Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 59
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005
Gríski frumkvöðullinn Stelios
Haji-Ioannou hefur að undan-
förnu verið í sviðsljósinu vegna
umræðu um að FL Group hyggist
yfirtaka breska lággjaldaflug-
félagið easyJet. Hann og fjöl-
skylda hans eiga rúmlega fjöru-
tíu prósenta hlut í félaginu en
Stelios er sjálfur eigandi að easy-
vörumerkinu sem á um fimmtán
vörumerki svo sem easyPizza,
easyCar og fleiri og fleiri.
Stelios á sjálfur um 16,6 pró-
senta hlut í easyJet en hann fer
einnig með hlut fjölskyldu sinn-
ar, samtals um 41 prósent. Haft
hefur verið á orði að fjölskyldan
sé þó ekki eins samhent og hún
lítur út fyrir að vera og einhver
hinna hluthafanna geti vel hugs-
að sér að selja. FL Group jók ný-
lega hlut sinn í félaginu um 16,18
prósent. Ekki er búist við öðru en
að FL Group muni auka hlut sinn
jafnt og þétt í breska lággjalda-
flugfélaginu enda þótt gengi
hlutanna hafi nú nýverið farið í
300 pens á hlut en félagið hefur
að minnsta kosti einu sinni áður
náð að rjúfa þann múr.
Haft var eftir Stelios í erlend-
um fjölmiðlum í kjölfar aukinna
kaupa FL Group á hlutum í félag-
inu að hann hefði sömu fyrirætl-
anir og áður varðandi félagið.
Hann hefði tilkynnt Hannesi
Smárasyni, forstjóra FL Group,
það fyrir ári að hann hefði ekki í
hyggju að selja sinn hlut og það
stæði.
Samþykktir easyJet koma í
veg fyrir að erlendir aðilar geti
eignast meira en fjörutíu prósent
hlutafjár í félaginu. Það ætti þó
varla að koma í veg fyrir að FL
Group næði að kaupa meirihluta
því finna mætti leiðir bæði í
gegnum fjárfestingarsjóði og
banka til að ná meira en fjörutíu
prósenta hlut í félaginu.
Enn sem komið er blasir því
ekkert annað við en að tilgangur
FL Group með fjárfestingu sinni
í félaginu sé að ná yfirráðum í fé-
laginu. Hlutafjáraukning FL
Group gefur félaginu alla fjár-
hagslega burði sem þarf til þess
en eina vafaatriðið og kannski
það stærsta er hvort félaginu
takist að sannfæra Stelios og
hans fjölskyldu um að nú sé rétti
tíminn til að selja. - hb
Stelios segist ætla
að halda meirihluta
STELIOS HAJI-IOANNOU, STOFNANDI
OG EIGANDI EASYJET Stelios segist ekki
ætla að selja frá sér easyJet enda sé félagið
flaggskipið í easy-vörumerkinu sem hann á.
Meðal vörumerkja eru easyPizza sem selur
pítsur í heimsendingu en á mismunandi
verði eftir því hvenær pantað er. Þannig
segist Stelios ná að selja fleiri pítsur á öðr-
um tímum en hefðbundnum matmálstím-
um og nýta því starfskrafta á fullum hraða
allan daginn.
22_23_Markadur lesið 1.11.2005 15:42 Page 3