Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 79
Sjaldan er ein báran stök. Þetta á að minnsta kosti við Kate Moss. Eftir að hafa verið ljósmynduð við að taka kókaín missti hún af milljónasamningum, fékk viður- nefnið kókaín-Kate og neyddist til að flýja undan ásókn fjölmiðla til Bandaríkjanna þar sem hún skráði sig loks í meðferð. Á sunnudaginn birti breska blaðið News of the World frétt þess efnis að ólátabelgurinn Pete Doherty væri kominn með nýja stúlku upp á arminn þrátt fyrir að vera enn opinberlega í sambandi við fyrirsætuna. Sú „heppna“ heitir Nuha og er 23 ára gamall listnemi. Þau kynntust á tónleika- ferðalagi Babyshambles og hafa átt í eldheitu ástarsambandi án þess að Moss hafi haft um það minnsta grun. Greinilegt er að Pete hefur ekki haft í hyggju að styðja við bakið á kærustunni sinni heldur reka frekar rýting í bakið á henni. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Doherty mætti með listnemann upp á arminn í teiti sem vinir Moss héldu. Það verður því að teljast næsta víst að sambandi rokkarans og fyrirsæt- unnar sé nú lokið. Kate öðlast þó eflaust samúð breskra fjölmiðla á næstu dögum en Pete verður úthúðað, að öllum líkindum sem skepnu, ef breskir fjölmiðlar eru samir við sig. Rokkarinn brást ókvæða við þegar blaðamenn News of the World reyndu að ná tali af honum og sparkaði meðal annars í bíl þeirra. Kate er nú á leiðinni til Eng- lands þar sem hún þarf að svara til saka fyrir kókaínið. Væntanlega mun hún nýta ferðina og láta Pete finna til tevatnsins. Moss staldrar þó stutt við því hún hyggst flytjast til Bandaríkjanna ásamt dóttur sinni. PETE OG KATE Þau hafa lengi verið eitt umdeildasta par Bretlands. Pete er þegar kominn með aðra stúlku þótt kærastan hans sé í meðferð og hafi síður en svo haft það náðugt. Doherty stendur ekki við bakið á Moss Rokksveitin Dimma heldur tvenna tónleika á Gauknum næstkomandi föstudag í tilefni af útkomu fyrstu plötu sveitarinnar sem kemur út 8. nóvember. Platan inniheldur tíu frum- samin lög auk myndbands við lagið Cockeye Gutterworm. Á tónleikunum mun Dimma leika í fyrsta skipti öll lögin af plötunni og líklega eitthvað af nýrri plötu Michaels Bruce, gítarleikara og lagahöfundar Alice Cooper-sveit- arinnar, en þrír meðlimir Dimmu spiluðu með Bruce á plötunni The Second Coming of Michael Bruce. Á báðum tónleikunum spila einnig færeysku rokksveitirnar Sic og 48 Pages sem hafa getið sér gott orð fyrir kraftmikið rokk. Báðar hafa þær spilað hér á landi áður. Fyrri tónleikarnir á Gaukn- um eru fyrir alla aldurshópa og byrja þeir kl. 17.00 en seinni tón- leikarnir hefjast á miðnætti og er aðgangseyrir 500 krónur. Útgáfutónleikar Dimmu DIMMA Rokksveitin Dimma spilar á Gauknum ásamt tveimur færeyskum hljómsveitum. MYND/VILHELM FRÉTTIR AF FÓLKI Hótelerfinginn Paris Hilton er í við-ræðum um að leika Zsa Zsa Gabor í nýrri kvikmynd. Gabor var eitt sinn gift langafa Parisar, Conrad Hilton, og tengist því leikkonunni að einhverju leyti. Myndin segir meðal annars frá sigri Gabor árið 1936 í keppninni Ungfrú Ungverja- land. Ricky Gervais, sem sló í gegn í þáttunum The Office, ætlar að gera kvikmynd ásamt félaga sínum Stephen Merchant. „Ég vil gera eitthvað sem enginn hefur áður gert, eða bæta það sem hefur verið gert áður,“ sagði Gervais. Staðfesti hann einnig að hann langaði til að gera kvikmyndir byggðar á barnabókum sínum Flanimals. Leikkonan Jennifer Aniston leikur næst í kvikmyndinni Derailded ásamt breska leikaranum Clive Owen. Aniston, sem virð- ist vera að jafna sig eftir skilnaðinn við Brad Pitt, mun leika konu úr við- skiptalífinu sem er nauðgað. Aniston er einnig með tvær aðrar dramatískar myndir á verkefna- listanum. Samkvæmt samningi sem popp- arinn Michael Jackson hefur gert við fyrrum eiginkonu sína, Debbie Rowe, má hún ekki segja börnun- um sínum tveimur að hún sé móðir þeirra. Verður þetta bann endurskoðað þegar börnin verða eldri. Einnig má hún aðeins hitta börnin, þau Prince Michael I sem er átta ára og Paris sem er 7 ára, stöku sinn- um. Jackson og Rowe skildu árið 1999. Rowe fékk að hitta börnin í fyrsta sinn í fimm ár í ágúst síðastliðn- um á hótelherbergi í Los Angeles. Fóstra barnanna fór með börnin á fund móður sinnar en Jackson var þá staddur í Barein. Jackson er um þessar mund- ir að taka upp nýtt smáskífulag þar sem hann syngur með öðrum þekktum tónlistarmönnum. Má ekki segja að hún sé mamman MICHAEL JACKSON Popparinn vill ekkert með fyrrverandi eiginkonu sína hafa. Söngkonan Madonna segir að Gwen Stefani, sem sló í gegn í hljómsveitinni No Doubt, sé algjör hermikráka. „Hún hermdi eftir mér. Við vinnum með mörgu sama fólkinu. Hún giftist Breta, hún er með ljóst hár og hún hefur áhuga á tísku,“ segir Madonna. „En mér er alveg sama. Mér finnst hún fín stelpa og mjög hæfileikarík.“ Gwen er hermikráka MADONNA Söngkonan Madonna segir að Gwen Stefani sé algjör hermikráka. með þrjár í rúminu BACHELOR DV2x10 -lesið 1.11.2005 20:30 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.