Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 60

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 60
Beðið eftir konum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, tafð- ist um rúmlega eina og hálfa klukkustund vegna veðurs þegar hún flutti ræðu á aðalfundi LÍÚ á föstudaginn. Þurfti hún að keyra í slæmu veðri frá Ísafirði í stað þess að fljúga. Eiríkur Tómasson fundarstjóri sagði flesta aðal- fundarfulltrúana karlmenn komna yfir miðjan aldur og þeir væru vanir að bíða eftir konun- um sínum. Því hefðu þeir alveg haft þolinmæði til að bíða eftir ræðu Ingibjargar. Hún var fljót til svara og sagði í upphafi ræð- unnar að það væri kannski rétt að karlmenn á miðjum aldri væru vanir því að bíða eftir kon- um. „En ég held að aldrei hafi ein kona lagt jafn mikið á sig til að hitta karla,“ sagði hún og upp- skar hlátur útgerðarmanna. Landsbankamenn áhugasamir Kynningarfundur á níu mánaða uppgjöri Landsbanka var fjöl- sóttur. Gert hafði verið ráð fyrir um 50 gestum í kjúklingasúpu og nýbakaðar brauðbollur á efri hæð Iðnó undir kynningu Sigur- jóns Þ. Árnasonar bankastjóra á hinu ágæta uppgjöri bankans. Athygli vakti að mjög fjölmennt lið Landsbankans mætti á fund- inn og hamstraði bæði súpu og brauð þannig að almennir gestir fengu varla vott né þurrt en fengu þó ræðu Sigurjóns sem var ágætis afþreying með fullri virðingu fyrir matseldinni í Iðnó. Ekkert fylgdi sögunni hvort að um samantekin ráð hefði verið að ræða né var upp gefið hver hefði verið réttur dagsins í Landsbankanum. Íslandsbanka- fulltrúi Og síðast en ekki síst að Íslands- banka. Nú berast af því fréttir að hin skeleggi frændi banka- ráðsformannsins, Pétur Blöndal, sem gegnir stöðu upplýsinga- fulltrúa bankans muni nú senn láta af störfum. Ekki er það vegna óánægju með störf hans heldur frekar vegna þess að hann hefur erft hið skáldlega at- gervi föður síns og hyggst leggja í sífellt frekari mæli fyr- ir sig ritstörf og kveðskap. Þetta hefur orðið til þess að Bjarni Ár- mannsson hefur leitað til ann- arra landa til að fá nýjan tals- mann bankans til starfa og hefur fyrir valinu orðið bróðir borgar- stjórans í Reykjavík, Pétur Ósk- arsson sem áður hefur unnið fyrir utanríkisþjónustuna en hefur nýlokið námi sínu í hinni stóru Ameríku.                               !   "#$%&' &  '( ) '*++, '- !  ' *. / . ! !  #    0%1234'3 !.5 46                  78 9:;2 < 9 ==>9???                                   !     "        2  '      '     @         <   )A            B8  A     A    @8@    A @C3 'D  '%E.     .          #    $                                    66 16,2% 162milljarða króna samanlagður hagnaður viðskipta-bankanna fyrstu níu mánuði ársins. hlutur FL Group í easyJet. af 1252 hluthöfum Símans nýttu séryfirtökutilboð sem nýir eigendurgerðu þeim. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur-lesið 1.11.2005 16:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.