálfbærri þróun. Í því felst að byggja upp heilbrigð efnahagskerfi. „Sú mynd sem margir hafa af þróunaraðstoð er ekki sú mynd sem blasti við mér. Margir halda að í Afríku búi fólk í strákofum og svo fer maður og bankar upp á í Seðlabankanum og þar mætir manni vel menntað fólk og sem beitir vönduðum vinnubrögðum. Svo fer maður ekki lengri vegalengd en héðan og til dæmis í Kópavog og þar er fólk sem borðar upp úr ruslatunnunum og fjörutíu prósent þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörkum. And- stæðurnar eru miklar. Í þessum löndum eru hins vegar stundum fjármálakerfi sem ganga þokkalega vel og eru að innri gerð sambæri- leg við það sem við þekkjum. Hagkerfin eru hins vegar lítil að stærð miðað við fólksfjölda og fátæktin mikil.“ Þórður bendir á að í fjár- málakreppum síðustu ára hafi stundum tap- ast meiri fjármunir en sem nemi þróunarað- stoð yfir langt tímabil. Það sé því mikilvægt að huga að fjármálastöðugleika og mikilvægt sé að tryggja þessum löndum aðgang að fjár- magni án þess að innstreymið verði svo mikið að hagkerfin fari úr jafnvægi. „Ég hef unnið í einstökum verkefnum fyrir Alþjóðabankann eftir að ég sneri heim og meðal þess sem við erum núna að vinna að er hvernig er hægt að leysa það vandamál að koma meira fjármagni inn í efnahagskerfi þróunarlanda, án þess að valda ofþenslu.“ ERLEND ÚTGÁFA DÝPKAR MARKAÐINN Undir stjórn Þórðar hefur Lánasýslan ásamt samstarfsaðilum kynnt íslensk skuldabréf fyrir erlendum fjárfestum. Upp á síðkastið hafa erlendir aðilar, ríki og bankar gefið út skuldabréf í ís- lenskum krónum. Út- gáfa sem nemur yfir hundrað milljörðum króna. Þórður segir að þessi útgáfa nemi um tíu prósentum af lands- framleiðslu. Svipað er uppi á teningnum í Nýja Sjálandi þar sem sambærileg útgáfa er 26 prósent af þeirra landsframleiðslu. „Ástandið þar og hér er nú með ólíkindum svipað. Þeir hafa horft upp á þetta gerast tvisvar áður og reynsla þeirra er að út- gáfa sem þessi hefur gert fjármálakerfið dýpra og skilvirkara, en lykilatriðið sem menn leggja áherslu á þar er að menn hviki ekki frá stefnunni og freistist til að grípa inn í gengismál þegar þessi þróun gengur til baka. Meginreglan virðist vera að menn verða að sætta sig við meira flökt og mega ekki grípa inn í nema fjármálastöðugleikanum sé ógnað.“ Því fleiri sem vilja kaupa skuldabréf í íslenskum krón- um, því auðveldara er fyrir rikið að sækja sér lánsfé í innlendum gjaldmiðli. „Nú eru til dæmis belgískir tann- læknar og ítalskar ekkjur orðin kaupendur að skuldabréfum í krónum. Sú hugsun að selja innlend skuldabréf einungis til innlendra fjárfesta er búin. Nú eru fjölmargir erlendir aðilar sem taka þátt í verðmyndun á markaði með íslensk skuldabréf.“ Þórður segir að þar sem tekjur ríkisins séu að megninu til skattfé sem er í innlendum gjaldmiðli sé skynsam- legt að reyna að hafa sem mest af skuldunum í sama gjaldmiðli. Lánasýslan hóf á sínum tíma í samstarfi við bankana að kynna íslensk ríkisskuldabréf fyrir erlendum fjárfestum, með þeim árangri að fjörutíu prósent bréf- anna eru nú í eigu útlendinga. UMHIRÐA MEÐ SVEÐJUM Ríkið hefur litla þörf fyrir lánsfé nú um stundir og hlutverk Lánasýslunnar að gefa út skuldabréf til að skapa vaxtaviðmið sem aðrir vextir taka mið af. Þórður segir það að draga úr erlendum skuldum nokkuð sem menn ættu að hugsa um við núverandi kring- umstæður. „Það hefur verið í takt við góðær- ið að halda ákveðinni viðveru á innlendum markaði til þess að mynda grunnvexti og þar til við þurfum að taka lán. Það mun koma að því fyrr eða síðar.“ Fjölskyldan kom heim í júlí á þessu ári og hafði þá fjölgað um einn í hópnum. Fjögur fluttu út, þar af eitt smábarn, og fimm fluttu heim. Þórður segir að frítíminn sé helgað- ur fjölskyldunni, en þau hjónin hafi aðeins byrjað að fikra sig áfram með golf. Þar fyrir utan reynir fjöl- skyldan að fara saman á skíði. Ferðalögin hafa gefið honum tækifæri til að leika á golfvöllum þar sem fáir Íslendingar hafa spilað. „Við spiluðum sem var engu líkt á golfvelli í Tansaníu þar sem kylfusveinarnir slógust um að fá að vinna fyrir mann og þeir sem sáu um umhirðu vallarins voru með sveðjur.“ Reynslan af starfi við Al- þjóðabankann er nokkuð sem Þórður segist ekki fyrir nokkurn mun vilja hafa misst af og hann búi að þeim tengslum sem mynduðust. „Ég tók starfinu af því mér fannst þetta spennandi starf og möguleiki á að heimsækja framandi slóðir. Svo smátt og smátt gerir maður sér grein fyrir því að þetta er þróunaraðstoð og maður lætur gott af sér leiða í starfinu. Það er eitthvað sem breytir manni.“ Hádegisverður fyrir tvo á Laugaási Humarsúpa Steikt rauðspretta gratín Drykkir Sódavatn, vatn og kaffi Alls 4.580 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Þórði Jónassyni forstjóra Lánasýslu ríkisins Bankar eru sam- félagsþjónusta Enn og aftur er runninn upp sá tími þegar bankarnir skila nýjum tölum um hvernig það gengur að blóðmjólka hinn almenna launa- mann. Og viti menn – það hefur aldrei gengið betur. Ef Aurasál- inni telst rétt til þá er hagnaður bankanna það sem af er ári í kringum 60 milljarðar króna. Sextíu milljarðar kunna að hljóma sem klink í eyrum sumra kaup- sýslumanna og forstöðumanna auðhringa en þetta safnast þegar saman kemur. Fyrir sextíu millj- arða má til dæmis kaupa þrjú þús- und hús á tuttugu milljónir króna. Svo mætti hugsa sér að peningun- um yrði deilt jafnt niður á alla Ís- lendinga á kosningaaldri. Þeir fengju þá kringum þrjú hundruð þúsund kall á kjaft. En þessi tölfræði segir auðvitað ýmislegt. Ef hagnaðurinn af hverjum viðskiptamanni í banka- kerfinu er 300 þúsund á níu mán- uðum – er þá ekki verið að blóð- mjólka almenning? Það er aug- ljóst að bankarnir þurfa ekki að græða svona mikið – hvað ætla þeir að gera? Kaupa fleiri miða á Chelsea-leiki í Meistaradeildinni? Aurasálin hefur lengi varað við þeirri óheillaþróun sem er að verða í íslensku þjóðlífi. Hinir stóru stækka á kostnað hinna minni og auðhringar og fjárfest- ingarbankar eira engu og bókstaf- lega gína yfir öllu. Og allt er þetta út af gróða sem enginn veit svo hvað á að gera við. Dyggir lesendur Aurasálarinnar vita að hún hefur gjarnan hrósað íslenskum athafnamönnum fyrir dugnað sinn og hugmyndaauðgi í viðskiptum. Því kynni einhver að halda að í máli Aurasálarinnar gætti tvískinnungs, að hún sé ósamkvæm sjálfri sér. Þetta er ekki rétt. Aurasálin hefur alltaf stutt útrás íslensks viðskiptalífs en á sama tíma varað við þeirri hættu sem felst í því að menn græði of mikla peninga. Margur verður af aurum api er sagt. Þessu trúir Aurasálin. Aurasálin hefur fylgst með því hvernig starfsmenn banka og fjármála- fyrirtækja hafa smám saman hrokkið aftur nokkur skref í þróun- arsögunni og eru margir hverjir orðnir að öpum. Þetta á þó ekki við um gjaldkera eða aðra slíka, heldur fyrst og fremst um verðbréfaliðið. Í verðbréfadeildum bankanna er valinn api í hverju rúmi. Aurasálin vonar að fljótlega dragi hressilega úr gróða bankanna og almenningur fái eitthvað af þess- um peningum til baka. Það er dýrt spaug að eiga glæsileg fyrirtæki ef hver og einn þarf að borga 300 þúsund kall á níu mánuðum til þess að standa undir gróðanum. Eðlilegt væri að svona starfsemi væri rekin á núlli, eða því sem næst, þar sem bankastarfsemi er fyrst og fremst samfélagsþjón- usta. Það er hugmynd sem þeir ættu að skoða þeir Hreiðar, Sigur- jón og Bjarni. A U R A S Á L I N Þórður Jónasson Starf: Forstjóri Lánasýslu ríkisins Fæðingardagur: 25. júní 1968 Maki: Kolbrún Kristjánsdóttir Börn Anna Lind f. 1992, Gígja Hrönn f. 2000, Kristján f. 2003 SPENNANDI STARF Þórður Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, hefur tekið mótandi þátt í breytingum íslensks fjármála- markaðar. Hann var í þrjú ár hjá Alþjóðabankanum í Washington og segir þann tíma hafa breytt sér, þar sem hann sinnti þróunaraðstoð við uppbyggingu fjármálamarkaða sem eru liður í þvi verkefni bankans að útrýma fátækt. Alþjóðabankinn vildi íslenskan lærdóm Alþjóðabankinn sóttist eftir kröftum Þórðar Jónassonar, forstjóra Lánasýslu ríkisins. Hann hafði stýrt starfseminni á mótunarárum íslensks fjármálamarkaðar. Verkefnið var að byggja upp fjármálamarkað í fátækari löndum heimsins í því skyni að útrýma fátækt. Hafliði Helgason ræddi við hann um skuldabréf í krónum og mikilvægi fjármálamarkaðar fyrir framþróun fátækari landa. Fr ét ta bl að ið /H ar i 18-19 Markadur lesið 1.11.2005 15:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.