Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 74

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 74
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR30 LEIKHÚS VALGEIR SKAGFJÖRÐ Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur / Sýnt á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins / Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson / Leikmynd og búningar: Ólafur Ísfjörð / Tónlist: Hallur Ingólfsson / Lýsing: Sólveig Eggertsdóttir / Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Gísli Pétur Hin- riksson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson og Sigurður Skúlason. Niðurstaða: Jóni Páli tekst með aðstoð leikhópsins að sviðsetja fyrirtaks sýn- ingu sem ætti að höfða til ungs fólks. Fyrst skal bjóða Hrund Ólafs- dóttur velkomna í hóp íslenskra leikskálda. Hún hefur skrifað afskaplega frambærilegt verk sem tengir okkur við samtímann og allir fá pínulítið á baukinn og það fyllilega verðskuldað. Textinn sem hún skrifar renn- ur vel og lipurlega. Styrkur hans liggur meðal annars í því að hann hefur framvindu og rás við- burðanna þróast í eðlilegu flæði milli vel útfærðra atriða. Verkið hefur yfir sér raunsæis- legan blæ en leikstjórinn sprengir upp senurnar með flottum lausn- um og ekki liggja leikararnir á liði sínu við að gæða textann lífi og blæbrigðaríkum tilfinningum. Hrund leiðir okkur inn í heim sem einkennist af samskipta- leysi, skeytingarleysi, skorti á kærleika og samkennd. Þannig var heimurinn sem 68-kynslóðin vildi umbylta en er núna búin að skapa sér nýjan heim sem snýst að miklu leyti um ímyndaðar og sjálfskapaðar gerviþarfir þar sem þeir sem eiga peningana hafa völdin og skammta okkur hinum eftir geðþótta. Nú vilja afkomendur hennar blása til nýrrar byltingar. (Eða hvað?) En byltingin étur alltaf börnin sín og það er eins og okkur sé fyrirmunað að læra. Þrátt fyrir allt frelsið. Frelsi mannsins felst í því að vera hann sjálfur og verða það sem hann getur orðið. En frelsið hefur ekki merkingu nema í skipulagðri tilveru og skipulögð tilvera er skapandi. Þar af leið- andi vill maðurinn frelsi til að skapa og fara nýjar leiðir. En við höldum samt áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur og við segjum: „Þetta er bara svona!“ Jóni Páli tekst með aðstoð leikhópsins að sviðsetja fyrir- taks sýningu sem ætti að höfða til ungs fólks. Ekki væri úr vegi að foreldrar og unglingar færu saman í leikhúsið til að upplifa þetta bráðskemmtilega verk sem er bæði fyndið, dramatískt og fær okkur til að horfast í augu og spyrja: ,,Höfum við í alvöru áhuga á meðbræðrum okkar og systrum?“ Tveir ungir leikarar þreyta hér frumraun sína, þau Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Ólafur Steinn Ingunnarson. Ísgerður vinnur vel úr sínu hlutverki og skapar trúverðuga áhrifagjarna stúlku sem gengst upp í að umgangast eldri krakka. Ólafur Steinn leik- ur eitt lykilhlutverkanna og á hér glæsilegt debút. Kemur sterkur inn og sýnir okkur margar hlið- ar á sínum karakter og hvernig hann þróast í framvindu verks- ins. Hann hvíldi fallega í því sem hann var að gera. Gísli Pétur Hinriksson leikur besta vininn, einfeldning, drumb sem er alltaf skrefinu á eftir öllum hinum. Frábær túlkun. Arnbjörg Hlíf fer stöðugt vaxandi sem leikkona. Hún leik- ur Brynhildi, hortuga en bráð- greinda menntaskólastúlku sem orðið hefur fyrir slæmri lífs- reynslu. Sú persóna er reyndar afar vel skrifuð af höfundi. Arn- björg nýtir sér allt sem textinn hefur upp á að bjóða og gefur til viðbótar mikið af sjálfri sér og fyrir vikið verður til eftirminni- leg persóna. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur hina armæðufullu móður hennar af ríku innsæi og næm- leik. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur móður unga piltsins og þar er sama uppi á teningnum; ára- tuga reynsla og kunnátta í faginu skilar henni alla leið. Sigurður Skúlason lendir hér í því sem er oft svo erfitt - að leika karakter sem ekki er hægt að hafa samúð með. Stundum kallað „vanþakkláta hlutverkið“. Sigurð- ur fer svo listilega með hlutverk hins ofbeldisfulla og mislynda heimilisföður sem kúgar allt og alla í kringum sig að hrollur fór um mann í hvert skipti sem hann birtist á sviðinu. Það fer kannski ekki mikið fyrir honum í leikrit- inu en nærvera hans yfirskyggir allt í þeim senum sem hann kemur fyrir í, jafnvel þótt rétt sjáist grilla í hann í daufi ljósi aftarlega á sviðinu. Heildaryfirbragðið: smart, kraftmikið og á stundum svo átakanlega satt. ÚR LEIKRITINU FRELSI Gísli Pétur, Ísgerður og Arnbjörg Hlíf í hlutverkum sínum. Lifi byltingin! Stóra svið Salka Valka Fi 3/11 kl. 20 Blá kort Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Woyzeck Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Kalli á þakinu Su 6/11 kl. 14 UPPSELT Su 13/11 kl. 14 Su 20/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean 4/11 kl. 20 FRUMSÝNING Su 6/11 kl. 20 Su 13/11 kl. 20 Su20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar 5 sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fi 3/11 kl. 20 Fö 4/11 kl. 20 UPPSELT Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20 Fö 18/11 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 6/11 kl. 20 UPPSELT Su 13/11 kl. 20 UPPSELT Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Manntafl Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/10 kl. 20 Fi 24/10 kl.20 Miðasala á netinu Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ým- san fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur. �������� ������� ��������������������� �� � � � ������ ���������� ���� ���������� ��� ���� ������ ����� ����������������������������������������������������������������������� ����������� � ���������������������������� ��������������������������� ���������������������������������������� ��������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ���������� ��������������������������� ������������������������ �������������� ������������ �� Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is Síðustu sýningar – geisladiskurinn kominn út. 05. nóv. UPPSELT 11. nóv. UPPSELT Aukasýningar verða fös. 18. fös. 25. og lau. 26. SALA ER HAFIN eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN SÍÐUSTU SÝNINGAR Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið HHHH -DV Hinsegin óperetta eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson Síðasta máltíðinSýnt í Iðnó "Hugmynd Gunnars og Gauts er snjöll og dáruskapurinn fer aldrei yfir þau fínu mörk að verða að fíflagangi. Það gerir grínið enn betra." Bergþóra Jónsdóttir - mbl Næstu sýningar: fim. 3.nóv. kl. 20:00 og lau. 5.nóv. kl. 17:00 Miðasala í Iðnó í síma 562-9700, idno@xnet.is og á www.midi.is 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.