Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 86
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 skák 6 vafi 8 hamfletta 9 nögl 11 samanburðartenging 12 glæsi- bíll 14 yndis 16 í röð 17 útsæði 18 for 20 smáorð 21 umkringja. LÓÐRÉTT 1 labbaði 3 austfirðir 4 brjósthimna 5 gæfa 7 straumur 10 hætta 13 útdeildi 15 fræ 16 draup 19 holskrúfa. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Sálin hans Jóns míns fyrir að trekkja enn að eftir öll þessi ár, en uppselt er á tónleika hljóm- sveitarinnar í Kaupmannahöfn. LÁRÉTT: 2 tafl, 6 ef, 8 flá, 9 kló, 11 en, 12 kaggi, 14 unaðs, 16 lm, 17 fræ, 18 aur, 20 að, 21 króa. LÓÐRÉTT: 1 gekk, 3 af, 4 fleiðra, 5 lán, 7 flaumur, 10 ógn, 13 gaf, 15 sæði, 16 lak, 19 ró. Þorgerður Jörundsdóttir bar sigur úr býtum í samkeppni Bókaút- gáfunnar Æskunnar um mynd- skreytta barnabók. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra afhenti nöfnu sinni verðlaunin í Vinabæ í gær. Bókin, sem er sú fyrsta frá Þor- gerði, heitir Þverúlfssaga grimma og fjallar um lítinn þvermóðsku- fullan strák sem á í stappi við for- eldra sína og flýr á vit ævintýr- anna. Auk þess að semja bókina bjó Þorgerður til klippimyndirn- ar sem þar er að finna. Þorgerð- ur hefur áður fengið verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu á barnabókinni Ævintýri Nálfanna - Flóttinn árið 1997. Þorgerður er fimm barna móðir og eignaðist lítinn strák, þann fjórða í röðinni, fyrir aðeins tveimur vikum. „Aðalsöguhetj- an á sér fyrirmynd á heimilinu,“ segir hún um bókina. „Síðan eru ljósmyndirnar í klippimyndunum af sex ára gömlum syni mínum, Jörundi Óskarssyni. Þorgerður á einnig tveggja og þriggja ára gamla stráka og tólf ára stelpu. Hún segir að barna- uppeldið passi vel með skrifunum. „Það fer allt saman við barnaupp- eldi. Maður finnur sér bara tíma, það er nú bara þannig,“ segir hún. Hún segist þó ekki eiga lager af sögum í skúffunni hjá sér. „Ég hef ekkert gert voðalega mikið af því að semja. Helst hef ég samið smá- ræði fyrir krakkana, einhverjar bullsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri eitthvað fyrir sjálfa mig,“ segir hún. Aðspurð segist Þorgerður vera óttaleg alæta á bækur og lesi mikið. „Ég les mikið eftir Philip K. Dick, Terry Pratchett og Neil Gaiman, sem skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Tove Janson og Astrid Lindgren eru líka í endalausu uppáhaldi. Þær eru klassík.“ Þorgerður er með aðra sögu í vinnslu sem hana langar til að koma á koppinn. Hún vill ekkert gefa upp um innihald hennar að svo stöddu. freyr@frettabladid.is BARNABÓKAVERÐLAUN ÆSKUNNAR: FIMM BARNA MÓÐIR VANN Semur bullsögur fyrir krakkana sína „Fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi munu bókabúð- ir á höfuðborgarsvæðinu loka á hádegi vegna þess hégómlega sorgarviðburðar að út kemur bókin, Túristi, eftir Stefán Mána.“ Svona hefst fjöldapóstur sem áðurnefndur Stefán sendi frá sér í gærmorgun. „Mér fannst miðnæt- uropnunin vegna bókar Arnalds Indriðasonar svo sniðug að mig langaði til að gera eitthvað svipað en ekki alveg keimlíkt,“ útskýrir Stefán þegar hann er inntur eftir þessu uppátæki sínu. „Þetta er eins og flestir brandarar mínir, það hlær enginn nema ég,“ held- ur hann áfram. Stefán tekur þó fram að bókabúðirnar hafi ekkert ákveðið í þessum efnum en hann vilji biðla til þeirra að taka þátt í þessu með honum. Bók Stefáns Mána á eflaust eftir að vekja mikla athygli því hann blandar saman raunveru- leika og skáldskap líkt og kollegi hans Kristjón Kormákur gerir í bókinni Frægasti maður í heimi. „Hugmyndin á bak við bókina er ekkert ósvipuð en ég held að þetta sé öðruvísi nálgun,“ segir rithöfundurinn en bætir við að réttast sé að bíða eftir verkinu. „Annars er raunveruleikinn og skáldskapur að renna saman og þetta er einfaldlega stemningin í dag,“ segir höfundirinn ennfrem- ur en áréttar að hann reyni að sigla milli skers og báru. „Annars er það mitt álit að það sé enginn munur á raunveruleika og skáld- skap.“ - fgg Hlær að sjálfs sín fyndni STEFÁN MÁNI Sendi út fjöldapóst þar sem hann auglýsti lokun bókabúða á hádegi þann 10. nóvember vegna útkomu bókar hans. FRÉTTIR AF FÓLKI Þegar Svava Johansen keypti Bolla Kristinsson út úr Sautjánveldinu bjuggust margir við breytingum enda er Svava mikil framkvæmdamanneskja í eðli sínu. Kaupin voru varla gengin um garð þegar Svava byrjaði að breyta. Það hefur ekki farið fram hjá gangandi vegfarendum á Laugaveginum að þar er eitthvað mikið í gangi því búið er að loka Sautján Jeans og hafa iðnaðarmenn verið þar að störfum að undan- förnu. Heyrst hefur að Svava ætli að opna herrafataverslun undir nafninu Kultur en samnefnd versl- un er rekin í Kringlunni fyrir konur. Hún ætlar að selja hágæðavörur frá Paul Smith, Bruunz Bazaar og fleiri flottum merkjum. Gárungar hafa velt því fyrir sér hvort nýi kærastinn, Björn Sveinbjörns- son, komi nálægt versluninni enda gefur það auga leið að það myndi trekkja að ef hann væri við búðarborðið. Mótfallinn pyntingum Mér finnst sjálfsagt að flugvélar fljúgi inn og út úr lofthelgi ef samn- ingar eru til staðar um það. Ég er hins vegar algjörlega mótfallinn pyntingum á fólki. Það hins vegar kemur flug- vélaumferð ekkert við. FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON, félagi í Frjálshyggjufélaginu. Eigum ekki að taka þátt í svona Mér finnst þetta allt ömurlegt. Heimurinn er að breytast til hins verra. Hvort sem þetta eru hryðjuverkamenn eða hvað þá á ekki að flytja fólk í pyntingarbúðir. Ég er á móti þessu frá upphafi til enda og við eigum ekki að taka þátt í svona löguðu. ELLEN KRISTJÁNS- DÓTTIR, söngkona. Ólíðandi Með þessu erum við náttúrulega að leggja okkar af mörkum í sambandi við að fara með menn í einhverjar pyntingarbúðir og það er auðvitað ólíðandi. En þetta er sosum í takt við annan stuðn- ing sem við höfum verið að sýna hérna við þennan stríðsrekstur Bandaríkjanna. Ef það væru einhverjar töggur í okkur þá myndum við neita. STEFÁN PÁLSSON, formaður Samtaka herstöðvaand- stæðinga. ÞRÍR SPURÐIR Hvað finnst þér um að flugvélar með grunaða hryðju- verkamenn innanborðs fái að millilenda á Íslandi? Þegar bók Steinunnar Ólínu, Í fylgd með fullorðnum, er skoðuð vel kemur í ljós að Jón Ásgeir nokkur er skráður sem hönnuður bókarkápunnar. Ekki er vitað hvort umrædd- ur Jón Ásgeir sé forstjóri Baugs eða um annan mann að ræða en föð- urnafnið er ekki tilgreint. Það gæti jú allt eins verið að Jón Ásgeir dundaði sér við bókarkápuhönn- un í frístundum líkt og Páll Magnússon útvarpsstjóri les fréttir í aukavinnu. Humar 1.290, kr/kg Ótrúlega gott verð á fínum humri. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 VERÐLAUNAHÖFNDUR Þorgerður, sem eignaðist lítinn dreng á dögunum, segir að Þverúlfs- saga grimma eigi sér fyrirmynd á heimilinu.1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1 [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1. 118 þúsund fjár 2. Letizia 3. Um 17 þúsund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.